Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Elsa Waage í íslensku óperunni
Frá Wagner
tilWest
Side Story
ELSA Waage kontraaltsöngkona
og Mzia Bachturize píanóleikari
koma fram á tónleikum á vegum
Styrktarfélags íslensku óperunn-
ar næstkomandi þriðjudag kl
20.30. Hafa stöllumar starfað
saman um tíma og meðal annars
efnt til tónleika á Scala-safninu
í Mílanó en tónleikamir í íslensku
óperunni verða fyrstu sameigin-
legu tónleikar þeirra hér á landi.
Elsa hefur tónleikana á krefj-
andi efni, svo sem hún er þekkt
fyrir, aríum eftir Richard Wagn-
er. Því næst snýr hún sér að ljóð-
um eftir sama tónskáld, „pop-
plögum sem hann samdi til að
draga fram lífið í París“, svo sem
hún segir sjálf, og ljóðatónlist
eftir menn á borð við Tosti, Sigf-
ús Einarsson og Jón Ásgeirsson.
Mun Elsa Ijúka tónleikunum á
söngvum úr söngleikjum, svo
sem My Fair Lady og West Side
Story. Mun þetta vera með ráð-
um gert — fólki er ætlað að
brjóta heilann fyrir hlé en fara
heim ánægt og létt í spori.
Elsa stundaði söngnám á ís-
landi, í Amsterdam, Washington
og New York. Hún hefur komið
fram með New Jersey Opera
Institute í fjölmörgum hlutverk-
um og sungið með Summer Op-
era Company af Washington D.C.
og Salsbury Opera Company í
Massachusetts, auk þess að taka
þátt í nokkrum uppfærslum ís-
lensku óperunnar. Þá hefur hún
haldið fjölda tónleika, hérlendis
og erlendis, og meðal annars
sungið með Sinfóníuhljómsveit
Islands.
Undirleikari við Scala
Píanóleikarinn Mzia Bac-
hturize er frá Georgíu og hefur
starfað sem æfingastjóri með
ýmsum kunnum hljómsveitar-
stjórum, auk þess að annast und-
irleik af miklu kappi. Starfar hún
nú sem undirleikari við Scala
óperuna.
Elsa kveðst hafa lagt áherslu
Morgunblaðið/Þorkell
ELSA Waage kontraaltsöngkona hefur dálæti á Wagner, svo sem tónleikarnir munu staðfesta.
á að fá Bachturize með sér til
íslands, þar sem_ samhæfingin
skipti sköpum. „Ég lít ekki á
hana sem undirleikara, heldur
meðflytjanda — ekki síst þar sem
Wagner er á efnisskránni, en
tónlist hans er ávallt erfið í flutn-
ingi.“
Wagner er, svo sem efnisskrá
tónleikanna gefur til kynna, í
miklum metum hjá Elsu sem er
nýkomin frá Sviss, þar sem hún
hélt tvenna tónleika með efnis-
skrá sem helguð var tónskáldinu.
„Wagner á vel við mína rödd, sem
er stór og mikil, þannig að ég
hef reynt að kryfja hann svolítið
og þykir alltaf vænna og vænna
um hann.“
Lagði söngkonan meira að
segja leið sína til Bayreuth á liðnu
sumri til að syngja fyrir forsvars-
menn Wagner-hátíðarinnar. „Það
gekk mjög vel og ég geri mér
því vonir um að verða þátttak-
andi í næsta „hring“ sem byijar
um aldamótin."
Það þarf vart að koma á óvart
að næsta verkefni Elsu tengist
Wagner — konsertuppfærsla á
Valkyrjunum í Tórínó á Ítalíu en
þar verður reyndar önnur íslensk
söngkona í sviðsljósinu, Sólrún
Bragadóttir sópran.
Elsa segir alltaf jafngaman að
efna til tónleika á íslandi og ekki
spilli það fyrir að íslenska óperan
sé vettvangurinn en þar hélt hún
sína fyrstu einsöngstónleika eftir
að hún lauk námi árið 1989. En
er von á henni heim aftur á
næstunni? „Næst mun ég ein-
beita mér að tónleikunum í Tór-
ínó en eftir það er aldrei að vita
hvað ég geri.“
Getgátur og gaddavír
MYNDLIST
Gallerí Sævars Karls
BLÖNDUÐ TÆKNI
Ólafur Lárusson. Opið kl. 10-18
virka daga og á laugardögum kl.
10-14 til 12. febrúar; aðgangur
ókeypis.
ÞAÐ er eitt helsta einkenni hins
hugsandi manns fram yfir önnur
dýr merkurinnar - og þar með
fram yfir aðra menn - að hann
er sífellt að velta fyrir sér hinum
einkennilegustu hlutum, sem oft
skipta engu fyrir hans persónulegu
tilveru. Flest kynntumst við þessu
fyrirbæri þegar í æsku, og upplif-
um það síðan daglega í samskipt-
um við böm, sem eðli sínu sam-
kvæmt þrífast best á forvitninni.
Aravísur Stefáns Jónssonar eru
klassísk frásögn af slíkum tilþrif-
um - spumingum, hiki, leit að
svörum.
Því miður vill þessi eiginleiki
dofna hjá of mörgum fullorðnum.
Vangaveltur um lífið og tilvemna
em flestum kjarni skemmtilegs
lífs, og við metum þá sérstaklega,
sem hafa lag á að setja sínar
spurningar fram með skemmtileg-
um hætti. Þar er lifandi myndlist
mikilvægur vettvangur, og vei
þeim listamanni sem hættir að
spyija ferskra spurninga - hann
verður fljótt eins og slitin hljóm-
plata staðlaðra svara.
Ólafur Lárasson verður seint
sakaður um stöðlun eða óþarfar
endurtekningar, enda hefur hann
gjarna lagt upp með eins lítið og
hægt er í verkum sínum og inn-
setningum. Hann hefur kosið að
kynna sitt framlag sem kveikjur
að einhveiju meira, og þannig vís-
að gestum sínum frekar inn í eig-
in hugarheim, líkt og hann gerir
hér:
„Áhorfandinn verður sjálfur,
með hjálp verkanna, að leita svara
við þeim spurningum sem hann
kann að bera fram. Svörin eru
kannski öll rétt eða öll röng.
Kannski er engin ástæða til að
spyija. - Þetta er bara svona -.“
Þijá gmnnþætti þessa ferlis -
spurninguna, leitina, svarið eða
fullyrðinguna - markar listamað-
urinn { þessum verkum með al-
kunnum táknum úr ritmálinu. En
framsetningin vísar í fleiri áttir:
báran í bókarkápum ýmist mótar
innihaldið i líðandi bylgjur, eða
heldur því i þéttum greipum, þar
sem gaddavírinn minnir á hversu
oft innihald bóka hefur stungið
lesandann og reynst hættulegt
umhverfinu.
Öllum getgátum fylgir i raun
viss hætta, því að spurningar em
ætíð ögrun við kyrrstöðuna. Svör-
in koma oft á óvart og fjölga
möguleikum hins hugsandi manns;
þar sem þrír þræðir hverfa á bak
við bámna, birtast þeir tvöfalt
fleiri á nýjan leik.
Þannig veita verk Ólafs áhorf-
andanum ótal tækifæri til að velta
vöngum yfir viðfangsefnunum,
Morgunblaðið/Þorkell
FRÁ sýningn Ólafs
Lárussonar.
búa til eigin spurningar og leita
eigin svara. Möguleg túlkun hinna
einföldu tákna sem hann notar hér
þarf t.d. ekki að vera bundin við
almennt ritmál - til þess er hug-
myndaheimur mannsins of víðfem-
ur.
Eiríkur Þorláksson
Tónleikar í
Kópavogs-
kirkju
MARTEINN H. Friðriksson dóm-
organisti, Guðný Guðmundsdóttir
konsertmeistari Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands og Gunnar Kvaran
sellóleikari leika á tónleikum í
Kópavogskirkju kl. 21 á sunnu-
dagskvöldið. Þetta eru aðrir tón-
leikarnir í tónleikaröð sem haldin
er í kirkjunni í tilefni af nýju pípu-
orgeli sem þar hefur verið sett upp.
Nýja orgelið var vígt í síðasta
mánuði og hefur fengið lofsamlega
dóma fyrir fallegan hljóm og
formfegurð. Það er 31 raddar,
smíðað af Bmhn & Son í Dan-
mörku.
Á tónleikunum á sunnudags-
kvöld verða flutt verk fyrir orgel
og strengi eftir T. Albinoni, J.S.
Bach, d. Buxtehude, G. Pugnani,
Kreisler, F. Mendelssohn og Bart-
holdy.
Átta tónleikar
Fram til vors verða haldnir alls
átta tónleikar í Kópavogskirkju,
annað hvert sunnudagskvöld, þar
sem leikið verður á orgelið og fleiri
hljóðfæri. Örn Falkner organisti
Kópavogskirkju lék _á orgelið á
fyrstu tónleikunum. Á næstu tón-
leikum leika auk Marteins,
Guðnýjar og Gunnars, organist-
arnir Hörður Áskelsson, Kjartan
Siguijónsson, Lenka Mateova og
Haukur Guðlaugsson; Guðrún
Birgisdóttir og Martial Nardeau á
flautur, Kristinn Ámason og Einar
Kristján Einarsson á gitara og
einnig syngja óperasöngkonumar
Sigrún Hjálmtýsdóttir og Ingi-
björg Marteinsdóttir ásamt því að
Kór Kópavogskirkju syngur á
tvennum tónleikum undir stjórn
Arnar Falkners.
Aðgangskort á alla tónleika eru
boðin til sölu á kr. 2.000 en að-
gangseyrir á einstaka tónleika er
kr. 500.
Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs
Verðug tónskáld án verðlauna
í NORDISK tidskrift (5. h. 1996) skrifar Sví-
inn Göran Bergendal um Tónlistarverðlaun
Norðurlandaráðs. Bergendal sem sjálfur hefur
setið eitt tímabil (fjögur ár) í dómnefndinni sem
velur verðlaunahafa ræðir aðeins hlut tón-
skálda sem fengið hafa verðlaunin, en sem
kunnugt er hafa þau líka rannið til flytjenda.
Bergendal segir að það fyrsta sem megi
spyija um sé hvort nokkur augljós hneykslis-
mál hafi komið upp í vali verðlaunahafa. Hann
svarar þeirri spurningu neitandi, enda þótt
stöku sinnum hafi verið ástæða til að reka upp
stór augu. Farið hefur verið eftir reglunum,
skrifar hann, verkin hafa verið listrænt á háu
plani, þótt í nokkmm tilvikum megi flokka þau
undir „hóflega nýsköpun".
„Það em aftur á móti nokkur sérstaklega
verðug tónskáld sem vantar á listann,“ skrifar
Bergendal og telur upp: Ib Norholm, Dan-
mörku, tilnefndur 7 sinnum; Jón Nordal, ís-
landi, 7 sinnum; Þorkell Sigurbjörnsson, ís-
landi, 5 sinnum; Leifur Þórarinsson íslandi, 5
sinnum; Antonio Bibalo .Noregi, 4 sinnum;
Paavo Heininen, Finnlandi, 4 sinnum; Vagn
Holmboe Danmörku, 4 sinnum; Knut Nystedt,
Noregi, 4 sinnum; Lasse Thoresen, Noregi, 4
sinnum; Kalevi Aho, Finnlandi, 3 sinnum; Lars-
Gunnar Bodin, Svíþjóð, 3 sinnum; Klaus Egge,
Noregi, 3 sinnum; Þorsteinn Hauksson, Is-
landi, 3 sinnum; Ingvar Lidholm, Svíþjóð, 3
sinnum; Karl-Aaage Rasmussen, Danmörku, 3
sinnum; og Einojuhani Rautavaara, Finnlandi,
3 sinnum.
Flestir en ekki allir í þessum hópi em að
dómi Bergendals jafn verðugir og margir þeirra
sextán sem hlotið hafa verðlaunin. Landfræði-
legs eða þjóðernislegs réttlætis hefur ekki ver-
ið gætt. Sænsk tónskáld hafa fengið verðlaun-
in fimm sinnum, finnsk fjóram sinnum, dönsk
þrisvar, norsk tvisvar og íslensk tvisvar.
Verðlaunahafinn er að meðaltali oftast
sænskur, finnskur eða hugsanlega danskur og
á fimmtugsaldri, sjaldan yngri en fertugur og
sjaldan eldri en fimmtugur. Verðlaunahafínn
er alltaf karlkyns. Aðeins tvær konur úr hópi
tónskálda hafa verið tilnefndar frá upphafi:
Áse Hedstrom Noregi og Karólína Eiríksdóttir
íslandi.
(Sem kunnugt er hlýtur Björk Guðmunds-
dóttir tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs
1997.)
>
I
>
>
>
>
I
)
i
I
í
i
I.
I
I
1
I
|
e
i
r
6
I
«
B
G