Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.02.1997, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR, Stuðlaseli 22, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 13. febrúar kl. 13.30. Svavar Sigurjónsson, Sigríður Þórmundsdóttir, Áslaug Svavardóttir, Geir Magnússon, Margrét Svavarsdóttir, Ingólfur Gissurarson, Eiríkur Svavarsson og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi okkar og sonur, SVEINBJÖRN BENEDIKTSSON, Gunnarsbraut 40, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. febrúar kl. 15. Auður Jónsdóttir, Hlín Sveinbjörnsdóttir, Hávar Sigurjónsson, Hrólfur Þeyr Þorrason, Sveinbjörn Hávarsson, Auður Hávarsdóttir, Róshildur Sveinsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARÍA HALLA JÓNSDÓTTIR, Ingvörum, Svarfaðardal, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Jarðsett verður að Tjörn. Árni Steingrímsson, Edda Björk Valgeirsdóttir, Júlíus Valbjörn Sigurðsson, Jón Víkingur Árnason, Ester Anna Eiríksdóttir, Saga Árnadóttir, Börkur Árnason, Birkir Árnason, Sigrún Árnadóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓHANNS T. KRISTJÁNSSONAR fyrrv. lögregluþjóns, Kársnesbraut 71. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrun- arheimilisins Sunnuhlíðar. Sigrún Dagbjört Pétursdóttir, Kristján H. Jóhannsson, Brynja Baldursdóttir, Rúdólf Jóhannsson, Hrönn Kristinsdóttir, Ari Jóhannsson, Anna Ingibergsdóttir og barnabörn. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall elskulegs eiginmanns, föður okk- ar, tengdaföður, afa, bróðurog frænda, SIGURÐAR BORGÞÓRS MAGNÚSSONAR húsasmiðameistara, Tunguvegi 23, Reykjavik. Af alhug biðjum við góðan guð að blessa ykkur. Þakkir sendum við Kjartani Magnússyni og hjúkrunarfólki deildar 11-E á Landspítalanum, heimahlynningu Krabbameinsfélagsins, svo og öðrum þeim, sem önnuðust hann í veikindum hans. Lifið heil. Sesselja Ásgeirsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Ásmundur R. Richardsson, Ásgeir Sigurðsson, Gabriela E. Pitterl, Magnús Sigurðsson, Valborg H. Gestsdóttir, Ingunn Sigurðardóttir, Þorkell Ágústsson, Helga Sigurðardóttir, Jóhannes Hr. Símonarson og barnabörn. Hulda Magnúsdóttir, Magnús R. Ástþórsson, Elfa B. Benediktsdóttir og börn. JÓNEINAR JÓNSSON + Jón Einar Jóns- son var fæddur að Skálanesi í Aust- ur-Barðastrandar- sýslu 9. nóvember 1900. Hann andað- ist á Vífílsstöðum 31. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Einarsson, bóndi á Skálanesi, og þriðja kona hans, Sigurlína Bjarnadóttir, ættuð úr Hrútafirði og af Ströndum. Börn þeirra auk Jóns voru Ásta, Sigríður og Sigurður sem einn er á lífí. Jón giftist 8. nóvember 1924 Ingibjörgu, f. 9. janúar 1902 að Fossi í Suðurfjarðahreppi, d. 2. mars 1989. Foreldrar hennar voru: Jóna Jónsdóttir og Jón Jónsson. Börn þeirra eru: 1) Jónína Sigurlina, f. 30. septem- ber 1925. 2) Hall- grímur Valgeir, f. 4. maí 1927. 3) Aðal- heiður Gyða, f. 7. mars 1933. 4) Krist- jana Guðmunda, f. 27. október 1934. 5) Erlingur, f. 3. júli 1936, d. í nóvember 1937. 6) Jón Erling- ur, f. 12. júní 1938. 7) Guðný Jóna, f. 13. desember 1939. 8) Svanhildur, f. 19. september 1942. 9) Hjördís, f. 14. júlí 1945. 10) Sverrir Finnbogi, f. 9. maí 1947. Auk þess ólust upp hjá þeim Víglund- ur Ólafsson, látinn, Gunnar Ingi Hrólfsson og Jón Ingi Kristjáns- son. Afkomendur eru 97. Útför Jóns Einars fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. febrúar og hefst athöfnin klukkan 15. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. I lífsins bók það lifír samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu hvíta, stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar Ijós er gerir jafnan dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Elskulegur föðurbróðir minn er loksins búinn að fá hvíldina eftir margra ára heilsuleysi og einlæga þrá eftir að fá að hverfa úr þessum heimi. Hann missti alla lífslöngun eftir að hann missti Ingibjörgu konu sína eftir 65 ára hjónaband, sem aldrei féll skuggi á, enda voru þau bæði einstaklega skapgóð og sam- rýnd. Frændi fæddist á Skálanesi og bjó þar allan sinn búskap meðan heilsan leyfði. Hann missti ungur föður sinn, Jón Einarsson bónda á Skálanesi, en Sigurlína amma var þriðja kona hans. Það kom því snemma í hlut systkinanna að taka til hendi, þótt amma hefði ráðsmann í mörg ár. Systkinin voru Qögur; Ásta, ar alla tíð á Skálanesi, Sigríð- ur, hún giftist vestur í ísafjarðar- djúp, bjó lengi á ísafírði og mörg ár í Kópavogi og bræðumir Sigurður og Jón. Það var lengst af tvíbýli á Skála- nesi, þótt jörðin væri varla nema fyrir einn. Eftir að þeir bræður kvæntust bjuggu þeir með móður sinni á Skálanesi í ein 10 ár. Sigurð- ur var ekki eins hneigður fyrir bú- skap og Jón og með minni fjöl- skyldu svo það varð úr að hann kvaddi sveitina 1938 og fluttist búferlum með fjölskyldu sína á Akranes. Þá var ég níu ára. Sigurð- ur faðir minn er nú einn eftir af þeim systkinum og er á Dvalar- heimilinu Höfða á Akranesi, 93 ára. Þar sem pabbi var mikið að heim- an vegna vinnu þegar ég var bam, var frændi eins og pabbi okkar allra Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró Islensk framleiðsla Sendunt myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - Reykjavik sími: 587 1960 -fax: 587 1986 t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐNÝJAR BRIEM HARALDSDÓTTUR, Háteigsvegi 15, Reykjavík. Haraldur Konráðsson, Magnús B. Haraldsson, Björg Hulda Konráðsdóttir, Gestur Ó. Sigurðsson, Guðný B. Gestsdóttir, Sigurður M. Gestsson, Edgar Konráð Gapunay. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför tengdaföður, afa og langafa, ÁGÚSTS BÖÐVARSSONAR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áðurtil heimilis í Barmahlíð 32. . Anna B. Ágústsson, Ágúst J. Gunnarsson, Sveinbjörn S. Gunnarsson og barnabarnabörn. krakkanna á Skálanesi. Þær em margar minningamar frá bemsku- ámnum sem standa ljóslifandi fyrir hugskotssj ónum. Það var alltaf tilhlökkunarefni á vorin þegar farið var í hólmana að huga að æðarvarpinu. Þá kenndi frændi okkur krökkunum hvemig hreinsa ætti úr hreiðmnum, setja upp fuglahræður o.fl. Þar sem allt- af var gott veður þegar farið var í varpið og haft með sér nesti vom þetta sannkallaðar ævintýraferðir. Svo vom það hrognkelsanetin og selalagnimar, en mér fannst alltaf sorglegt að sjá kópana, þeir vom svo fallegir. Ég held að frænda hafi leiðst það líka því hann var mjög viðkvæmur maður. En þetta var bara liður í því að færa björg í bú því allt var þetta borðað og skinnin seld. Ég man eftir því að einu sinni þurfti að aflífa gamlan hest sem frændi átti. Hann fékk nágranna sinn til þess, hann gat ekki hugsað sér að gera það sjálf- ur. Haustin vom alltaf kvíðvænleg, því þá var blessuðum lömbunum slátrað. Öllu var slátrað heima, og þvílíkt blóðbað. Við krakkarnir vor- um látin hræra í blóðinu, halda í ristla o.fl. Frændi var ákaflega hagur bæði á jám og tré og gerði oft við hluti fyrir nágrannana. Ég var eitt sinn beðin að fara með eitthvað, sem hann hafði verið að gera við, inn að Kleifastöðum; ég hef líklega verið sex eða sjö ára. Hvílík upp- hefð að frændi skyldi trúa mér fyr- ir þessu. Ef til vill er þessi ferð mér svo í fersku minni fyrir þá sök að ég hef aldrei á ævinni orðið eins hrædd. Þannig var mál með vexti að á leiðinni heim þurfti ég að ganga fram hjá kletti. Þegar ég kem þar að situr maður undir klettinum og bendir mér að koma til sín. Ég var náttúrlega alveg viss um að þetta væri huldumaður sem mundi fara með mig inn í klettinn og ég fengi aldrei að sjá fólkið mitt aft- ur. Hann biður mig að setjast hjá sér og fær mér bók til að lesa. Ég hafði aldrei séð svona bók, það vom bara orð niður öðmm megin, en hinum megin var eitthvað sem hlaut að vera huldufólksmál. Ég stautaði mig fram úr nokkmm orðum. Þá gaf hann mér lítinn pakka í rauðu bréfí með gylltum stöfum og benti mér að fara. Ég held ég hafí varla snert jörð- ina á leið heim, ég hljóp svo hratt. Það kom svo í ljós að þetta var þýskur ferðamaður og bókin auðvit- að orðabók, en í pakkanum reynd- ist vera súkkulaði. Mikið var ég öfunduð af bréfínu utan af súkkul- aðinu, en það átti ég í mörg ár og notaði sem bókamerki. Skýrasta mynd mín af frænda er þó þegar hann var að smíða litlu kistuna utan um Erling son sinn sem dó úr heilahimnubólgu tveggja ára gamall. Hvílíkt listaverk hafði ég aldrei séð, hún var öll rennd. Ég fékk að eiga lítinn renndan kubb sem ég geymi eins og hvern annan dýrgrip. Það er alveg með ólíkindum hverju frændi kom í verk. Það var ekki hlaupið að því að slétta túnið á Skálanesi, sem var ekkert nema gijót. En þetta sléttuðu þeir feðgar, Jón og Hallgrímur, elsti sonurinn, sem er núverandi bóndi á Skálanesi, mestmegnis með jám- karli, skóflu og hjólbörum. Eins er óskaplega erfítt að koma niður girð- ingarstaurum. Frændi gerði sér lítið fyrir og hlóð grjótgarð þvert yfir hraunið, um 500 m langan. Það skilur enginn þá þrautseigju að koma gijótinu í garðinn yfír stór- grýtt hraunið. Garðurinn er listavel hlaðinn og mun verða minnisvarði um frænda um ókomin ár. Flestir sem fara landleiðina vestur stoppa á' Skálanesi. Þar er hægt að fá bensín og olíu og einnig er þar útibú frá kaupfélaginu í Króksfjarðar- nesi. Frændi hafði þessa afgreiðslu með höndum í mörg ár og margir minnast þess eflaust að hafa keypt þar óbarinn harðfísk, fengið lánaða sleggju í búðinni og barið fískinn á stórum steini neðst í hrauninu hinum megin við veginn. Það var heldur ekki óalgengt að hann kæmi með gesti inn í bæ í mat eða kaffi, þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.