Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ # , Morgunblaðið/Ragnar Axelsson HORFT yfír ljósadýrð höfuðborgarsvæðisins að kvöldlagi, myndin er tekin frá Ulfarsfelli. I þýska tímaritinu Der Spiegel segir að ljósanotkun í stórborgum heimsins sé orðin svo mikil að jörðin minni helst á uppljómað skemmtiferðaskip á siglingu sinni um víddir geimsins. Með ofbirtu í augunum Fyrir tíma rafmagnsins var sjaldan kvartað undan of mikilli birtu á kvöldin og nóttunni en nú er algengt að lýsing sé ofnotuð á Vesturlöndum, segir í grein Kristjáns Jóns- sonar. Sérfræðingar benda á að orku sé sóað þegar rangur ljósabúnaður beinir birt- unni til himins, engum til gagns, einnig geti glýja í augum vegna oflýsingar valdið slysahættu. í stórborgum er oft erfítt að koma auga á stjömur vegna birtunnar sem lýsir upp næturhimininn. ÞEIR sem aka í grennd við höfuðborgarsvæðið á dimmri nóttu hafa séð að himinninn er bleikur yfir Reykjavík, svo mikil er birtan frá öllum ljósunum sem loga þótt flestir séu í fastasvefni og umferð sáralítil. Ljós er bara ljós, segja margir og telja að okkur veiti ekk- ert af allri birtunni í skammdeg- inu. En of mikið má af öllu gera og ekki bætir úr skák að í sumum tilfellum er verið að lýsa engum til gagns og orkunni beinlínis só- að. Kannanir erlendis benda til þess að oft séu ljós ofnotuð af ein- skæru hugsunarleysi og líklegt er að sama sé upp á teningnum hér á landi. Ljósmengun veldur því að stærstu stjömusjónaukar heims eru nú svo til allir á afskekktum stöðum, uppi í fjöllum -------- Chile og á Hawaii, svo að dæmi séu nefnd. Stjömufræðingar og áhugamenn á því sviði _________ benda á að fólk í þétt- býli sé yfirleitt hætt að geta séð stjörnur vegna birtunnar, aðeins þær björtustu sjáist með bemm augum. Listamenn geta ekki leng- ur fengið innblástur með því að horfa upp í festinguna og vísanir í stjömubjartan himin í skáldskap hætta smám saman að hafa al- menna merkingu. Ákveðin vídd í mannlegri tilvem sé að hverfa vegna ofnotkunar á rafljósum. Víða háttar svo til að vilji fólk Lfstamenn fá ekki lengur innblástur slökkva rafmagnsljósin heima hjá sér og kveikja á kerti til að njóta stemmningarinnar sem því fylgir reynist erfitt að losna við birtuna frá öflugum flóðljósum fyrirtækis í næsta nágrenni eða bílastæði. Auk þess geta götuljósin verið svo ágeng að varla dugi að draga tjöld fyrir gluggana. Lítið um lagasetningu Brotthvarf stjamanna á nætur- himni milljónaborganna er að nokkm leyti sök loftmengunar en fyrst og fremst er það aukin notk- un lýsingar sem veldur. Þótt mikið sé búið að setja af lögum í heimin- um gegn mengun af ýmsu tagi munu ekki vera mörg dæmi um að sérstök ákvæði gildi um tak- markanir á ljósmengun. í Banda- ríkjunum hafa verið settar reglur um þessi mál í Arizona og Kalifomíu, einnig í borginni Bisei í Japan. Einkum hafa menn reynt að draga úr oflýsingu á nóttunni. í Bisei er mælt með því að slökkt sé á öllum ljósum utandyra frá klukkan 10 á kvöldin að undan- skildum nauðsynlegum öryggis- ljósum. Þar í borg greiða stjóm- völd tvo þriðju hluta þess fjár sem einstaklingar og fyrirtæki þurfa til að breyta ljósabúnaðinum. Þar sem nauðsynlegt er að hafa sterka birtu innandyra er fyrirtækjum ráðlagt að nota þétt gluggatjöld. Hugi Ólafsson, fulltrúi í um- Karlsvagninn er hluti af \ Stóra-Birni / Litli-Björn Kassíópeia (tvofalda vaffiö) Pólstjarnan *■ * Sjöstírniö * \ I ■' Orion ' « / * V I ' •# Pólstj aman vísar veginn NOKKUR stjörnumerki sem sjást vel á næturhimninum yfir Islandi þegar heiðskírt er. Gott hverfisráðuneytinu, segir að ekki sé vitað til þess að nein erindi vegna ljósmengunar séu á borðum stjómvalda hér. Ef þau bærust yrði fyrst að átta sig á lagalegu stöðunni. „Það er ekkert að finna í mengunarvarnareglugerð sem kveður á um ljósmengun, ekki heldur í gildandi náttúruvemdar- lögum. Á hinn bóginn er nú verið að vinna að heildarendurskoðun á efnisatriðum náttúmvemdarlag- anna en það mætti hugsa sér að bæta þar inn ákvæðum um þessi mál,“ segir Hugi. Sparað í Reichstett Þýska tímaritið Der Spiegel skýrði nýlega frá aðgerðum sfjömuáhugamanna þar í landi gegn ljósmengun og bandaríska vikuritið Time segir að belgísk sam- tök er beijast gegn ljósmengun ætli að beita sér fyrir því í vor að slökkt verði á neonljósaskiltum, skreytiljósum og hluta götuljósa á nóttunni í Benelux-löndunum svo- nefndu, Hollandi, Belgíu og Lúxemborg. Fyrsta tilraun í þess- um efnum, sem reynd var í norður- hluta Belgíu í apríl í fyrra, tókst er að leita fyrst uppi Pólstjöm- una sem er ávallt norðarlega á himni. ekki vel, aðeins um 14% fyrirtækja og stofnana tóku þátt í henni. „Markmiðið var að auka vitund almennings um ljósmengun,“ sagði einn af félögum samtakanna, „og stinga upp á nýjum og orkuspar- andi lausnum.“ Bent er á að í Reichstett, borg rétt hjá Strassborg í Frakklandi, hafi með ýmsum aðgerðum tekist að minnka orkunotkun til lýsingar um 30% og endurkast um tvo þriðju hluta auk þess sem ljósmengun á himni hvarf að mestu. Lagt var svart malbik á götumar til að draga úr endurkasti, glampinn frá götunum getur verið sér- staklega slæmur í rign- ingu eins og alþekkt er hér á landi. Félag ljóstæknifræðinga f Banda- ríkjunum bendir á að glýja vegna endurkasts af þessu tagi dragi úr sjónhæfni manna, „óþægindi af völdum glýju geta valdið mistökum hjá ökumönnum". Skipt var um fjölda ljósa utan- dyra í Reichstett og settar hlífar á ljós sem ekki nota háþrýstiperur til að beina birtunni niður. Loks var ákveðið að slökkt yrði á flóð- ljósum á opinberum húsum klukk- an ellefu á kvöldin. Stjómvöld í Strassborg hafa nú ákveðið að taka upp sömu hætti í opinberri lýsingu. Truflanir á dægursveiflum Frakkar settu á laggimar sér- staka nefnd árið 1994 í samráði við Stjörnufræðifélag landsins og á hún að huga að ýmsum hliðum ljósmengunar og áhrifum sem hún geti haft. Rannsóknir hafa sýnt að flóðlýsing getur valdið truflun- um á dægursveiflum jurta og ruglað farfugla og skordýr í rím- inu. Birtan veldur einnig fólki stundum óþægindum, hún truflar nætursvefn margra og veldur streitu. Kvartanir vegna oflýsing- ar hafa aukist um 44% í Bretlandi frá 1993, mest er kvartað undan ljósum sem ætlað er að koma í veg fyrir heimsóknir innbrots- þjófa. Segja sérfræðingar að hægt sé að leysa vandann með því að koma upp skynjurum sem tryggja að ekki kvikni á Ijósunum nema hreyfing greinist í nánd við þá. í Bandaríkjunum segja and- stæðingar oflýsingar að bruðl með ljós kosti samfélagið nokkra millj- arða dollara á ári og mæla þeir með endurbótum á ljósgjöfum og stöðugu aðhaldi. Fyrir nokkrum árum voru stofnuð vestanhafs al- þjóðleg samtök gegn ljósmengun og heita þau International Dark- Sky Association (IDA), aðalstöðv- arnar eru í Arizona. Slóðin er http://www.darksky.org/ida-2/. IDÁ hafa staðið fyrir mikilli upp- lýsingaherferð til að reyna að draga úr oflýsingunni og gefið út fjölda ritlinga til að kynna mál- staðinn. Birta og geð Ekki eru allir því sammála að draga eigi úr lýsingu. Langt skammdegi, eins og Islendingar búa við, getur valdið þunglyndi eða aukið það. Séu notuð natríum- ljós til götulýsingar, eins og stefnt er að á höfuðborgarsvæðinu og er þegar gert í miklum mæli til að draga úr orkusóun og ljósmeng- un, fylgir sá ókostur að erfitt er að greina mun á litum í gulbrúnni birtunni frá þeim. Kann- anir hafa sýnt að þung- lyndi eykst séu litir fjar- lægðir úr umhverfí þunglyndissjúklingam og þeim gert að búa við svart-hvíta tilveru. Mestu hlýtur að skipta að fólk geti haft næga birtu innandyra og stjórnað henni að eigin vild en gangi sem minnst á rétt annarra. Sumir viðmælendur blaðamanns töldu að ljósadýrðin utanhúss væri ekki síður nauðsynleg. Nefna má að ákveðið hefur verið að bíða um hríð með að taka niður sum jóla- ljósin í miðborg Reykjavíkur vegna tilmæla margra borgarbúa. Getur truflað jurtir og far- fugla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.