Morgunblaðið - 09.02.1997, Side 35

Morgunblaðið - 09.02.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 35 MINNINGAR heimili, þar sem gott var að koma, og góða og samhenta fjölskyldu. Síðast en ekki síst féll honum sú gæfa í skaut að lifa langa og við- burðarika ævi og halda góðri heilsu og kröftum, andlega og líkamlega, fram undir það síðasta. En eitt sinn skal hver deyja og nú er komið að leiðarlokum. Eg er þess fullviss, að hann hefur geiglausum huga lagt á eilífðardjúpið og bið honum bless- unar og fararheilla með þökk fyrir gömul og góð kynni. - Eftirlifandi eiginkonu hans, börnum og öðrum ættingjum sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðgur. Þorvaldur Sæmundsson. Minningar okkar hjóna um Hall- dór skólastjóra eru mjög góðar. Um 1930 var hann aðalkennari okkar í Eyjum. Hann var úrvals góður kennari, sérstaklega í stærðfræði. Hann var hvetjandi og studdi ós- part þá sem hann fann að höfðu áhuga. Um 1930 í upphafi krepp- unnar var fátækt í Eyjum. Við fund- um aldrei að Halldór gerði sér man- namun eftir aðstæðum foreldra. Það var áhugi nemandans og geta sem hafði allt að segja. Síðar leit- aði faðir minn, sem var sjómaður, til Halldórs í sambandi við umsókn mína í Kennaraskólann. Það var auðsótt. Ég skildi ekki fyrr en síð- ar, að ég hafði engin réttindi, því 2. bekkur gagnfræðaskólans hafði ekki verið starfræktur nema til ára- móta. Ég efast ekki um að Halldór hefur sent umsögn með og lagt mér þar gott til. Halldór stjórnaði kvöldskóla fyrir iðnaðarmenn í Eyj- um. Hann sóttu margir unglingar, sem gátu þá unnið á daginn. Varð það oft eina framhaldsnámið þeirra. Sá Halldór alveg um nám og fjár- reiður skólans. Sambandið við Halldór rofnaði aldrei, við höfðum þrátt fyrir ald- ursmun áhuga á skák. Hann var ágætur skákmaður og var strax í 1. flokki, en þar voru þeir bestu í byijun. En aðalíþrótt hans var brids. Hann varð þegar einn af bestu spilurum þar og spilaði mikið alla tíð. Bera bikarar heima hjá þeim hjónum vott um afrek hans. Ég varð kennari vð barnaskólann 1941 og var undir hans stjóm til 1956. Ég hafði áhuga á þessum sömu íþróttum og þegar spilafélagi Halldórs forfallaðist bað hann mig að hlaupa í skarðið. En það var ekki kastað höndunum við „uppeld- ið“. Hann bjó á loftinu í skólahús- inu. Þegar hlé kom kallaði hann á mig upp og þá lágu á borðinu gefin spil eins og á síðum dagblaðanna núna og erfið kennslustund hófst fyrir mig. Ég held báðir hafi haft gaman af, lærimeistarinn og nem- andinn. Halldór var fáskiptinn, en skemmtilegur í hóp og rækti starf sitt af samviskusemi. Mér finnst ekki ofmælt að enginn maður hafi í 35 ár haft meiri áhrif á menntun ungs fólks í Eyjum en Halldór. Elín kona hans hefur alla tíð staðið við hlið hans og stutt til allra góðra verka. Bjó hún honum gott og fallegt heimili. Við hjónin send- um henni og fjölskyldunni samúðar- kveðju. Vigfús Ólafsson. Fallinn er frá Halldór Guðjónsson f.v. skólastjóri. Halldór náði háum aldri, litlu munaði að aldur hans næði inn á þijár aldir. Hann var fæddur á 19. öld, 1895, lifði nær alla 20. öldina og vantaði nú tæp fjögur ár til að líta 21. öldina. Hall- dór bar vel þennan háa aldur, að sjálfsögðu hlaut líkaminn að missa sinn æskuþrótt og mikið skert sjón bagaði hann síðustu árin, en and- lega var Halldór alltaf ungur. Hann hafði létta og þægilega skapgerð, skýra og skarpa hugsun til hins síðasta, það var því alltaf ánægju- legt og uppbyggjandi að eiga tal við Halldór. Þegar Halldór var kominn hátt á V aldur réðst hann í að kaupa íbúð, sem var í smíðum. Halldór sá um öll kaup, samninga og vissar fram- kvæmdir. Svo var það að banka- maður gerði athugasemd við einn reikning, hann sagði að kennitalan gæti ekki staðist og benti á fæðing- ardaginn. Þegar bankamaðurinn var búinn að fá fullnægjandi skýr- ingar baðst hann afsökunar en sagðist aldrei hafa vitað svo gamlan mann standa í byggingarfram- kvæmdum. „Margt sér sá, er lengi lifir.“ Sannarlega hefur Halldór séð margt á sinni löngu ævi. Hann lifði stórkostlegasta breytinga- og framfaratímabil íslandssögunnar. Á æskudögum Halldórs var hesta- kerran fullkomnasta landflutninga- tækið á íslandi, taðkvörnin og klín- ingur vinnutæknin við grasræktina og skip og bátar knúin áfram með seglum og árum. Halldór hefur því kynnst atvinnu- og lifnaðarháttum þjóðarinnar eins og þeir voru marg- ar aldir aftur í tímann og einnig öllum þeim breytingum og framför- um, sem urðu á vélvæðingartímabil- inu og allt fram til dagsins í dag á geimsiglinga-, tölvu- og alnetsöld. Fyrir 100 árum stóð samfélags- leg aðstoð ekki til boða, menn urðu að bjarga sér sjálfir. Halldór kynnt- ist fátæktinni af eigin raun á bemsku- og uppvaxtarárum sín- um. Snemma bar á að Halldór var góðum gáfum gæddur, hann var útsjónarsamur og duglegur. Þrátt fyrir allsleysi og án aðstoðar tókst honum að bijótast. áfram og ljúka kennaraprófi við Kennaraskólann. Einnig lærði hann að spila á orgel og fyrstu kennsluárin drýgði hann lág kennararlaun með því að kenna á orgel. Halldór þótti góður kennari, hann var stjómsamur en ekki strangur, ströng boð og bönn vom ekki að hans skapi, hann vildi biðja nemend- ur fremur en banna með valdi. Sama hátt hafði hann gagnvart kennumm eftir að hann varð skólastjóri, þar kom hann fram meira sem leiðbein- andi en valdsmaður, vandamálin leysti hann á hljóðlátan hátt. Halldór var skólastjóri bama- skólans í Vestmannaeyjum og einn- ig skólastjóri iðnskólans þar, honum voru falin mörg trúnaðarstörf í fé- lagsmálum og bæjarmálum. Hann var bæjarfulltrúi eitt kjörtímabil en gaf ekki kost á sér aftur í bæjar- stjóm. Ég spurði hann eitt sinn hvers vegna hann hafði neitað að sitja áfram í bæjarstjórn. Hann sagðist ekki hafa getað setið þar áfram vegna þess að krafist væri að störf bæjarstjómarfulltrúa væm svo flokkspólitísk að hann yrði að vera á móti öllum tillögum flokks- andstæðinga en með öllum tillögum samflokksmanna. Halldór sagðist vera þannig gerður að hann vildi taka málefnalega afstöðu til hvers máls óháð því hver flytti það en hann gæti ekki starfað eftir einsýn- um flokkspólitískum línum. Fyrstu kynni okkar hjóna af Halldóri vom þegar við komum til Vestmannaeyja til kennslustarfa. Nokkur hópur fólks var á hafnar- bakkanum. Virðulegur maður stóð fyrir utan hópinn, þar sem hann hafði góða yfírsýn. Rétt eftir að við stigum á land gekk þessi maður til okkar og spurði: „Em þetta Sigrún og Magnús?" Hann kynnti sig Hall- dór Guðjónsson og væri kominn til að taka á móti okkur. Síðar gerðum við okkur grein fyrir að þetta vom hans vinnubrögð. Þegar Halldór þurfti að leysa mál valdi hann sér sjónarhól þar sem hann hafði yfir- sýn yfír viðfangsefnið. Þegar hann var búinn að gera sér glögga grein fyrir málinu var gengið beint til verks. Það er nú liðin meira en hálf öld síðan Halldór ávarpaði okkur fyrst á hafnarbakkanum í Vestmana- neyjum. Þær hlýlegu móttökur, sem mættu okkur hjá þeim hjónum Elínu og Halldóri, em okkur enn í minni. Þau vináttutengsl sem fljótlega mynduðust milli heimila okkar og hafa síðan haldist alla tíð hafa ver- ið okkur hjónum mikils virði Blessuð sé minning Halldórs. Innilegar samúðarkveðjur til Elínar og annarra aðstandenda. Sigrún og Magnús Jónsson. Ef þig lífið leikur grátt leystu úr dróma eigin mátt. Berstu djarft og horfðu hátt hafðu að marki frið og sátt. Þetta erindi úr Heilræðavísum Halldórs Guðjónssonar, sem hér er minnst, má segja að hafi verið hans leiðarljós í liðlega eitt hundrað ár. Þegar litið er yfír æviskeið eitt hundað ára öldungs, er margs að minnast, en merkilegastar verða hugrenningamar þegar það rifjast upp fyrir okkur félögum hans í Oddfellowstúkunni Heijólfi í Vest- mannaeyjum, að það em fjöratíu ár liðin og einu betur frá því að hann kvaddi Eyjarnar og okkur eftir 34 ára búsetu. Halldór gekk snemma í Odd- fellowhreyfínguna og hefur um langt skeið verið elsti meðlimur hennar. í stúkuna nr. 4 Herjólf gekk Halldór 1929 og var hann þar vel virkur, ráðagóður og vinsæll. Gegndi hann ýmsum trúnaðarstörf- um innan stúkunnar sem hér og nú er þakkað af heilum hug. Þó Halldor hafí búið utan Eyja allan þennan tíma vildi hann ætíð halda sæti sínu í stúkunni. Hann sótti að vísu búðafundi framan af í Reykjavíkurdvöl sinni, en er sjónin tók að bila og hann þekkti ekki fólk í sjón hætti hann að sækja fundi. Þrátt fyrir að vík hafi verið milli vina fylgdist Halldór grannt með félögum sínum í Eyjum, jafnt ung- um sem öldnum, og í viðræðum við nokkra félaga, þá hann varð eitt hundrað ára, undmðust þeir minni hans og áhuga fyrir stúkustarfinu. Alla ævi vakti Halldór athygli hvar sem hann fór. Fyrst og fremst fyrir glæsilegt fas og prúða fram- komu. Halldór gerðist kennari við Bamaskóla Vestmannaeyja 1921, árið sem hann útskrifaðist, og lét af störfum 1956, þá kominn á eftir- laun. Síðustu 17 árin í Eyjum gegndi hann starfi skólastjóra. Að auki stofnaði hann Kvöldskóla iðn- aðarmanna í Vestmannaeyjum og stýrði honum í 23 ár. Þá var hann bæjargjaldkeri 1923-30 ásamt kennslu og í bæjar- stjóm sat hann eitt kjörtímabil. Námsferðir fór hann til Danmerk- ur, Svíþjóðar og Englands. Halldóri vom líknar- og mannúð- armál hugstæð og starfaði hann ámm saman [ Vestmannaeyjadeild Rauða kross Islands, löngum sem gjaldkeri. Þegar við kveðjum öldung vom verður efst í huga okkar virðing og þökk fyrir vandaða fyrirmynd. Megi minning eftirlifenda varðveit- ast í vináttu, kærleika og sannleika. Byggðu trú á bjartsýni, bræðralag á réttsýni. Tengdu von og víðsýni, vík á flótta bölsýni. (H.G.) Heijólfsbræður, V estmannaeyj um. + Elskuleg elginkona mín, móðir, dóttir, tengdamóðir og amma, ÞORBJÖRG HELGA ÓSKARSDÓTTIR, Grænukinn 16, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum föstudaginn 7. febrúar. Sveinn Ingvarsson, Óskar Jóhannsson, Lára Sveinsdóttir, Arnar Helgason, Björk Sveinsdóttir Paisis, Andreas Paisi, Dröfn Sveinsdóttir, Sigurður J. Sigurðsson og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN KARLSSON, er lést á Hrafnistu Reykjavík 1. febrúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkiunni mánudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Kolbrún Jónsdóttir, Guðberg Kristinsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Georg Arnason, Edda Kristín Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GABRIELE JÓNASSON, f. Graubner, áðurtil heimilis á Þinghólsbraut 3, Kópavogi, sem lést sunnudaginn 2. febrúar, verð- ur jarðsett frá Dómkirkjunni þriðjudag- inn 11. febrúar kl. 13.30. Sigrún Matthíasdóttir, Björn Matthíasson, Heiðrún Hulda Guðmundsdóttir, Margrét Matthíasdóttir, Guðmundur Bjarnason, Dagbjört Matthíasdóttir, Jón Þorleifur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær sonur okkar, bróðir og faðir, KRISTJÁN GUNNARSSON, Einholti 7, Reykjavík, lést á Filippseyjum 7. janúar. Útför hans fer fram frá Fossvogs- kapellu mánudaginn 10. febrúar kl. 15.00. Erla Kristjánsdóttir, Gunnar Dúi Júlíusson, Guðrún Gunnarsdóttir, Eyvör Gunnarsdóttir, Hreinn Gunnarsson, Benjamín Gunnarsson, Svanhildur D. Karlsdóttir, börn og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR SIGURÐSSON kaupmaður, Kleppsveg 20, Reykjavík, lést á heimili sínu 29. janúar síðastlið- inn. Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir okkar fyrir einstaka umhyggju og umönnun til Eiríks Jónssonar, læknis, og starfsfólks heimahlynningar Krabba- meinsfélagsins. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Eggertsdóttir, Edda íris Eggertsdóttir, Hjördís Bára Sigurðardóttir, Sigtryggur Mariusson, Helgi Sigurðsson, Grétar Sigurðsson, Jóna Pálsdóttir, Jónas Sigurðsson, Svanhvit Albertsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HALLDÓRS ÁGÚSTS GUNNARSSONAR frá Súgandafirði, Lindargötu 61, Reykjavik. Sérstaklega þökkum við Sigurði Björns- syni lækni og starfsfólki deildar A-7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, starfsfólki Karitas heimahlynningu og sr. Sigfinni Þorleifssyni fyrir góða aðhlynningu í vikindum hans. Anna Stfgsdóttir, Auður Halldórsdóttir, Halldór Guðmundsson, Helga Halldórsdóttir, Auðunn Hinriksson, Hugrún Halldórsdóttir, Andrés Garðarsson, Halla Halldórsdóttir, Óskar Valgeirsson, Sigrún Halldórsdóttir, Hilmar Kristensen, Gunnar Halldórsson, Sævar Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.