Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 29 AÐSENDAR GREINAR Konur og kirkjan NOKKUR umræða hefur spunn- ist vegna birtingar á mynd af fundi í hinni stjórnskipuðu kristnihátíðar- nefnd, þar sem ekki fór fram hjá neinum, að engin var þar konan í þeim hópi. Leitast hefur verið við að koma því á framfæri, að hvorki sé það kvenfyrirlitning ríkisstjórnar né kirkju eða lítilsvirðing á hugsan- legu framlagi kvenna, sem þar réð nefndarskipun, heldur hafi örlög og háttvirtir kjósendur ráðið þessari skipan mála. En þegar hópur sá, sem síðar varð að stjórnskipaðri nefnd kom fyrst saman í biskupsgarði haustið 1989 var öðruvísi kynskipting. Þá var forseti íslands kona, einnig for- setar Hæstaréttar og Alþingis, þ.e. Vigdís Finnbogadóttir, Guðrún Er- lendsdóttir og Guðrún Helgadóttir. Karlarnir í hópnum voru forsætis- ráðherra, Steingrímur Hermanns- son og biskupinn, Ólafur Skúlason. Og í raun mætti bæta fjórðu kon- unni við í þessu tilfelli, þar sem biskupsfrúin, Ebba Sigurðardóttir, gekk ekki aðeins um beina, heldur sat hún einnig þennan óformlega fyrsta fund nefndarinnar. Örlög sagði ég hafa ráðið nokkru varðandi þessar breytingar, og þar á ég við þá staðreynd, að dómarar Hæstaréttar skiptast á um að vera í forsæti, og ákvörðun kjósenda réð að minnsta kosti nokkru um það, hveijir sitja nú sem forsætisráð- herra og forseti Alþingis. En ríkis- stjórnin ákvað eftir þennan óform- lega fund, sem biskup bauð til, að skipa í kristnihátíðarnefndina með hliðsjón af þessum embættum, sem áttu fulltrúa í biskupsgarði þennan fagra haustdag. Hitt er svo aftur á móti annað mál, og þar er ekki unnt að skella skuldinni á nokkurn annan en nefndarmann, ef um skuld er að ræða, hveijir valdir voru til þess að starfa fyrir nefndirnar tvær, þá stjórnskipuðu og þá sem kirkjuþing og kirkjuráð setti til starfa. Ög þar voru enn tveir karlmenn kvaddir til verka. En með tilliti til þess hveijir þar voru valdir, er ekki beðist afsök- unar á þeim, þess hafa störf þeirra borið gott vitni, enda þótt það skuli strax fullyrt, að konur hefðu einnig margar getað sinnt þessum störfum prýðilega vel. Ef við lítum frá þessari upprifjan til spurningarinnar um það, hvernig stöðu kvenna er háttað almennt innan kirkjunnar, þá er bæði um það að ræða, að þær hafa ekki skipað hin æðstu embætti í stjórn- kerfinu, en aftur á móti sífellt látið meir til sín taka í söfnuðum lands- ins. í sóknarnefndum sitja konur og í sumum tilfellum eru þær þar í meirihluta og gegna oftar en ekki formennsku. En aðeins ein kona er prófastur, en prófastar eru skipaðir eftir að biskup hefur kannað óskir presta og kjörmanna viðkomandi prófastsdæmis um það, hvern þeir kjósi helst. Eina konan í hópi sext- án prófasta var þó ekki skipuð eft- ir tilnefningar, heldur setti biskup hana til þjónustunnar, þegar pró- fasturinn fékk leyfi frá störfum og situr á þingi. Og því má ekki gleyma, að sveit kvenna í hópi presta er sífellt að stækka og á það líka við um sérþjónustustörfin, en á sunnudaginn var voru tvær konur settar í embætti sín til þjónustu á Landspítalanum, séra Ingileif Malmberg sjúkrahúsprestur, og Rósa Kristjánsdóttir í stöðu djákna. Og þar er heil stétt innan kirkjunn- ar, sem enginn karlmaður finnst meðal kvennanna, en það er djákna- stéttin, sem er að vísu ekki fjöl- menn. Þegar litið er til hins næsta stjórnstigs, þá verður að viður- kenna, að konur eru ekki fjölmenn- ar á kirkjuþingi. En því má þá held- ur ekki gleyma, þegar yfir því er kvartað og ekki óeðlilegt að svo sé, að kirkjuþingsmenn eru ekki valdir að „ofan“ með skipan biskups eða ráðherra, heldur eru þeir kosnir í ákveðnum kjördæmum. Að ekki finnast fleiri konur en þær þijár sem nú sitja kirkjuþing er þá þeim mun einkennilegra, sem sífellt fleiri konur taka sæti í sóknarnefndum eins og fyrr er frá greint, en það eru þær, sóknarnefndirnar, sem kjósa leikmenn á kirkjuþing. Kirkjuþing aftur á móti kýs kirkjuráð, sem er nokkurs konar framkvæmdaaðili kirkjuþings og er undir forsæti biskups. Þar sitja tveir leikmenn og tveir prestar. En þá litið er til skipunar kirkjuþings ætti ekki að koma algjörlega á óvart, þótt hlutur kvenna sé ekki mikill í kirkjuráðum liðinna ára, þar sem hlutur þeirra hefur verið svo rýr á kirkjuþingi. Konur hafa verið kjörn- ar varamenn í kirkjuráð, en engin náð kosningu í ráðið enn sem kom- ið er. En í því sambandi er vert að geta þess, að þegar á næsta ári á að kjósa nýtt kirkjuþing og ætti því að vera unnt að vænta þess, að hlutur kvenna vaxi á kirkjuþingi og þess sjáist þá staður í kirkju- ráði, sem þingið kýs á fyrsta fundi sínum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hlut kvenna í biskupasveit. Þar tróna þrír karlar og hefur engin kona enn sem komið er komið nærri þeim stöðum, þegar biskup eða vígslubiskup hefur verið valinn. Og þótt eðlilegar skýringar séu til staðar á því, hversu hlutur kvenna er rýr í ofantalinni upptaln- ingu, þá skal það viðurkennt og eðlilegt að sé beðið afsökunar á því, að ekki hafa konur verið valdar nógu oft í nefndir á vegum kirkj- unnar eða í þau ráð, sem skipað er í. Þó er íslenska þjóðkirkjan í Al- kirkjuráðinu og Lúterska heims- sambandinu, þar sem lögð er áhersla á nokkurs konar kvótaskipt- ingu milli kynja og æskufólks, og lagt til, að í nefndum og stjórnum kirkjunnar sé 40% karlanna og hið sama hlutfall kvenna en 20% falli í skaut æskufólks. Hefur kirkjan virt þetta, t.d. þegar valið var til þátttöku á næsta þingi Lútherska heimssambandsins í Hong Kong í sumar, og fer einn karl, vígður, ein kona, óvígð og einn ungur maður. Og íslenska þjóðkirkjan átti vit- anlega aðild að átaki samtaka kirkna um kvennaáratuginn, sem enn stendur. Og þar voru nefndir settar af stað, en þess ekki gætt í því sambandi, að þær hefðu átt að vera skipaðar báðum kynjum, en aðeins konur voru í þessum nefnd- um. Og það hefur verið leitast við að minna á þetta þarfa hlutverk kirkjunnar að efla veg og vanda og unnið að því. Var notast við námsefni frá Noregi, sem heitir á íslensku „konur eru konum verstar" og var Halla Jónsdóttir ráðin í hlutastarf til að stýra því og kynna. KRISTNIHÁTÍÐARNEFND eins og hún var fyrst skipuð: Guðrún Helgadóttir, Steingrimur Hermanns- son, Ebba Sigurðardóttir, Ólafur Skúlason og Vigdís Finnbogadóttir. Á myndina vantar Guðrúnu Erlendsdóttur. Ég hef ákveðið að setja á fót sérstaka nefnd, ________segir herra__________ Olafur Skúlason, sem hafi það verkefni að leita leiða til þess að styrkja stöðu kvenna innan kirkjunnar. Árangurinn af þessu starfi er vel sýnilegur, en 3.200 konur hafa sótt þessi námskeið, sem haldin hafa verið vítt um landið. í þessum hópi eru prestar, guðfræðingar, djáknar, sóknarnefndarfólk, stjórnir kvenfé- laga og ananrra slíkra samtaka. Er þetta ekki lítill hópur og mundi muna um hann, ef allar þrjú þúsund og tvö hundruð konurnar væru komnar saman og birtust á mynd! Auk þess er vert að geta þess, að söfnuðir hafa oft boðið þeim konum, sem standa framarlega í bæjar- eða sveitarfélögum þátttöku og hefur það leitt til nánara samstarfs þess- ara aðila og kirkjunnar. Og slíkur hefur árangurinn verið og eftir- spurnin, að nú eru þijár konur, sem koma að þessu námskeiðahaldi. Og gaman er að geta þess, að þetta námsefni, sem er upprunnið í Noregi, náði ekki siíkri fótfestu FERMINGARMYNDIR I’antaftu núna strax BAKNA ^FJÖLSKYLÐU LJÓSMYNDIR Síqií 588-7644 Armúla 38 STOFNAMR - EINSTAKLIITGAR Ávallt á útsölu mikið úrval af bútasaumsefnum frá 296 kr. og fataefni frá 150 kr. m. Opið mánud.-föstuci. kl. 10-18. ^77 haugartl. kl. 10-1-t. til 1. júní. þar sem hér, og hafa því norskir aðilar leitað hingað eftir upplýsing- um um það, hvernig haldið hefur verið á spilunum til þess að læra af þessari forystusveit íslenskra kvenna í kirkjunni. En enda þótt hægt sé að benda á jákvæða þætti þessara mála, er vitanlega hvergi nærri nóg að gert. Ég hef því ákveðið að setja á fót sérstaka nefnd, sem hafi það verk- efni að leita leiða til þess að styrkja stöðu kvenna innan kirkjunnar. Bind ég vonir við það, að slík nefnd- arskipan, þar sem fólk úr ýmsum hópum þjóðfélagsins tekur höndum saman, geti skilað þessum málum vel fram á leið og hafi þá viðleitn- ina frá kvennaáratugnum að leiðar- ljósi. Þá vil ég einnig geta þess með tilliti til þess, sem í upphafi var greint frá með kynskiptingu í nefndum vegna þúsund ára afmælis kristni árið 2000, að ég mun á næsta fundi kirkjuráðs, sem kemur saman 20. þ.m. gera það að tillögu minni, að fjölgað verði í nefnd kirkj- unnar, sem vinnur að þessu máli um tvo og að þessir tveir verði úr hópi kvenna. En einnig i þessari kirkjunefnd urðu breytingar, þegar Þingvallaprestur, kona, lét af starfi og karl kom í staðinn. Ég hef ritað þessar athugasemd- ir á blað í þeirri von, að með þessu sé varpað nokkuð skýrara ljósi á þessi mál, enda þótt ég viðurkenni fúslega, að enn ber að taka betur á og stendur það líka til. Höfundur er biskup íslands. Sjávarútvegsstofnun Háskóla íslands og High North Alliance halda ráðstefnu um Hvalveiðar í Norðurhöfum frá hagrænu og pólitísku sjónarmiði að Hótel Loftleiðum laugardaginn 1. mars 1997 Skráning þátttakenda og greiðsla ráðstefnugjalds (8:00-9:00) Dagskrá fyrir hádegi (9:00 - 12:30): Hvalastofnar í Norðurhöfum og sjálfbær nýting auðlinda Jóhann Sigurjónsson, sendiherra Staða og viðhorf Alþjóðahvalveiðiráðsins Ray Gambell, aðalritari alþjóðahvalveiðiráðsins Staða og viðhorf NAMMCO Kate Sanderson, ritari NAMMCO Hagnaðarmöguleikar og áhætta í alþjóðl.viðskiptum með hvalaafurðir Trond Bjorndal, prófessor við Viðskiptaháskólann í Bergen Möguleg áhrif hvalveiða á íslenskan útflutning Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar Alþjóðviðskiptastofnunin (WTO):Viðskiptabönn og verslunarhömlur Ted McDorman, prófessor við lagadeild Háskólans í Toronto CITES og alþjóðaviðskipti með hvalaafurðir Jaques Bemey, fyrrv. aðstoðarframkvæmdastjóri CITES (Convention on Intemational Trade in Endangered Species) Dagskrá eftir hádegi (13:30 - 16:00): Stjórn hvalveiða og alþjóðalög William Burke, prófessor við lagadeild Washingtonháskóla, Seattle NAMMCO, Alþjóðahvalveiðiráðið og Norðurlönd Steinar Andresen, rannsóknastjóri Stofnunar Fridtjof Nansen, Oslo Veiðar Færeyinga á andarnefju Kjartan Hoydal. frkv.stjóri Norður-Atlantshafs samvinnunefndar Nýleg þróun í hvalveiðiheimildum frumbyggja Robert L. Friedheim og Ray Gambell Framtíð hvalveiðistjórnunar Robert L. Friedheim, prófessor í alþjóðasamskiptum, Háskólanum t Southem Califomia Framtíð hvalveiða í Norður-Atlantshafi (16:15 -18:00) Hringborðsumræður með þátttöku fulltrúa ráðuneyta og hagsmunaaðila Ráðstefnan fer fram á ensku en verður túlkuð iafnóðum á íslensku. Ráðstefnugjald 2.500 kr með hádegisverði og kaffi. 2.000/1.000 f. námsmenn vinsamlegast skráið vkkur sem allra fvrst f síma 525-4056, 552-7467 fax: 525-5829 netfang:fisheries@rhi.hi.is Ráðstefnan er öllum opin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.