Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Með Westö og Bargum á Café Kafka Fagrir draumar sem rætast ekki Drekamir yfír Helsingfors er mikil skáldsaga sem vakið hefur gífurlega eftirtekt í Finn- landi og sumir hafa talið að hún sé skáldsag- an sem beðið hafí verið efbir. Jóhann Hjálm- arsson hitti höfundinn, Kjell Westö, í Hels- ingfors og einnig útgefanda hans, Marianne * Bargum, sem kemur til Islands um helgina til að fjalla um finnskar bókmenntir og bók- * menntir frá Alandseyjum. KJELL Westö er rithöfund- urinn sem allir tala. um í Finnlandi. Þeir sem ekki hafa lesið skáldsögu hans frá í fyrra, Drakarna över Helsing- fors (útg. Söderströms) ætla sér að lesa hana fljótlega. Westö er oft í blöðunum og í sjónvarpinu. Ég les skáldsöguna uppi í rúmi á Hotel Tomi. Eftir um hundrað síður, bókin er 448 síður, verður mér ljóst að ég muni ekki Ijúka við hana á ti- lætluðum tíma þvi að snemma daginn eftir á ég að hitta Westö. Ég gríp til þess ráðs að hraðlesa það sem eftir er af bókinni. Það tekst ekki alveg því að oft grípur frásögnin mig með þeim hætti að ég þarf að lesa hægt, ígrunda söguna. Hún er í senn læsileg og aðgengileg en leynir á sér. Þegar Kjell Westö birtist á Cafe Kafka sem er í anddyri Svenska Teatern ber hann ekki þess merki að vera ein helsta stjama finnskra bókmennta. Hann er látlaus og virð- ist mjög ungur, óþvingaður en al- vörugefinn. Westö er fulltrúi nýrrar kynslóðar og meðal þeirra fyrstu sem leitast við að spegla viðhorf hennar. Sjálfur bendir hann á Moniku Fagerholm og skáldsögu hennar Underbara kvinnor vid vatten sem hliðstæðu. Drekarnir yfir Helsingfors er borgarsaga, í henni er slangur borgarlífsins, nýtt tungumál í skáldskap og rokktónlist- in hljómar. Fyrsta bók Westö var smásagna- safnið Tango Orange (1986) og hann hefur sent frá sér fleiri smásagna- söfn og frásagnir. Westö hefur feng- ist við margt, m.a. fótboltaleik, þýð- ingar, blaðamennsku, kabarettskrif, leikhússtörf. Hann segist reyna að sameina þetta allt en viti ekki hvem- ig það gangi. Finnland í hálfa öld Skáldsagan nær yfir hálfa öld, en greinir einkum frá kynslóð ungs fólks á áttunda og níunda áratugnum, lífs- gæðaskapphlaupinu, því markmiði að ná hærra og hærra. í bakgrunni er uppreisnin gegn hinu rótgróna. Finnskir skáldsagnahöfundar hafa verið trúir þeirri hefð að rita breiðar epískar skáldsögur þar sem saga Finnlands hefur verið þungamiðjan, Vetrarstríðið og enn fleiri stríð. Kjell Westö er ljóst að sagan lifír lengi, veit að það tekur langan tíma að græða sár stríðsins, en heldur því fram að nú hafi tekið við tæknilegt samfélag í Finnlandi, tilfínningin fyr- ir hinu liðna hafi dofnað. Hann vildi þó nefna að kvikmyndamenn um Morgunblaðið/Jóhann Hjálmarsson MARIANNE Bargum hefur þræði finnskrar bókaútgáfu í höndum sér. þrítugt væru að gera myndir sem byggðu margar á hinu liðna. Westö rifjar það upp að skáldsög- ur finnskumælandi höfunda hafí einkum verið í breiða stílnum en Finnlandssvíar skrifað öðruvísi. Nú mætist þessir höfundar á miðri leið. Þeir komi úr tveim ólíkum áttum. Stórir breiðir rómanar eftir Finn- landssvía komi út á hveiju hausti. Mikil fjölbreytni sé í finnskum bók- menntum, enginn sérstakur skóli stjórni ferðinni. Það hve fínnskumæ- landi höfundar séu nú alþjóðlegir sanni að þeir sæki áhrif til Mið-Evr- ópu, til dæmis til Kafka. Finnlands- svíar aftur á móti lesi sænskar bók- menntir og fínni til skyldleika við sænska höfunda. Westö nefnir dæmi um hve fmn- skumælandi höfundar séu orðnir al- þjóðlegir í verkum sínum, til dæmis rómaða skáldsögu Martins Nummi, París týnd, og skilgreinir hana sem „sögulega háspeki". í bók Nummis hermir frá því þegar París fínnst ekki lengur á landkortinu, fólk sem kemur til Parísar leitar árangurs- laust að götum og húsum í borginni. í sænskri þýðingu kallast skáldsagan Det förlorade Paris (útg. Bonniers). Bókmenntir sem haft hafa áhrif á jafnt finnska sem finnlandssænska höfunda eru að dómi Westös suður- amerískar bókmenntir. Stóra finnska skáldsagan „Hver erum við?“, spyr Kjell Westö í Drekunum yfir Helsingfors, skáld- sögunni sem kannski er sú „stóra finnska samtímaskáldsaga" sem beð- ið hefur verið eftir. Þetta er saga um miklar og snöggar breytingar í fínnsku þjóðfélagi. Hann segir að skáldsagan fjalli um „andartakið" sem sé lifað og segir að kannski megi fínna hliðstæðu í skáldsögum íslenskra höfunda sem skrifi um nýju hverfín í Reykjavík. Hann þekkir verk Einars Más Guðmundssonar og Einars Kárasonar og dáist að hinum KJELL Westö skrifar um drekana yfir Helsing- fors, en í bernsku sagði hann skólasystkinum sínum lygasögur. sjálfum sér sem draumar. Ég er I bjartsýnni en áður og bókin því alls ekki döpur. í sögulokunum er fólgin von.“ Kjell WestÖ bætir við sannfærandi: „Maður getur sætt sig við lífið þótt fullt af draumum rætist ekki.“ Heimurinn og Svíþjóð Marianne Bargum hefur lengi unnið við að kynna fínnskar bók- menntir, ekki síst erlendis. Hún hef- ur veitt forstöðu Bókmenntaskrif- 1 stofunni í Helsingfors og er nú for- % stjóri Söderströms-útgáfunnar þar ! sem hún vann áður sem bókmennta-1 ráðunautur. Hún kemur að borðinu til okkar á Café Kafka eins og ráð : hafði verið fyrir gert. Hún er útgef-1 andi Kjells Westö og vekur í fyrstu *í máls á Svíþjóðarferð finnskra rithöf- unda þar sem þeir Westö og Markus Nummi vöktu athygli fyrir það hve ræðnir og opnir þeir voru, en ekki þungbúnir og þögulir eins og Svíar ímynda sér dæmigerða Finna. Bargum segir mér að hún hafi oft verið að velta því fyrir sér á bóka- stefnum, m.a. í Frankfurt, hvað það væri sem heillaði erlenda lesendur og útgefendur. Góðar bækur geta farið framhjá fólki. Nú hefur skáld- saga Moniku Fagerholm verið seld til átta landa. Það sem úrslitum réð var að Hanser forlagið þýska ákvað að gefa bókina út. Persónulegu tengslin reynast oft drjúg. Hún sagðist oft hugsa um það hve bundnir umhverfinu rithöfundar mættu vera. Bækurnar sem ná til flestra eru ekki einskorðaðar við eitt land og eina þjóð, heldur alþjóðleg- ar. Þetta gildi um norræna höfunda eins og Peter Hoegh og Jostein Ga- arder. Svíar hafa ekki tekið Drekunum yfír Helsingfors eins vel og finnskir gagnrýnendur. Svíum þótti skáldsag- an fjalla of mikið um Helsingfors og draga dám af því og að auki væri hún svo sorgleg. síðarnefnda fyrir tilþrif sem hann sýndi eitt sinn við vodkadrykku. „Það á ekki að vera gjá milli æðri og léttari menningar, en staðreyndin er að poppkúltúrinn er svo sterkur en hákúltúr dregst stöðugt saman,“ segir Westö. „Á nítjándu öld skrifuðu höfundar eins og Dickens og Dostojevskí framhaldssögur. Það er runnið undan rifjum módernista að list sem nær til fólks sé vond.“ Westö segist hafa tilhneigingu til að skrifa bækur sem enda á opinn hátt. Hann neitar því að hann vilji með því fá tækifæri til að bæta við síðar, skrifa framhald. Það sem vaki fyrir sér sé að leyfa iesandanum að ákveða hvernig fari fyrir persónun- um, hvað sé framundan hjá þeim. Hugsarðu þá um lesandann? „Ekki þegar ég skrifa. Finnlandss^ víar eru ekki fleiri en íslendingar. { því er viss hindrun. Ég einangraði mig þegar ég var að skrifa skáldsög- una. Það hentar mér að láta sem ég sé einn í heiminum." Styðstu við eigin reynsiu eða rétt- ara sagt fjölskyldu þinnar? „Allir rithöfundar skrifa um eigin reynslu. Rithöfundurinn er lygari, finnur, uppgötvar og breytir heimin- um. Það þekki ég úr bernsku minni. Ég var stórlygari sem krakki. Finnskir skólakrakkar fara á sumrin með foreldrum sínum í sumarhús þar sem þeir dveljast. Þegar skólinn byrj- ar á haustin bera krakkarnir saman bækur. Mér nægðu ekki venjuleg sumarævintýri, ég sagði frá því að ég hefði klifið fjöll Himalaja eða hitt nafngreinda heimsfræga knatt- spyrnumenn." í Drekunum yfír Helsingfors er mikið um drauma, sjálf ástin er að- eins draumursem ein helsta söguper- sónan, Henrik, veit að rætist ekki. Draumar sem rætast ekki setja svip á söguna? .„Stórir draumar rætast sjaldan, en það er þess virði að dreyma draumanna vegna. Þeir eru fagrir í Morgunblaðið/Atli Vigfússon ARI Þór Matthíasson og Heiðbjörg Ólafsdóttir í hlutverkum Villa Karlssonar og Fjólu Ingimarsdóttur. Á sviði í Liósvetningabúð Laxamýri. Morgunblaðið. ^ ^^ HÉRAÐSLEIKFÉLAGIÐ Búkolla sjnir um þessar mundir leikritið A svið eftir bandaríska höfundinn Rick Abbot í þýðingu Guðjóns ÓI- afssonar. Verkið gerist í núinu og staður- ipn er sviðið í félagsheimili. Áhugaleikhópur er að setja upp sakamálaleikritið Hið fúla fólsku- morð, sem er fyrsta skáldverk Sigdísar Magnfreðsdóttur. Fyrsti þáttur er æfing á leikrit- inu, annar þáttur er generalpruf- an þar sem allt fer úrskeiðis og þriðji er frumsýning þar sem allir eiga sinn þátt í því að klúðra ger- samlega. Leikurinn gefur áhorfandan- um, á spaugilegan hátt, innsýn i heim áhugaleikarans þar sem skiptast á hlátur og grátur og lög- mál Murphys um að allt fari úr- skeiðis sem mögulegt er sannast á frumsýningu. Leikstjóri er Skúli Gautason og er þetta 22. leikstjórnarverkefni hans, en meðal þeirra eru: Mýs og menn, Tobacco Road, Blóma- rósir, Stútungasaga, Sumar á Sýr- landi o.fl. í Búkollu starfar fólk úr fimm sveitarfélögum i S-Þingeyjar- sýslu og er þetta 6. verkefni fé- lagsins. Að venju hafa margir lagt hönd á plóg og fjölmörg fyrir- tæki, einstaklingar og sveitarfé- lög á svæðinu styrkt félagið á margvíslegan hátt. Gestir leikhússins skemmtu sér vel á frumsýningu sl. laugardags- kvöld og var leikurum og leiksjt- óra klappað mikið lof í lófa. „Orð lífsins“ Bækur Oröabók LÍFORÐASAFN Enskt íslenskt eftir Hálfdan Ómar Hálfdanarson og Þuríði Þorbjarnar- dóttur. Offsetfjölritun hf. 1997. ÁRIÐ 1981 gaf annar af höfund- um þessarar bókar, Hálfdan Ómar Hálfdanarson, út fjölritað kver. Ensk íslenska orðaskrá í Hffræði, með um 3.500 flettum eða flettiorðum. Nú birtist skráin aukin og endurbætt, rúmlega 8.000 flettur á 264 síðum og höfundar orðnir tveir, auk þess sem dóttir þeirra málaði forsíðu- myndina í leikskóla. Mörg orðin í skránni eru gömul og gróin, svo sem growth ring - árhringur, national park - þjóðgarð- ur, tapeworms - bandormar og thrombocyte - blóðflaga. Önnur eru ný og kannski framandleg, eins og Alzheimer’s disease - algleymi, gleymi eða alshæmi, eða ný á prenti og hversdagsleg, til dæmis Sclero- spongiae - kóralsvampar. Og höf- undum hefur tekist að komast fram fyrir jarðsvínið, aardvark, sem trónir fremst í stafrófsröð í flestum svona verkum, með aapa mire, rimaflá. Þarna er að finna nokkur orð sem vart verða flokkuð undir líffræði, svo sem braille - blindraletur, og kemur tæpast að sök. Höfundar hafa valið þann kost að sleppa heitum á einstökum tegundum lifandi vera en hafa með sem flest heiti á ættkvíslum, ættum og stærri flokkunarheildum. Með þessu verður bókin ágæt viðbót við Dýra- og plöntuorðabók Óskars Ingimarsson- ar, sem út kom 1989. í heild eru orðin í safninu vel val- in og að sama skapi vel þýdd, sem kemur engum á óvart er þekkja til höfunda þess. Þeir sem skrifa um náttúrufræði á íslensku leggja sig flestir fram um að nota þjál og skiljanleg orð. Þeim - og þar með öllum sem lesa skrif þeirra - mun nýtast vel þetta orða- safn, þar sem á einum stað má finna íslensk hugtök úr dýrafræði, erfða- fræði, fósturfræði, frumulíffræði, grasafræði, lífeðlisfræði, lífefna- fræði, ónæmisfræði, vistfræði og þroskunarfræði, svo vitnað sé í upp- talningu á bakspjaldi. Ég óska höfundum til hamingju með vel unnið starf. Örnólfur Thorlacius
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.