Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI á fróni ÞAÐ er heldur napurt norðan- Iands um þessar mundir en þegar Akureyringar voru á leið til vinnu í snemma í gærmorgun var um 16 stiga frost. Eftir því sem á daginn leið og sólin hækkaði á lofti minnkað frostið nokkuð en hélt sér þó yfir tveggja stafa tölu allt fram á kvöld. -----»■■-»--♦-- Aukasýning á Undir berum himni ALLRA síðustu forvöð verða til að sjá sýningu Leikfélags Akureyrar á verkinu Undir berum himni eftir Steve Tesich næstkomandi laugar- dagskvöld, en það er sýnt á Renni- verkstæðinu, nýju leiksviði félagsins við Strandgötu 49. Undirbúningur að sýningu Leikfé- lags Akureyrar á Vefaranum mikla frá Kasmír hefst strax og sýningum á Undir berum himni lýkur . ÚA segir upp vinnu- og greiðslufyrirkomulagi starfsfóiks í landvinnslu Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Stefnt að nýj um samn- ingnm í lok apríl Fækkun á skrifstofu og þjónustudeildum ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa ætlar um næstu mánaðamót að segja upp vinnu- og greiðslufýrir- komulagi starfsfólks landvinnslu félagsins á Akureyri. Gengið verður til samninga við starfsfólkið um nýtt fyrirkomulag og er ætlunin að ljúka þeim samningum fyrir lok apríl. Aðgerðirnar eru hluti af gagn- gerri endurskipulagningu á land- vinnslu félagsins sem staðið hefur yfir að undanfömu. Samhliða þess- um breytingum verður starfsfólki í þjónustudeildum og skrifstofu fækkað um 19. Guðbrandur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa segir að á síðustu misserum hafi afkoma í landvinnslu verið slæm en sú þróun hefur kom- ið illa við rekstur Útgerðarfélags Akureyringa þar sem bolfiskvinnsl- an hefur ávallt verið undirstaðan í rekstri félagsins. Skipum félagsins hefur á sama tíma fækkað. Til að mæta þessu hefur á undanförnum mánuðum verið unnið að gagngerri endurskipulagningu á landvinnslu félagsins og aðrir þættir í starfsem- inni skoðaðir með það í huga að lækka kostnað. Breytingar í landvinnslu um miðjan júní Guðbrandur segir að á síðustu mánuðum hafi afkoma í landvinnslu félagsins verið að batna en nokkrir þættir hjálpuðust að hvað það varð- ar, þegar hefðu ýmsir hlutir í vinnsl- unni verið lagfærðir og þá væri gengi gjaldmiðla hagstætt. „Við höfum mikla trúa á því að þær breytingar sem við erum að vinna að núna muni skila okkur veruleg- um ávinningi,“ segir Guðbrandur, en áætlað er að um miðjan júní verði breytingar í landvinnslu ÚA orðnar að veruleika. Nýlega var bætt við 15 stöðugild- um í landvinnslunni á Akureyri og eru nú 150 stöðugildi við framleiðsl- una. Öllu því starfsfólki gefst kost- ur á að vinna samkvæmt nýja skipu- laginu, en gert ráð fyrir óbreyttum fjölda starfsfólks í framleiðslunni eftir breytingar. Fækkað á skrifstofu og í þjónustudeildum Samhliða breytingum á land- vinnslu verður starfsfólki í þjón- ustudeildum og á skrifstofu fækk- að. Nú starfa 52 starfsmenn á þess- um sviðum en fækkar í 33, eða um 19 manns. „Þetta gerum við fyrst og fremst til að lækka kostnað," segir Guðbrandur. „Auðvitað er alltaf sárt að segja upp starfsfólki sem lengi hefur unnið hjá fyrirtæk- inu, en þetta eru nauðsynlegar ráð- stafanir sem grípa þarf til svo við náum þeim árangri sem við teljum að félagið eigi að geta náð.“ Lotuvinna Ætlunin er að ljúka gerð nýs samnings við starfsfólk í land- vinnslu fyrir lok aprílmánaðar og segir Guðbrandur að m.a. verði tek- inn upp einstaklingsbónus í stað hópbónuss, en það fyrirkomulag ætti að bæta afkomu starfsfólks nokkuð. Þá verður tekin upp lotu- vinna og segir Guðbrandur að stefnt verði að því í fyrstu að hafa eina heila lotu og aðra hálfa þannig að vinnslan yrði í gangi í 11 til 12 tíma á dag. „Við munum reyna að vera sveigjanlegir gagnvart vinnutíma þannig að hann henti sem flestum, því kerfi af þessu tagi gefur mun meiri möguleika en það sem við lýði er,“ segir Guðbrandur, en gat þess jafnframt að engar breytingar yrðu gerðar nema fyrir þeim væri meirihlutavilji starfsfólks. Stafnbúi Ráðstefna um sjávar- útvegsmál STAFNBÚI, félag sjávarútvegs- fræðinema við Háskólann á Akur- eyri og Dagur Tíminn standa fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni „fisk- veiðistjórnun - byggðastefna - arðsemi“ á Hótel KEA næstkom- andi laugardag, 1. mars. Hún stend- ur frá kl. 11 til 16 og er aðgangseyr- ir 1.500 krónur. Ráðstefnan er haldin í kjölfar fundaherferðar sem farin var um Norðurland síðustu vikur, á Sauðár- krók, Siglufjörð, Ólafsfjörð og Húsavík. Markmiðið með fundunum og ráðstefnunni er að leiða saman ólík sjónarmið um fiskveiðistjórnun og stuðla að málefnalegri umræðu um sjávarútveg í þjóðfélaginu. Mismunandi sjónarmið Sjónarmið eru mismunandi í garð fiskveiðistjórnunar og má þar nefna tvö megin sjónarmið, annars vegar arðsemissjónarmið sem setur hagn- að og arðsemi af auðlindinni ofar öllu og hins vegar byggðarsjónarm- ið sem leggur höfuðáherslu á dreif- ingu aflahlutdeilda, arðs og atvinnu til allra byggðarlaga. Þeir sem flytja erindi á ráðstefn- unni eru_Andri Teitsson, forstöðu- maður VÍB á Akureyri, Bjarni Haf- þór Helgason, framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Norðurlands, Pétur Bjamason, framkvæmda- stjóri Félags rækju- og hörpdisk- framleiðenda, Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, Elínbjörg Magnúsdóttir, fisk- vinnslukona og bæjarfulltrúi á Akranesi, Einar Oddur Kristjáns- son, alþingismaður og Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Samherja. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Greni- víkurkirkju sunnudaginn 2. mars kl. 14 á æskulýðsdegi kirkjunnar. Foreldrar, komið með börnin í kirkju þennan dag. Fermingarfræðsla í skól- anum á Grenivík á sunnudag kl. 11. Kyrrðar- og bænastund í Grenivíkurkirkju á sunnudag kl. 21. k Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson í mörg hom að líta STARFSMENN Slippstöðvar- innar hafa í mörg horn að líta þessa dagana en verkefnin eru ærin. Og þeir láta það ekki á sig fá, strákarnir í slippnum þó kalt sé í veðri, klæða sig bara betur og halda ótrauðir út í fimhulkuldann. Frummat umhverfisáhrifa vegna Borgar- og Dalsbrautar Hávaði sunnan Bakkahlíðar yfir viðmiðunarmörkum ATHUGUN Skipulags ríkisins á frummati á umhverfisáhrifum fyrir- hugaðrar lagningar Borgarbrautar og Dalbrautar á Akureyri er hafín. Tæknideild Akureyrarbæjar hefur unnið mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmdarinnar, en markmið hennar er að bæta samgöngur innan bæjar- ins og stuðla að bættu umferðarör- yggi. Vegirnir munu tengja saman bæjarhluta og aðalsetur Háskólans á Ákureyri við gatnakerfi bæjarins. Vegaframkvæmdin er í tveimur hlutum, Borgarbraut og Dalsbraut. Borgarbrautin verður 1.450 metrar að lengd og liggur frá gatnamótum Glerárgötu og Tryggvabrautar, upp með Glerá, yfir ána í mynni Glerár- gils ofan uppistöðulóns og liggur sunnan Bakkahlíðar að Hlíðarbraut. Næst Glerárgötu liggur vegurinn um áreyrar Glerár og þarf að færa árfar- veginn til á um 100 metra kafla, en svæðið er þegar raskað. Frá gatna- mótum við Dalsbraut að háskóla- svæðinu liggur vegurinn um gróin tún og kartöflugarða auk þess sem íbúðarhús lendir í vegstæðinu. Þar sem Borgarbraut liggur yfir Glerá verða reistar tvær samsíða brýr, 39 og 36 metra langar. Dalsbraut verð- ur 780 metrar að lengd og liggur frá Borgarbraut að núverandi gatnamót- um Dalsbrautar að Akurgerði, mun hún liggja yfir ræktuð tún, farveg Kotárlæks og eftir Lækjardal. Efri hluti Glerárgils, ofan uppi- stöðulóns gömlu brúarinnar við Sól- velli er á Náttúruminjaská. Helstu umhverfisáhrif þessara framkvæmda eru samkvæmt matsskýrslu lands- lagsbreytingar og sjónræn áhrif sem verða vegna skeringa og fyllinga í nálægð Glerárgils og byggingu brúa á svæði á Náttúruminjaskrá. Þá verða töluverð sjónræn áhrif vegna sprenginga á vegstæðinu. Fram- kvæmdin mun einnig hafa áhrif á íbúðabyggð, en útreikningar benda til að hávaði frá umferð um Borgar- braut fari lítillega yfir viðmiðunar- mörk sunnan Bakkahlíðar. í matsskýrslu kemur fram að til mótvægis verði jarðraski haldið í lág- marki og við hönnun brúa yfir ána verði tekið tillit til umhverfisins. Vegna hljóðmengunar er ráðgert að taka frá svæði til að byggja hljóð- tálma milli akbrautar og lóðamarka sunnan Bakkahlíðar. Kynningarfundur Frummatsskýrsla liggur frammi á bæjarskrifstofum Akureyrar, Amts- bókasafninu, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagi ríkisins til 2. apríl næstkomandi. Gefst almenningi kostur á að kynna sér fyrirhugaðar framkvæmdir og leggja fram at- hugasemdir sem berast þurfa Skipu- lagi ríkisins eigi síðar en 2. apríl. Almennur kynningarfundur verður haldinn á vegum Akureyrarbæjar í Glerárskóla næstkomandi mánudag, 3. mars kl. 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.