Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐÍÐ Morgunblaðið/Ásdís VESTUR-afríski danshópurinn Allantantou heldur tvær sýning- ar í Loftkastalanum í kvöld og á laugardaginn. Frumskógarstemmning í Loftkastalanum VESTUR-afríski danshópurinn Allantantou er kominn hingað til lands og heldur tvær sýningar í Loftkastalanum, í kvöld, fimmtu- dagskvöld, og laugardaginn 1. mars. Meðlimir hópsins eru frá Guineu, Gambíu og Martinique. Forsprakki hópsins er Abdoulaye Camara frá Guineu í Vestur-Afr- íku hann hefur haldið sýningar og námskeið víða um heim og er af þekktri dansfjölskyldu í Guineu og er föðurbróðir hans meðal ann- ars listdansstjóri Þjóðardans- flokksins í Djoliba og ráðherra menningar- og íþróttamála í Gu- ineu. Abdoulaye hefur meðal ann- ars staðið fyrir alþjóðlegum nám- skeiðum í heimalandi sínu í trumbuslætti og afríkudönsum. Dulúðugt andrúmsloft myndast og sannkölluð frumskógarstemmn- ing þegar afríski meistara-dansar- inn og eldgleypirinn Abdoulaye frá Guineu heldur sýningar sínar ásamt félögum sínum i Allantatou. Sýningar hópsins hefjast á gui- neskum dansi og þróast út í að dansarinn gleypir eld ásamt því að setja logandi bómull í munn sér og draga eldinn miUi fóta sér og höndlar eldinn í lófum sínum. Allantatou hópurinn kennir nú í Listdansskóla Islands og Kram- húsinu. Aðeins verða tvær sýning- ar. LISTIR Norræn danshátíð í Helsinki íslenska dansflokknum boðið að sýna tvö verk ÍSLENSKA dansflokknum hefur verið boðið að taka þátt í norrænni danshátíð sem fer fram í Helsinki í Finnlandi 1.-6. apríl nk. Flokkur- inn mun sýna verkið Ein eftir Joc- hen Ulrich sem nú er til sýningar í Borgarleikhúsinu ásamt nýju verki eftir Láru Stefánsdóttur, Hræringar, sem mun koma fyrir augu íslenskra áhorfenda á vor- mánuðum. Verk Láru verður einnig sýnt á danshátíðum í Eystrasaltsríkjunum í maí. Helsinkihátíðin er haldin að frum- kvæði fínnskra aðila með styrk frá norrænu ráðherranefndinni. Hátíðin mun fara fram í Alexanderleikhús- inu (óperuhúsið þar til 1994) og mun hljómsveitin Skárren ekkert fara með dansflokknum í þessa för. , en um 18 manns munu fara utan af hálfu íslenska dansflokksins. Sérstakur gestur flokksins verður brasilíski dansarinn Marcelo Per- eira, en hann hefur dansað undanfar- ið með íslenska dansflokknum í Borgarleikhúsinu við mikla hrifningu áhorfenda sem og gagnrýnenda. EIN. Tónlist: Skárren ekkert. Lýsing: Elfar Bjarnason. Leikmynd og búningar. Elín Edda Árnadóttir. Danshöfundar: Jochen Ulrich. Hræringar: Danshöfundur Lára Stefánsdóttir. Tónlist, leikmynd og búningar eru í vinnslu. LEIKARAR í söngleiknum Fame. Leikfélag MS frumsýn- ir söngleikinn Fame Rithöfundar og bæjar- sljóri lesa í Gerðarsafni ÞRÍR gestir fara með verk sín á upplestri Ritlistarhóps Kópavogs í Gerðarsafni fímmtudaginn 27. febrúar. Þetta eru rithöfundarnir Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Jónas Þorbjarnarson og Sigurður Geirdal bæjarstjóri í Kópavogi, og ætla þau að lesa úr verkum sínum, séðum og óséðum. Elísabet Kristín Jökulsdóttir hélt áfram að segja frá Ellu Stínu og viðfangsefnum hennar á síðasta ári, og fyrir jólin komu þessar frá- sagnir í bókinni Lúðrasveit Ellu Stínu. Jónas Þorbjarnarson hefur sent frá sér fjórar ljóðabækur á síðustu átta árum. Árið 1993 var bók hans Andartak á jörðu tilnefnd til Menn- ingarverðlauna DV. Síðasta ljóða- bók Jónasar, Villiland, kom út á síðasta ári. Sigurður Geirdal, er bæjarstjóri í Kópavogi. Hann hefur „ort í laumi“ mörg undanfarin ár, en ljóð eftir hann eru nú farin að sjást í blöðum. Hann hefur fengist bæði við bundinn og óbundinn kveðskap. Að vanda verður upplesturinn í kaffístofu Gerðarsafns milli kl. 17-18, og er gestum kaffistofunn- ar frjálst að spyrja skáldin út úr verkum sínum að lestri loknum. THALÍA, leikfélag Mennta- skólans við Sund, frumsýnir í dag, fimmtudag, söngleikinn Fame. Leikstjórn og umsjón dans- atriða eru í höndum Ástrósar Gunnarsdóttur. Aukasýningar verða 2. og 9. mars. Aukasýn- ingar gætu orðið fleiri og verða þær þá auglýstar síðar. Fame fjallar um líf nemenda í listaskóla nokkrum, vonir þeirra og vonbrigði og tilraun- ir þeirra til þess að komast áfram í hinum harða heimi skemmtanalífsins. Líf, fjör og endurreisn TONLIST Norræna Ilúsið KAMMERTÓNLEIKAR Spænskir madrigalar úr Cancionero de Upsala. Ensemble Villancico frá Svíþjóð. Norræna húsinu, þriðjudag- inn 25. febrúar kl. 20.30. UNNENDUM fomtónlistar hefur fjölgað markvert hin seinni ár. Eitt- hvað tengist. það aukinni þörf á sjálfsvitund, rótarsambandi við upp- runann, innhverfri íhugun og nýald- arhyggju, en að sjálfsögðu líka stór- auknu framboði á hljómskífum með tónlist frá því fyrir 1700. Minna hef- ur þó borið á fomtónlist í annars fíölskrúðugu tónlistarlífí þessa lands, ef frá eru taldir hópar eins og Musica Antiqua, Bachsveitin í Skálholti og Voces Thules, og enn minna á heim- sóknum erlendra miðalda- og endur- reisnartúlkenda. Líða einatt margir mánuðir á milli, ef ekki ár, og undir- strikar það enn og aftur einangrun landsins, hvað sem líður öllum fram- förum í samgöngutækni. Það var því kærkomið framtak hjá Norræna húsinu og sænska sendiráð- inu að fá hingað hóp ungra en efni- legra fomtónlistarmanna frá Stokk- hólmi er kennir sig við tóngrein spænska endurreisnarmadrígalsins, Ensemble Villancico. Hópurinn sem tók sér stöðu í notalegum litlum sal Norræna hússins sl. þriðjudagskvöld var fríður og föngulegur, og ekki spillti heldur litadýrð flauilsbúning- anna í örlítið stílfærðum anda spænska stórveldistímans. Mættu fommúsíkhópar landsmanna skrifa sér bak við eyra, nú á „öld augans,“ að slíkt geti haft sitt að segja, ef örva skal aðsókn og áhuga sjónvarp- smiðla - að ekki sé talað um ögn líflegri framkomu, eins og hér gat að líta. Hinir tólf ungu Svíar höfðu sem sé hið sjónræna með sér, og brátt kom fram að innistæða var fyrir lost- fögram litum, því flutningurinn var bæði fjörugur og fágaður og bar vott um mikinn árangur eftir aðeins tveggja ára samstarf. Þar á ofan mun hópurinn, ef rétt er skilið, að mestu sjálfmenntaður í eldri tónlist- artúlkun, en helztu tilsögnina kvað hann hafa fengið frá stjórnanda sín- um, Peter Pontvik kontratenór. Söngvarar vora átta og stilltu sér upp í spegluðum keng, S-A-T- B-B- T-Á-S, en að framan sátu fjórir hljóð- færaleikar og slógu víhúelu, gömbu, blokkflautu, bumbu eða krúmmhom í ýmsum samsetningum. Víhúelan líkist í fljótu bragði arf- taka sínum gítamum, er tók við um 1700, en er með tvöfalda strengi og hljómar eins og lúta með dempara. Gamban er forveri sellósins, en af annarri strokfjölskyldu, búin þver- böndum um hálsinn. Krúmmhornið er n.k. framstætt óbó með lítið tón- svið og blöðin höfð inni í hylki munn- stykkisins, líkt og með leikfangið kazoo. Öll týndu þessi hljóðfæri tölunni ofarlega á barokktíma, en auk þeirra komu hér við sögu tví- skinna stórbumba, tambúrín, kast- aníettur og „söngmeyjar," litlar bjöll- ur í ætt við crotales. Leikur þeirra fjórmenninga var allur fremur lágst- illtur, jafnvel bumbuslátturinn, fág- aður og í góðu jafnvægi við sönginn þá sungið var með, en nokkur atriði vora án söngs. Sjaldan má fmna nákvæmar útlistanir í gömlum tón- handritum á því hvemig blanda eigi saman söng og hljóðfæraslætti, hvað þá að slagverksmynztur séu til- greind, og verður því að byggja á ágizkun, en instrúmentasjón hópsins var gerð af kostgæfni og hljómaði yflrleitt sannfærandi. Endurreisnarsöngur er sem skap- aður fyrir ungar raddir áður en þær fara að þyngjast og beita þind og höfuðholum í stærri tón. Þetta mætti e.t.v. hafa í huga í söngnámi, því leit- un er á betri „forskóla,“ auk þess sem efnisvalið myndar sögulegt og rökrétt samband við yngri og kunnari tón- list. Söngur áttmenninganna var þægilega laus, óþvingaður og af allt öðrum toga en hjá eldri löndum þeirra á sama sviði sem margir ættu að muna eftir og komu út á einni af fyrstu BIS- plötunum snemma á 8. áratug, Joculatores Upsaliensis, en þau fóra öllu trúðslegar og beittu iðu- lega klemmdri rödd, enda þótt við- fangsefnið væri oft höfðingjatónlist, þ. á m. villancicos úr sama handrit- inu frá Valenciu (prentuðu í Feneyjum 1556) sem nú var á boðstólum. Villancicos hópurinn söng flest á spænsku, sumt á kliðmjúkri katal- ónsku, en kynnti inntak textanna á móðurmálinu; stundum í formi leik- innna örþáttunga, er hleyptu skemmtilegu fjöri í framvinduna, og brugðu einu sinni fyrir sér íslenzku, áheyrendum til nokkurrar kátínu. Fyrstu 6 lögin vora jólasöngvar og fremur einföld að gerð en heillandi, sérstaklega Yo me soy la morenica um hörundsdökku meyna (Nigra sum) í Ljóðaljóðunum og hið kunna Riu riu chiu, sem flutt var af viðeig- andi sveiflu. Svo stiklað sé á stóru í ijöl- breyttu 26 laga prógramminu má enn fremur nefna lög eins og A Pela- yo, þar sem hinar raddprúðu sópran- söngkonur hópsins skiptust á um forsöng og minntu dulítið á Monts- errat Figueras, spúsu Jordis Savall. Ekki leiðri að líkjast. Hinn flæðandi fímmradda ástarmadrígal Dizen a mi var greinilega skyldur eldri ítalska madrigalskólanum og hefði jafnvel getað verið eftir Marenzio eða Cipr- iano del Rore; annars munu (með einni undantekningu) höfundar hvergi nafngreindir í handritinu. Beint í kjölfarið kom svo lagleg hljóð- færalokka fyrir víhúelu, gömbu og tenórblokkflautu að nafni No soy yo quien veis bivir. Fornspænsk þjóð- dansastemning lifnaði hressilega við í Soy serranica með stigmögnuðu víxlklappi fram í niðurlag líkt og í flamenco, er vakti mikla hrifningu tónleikagesta. Eftir hlé var mátti m.a. heyra frábæran þétt tvinnaðan fögurra radda madrigal eftir Nicolas Gom- bert, hirðtónskáld Karls V., svo og líðandi angurværan sóprantvísöng við undirleik víhúelu og gömbu, Si amores me an de matar að nafni. Næst þar á eftir kvað við hinn kank- vísi fjórradda Teresica hermana, þar sem karlraddir og kvenraddir kváð- ust á í víxlsöng að hætti Josquins í sérlega góðum flutningi. Heildarsvipur kvöldsins var bráð- skemmtilegur, flutningur hinna ungu Svía I senn léttur, fjölbreyttur og vandaður, og má vænta mikils af þeim á næstunni, ef áfram heldur sem horfír. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.