Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 17 Djass á Kaffi Puccini Jazziz-kaffinu fylgir tímarit og geisladiskur I KVÖLD, fimmtudagskvöld, bjóða eigendur kaffihússins Pucc- ini við Vitastíg gestum sínum upp á nýtt kaffi sem ber nafnið Jazziz. Kaffi Puccini er hluti af banda- rísku kaffihúsakeðjunni Barnie’s og Örn Þorvarðarson, annar eig- enda Kaffi Puccinis, segir að kaff- ið hafi komið á markað í Banda- ríkjunum á síðastliðnu ári og búið sé í fram- haldi að stofna sér- stakan Barnie’s jazz- klúbb þar. „Kaffið er í 500 gramma pakkn- ingum o g hveijum pakka fylgir djass- tímarit og geisladiskur með 10-12 djasslög- um. Við komum síðan til með að fá ný tíma- rit mánaðarlega og nokkurt úrval verður af geisladiskum. Pakkinn verður seldur á 1.250 krónur. Kaffi í áskrift Þegar Örn er spurður hvort til standi að stofna djassklúbb Puccinis segir hann það í athugun að fólk geti fengið kaffi, tímarit og geisladisk í áskrift mánaðar- lega. í tilefni af komu kaffisins til landsins ætlar Tríó Bjöms Thor- oddsen að troða upp í kvöld frá klukkan 21 og leika fyrir gesti staðarins. 6 nýjar kaffitegundir Auk Jazziz-kaffís eru fimm aðr- ar kaffitegundir nýkomnar til landsins. Um er að ræða Haitian Bleu kaffi, Jamaican Blue Mounta- Morgunblaðið/Ásdís in og Barnies blöndu. Þá er kaffi sem ber heitið Sjaldgæf blanda Barnie’s á boðstólum, svo og Leyndir draumar. Leyndir draum- ar er leyniuppskrift fyrirtækisins. Um er að ræða blöndu af hol- lensku súkkulaði, vanillu, kókos- hnetu og hnetukeim. Baununum er velt uppúr kakódufti. Alls eru nú liðlega þijátíu kaffitegundir á boðstólum hjá Kaffi Puccini. IMEYTENDUR Lesendur spyrja Hvar er Mozzarella-osturinn? LESANDI hafði samband og vildi gjarnan fá upplýsingar um hvort innflutningi á ekta ítölskum Mozzarella-osti væri hætt. Hann sagðist vera búinn að gera ítrekað- ar tilraunir til að kaupa ostinn í • Hagkaupi en hann væri aldrei til. Svar: Að sögn Lárusar Óskars- sonar, innkaupastjóra hjá Hag- kaupi, er ekki langt síðan innflutn- ingur var leyfður á ostum. „Við hjá Hagkaupi höfum lagt okkur fram um að vera með fjölbreytt úrval af erlendum ostum og seljum um 40 tegundir að staðaldri. Þessa dagana er unnið að því að fá til landsins franskan Mozzarella-ost og vonir standa til að hann verði fáanlegur innan fárra vikna. Of lftil pöntun Franskur Mozzarella er hins- vegar ekki ekta Mozzarella sem er ítalskur." Lárus segir að erfitt hafi reynst að fá fyrirtæki á Ítalíu til að selja Hagkaupi jafnlítið magn og þeir eru að biðja um. „Þetta er það lítið magn miðað við það sem þeir eru að afgreiða til annarra að þeir nenna ekki að standa í þessu pappírsflóði." Lárus segir að Hagkaup vilji gjarnan flytja allan ost inn frá einu landi, frá dreifingarfyrirtæki sem flytur inn osta alls staðar að úr heimin- um. „Með þeim hætti gætum við flutt inn fjölbreytt úrval osta viku- lega og haft þá ferska hveiju sinni. Landbúnaðarráðuneytið vill upprunavottorð „Landbúnaðarráðuneytið og yfírdýralæknir beita hinsvegar tæknilegum hindrunum með því að krefjast með hverri sendingu heilbrigðisvottorðs, upprunavott- orðs og vottorás um að osturinn sé framleiddur úr gerilsneiddri mjólk,“ segir Lárus. „Það er ill- mögulegt að ætla sér ■ að kaupa osta að utan þegar um lítið magn er að ræða þar sem fýrirtækin úti' nenna ekki að gefa út vottorð fyr- ir 1-2 kassa. Við höfum ítrekað leitað símleiðis til ráðuneytisins en fengið synjun á þeim forsendum að þetta séu reglurnar. Við höfum hinsvegar aldrei sent þeim form- legt bréf í þessu sambandi." Viljum greiða fyrir innflutningi Ólafur Friðriksson, deildarstjóri hjá landbúnaðarráðuneytinu, segir að auðvelt sé að kenna öðrum um en segir ennfrem- ur að ráðuneytinu sé kunnugt um að þeir sem flytja inn magn undir 100 kílóum lendi í vandræðum með að fá tilskilin vottorð. „Mark- aðurinn er lítill hér á landi og geymsluþolið stutt. Því kann að vera erfitt fyrir fyrirtækin að kom- ast upp í þetta lágmarksmagn. Erlendir seljendur sjá sér ekki hag í að útvega vottorð ef magn er undir viðmiðunarmörkum. For- svarsmenn hjá Hagkaup hafa ekki rætt þetta vandamál við ráðuneyt- ið en við erum alltaf reiðubúnir til að greiða götu manna leiti þeir til okkar“, segir hann. - Með öðrum orðum mynduð þið kippa þessu í lag? „Við erum tilbúnir til að leita leiða til að greiða fyrir innflutn- ingi erlendra osta sé viðmiðunar- magnið undir lágmarksmörk- um,“ segir Ólafur. ?7?,T/U717r) FOÖTUUTT? 07? LAUGARDAG ATH! LAUGARDAG OPID TIL KL.18.00 TILBOÐ A LONGUM LAUGARDEGI McGORDON GALLABUXUR 1980,- SELJUM VIÐALLAR 2980, STK. A HALFVIRÐI VERÐDÆMI Á 1980, DRESS MANN LAUGAVEGI 1 8 B - REYKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.