Morgunblaðið - 27.02.1997, Side 1

Morgunblaðið - 27.02.1997, Side 1
80 SÍÐUR B/C 48. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Verð hlutabréfa lækkar New York. Reuter. VERÐ hlutabréfa lækkaði í kaup- höllum í Evrópu og New York í gær eftir að Alan Greenspan, -seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, gaf til kynna að vextir yrðu hækkaðir á næstu mánuðum vegna hættu á aukinni verðbólgu. Greenspan sagði að horfurnar í efnahagsmálum væru bjartar en lét í ljós áhyggjur af því að verð banda- rískra hlutabréfa væri of hátt. Hlutabréf í traustum fyrirtækjum hafa hækkað um 80% í verði á tveimur árum. Seðlabankinn óttast að þessi hækkun sé fyrirboði aukinnar verð- bólgu og að skyndileg lækkun geti skaðað efnahaginn. Gengi dollarans hækkaði eftir ummæli seðlabankastjórans. ■ Lækkanir eftir ræðu/32 Reuter Jeltsín boðar upp- stokkun í stjórninni Tsjerno- myrdín vikið frá? Moskvu. Reuter. TVÖ blöð í Rússlandi sögðu í gær að Borís Jeltsín forseti, sem hefur boðað uppstokkun í stjórn sinni, kynni jafnvel að víkja Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra frá. Fréttastofan Itar-Tass sagði lík- legt að ígor Rodíonov varnarmála- ráðherra yrði vikið frá og Jeltsín gagnrýndi hann harkalega í gær fyrir ummæli þess efnis að varnir landsins yrðu „í rúst“ eftir nokkur ár ef útgjöldin til þeirra yrðu ekki aukin verulega. „Það hjálpar ekk- ert að kvarta og kveina, aðgerða er þörf,“ sagði forsetinn um Rodí- onov. ísraelar hundsa viðvaranir um mannskæðar óeirðir Heimila nýtt hverfi í andstöðu við PLO Jerúsalem. Reuter. Reuter TIL átaka kom í gær milli Palestínumanna og ísraelskra her- manna í þorpinu Hizmeh, norður af Jerúsalem, þar sem her- menn höfðu skotið araba til bana daginn áður. Hundruð pales- tínskra ungmenna köstuðu grjóti á hermennina, sem svöruðu með því að skjóta gúmmíkúlum. Enginn særðist í átökunum. STJÓRN ísraels heimilaði í gær að reistar yrðu þúsundir íbúða fyr- ir gyðinga í Austur-Jerúsalem þrátt fyrir harða andstöðu Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO) og viðvaranir um að framkvæmdirnar gætu leitt til mannskæðra óeirða meðal Palestínumanna. Forseti ráðherraráðs Evrópu- sambandsins kvaðst „harma“ ákvörðun ísraela, sagði hana ganga í berhögg við þjóðarétt og hindra frekari friðarumleitanir. David Johnson, talsmaður Banda- ríkjaforseta, kvað ákvörðunina „flækja frekar mjög flókna stöðu“ og ekki vera til þess fallna að byggja upp traust milli ísraela og araba. Stjórn ísraels samþykkti að reistar yrðu 6.500 íbúðir fyrir gyð- inga, þar af 2.500 í fyrsta áfanga. 3.000 íbúðir til vjðbótar yrðu reist- ar fyrir araba. íbúðirnar verða á hæð við jaðar Austur-Jerúsalem sem ísraelar náðu á sitt vald í stríð- inu við araba árið 1967. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, varði ákvörðun- ina og sagði framkvæmdirnar nauðsynlegar til að ráða bót á húsnæðisskorti meðal gyðinga og araba. Palestínumenn líta hins vegar á þær sem tilraun til að eigna sér alla Jerúsalem. Samkvæmt friðarsamningunum eiga Israelar og Palestínumenn að semja um framtíð borgarinnar í viðræðum sem á að ljúka árið 1999. Arafat boðar til skyndifundar Yasser Arafat, leiðtogi sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna, boðaði samningamenn sína til skyndifundar til að ræða ákvörðun ísraelsstjórnar og afleiðingar hennar fyrir friðarumleitanirnar. „Palestínsk yfirvöld hafna þessari ákvörðun,“ sagði Ahmed Abdel- Rahman, talsmaður PLO. „Hún er alvarlegt brot á friðarsamningun- um og mikið áfall fyrir friðarum- leitanirnar." Palestínskir embættismenn vör- uðu við því að framkvæmdirnar gætu leitt til óeirða sem yrðu álíka mannskæðar og átökin sem hófust í september þegar ísraelar opnuðu göng nálægt helgum stað múslima í Jerúsalem. 61 arabi og 15 ísraelsk- ir hermenn biðu bana í átökunum. Embættismenn í varnarmála- ráðuneytinu sögðu hins vegar ráð- herranefndinni að Palestínumenn myndu hemja reiði sína, að minnsta kosti þangað til hafist yrði handa við framkvæmdirnar. Aðstoðar- maður Netanyahus kvaðst búast við því að þær hæfust eftir hálfan mánuð. Fómarlömb morðingja jarðsett FJÓRAR stúlkur, sem voru myrtar nálægt Boulogne í Frakklandi fyrr í mánuðinum, verða jarðsettar í dag. Þær voru kyrktar eftir að þeim var nauðgað og tveir menn eru grunaðir um verknaðinn. Þeir játa að hafa barið stúlkurnar hrottalega en saka hins vegar hvor annan um morðin. Myndin var tekin við kveðjuathöfn í líkhúsi í heimabæ stúlknanna, Outr- eau, í gær. Rekinn vegna efnahagsins? Dagblaðið Izvestía hafði eftir „heimildarmönnum í innsta hring forsætisráðherrans sjálfs" að Jeltsín hefði ekki lengur not fyrir Tsjemomyrdín. „Pólitísk ákvörðun um brottvikningu Tsjernomyrdíns hefur þegar verið tekin,“ sagði í aðalforsíðufrétt blaðsins. Virt vikublað, Moskovskije Nov- ostí, sagði einnig að Jeltsín hygð- ist fórna Tsjernomyrdín, sem hefur gegnt embættinu í rúm fjögur ár. Blaðið hafði eftir atkvæðamiklum þingmanni í Dúmunni, neðri deild þingsins, að forsætisráðherrann yrði rekinn af tveimur ástæðum; vegna þess að honum hefði ekki tekist að rétta efnahaginn við og vegna „náinna tengsla“ við komm- únista og þjóðernissinna á þinginu, helstu andstæðinga forsetans. Skýrsla um nám í framtíðinni Hitaðar nærbux- ur og tölvuskór London. The Daily Telegraph. RAFHITAÐAR nærbuxur geta bætt námsárangur barna og hannaðir hafa verið tölvuskór fyrir nemendur framtíðarinnar, samkvæmt skýrslu um horfur í menntamálum sem kynnt var á Evrópuþinginu í gær. Skýrsluhöfundarnir segja að hitaðar nærbuxur komi í veg fyrir að nemendunum verði of kalt vegna hitabreytinga í skólastofunum og þær stuðli að því að börnunum líði sem best við námið. „Nærbuxurnar hafa verið hannaðar í Bandaríkjunum og þær eru til marks um hvernig kennslutæknin hefur þróast með allt öðrum hætti en menn gerðu sér í hugarlund,“ sagði talsmaður skýrsluhöfundanna, Tony Robinson. „Kennslutækn- in snýst um margt annað en tölvur." Tölvur í klæðnað Eluned Morgan, þingmaður breska Verkamannaflokksins, sagði að einnig hefðu verið hannaðir skór með tölvubúnaði, sem gæti vistað heilar bækur, og minnistölvur í klæðnað sem gætu tekið upp allt það sem eigandinn sér og heyrir alla ævina. Hún viðurkenndi þó að ekki hefðu allir foreldrar efni á að kaupa nýja tölvuskó - einkum þegar börnin vaxa upp úr þeim á tveimur mánuðum og freist- ast til að nota þá í knattspyrnu á leiðinni heim.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.