Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 31
SKOÐUN
Um Geitlandsdóm Hæsta-
rjettar, nr 247/ 1994.
1.
ALLT frá því að Hæstiijettur
felldi dóm sinn í svonefndu Geit-
landsmáli, nr 247 / 1994, hefur ít-
rekað verið vitnað til þess dóms, sem
endanlegrar niðurstöðu um eign-
anjett Reykholtsdals- og Hálsa-
hreppa í Geitlandinu og þá um leið
um þann ijett, sem aðrir muni þar
eiga. Með því að dómur þessi er
reistur á makalausu tómlæti gagn-
vart flestum þeim heimildum, sem
fyrir liggja um eign Reykholtskirkju
á Geitlandinu um aldir, öðrum en
Reykjaholtsmáldaganum gamla, þar
sem raunar er flestu bijálað, get
eg ekki látið hjá líða að amast við
honum í nokkrum atriðum. Dómur-
inn virðist mjer raunar vera reistur
á tómum útúrsnúningum máldag-
ans. Þá fullyrðingu mun eg leitast
við að rökstyðja hjer á eftir.
Eg ritaði hreppsnefndunum á
Petursmessu 1994 um það, er mjer
þókti vera aðfinnsluvert í dómnum
og eg kom auga á í fljótu bragði.
Með því að mjer þykir enn vera illt
við þann kost að búa að hlíta slíkum
dómi, sem þessum, leyfi eg mjer að
birta þessar athugasemdir allri al-
þýðu manna, ef einhver vildi um þær
hirða og þá að bæta um betur eða
þá að hrekja það, er ógrundað kann
að vera í mínu máli.
11. Um það, hvar
Hæstirjettur villist
í dóminum segir meðal annars:
„í kjölfar landnáms virðist Geitland
hafa verið fullkomið eignarland.
Þegar litið er til hinna elstu heim-
ilda um rétt Reykholtskirkju að
Geitlandi virðist það hins vegar vafa
undirorpið hvort landið sé eignar-
land þar sem tekið er fram í þeim
heimildum að skógur fylgi landi.
Heimildir ríkisins til að afsala Hálsa-
hreppi Geitlandi eru leiddar af rétti
Reykholtskirkju til landsins og leik-
ur þannig vafi á því, hvort það er
eign, sem háð er beinum eignar-
rétti.“ ( Leturbreyting mín). Síðar
í dóminum eru reifaðar efasemdir
Hæstaijettar um það af framan-
sögðu, „Hvemig eignarrétti Hálsa-
hrepps og Reykholtsdalshrepps að
hinu umdeilda landi er háttað-.“
111. Um Reykjaholtsmáldaga
Reykjaholtsmáldagi greinir eign
og ijettindi Peturskirkju í Reykja-
holti. Hann er talinn vera elzta skjal,
sem varðveitt er i frumriti í norrænu
máli hjerlendis. I formála að mál-
daganum Dipl. Isl. 1 bls. 279 telur
Jón Sigurðsson elzta hluta máldag-
ans ritaðan „á dögum Þorláks bisk-
ups, eg tek til 1185, það ár sem
Páll prestr andaðist og Magnús
prestr sonr hans tók við“. í formála
sínum að útgáfu máldagans 1885
tekur Kristian Kálund undir með
Jóni. Bjami Vilhjálmsson þjóð-
skjalavörður tekur upp þessa skoðun
Jóns í ritgjörð sinni um Reykjaholts-
máldaga í „Orð eins og forðum".
Loks heldur Magnús Stefánsson
uppi sömu skoðun um aldur máldag-
ans í þjóðhátíðarútgáfunni af sögu
íslands. (11 bindi bls. 75). Má af
þessu sjá, hversu traustlega skoðun
Jóns Sigurðssonar hefur haldið í
þessu efni.
Ólafur Halldórsson ritar grein um
handritagerð í 6ta bindi íslenzkrar
þjóðmenningar. Ber hún heitið.
„Munnmenntir og bókmenntir". Þar
vekur hann athygli á, að sama, eða
mjög skyld rithönd er á máldagan-
um og Hómilíubókarbroti 237 A
folio í Árnasafni. Getur hann þess
til, að sami maður hafi ritað hvort
tveggja, en Hómilíubókar-brotið er
frá því um 1150. Stefán
Karlsson handritafræð-
ingur tjáir mjer, að af
stafsetningu og skrift
megi ráða með um
hálfrar aldar skekkju-
mörkum aldur hand-
rita. Telur hann jafn
líklegt að máldaginn
gæti verið frá því um
miðja 12tu öld, eins og
að hann sje frá því á
síðasta fjórðungi aldar-
innar. Fræðimennimir
hafa getið sjer þess til,
að máldaginn hafi jafn-
vel verið ritaður upp- „ .
haflega á autt blað í _ Geir VVaage
sömu bók og hómilíurnar. í skýring-
artexta við mynd máldagans á sýn-
ingu í Snorrastofu í Reykholti segir
dr. Jónas Kristjánsson hann vera frá
miðri 12tu öld. Þetta styrkir allt þá
skoðun mína, að elzti hluti máldag-
ans sje upphaflegur máldagi Peturs-
kirkju í Reykholti, settur í sama
mund og staður var settur þar og
muni það hafa verið Páll Sölvason,
er það gjörði, ef ekki Sölvi Magnús-
son, faðir hans. Væri svo, em allar
líkur á því, að allt fylgifje staðarins
það er tilgreint er í elzta hluta
máldagans, sje stofnfje staðarins,
tillagt kirkju og stað með sama
hætti og kvöðum, er almennt gerð-
ist, er staðir vom settir.
kirkja ætti „geitland
meþ scoge“, nema af
því augljósa, að kirkjan
átti öldungis allan skóg
á landinu og það með
ásamt öllum öðmm
gögnum og gæðum.
Þar áttu aðrir engan
ijett í.
V. Dómur um
upprekstur í
Geitland frá 1596
og fleira
Heimild er fyrir því,
að aðrir hafi um hríð
eignazt íjett í Geitland-
inu, þótt dæmin sjeu
fá, og skýrt af samhengi, hvemig
á stóð. Dómur Þórðar lögmanns
Guðmundssonar frá 15da maí 1596
um upprekstur í Geitlandinu er til,
varðveittur í skjalabók Reykholts-
kirkju, sem talin er frá 1676, prent-
aður í Alþingisbókum 111 bindi, bls.
420- 426.
Síra Böðvar Jónsson beneficator
í Reykholti beiddist dóms „vm þann
olöglega rekstur sem hann tiedi oss
med sannindum ad hafde vered i
kyrciunnar land i Reykiahollte. er
Geitland heiter. oc nu ad vorre sýn
oc heirn laugdo þeir Þorvalldur oc
sagdur Sera bodvar Jonsson sig
IV. Um mistúlkun orðalagsins.
„geitland meþ scoge“
í elzta hluta máldagans segir, að
Reykholtskirkja eigi „geitland meþ
scoge“. í dómi Hæstaijettar er þetta
svo útlagt, að það „virðist vafa und-
irorpið hvort landið sé eignarland
þar sem tekið er fram í þeim (það
er elztu heimildum) að skógur fylgi
landi". Þarna virðist mjer Hæsti-
ijettur snúa öllu á hvolf. Það er al-
þýðuvitneskja, hvernig ítök urðu til
yfirleitt, enda auðrækt hveijum
þeim, er gaum gefur sögu þjóðarinn-
ar og eru í einhveijum tengzlum við
líf hennar um aldir. Varðandi skóg-
amytjar er þetta einna auðlæsileg-
ast í heimildum. Þegar skóga tók
að þijóta í heimalöndum almennt,
tóku menn að ásælast skógarnytjar,
þar sem þær var að hafa, svo mjög
sem menn vom háðir þessum nytj-
um til raftviðar, en einkum þó kola-
gerðar. Þannig má rekja ítakamynd-
un kirknanna út allar miðaldir eftir
máldögum og visitazíugjörðum. Er
til dæmis um þetta að vitna í prýði-
lega ritgerð eftir Grétar Guðbergs-
son í Skógræktarritinu 1994, „Þætt-
ir úr sögu Gnúpufells-skógar í Eyja-
fírði“ (bls 62 - 64). Þar er skýrlega
rakin eftir heimildum eyðing skóga
og þá um leið, hversu ásóknin eftir
ítökum óx eftir því, sem skóginn
þvarr. Orðalagið í máldaganum ber
einmitt að túlka svo, að Reykholts-
kirkja hafi átt Geitlandið öldungis
án þess að aðrir ættu þar nokkurn
rjett og því er skógurinn nefndur
sjerstaklega, að algengt hefur þá
þegar verið orðið um miðja 12tu öld
að einstakar jarðir (bændur) og þó
einkum kirkjur, væm famar að seil-
ast til einmitt þess konar ítaka.
Þetta útmálar raunar máldaginn
sjálfur í næstu greinum bæði á und-
an og á eftir tilvísuninni til Geit-
landsins. Kirkjan á : „selfor i kior
meþ oveþe þeirre er þar fylger at
helfninge oc afretr ahrutafiarþar
heþe. oc itoc þau er hon a ifaxa
dal“.- „Scogur isandale- þar fúlger
oc scogr iþverar hþ (hlíð) at viþa
til sels“. Þannig rekur máldaginn
sjálfur myndunarsögu skógarítak-
anna. Hví skyldi hann þá taka það
sjerstaklega fram að Reykholts-
Dómurinn virðist mjer,
segir Geir Waage,
raunar vera reistur á
tómum útúrsnúningum
máldagans.
viliuglega til laga vm þann oleyfdan
rekstur sem greindur Þorvalldur
reked hafde i nefndt Geitland. i
ordlofe Einars Asmundssonar enn
oleyfe Sera bodvars Jonssonar. nu
med þui ad suo votta vor gomul
jslendsk log. i fyrstu Landsleigu
Bælke xlvj. Eige eiga menn ad lofa
afrett nema jtala se. jtem ef sumer
lofa enn sumer ecke þa take þeir
er ei lofa slikt grasverd. sem menn
meta. og fullt landnam med. ef
madur rekur eda reka lætur fie sitt
i afriett utan ordlofs. þui i Guds h
anda nafne Amen. ad svo profudu.
oc fyrer oss komnu. leitst oss þad
Geitland sem maldæginn helldur
oc leiged hefur under Reikhollts
kyrkio xx ár edur xx árum leingur
átölulaust. ad svo profudu eign
Reikiahollts kyrkiu utan so miced
jtak sem Einar Asmundsson oc
hans forelldrar hafa halldid i xx
ar edur leingur átolulaust. oc huad
hann kann med logum ad bevijsa
meir edur minna sijna eign vera.
Sva og dæmdum vier ongvan mann
mega med riettu sier þad land nýta
nie beita nema þeirra lof oc leyfe
til sem forrædi hafa kyrciunnar i
Reikiahollti. oc reykjum sem adur
er sagt“.
Reykir þeir, sem nefndir eru í
dóminum, eru Sturlu- Rejkir í Reyk-
holtsdal. Þar bjó Einar Asmundsson
og kemur nokkuð við dóma. Ekki
er einkennilegt þó hann hafi getað
vísað til beitanjettar í Geitlandi,
arftekinn frá foreldrum. Alkunna
er, að nokkuð losnaði um hald kirkj-
unnar á eignum hennar á siðbótar-
tímanum. Þannig hjeldu tveir lög-
menn staðinn í Reykholti, þeir Odd-
ur Gottskálksson Nýja- Testament-
isþýðandi og bróðir Gizurar biskups
frá 1552 til 1557 og eftir hann
Þórður Guðmundsson 1557 til 1563.
Ekki er það tilviljun, að Kristján
konungur skipar valdsmönnum sín-
um í ordinantiunni að hjálpa prest-
um við að ná aftur þeim eignum,
er undan kirkjunum höfðu dregizt
í óöld greifastríðanna. Hefði þetta
konungsboð verið óþarft á íslandi,
hefði Oddur biskup vafalaust sleppt
því í þýðingu ordinantiunnar, eins
og svo mörgu öðru, sem ekki þókti
við eiga úm íslenzkar aðstæður.
Árið 1596, er dómurinn gekk, voru
46 ár frá því að ordinantian var
iögtekin í Skálholtsstipti. ítak Ein-
ars gæti, miðað við upplýsingar í
dómi Þórðar lögmanns, hafa orðið
til á árabilinu 1556 til 1576, enda
er fram tekið, að það hafí staðið
um tvo áratugi. Það er Geitlandið,
sem legið hefur undir Reykholts-
kirkju átölulaust að öllu leyti, nema
því, sem Einar á heimild til, en það
var upprekstur „ad svo profudu eign
Reykiahollts kyrkiu utan so miced
jtak sem Einar Asmundsson oc hans
forelldrar hafa halldid i xx ar edur
leingur átölulaust". Geitlandið er
með öðrum orðum óumdeild Reyk-
holtskirkju eign en hið um eða yfir
20 ára gamla beitarítak hafa Einar
og foreldrar hans haldið án athuga-
semda.
Víst var ítak Einars löngu horf-
ið, þegar síra Guðmundur Helgason
ljeði bændum úr Hálsasveit beit í
Geitlandinu seint á 19du öld endur-
gjaldslaust án þess að það yrði að
ítaki, þótt það kunni að hafa leitt
til þess síðar, að þetta stofnfje
kirkjunnar var undan henni dregið.
Deila hans við þá bændur, er hann
hafði ljeð upprekstur, snerist um
það, hvort honum sem landsdrottni
bæri að kosta vinnslu dýrbíts í
Geitlandinu. Þeir hefðu ekki krafíð
hann um að svara þeirri skyldu,
hefði eignarhald Reykholtskirkju
þar verið vjefengt. Síra Guðmundur
borgaði ekki að vísu, enda taldi
hann sjer og Reykholtskirkju vera
meinlaust við refinn og hafði enda
ekki leigt þeim beitina, heldur leyft,
án endurgjalds. Fáum hefði betur
verið trúandi til þess, en einmitt
síra Guðmundi að víkja sjer undan
greiðslunni með lagarökum, það er
að vísa til ófullkominnar eignar
kirkjunnar á landinu hefði því verið
til að dreifa, svo vel sem hann var
að sjer í öllu embættismálefni. Það
gerði hann hins vegar ekki og seg-
ir það sitt, einkum þegar gætt er
áhuga hans fyrir því, að losa Reyk-
holtskirkju og staðarhaldara þar
við áhyggjur af landareignum og
ijettindum, er eigi nýttust sökum
fjarlægðar. Þannig gekkst hann
fyrir sölu Þóreyjartungna undir
aldamótin og voru Lunddælir að
borga af þeim kaupum fram undir
miðja þessa öld. Vitaskuld þarf
ekki að tíunda það, að enginn virð-
ist nú vita hvar andvirði þeirrar
sölu er nú niður komið, en það er
önnur saga.
VI. Að lokum
Dómurinn frá 1596 nefnir engin
önnur ítök í Geitlandinu, en beitar-
ítakið, sem ekki virðist hafa orðið
gamalt. Hvergi hefi eg rekizt á,
að aðrir hafi þar eignazt nokkum
ijett, þegar það er undan skilið,
nje heldur, að nokkur maður vje-
fengdi eign Reykholtskirkju á Geit-
landinu unz það var af henni haft
og hrepparnir keyptu, fyrr en
Hæstiijettur tók það sjer fyrir
hendur með dómi á árinu 1994.
Vitaskuld liggur það fyrir, hvað
hrepparnir keyptu þó sjálfur sje eg
þeirrar skoðunar að salan hafi ver-
ið ólögmæt, þar sem um var að
ræða sjálfstæða stofneign kirkj-
unnar, sem aldrei var hluti nok-
kurrar jarðar eða lögbýlis utan
staðarins í Reykholti; það er kirkju
þar og hlaut því að falla utan heim-
ildar laga 46 / 1907 um sölu kirkju-
jarða. Hafi Geitland verið fullkomið
eignarland í kjölfar landnáms, var
svo einnig, er höfðingjar af kyni
Krömu-Odds lögðu það til stofnun- ^
ar staðar í Reykjaholti um miðja
12tu öld. Annars hefði kvöðum á
landinu verið lýst í máldaganum,
eins og hann tilfærir ijett þann er
kirkjan átti í annarra eign. Áuðrak-
in eru tengzl hinna elztu Reykhylt-
inga við landnámið og Geitland.
Telji Hæstiijettur, að þeir hafi eign-
azt það með ijettu með því að nema
landið, áttu þeir víst með að ráð-
stafa því til kirkju sem þeir áttu
sjálfir í öndverðu; ecclesia propria
hereditatis; - nema það vaki nú fyr- W
ir Hæstaijetti að vjefengja þann
ijett, er fomir frændur vorir og áar
tóku sjer hjer með því að nema land-
ið. Reifar Geitlandsdómsins hjá
Hæstaijetti koma mjer fyrir sjónir
sem hrein rökleysa og er illt við að
una. Handhafar innlends ríkisvalds,-
þar undanskil eg ekki dómsvaldið,-
mættu að ósekju muna, hvemig Jón
Sigurðsson grundvallaði sókn vora
til fullveldis á lögum vorum og fom-
um landsijetti. Það tel eg allt fyrir
borð borið í þessum dómi. Sumir
hafa raunar getið sjer þess til, að í
honum birtist þrautseig stefna
þeirra stjómmálaafla, sem draga
vilja yfirráð landsins undan bændum
og búandlýð og bijála í því skyni^
fyrir mönnum lögin og bijóta niðurm'
landsijettindi þau, sem að fomu
hafa verið. Mjer er heldur verr við
að trúa því, en það væri svo sem
ekki en eftir öðru hjá þeim, sem
öllu kosta til framfaranna. Þeirra
er sögð vera framtíðin í landinu.
Reykholti, á Petursmessu 1994
og Pálsmessu 1997.
Höfundur er benefícator
í Reykbolti.
costa ricq
Draumaland náttúruunnandans
16 daga páskaferð 26. mars
Verð kr. 239.000
(miðast við gistingu í tvíbýli)
Innifalið: Flug með Flugleiðum og KLM um Amsterdam,
flugvallaskattar, gisting á lúxus hótelum, faeði að hluta til, allar
skoðunarferðir og leiðsögn líffræðings.
Ferðaáætlun fyrirliggjandi á skrifstofu okkar
áVesturgötu 5, sími 51 I 3050
LANDNÁMA flugleiðir.