Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ fdtKguttMafeÍfe VIKAN 2/2 til 8/2 ►ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði um sk. ígildisviðskipti í útboði Hitaveitu Reykjavíkur vegna vélbúnaðar í Nesja- vallavirkjun brjóti í bága við EES-samninginn. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar veitustofnana, seg- ir athugasemdir ES A vera til skoðunar. Af þeim sökum frestast opnun tilboða frá fímm fyrirtækjum um nokkra daga. ►NORRÆNU aðildarríkin í ESB gera það að skiiyrði fyrir að Schengen-samning- urinn verði felldur inn í stofnsáttmála ESB ogað samstarfssamningar Islands og Noregs við Schengen- ríkin, sem undirritaðir voru í desember, standi óhaggað- ir. ► SKÓLASTJÓRAR grunn- skóla í Reykjavík munu skrá niður nöfn nemenda, sem vitað er að hafí neytt áfeng- is eða annarra vímuefna, og gera foreldrum viðvart nái _ tiliögur ríkis, borgar og RKÍ um Ieitarstarf í skólunum fram að ganga. Umboðs- maður barna efast um að slík skráning standist lög um persónuupplýsingar. ►íULÍUS Hafstein, for- maður Ólympíunefndar ís- lands, féll í kosningu um sæti í nefndinni á aðalfundi Óí sem haldinn var á þriðju- dag.Ellert B. Schram, for- seti ÍSÍ, var kjörinn formað- ur nefndarinnar í stað Júlí- usar. Eftir fundinn sakaði Júlíus suma fyrrum sam- starfsmenn sína um ódreng- skap. Handtekinn vegna láts Hlöðvers 24 ÁRA gamall Hafnfírðingur játaði við yfírheyrslur hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins á mánudag að hafa skot- ið úr byssu í áttina að Hlöðveri S. Aðalsteinssyni, 55 ára gömlum Hafn- fírðingi, aðfaranótt 29. desember sl. á víðavangi skammt frá Krýsuvíkurvegi. Hlöðver fannst látinn morguninn eftir með skotsár af völdum haglabyssu og aðra minniháttar áverka. Ungi maður- inn var í héraðsdómi úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. mars. Vegna al- varleika málsins situr maðurinn líklega í gæsluvarðhaldi allt þar til dómur fell- ur, eins og venja er í slíkum málum. FN tekur við innan- landsflugi FLUGFÉIAG Norðurlands tekur við starfsemi innanlandsflugs Flugleiða frá og með 1. júní nk. en um leið verður nafni félagsins breytt í Flugfélag ís- lands hf. Afnám sérleyfa í áætlunar- flugi innanlands 1. júlí nk. knúði á um sameiningu rekstrar en bæði Flugleiðir og FN stóðu frammi fyrir harðnandi samkeppni vegna afnámsins. Flugleiðir áttu fyrir 35% í FN en eftir breyting- amar verður hlutur félagsins 65%. Annað hlutafé er í eigu fimm einstakl- inga á Akureyri. Ekki hagur af Evró-aðild DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, tel- ur að íslendingar hafí ekki hag af þvf að gerast aðilar að Evrópska mynt- bandalaginu. Þetta kom fram í svari við fyrirspum á Alþingi í vikunni. Dav- íð greindi frá því að EFTA-ríkin væm að hefla könnun á áhrifum aðildar á EFTA sem heild en einnig hefði Seðla- bankinn hafið athugun á áhrifum þess fyrir ísland sérstaklega. Eftirgjöf Milosevic tortryggð SLOBODAN Milosevic, forseti Serbíu, kvaðst á þriðjudag ætla að láta þingið viðurkenna sigur stjómarandstöðunnar í kosningum í 14 af 18 stærstu borgum landsins. Þessi yfírlýsing sigldi í kjöl- farið á mótmælum, sem staðið höfðu linnulaust frá því kosningamar vom haldnar 17. nóvember. Stjómarand- stæðingar vora hins vegar tortryggnir í garð forsetans. Þeir kváðust þó ætla að láta reyna á viðræður við serbnesku stjómina. Mikið atvinnuleysi í Þýskalandi í ÞÝSKALANDI mældist í vikunni mesta atvinnuleysi frá því í kreppunni miklu á ijórða áratugnum. Stjómar- andstaðan hefur gert harða hríð að stjóm Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, og sagt að stjóm hans sé ófær um að ráða bót á ástandinu. Sagði Gerhard Schröder, forsætis- ráðherra í Neðra- Saxlandi og einn frammámanna þýskra jafnaðarmanna, að Kohl væri sjálfur orðinn hluti af vandamálinu. Leiðtogafundur með Rússum um NATO? JACQUES Chirac, forseti Frakklands, hreyfði þeirri hugmynd í vikunni að haldinn yrðir fundur fímm foiysturíkja, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Rússlands og Þýskalands, til að sefa óánægju Rússa með fyrirhugaða stækkun Atlantshafsbandalagsins. Hugmyndin fékk dræmar undirtektir Bandaríkjamanna og þeirra bandalags- ríkja, sem ekki á að bjóða á fundinn en Rússar studdu hins vegar hugmynd- t % V '■« \ ' :■># ►ÞINGIÐ í Ekvador vék á fímmtudag Abdala Bucar- am forseta frá völdum eft- ir mikil mótmæli almenn- ings gegn aðhaldsaðgerð- um hins litrika leiðtoga. Sagði þingið að hann væri „andlega vanhæfur" tíl að gegna embættinu. Bucar- am neitaði að viðurkenna þessa afgreiðslu þingsins og segjast nú þrir menn silja að völdum í Ekvador. ►PETAR Stoyanov, for- seta Búlgariu, tókst á mið- vikudag að fá sósialista til að fallast á að láta undan kröfu stjórnarandstæð- inga, sem höfðu mótmælt kröftuglega í þijátíu daga, um að efna til kosninga. ►BILL CUnton Banda- ríkjaforseti hélt á þriðju- dagskvöld stefnuræðu og setti þar stækkun NATO _ og menntamál á oddinn. Á miðvikudag kynnti hann nýtt fjárlagafrumvarp og áætlun um að þurrka út fjárlagahallann fyrir árið 2002, en það ár muni verða nokkurra milljarða dollara afgangur af fjárlögum. ►IÞRÓTTAHETJAN fyrr- verandi, O.J. Simpson, var á þriðjudag fundin sek um að hafa banað eiginkonu sinni, Nicole Brown Simp- son, og vini hennar, Ron Goldman, og dæmd til að greiða 8,5 milljónir dollara í skaðabætur. Simpson var einnig stefnt til að greiða miskabætur og standa rétt- arhöld i því máli nú yfír. Hann var sýknaður í saka- máli vegna morðanna og mun því ekki þurfa að fara í fangelsi þótt dómur hafí nú fallið á annan veg. FRETTIR Hugmyndir um fyrirkomulag leitarstarfs í skólum Skráníng upplýsinga með venjulegum hætti „ÞESSI umræða um skráningu á upplýsingum kemur mér mjög á óvart. Það hefur aldrei verið ætlunin að skráning upplýsinga í tengslum við þetta verkefni væri með öðmm hætti en þegar tíðkast þegar böm og unglingar eiga í hlut,“ sagði Kristín A. Ámadóttir, aðstoðarkona borgar- stjóra og fulltrúi í stjóm verkefnisins ísland án fíkniefna árið 2002. Keppni í frjálsum dönsum Dust og Sigrún Birna unnu UNDANKEPPNI í íslandsmeistara- keppni unglinga í fijálsum dönsum fyrir höfuðborgarsvæðið fór fram í Tónabæ síðastliðinn föstudag. Hópurinn Dust með Ingu Maren Rúnarsdóttur, Þórdísi Schram, Mar- íu Þórðardóttur, Ásdísi Ingvarsdótt- ir og Sigyn Blöndal bar sigur úr býtum í hópdansi en í einstaklings- dansi sigraði Sigrún Birna Blomst- erberg. Hópurinn Spritz varð í 2. sæti í hópdansi og hópurinn Splash í því þriðja. Gunnella Hólmarsdóttir varð í 1. sæti í einstaklingskeppninni og Hrafnhildur Sigmarsdóttir í því 3. íslandsmeistarakeppni unglinga í fijálsum dönsum mun fara fram í Tónabæ næstkomandi föstudag og hefst kl. 20.00. „Að undirbúningi stendur fagfólk og fulltrúar félagsmálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, Reykjavíkur- deildar RKÍ, auk Reykjavíkurborgar og það eitt vakir fyrir öllum að fínna leiðir til að aðstoða ólögráða böm og unglinga og styrkja það öiyggis- net, sem þjóðfélaginu er skylt að ríða þeim til vamar. Ég held að öllum sé ljóst, að sækja þarf um leyfi fyrir kerfisbundinni skráningu til Tölvu- nefndar og ef til sliks kæmi yrði það að sjálfsögðu gert,“ sagði Kristín. Eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu hafa verið ræddar hugmyndir um leitarstarf í gmnn- skólum borgarinnar og í því sam- bandi nefnt að skólastjórar haldi utan um skráningu nafna þeirra bama og unglinga sem uppvís verða að neyslu áfengis eða annarra vímu- efna. í Morgunblaðinu í gær sagði Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, að hún efaðist um að slík skráning stæðist lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. „Fréttir um hugsanlegt leitar- starf hafa ef til vill komið einhveij- um skólastjómm á óvart, en ég get fullvissað þá og aðra um að undir- búningsstarfið miðar ekki að því að gefa út tilskipanir, heldur varpa fram ýmsum möguleikum," sagði Kristín. Kristín sagði að í undirbúnings- starfínu hefði komið greinilega fram að flestir væm tilbúnir að leita lausna, svo það markmið næðist að grunnskólinn yrði vímuefnalaus. „Það er ánægjulegt að fínna hve jákvæðir flestir eru, í stað þess að mikla fyrir sér hindranir. Sú já- kvæðni er grundvöllur þess að vel takist til.“ Meðferð trúnaðargagna í samræmi við lög Fræðslustjórinn í Reykjavík sendi frá sér fréttatilkynningu í gær, þar sem segir að ekki hafí staðið til að skólastjórar í Reykjavík skrái sér- staklega nemendur í vímuefna- vanda. „Málefni barna og unglinga sem em í vanda em til umfjöllunar í nemendavemdarráðum gmnnskól- anna. Skólastjóri stýrir störfum nemendaverndarráða og sér til að skráðar séu fundargerðir sem varð- veittar eru sem trúnaðargagn i skóla. Foreldram er tilkynnt ef ástæða er til að ætla að börn þeirra séu í vanda stödd,“ segir í tilkynn- ingunni. Þá segir, að einu persónuupplýs- ingamar, sem veittar séu úr skóla, séu í formi skriflegra tilvísana til meðferðaraðila, sem hafi viðkom- andi bam til meðhöndlunar. „Þessi málsmeðferð er í samræmi við lög og reglur um meðferð trúnaðar- gagna. Farið verður á sama hátt með upplýsingar um börn og ungl- inga í vímuefnavanda.“ Tillögur vinnuveitenda Sumardagurinn fyrsti „færður“ VINNUVEITENDUR hafa lagt til í viðræðum við stéttarfélögin að unnið verði á sumardaginn fyrsta, en í staðinn fái launafólk frí á fyrsta mánudegi í upphafí vetrar. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að vera- legt óhagræði væri af því í mörgum fyrirtækjum, að slíta vinnuvikuna í sundur með fríum i miðri viku. Vinnuveitendur hefðu áhuga á að fækka slíkum fríum og það lægi beinast við að færa það frí sem launafólk hefur fengið á sumar- daginn fyrsta, en hann er alltaf á fimmtudegi, upp að helgi. Hann sagðist telja að þetta væri einnig hagstætt fyrir launafólk því þar með gæti það nýtt frídaginn betur. Þórarinn sagði umræðu um þetta mál ekki lokið, en hann sagð- ist gera sér vonir um að almenn samstaða skapaðist um þessa breytingu. Hann sagðist m.a. hafa átt framkvæði að því að ræða þetta mál við samtök opinberra starfs- manna. Þórarinn sagði að samningar um vinnutímatilskipun Evrópusam- bandsins gerðu ráð fyrir að árinu væri skipt upp í tvö tímabil. Það hefði sýnt mönnum fram á hve lögbundnum frídögum er misskipt yfir árið. Á fyrri hluta ársins væru átta frídagar, en á síðari hluta þess fjórir. Seinni hluti ársins væri því 30 vinnustundum lengri en fyrri hlutinn. Yfirlýsing frá aðstoðarforstjóra Columbia Ventures Corp. Columbia ekki á svörtum lista JAMES A. Hensel, aðstoðarfor- stjóri Columbia Ventures Corpor- ation, hefur sent frá sér eftirfar- andi yfirlýsingu varðandi frétta- flutning Ríkisútvarpsins að beiðni Sólar í Hvalfirði um að umhverfís- nefnd Alþingis kanni óstaðfestar fregnir sem samtökunum bárust um að Columbia væri á svörtum lista í Bandaríkjunum vegna mengunar: „Við höfum ekki áður frétt af því að hafa verið settir á svartan lista. Þetta eru sögusagnir og eiga sér enga stoð í raunveraleikanum. Columbia Ventures var ekki sett á neinn svartan lista yfir meng- unarvalda af stjórnvöldum í Bandaríkjunum, hvorki af alríkis- stjórninni né yfirvöldum í Was- hington ríki þar sem fyrirtækið átti og rak Goldendale álverið. Það hefur verið stefna Columb- ia Ventures frá upphafi að taka ábyrga afstöðu í samfélaginu, bera virðingu fyrir umhverfinu og fara að þeim lögum og reglum sem sett eru í umhverfismálum. Við leggjum metnað okkar í að tryggja að starfsemi okkar hafi eins lítil áhrif á umhverfið og unnt er. Columbia Ventures Corporation rekur fyrirtæki á 10 mismunandi í stöðum í fimm fylkjum Bandaríkj- anna. Þessi fyrirtæki starfa sam- kvæmt 80 mismunandi starfsleyf- um. Þau kveða m.a. á um gæði vatns og lofts; hljóðstig; flutninga, meðferð, geymslu, notkun og los- un hættulegra efna; heilsu starfs- manna og öryggi þeirra. Fyrirtækið og starfsmenn þess , hafa ávallt kostað kapps um að vinna samkvæmt þessum reglum og leyfum og standast þær kröfur sem gerðar era af opinberam aðil- um.“ J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.