Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fjármálaráðherra ræðir við fulltrúa BSRB Agreiningur um launakerfi og viðbótarlaun Samkomulagi náð um aðferð við að færa kaupaukagreiðslur inn í kauptaxta RSÍ fellur frá kröfu ASÍ um krónutöluhækkun Morgunblaðið/Kristinn BJÖRN Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, við upphaf formanna- fundar aðildarfélaga Verkamannasambandsins í gær. FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra átti fund með forystumönn- um BSRB í gær þar sem m.a. voru til umræðu hugmyndir ríkisins um breytingar á launakerfi ríkisins og ákvæði laga um viðbótarlaun. Fundurinn varð árangurslaus og segir Ögmundur Jónasson, formað-. ur BSRB, að þessar hugmyndir tefji allar kjaraviðræður aðildarfé- laga BSRB við ríkið. Fjármálaráð- herra segir að ríkið geti ekki fallist fyrirfram og án skoðunar á kröfur BSRB um að nota ekki ákvæði laga um viðbótarlaun, en vill gera kjara- samning um nýtt launakerfi Fnðrik sagði að fjármálaráðu- neytið myndi á næstu dögum svara formlega erindi sem BSRB lagði fram á fundinum. „Á fundinum kom fram af minni hálfu að ríkið hefði áhuga á því að breyta launa- kerfi ríkisstarfsmanna og gera það sveigjanlegra þannig að hægt væri að laga það betur að starfsemi rík- isins á hveijum tíma. Á þessari stundu fara einstök félög innan BSRB með samningsumboðið og við viljum freista þess að ná sam- komulagi við þau um hvemig þetta nýja launakerfi verður, hvernig því verður komið á og á hvaða forsend- um það eigi að byggjast," sagði Friðrik. Ögmundur sagði að BSRB væri tilbúið að gera breytingar á launa- kerfi ríkisins og hefði alltaf verið, en það vildi að breytingarnar yrðu gerðar á jafnræðisgrunni. „Við buðum ijármálaráðherra upp á að gera rammasamkomulag við BSRB um á hvaða forsendum menn nálgist þetta viðfangsefni. Við viljum að þar komi í fyrsta lagi fram að samið verði um allar breytingar á launakerfum. í öðru lagi viljum við að um launakjör verði almennt samið á félagslegum grunni. í þriðja lagi lýsum við yfir vilja til að taka upp viðræður á vegum heildarsamtakanna um heildarendurskoðun á launakerf- inu,“ sagði Ögmundur. Ágreiningur um viðbótarlaun Ágreiningur hefur verið milli BSRB og fjármálaráðuneytisins um 9. grein nýrra laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, en hún kveður á um að fjármálaráð- herra geti veitt forstöðumönnum ríkisstofnana heimild til að umbuna starfsmönnum með viðbótarlaun- um. „Við erum eindregið þeirrar skoðunar að um framkvæmd þess- arar lagagreinar eigi að semja. Það er grundvallaratriði að menn viti að hverju þeir ganga á nýju samn- ingstímabili hvað þetta snertir. Ef ekki næst samkomulag um þetta leggjum við til að frestað verði framkvæmd þessar greinar," sagði Ögmundur. „Ég mun ekki gera samkomulag fyrirfram og án könnunar um að nota ekki þessa heimildargrein, en ég lét það koma fram á fundinum að ef samkomulag yrði í kjara- samningum opinberra starfsmanna um að fara í launakerfísbreytingar þá kostaði það mikla vinnu sem leiddi til þess að ekki yrði hægt að koma á viðbótarlaunum sam- kvæmt 9. grein starfsmannalag- anna á sama tíma,“ sagði Friðrik. Ögmundur sagði að svo virtist sem fjármálaráðherra vildi stilla opinberum starfsmönnum upp við vegg. Annaðhvort samþykktu menn breytingar á launakerfinu eða 9. greininni yrði beitt. Ögmund- ur sagði ljóst að margt væri óljóst um þessa hluti alla, ekki síður af hálfu samninganefndar ríkisins. Það myndi kosta mikla vinnu að hrinda fyrirliggjandi hugmyndum um launakerfisbreytingar í fram- kvæmd og þess vegna gæti verið skynsamlegra að ræða þær á næsta samningstímabili. Launafólk þyrfti að fá launahækkanir strax. Friðrik sagði að BSRB væri að reyna að knýja fram loforð frá sér, áður en eiginlegir samningar um launakerfisbreytingarnar hæfust, um að hann myndi ekki beita 9. greininni. Hann sagðist ekki geta fallist á að binda hendur fjármála- ráðuneytisins fyrirfram með slíkum hætti. Hann sagðist hins vegar margsinnis hafa lýst því yfir að samráð yrði haft við samtök launa- fólks um viðbótarlaun. Mikilvægt væri að hafa í huga að ríkið greiddi stórum hluta opinberra starfs- manna viðbótarlaun í dag, en um þau giltu engar reglur. Það þyrfti að setja skýrar reglur um þessa hluti. Rafiðnaðarsambandið hefur ýtt sameiginleg- um kröfum landssam- banda ASÍ um krónu- töluhækkanir út af borðinu og krefst nú prósentuhækkana. I samantekt Omars Friðrikssonar kemur fram að búist er við að úrslitastund í kjaravið- ræðunum renni upp um helgina. SAMNINGANEFNDIR vinnuveit- enda og Verkamannasambandsins náðu í gær samkomulagi um að- ferð sem notuð yrði við að færa hluta af bónusgreiðslum fisk- vinnslufólks að taxtakaupi. Féllst VMSÍ á síðustu tillögur vinnuveit- enda sem fólu í sér blöndu þeirra leiða sem samningsaðilar höfðu áður lagt til, annars vegar með tilfærslu á krónutölu úr bónuskerf- inu eins og VMSÍ hafði lagt til og hins vegar með breytingu á reiknitölu kaupaaukans eins og vinnuveitendur vildu að gert yrði. Ágreiningur um breytingar á launum stendur óbreyttur þrátt fýrir þetta samkomulag og mikil óvissa er um hvort alvöru skriður kemst á kjaraviðræður á almenna vinnumarkaðinum. VMSÍ hefur m.a. krafist þess að yfirvinna hækki við hækkun kauptaxtanna en í megintillögum vinnuveitenda hefur verið lögð til nokkur lækkun á yfirvinnu á móti hækkun dag- vinnulaunanna. Önnur tillaga sem vinnuveitendur leggja mikla áherslu á í viðræðum við lands- samböndin, er að koma á sveigjan- legum vinnutíma, þannig að 8 stunda dagvinnutími verði breyti- legur fyrir alla frá kl. 7 eða 8 á morgnana til 7 eða 8 á kvöldin. Þetta hafa fulltrúar fiskvinnslunn- ar kallað „fleytitíma," og liggur ekkert samkomulag fyrir um hann. Tekist á um 70 þús. kr. lágmarkslaun Björn Grétar Sveinsson, for- maður VMSÍ, og Aðalsteinn Bald- ursson, formaður fískvinnsludeild- ar VMSÍ, eru þeirrar skoðunar að samkomulagið sem náðist í gær sé ekki stór áfangi í kjaraviðræð- unum. Hér sé eingöngu um tækni- lega útfærslu að ræða við kaup- aukagreiðslur. „Nú förum við að takast á um launin, hvað mikið fært verður á milli og um mark- miðið um 70 þúsund króna lág- markslaunin," segir Aðalsteinn. „Við föllumst á þetta tæknilega atriði en eftir stendur allt sem á að hringla í baukunum. Við heyr- um ekkert hringla í bauknum hjá vinnuveitendum,“ segir Björn Grétar. „Þetta snýst allt um hvern- ig okkur tekst að styrkja lága taxtakerfið á íslandi. Við höfum bent á leiðir til þess en menn líta mismunandi augum á hvað það á að kosta,“ segir hann. „Tæknileg útfærsla á hvernig hægt væri að færa hluta úr bónus yfír í fasta kaupið hefur verið vond fyrirstaða og eftir stendur ágrein- ingur um tölur en hann er ekki í grundvallaratriðum öðruvísi en ágreiningur um aðra þætti að því er kjaramálin varðar. Á næstu dögum hljótum við að taka hrein- skilna umræðu um það,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ. Þórarinn gerir ráð fyrir að kjaramálin verði í brennidepli um helgina. „Það er engin efni til að það dragist meira. Stærðirnar eru á borðunum og mikil undirbún- ingsvinna hefur farið fram. Það er því ekki eftir neinu að bíða með að taka ákvarðanir af eða á,“ seg- . ir hann. Ein meginkrafan, sem uppi er í viðræðunum, er um að færa kauptaxta sem næst greiddu kaupi. Þórarinn segir að einfaldara sé að breyta kjarasamningsbundn- um greiðslum hvað þetta verðar en flóknara sé að finna leið til að færa yfirborganir eða álags- greiðslur á móti hækkun kaup- taxta. „Við ætlum að taka upp umræðu um þann þátt málsins á morgun," sagði hann. Krónutölu- eða prósentuleið? VMSÍ hefur hafnað með öllu hugmyndum um að samið verði um blandaða leið krónutölu- og prósentuhækkana launa í viðræð- unum við atvinnurekendur. í sam- eiginlegri kjarastefnu landssam- banda ASÍ er krafist krónutölu- hækkana launa en ljóst hefur ver- ið að undanfömu að nokkurst titr- ings hefur gætt innan raða iðnað- armanna, vegna þessarar kröfu, sem fengju væntanlega meiri launahækkanir í sinn hlut ef pró- sentuleiðin yrði fyrir valinu. Þeir féllust hins vegar á að fara krónu- töluleiðina vegna samstöðunnar og með það að markmiði að náð verði fram almennri kaupmáttar- aukningu með lækkun skatta. Verzlunarmannafélag Reykja- víkur, BSRB og Samband banka- manna hafa sett fram kröfur um prósentuhækkanir launa sem eru töluvert hærri en launakröfur landssambandanna. Sl. þriðju- dagskvöld komu svo fram brestir í sameiginlegri kjarastefnu lands- sambanda ASÍ þegar ákveðið var á fundi miðstjórnar og samninga- nefndar Rafiðnaðarsambandsins að fara eigin leiðir í kjaraviðræð- unum á næstunni. Rafíðnaðarsam- bandið hefur þar með ákveðið að setja sameiginlegar kröfur lands- sambanda ASÍ um krónutölu- hækkun launa út af borðinu. „Við viljum fá prósentuhækkan- ir. Þar er um að ræða töluvert hærri upphæðir. Menn hafa talað um 6-7% hækkun á ári,“ segir Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafíðnaðarsambandsins. Hann segir jafnframt að ef ekki komi fram breytingar af hálfu ríkis- valdsins í skattamálum hækki kröfugerð sambandsins, sem muni þá fara fram á að gerður verði samningur til næstu áramóta um 20% kauphækkun. Guðmundur gagnrýnir harðlega vinnubrögð VSÍ í yfirstandandi samningalotu. „Við höfum skynjað hjá mörgum af okkar vinnuveit- endum undanfarna daga að þeir séu sammála okkur um að vinnu- brögðin við samningana eru út úr kortinu. Þeir hafa tilkynnt okkur að þeir myndu ekki láta koma til verkfalla í sínum fyrirtækjum heldur ganga til samninga við okkur áður en af því yrði,“ segir hann. Samiðn stendur enn að kröfu- gerð landssambandanna um krónutöluhækkanir. Örn Friðriks- son, formaður Samiðnar, segir ekkert hafa breyst af hálfu Sam- iðnar í því efni. „Menn eru að leita eftir samningum og bíða eftir því að ríkisstjómin komi inn í málið með skattapakkann. Við höfum alltaf sagt að framsetning kröfu- gerðarinnar og niðurstaðan í skattamálunum væru samtvinnað- ar. Ef þau sameiginlegu markmið ganga ekki upp snýr málið allt öðruvísi við,“ segir hann. VMSÍ-formenn undirbúa verkföll Formannafundur Verkamanna- sambandsins skoraði í gær á að- ildarfélögin að hefja nú þegar undirbúning að boðun verkfalla, sem komi að fullu til framkvæmda síðari hluta marsmánaðar. Jafn- framt skoraði fundurinn á félögin að hafa sem best samráð sín í milli sem og við aðgerðanefnd sambandsins. Veldu nýstárlega pylsurétti og ilmandi nýbakað brauð Ö Select ALLTAF FERSKT SHELLSTODIN VESTURLANDSVECI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.