Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Stöðugleika margra eldri skipa ábótavant 150 skip ekki verið stöðugleikamæld SAMKVÆMT skýrslu Siglinga- stofnunar eru um 150 skip á sjó, sem ekki eru stöðugleikamæld. Núgildandi reglur um stöðugleika eru frá árinu 1975 og taka til skipa stærri en 15 m að lengd. Skip, sem fengu haffæriskírteini fyrir þennan tíma, hafa ekki þurft að gangast undir stöðugleikapróf. Kristján Pálsson, alþingismaður, telur þessi skip geta verið hættuleg. „Þessi skýrsla gefur auk þess til kynna að öryggiseftirlit með skipum er í miklum molum og að nauðsynlegt sé að gera átak í þeim málum,“ segir hann. Kristján Pálsson alþingismaður taldi í utandagskrárumræðu Al- þingis á mánudag að eftirliti með haffæri skipa væri verulega ábóta- vant og fullyrti að um eitt hundrað íslensk skip væru á floti í dag sem ekki ættu að vera það. Uppfylla ekki kröfur um stöðugleika Kristján sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa þessar upplýs- ingar frá áreiðanlegum heimildum innan Siglingastofnunar íslands og Rannsóknarnefndar sjóslysa. Hann sagði að þau skip sem ekki ættu að vera á sjó uppfylltu annaðhvort ekki stöðugleikamælingar eða kröf- ur um öryggisatriði og nefndi sem dæmi skip sem ekki hefðu neyðarút- ganga úr vélarrúmi og skip sem hefði verið breytt og stöðugleikinn ekki mældur eftir það. „Skipið Helga Sigmars NS frá Seyðisfirði er til að mynda ólöglegt þvi það uppfyllir ekki stöðugleikamælingar. Skipið myndi reyndar lagast yrði það lengt,“ sagði hann. Reglur frá 1975 Aðspurður um ummæli Kristjáns sagði Hermann Guðjónsson for- stjóri Siglingastofnunar íslands að stærsta skýringin á því hvers vegna skip uppfylltu ekki þau viðmiðunar- mörk um stöðugleika sem sett væru í dag væri sú að reglurnar um stöð- ugleika skipa, frá árinu 1975 fyrir skip stærri en 15 m og frá árinu 1985 fyrir skip minni en 15 m, hefðu ekki verið gerðar afturvirkar og næðu því einungis til skipa sem væru smíðuð eftir gildistöku regln- anna. „Önnur skýring gæti verið sú að yngri skip hefðu fengið und- anþágu og verið veitt haffæriskír- teini þrátt fyrir að uppfylla ekki ítrustu kröfur um stöðugleika,“ sagði hann. Úrbætur lagðar til Hermann sagði hins vegar að Siglingastofnun væri að skoða þessi mál og að fyrir nokkrum dögum hefði komið út skýrsla um úttekt á stöðugleika íslenskra skipa, sem hafí verið lögð fyrir Siglingaráð og samgönguráðuneytið. I skýrslunni er m.a. lagt til að reglur um stöðug- leika fiskiskipa nái til allra skipa, nýrra og gamalla. Þar er einnig lögð áhersla á aukna fræðslu um þessi mál og að stöðugleikapróf á skipum fari oftar fram en nú er. „Þá gerði Siglingastofnun strangari kröfur um útgáfu haffær- isskírteina frá og með síðustu ára- mótum og gefur nú einungis út slík skírteini til skamms tíma ef ein- hveiju er ábótavant. Þannig sé ákveðinn frestur veittur til að bæta úr þeim atriðum sem ekki standast reglur," sagði hann. Gögn um stöðugleika skortir í úttekt Siglingastofnunar á stöð- ugleika skipa sem gerð var í upp- hafi þessa árs og náði til 728 þil- farsskipa sem haffærisskírteini voru gefin út fyrir á árinu 1996, kom í ljós að stöðugleikagögn skipa skortir i mörgum tilfellum eða eru ófullkomin. Ennfremur eru gögn sumra skipa orðin gömul og falla því ekki undir reglur um stöðugleik akröfur. Þá kemur fram í skýrsl- unni að hugsanlegt er að stöðug- leikagögn sem skoðuð voru sýni of há stöðugleikagildi. Það getur m.a. stafað af því að skipum hefur verið breytt án vitundar siglingamálayfir- valda, auk þess sem veiðarfæri verða sífellt stærri og þyngri án þess að stöðugleiki skipa sé endur- metinn. Loks hefur reynslan sýnt að skip þyngjast almennt með aldr- inum, m.a. vegna þess að málning hleðst á þau og varahlutir, tæki og búnaður eykst. Loðnan enn fryst LOÐNUFRYSTING var ennþá í fullum gangi hjá Haraldi Böðvars- syni hf. á Akranesi og í Sandgerði í gær en frystingu hefur verið hætt víðast hvar annars staðar. Mun betri loðna fæst nú á síðustu dögum frystingartímabilsins og fullnægir ströngustu kröfum sem Japanir gera. „Við frystum fram að hádegi og eigum von á farmi í dag sem ég hef trú á að hægt verði að frysta líka,“ sagði Ágúst Sveins- son, verkstjóri hjá Haraldi Böðv- arssyni hf. á Akranesi, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við get- um ekki vitað það fyrirfram hvort sú loðna er frystingarhæf en loðn- an sem við vorum að frysta var mjög góð og líklega sú besta sem við höfum fengið á vertíðinni. Hún flokkaðist mjög vel, 45-50 stykki í kílói, og hrognafyllingin var um 21%. Það er nákvæmlega eins og Japanir vilja hafa hana,“ sagði Ágúst. Frysting var einnig í fullum gangi hjá HB í Sandgerði í gær en Dagfari GK kom þangað með loðnu í gærmorgun og vonuðust menn þar á bæ til þess að einnig yrði hægt að frysta í dag. Reuter. MÓTMÆLAGANGA um 500 suður-kóreskra verkamanna fyrir utan aðalstöðvar helzta stjómar- flokksins, Nýrrar Suður-Kóreu, í Seoul í gær. Göngumenn krefjast breytinga á nýju vinnulöggjöf- inni og hóta að fara í verkfall á morgun, 28. febrúar. Uppstokkun hafin á ríkisstjóm S-Kóreu Seoul. Reuter. KIM Young-sam, forseti Suður- Kóreu, hóf í gær uppstokkun á ráð- herraskipan ríkisstjórnar landsins í þeirri von að reka af sér slyðruorð á síðasta ári sínu í embætti. Fyrr um daginn höfðu allir ráðherrarnir gefið forsetanum kost á að þeir segðu allir af sér þannig að hann hefði alveg frjálsar hendur við upp- stokkunina. í fyrradag bað forsetinn þjóð sína innilega afsökunar vegna fjármála- hneykslis, sem opinberaði að aðgerð- ir hans gegn spillingu hefðu ekki borið tilætlaðan árangur. Uppstokk- un stjórnarinnar er ætlað að styrkja hana þannig að henni sé betur treystandi til að koma mikilvægum umbótum í framkvæmd. Dagblöð og stjórnmálaskýrendur fögnuðu fréttum af róttækri upp- stokkun en sagði að hún ein dygði ekki til að bjarga fallandi vinsældum Kims. Þær hafa farið hrakandi í kjöl- far nýrrar vinnulöggjafar, sem stjórnin setti með umdeildum hætti, og hneykslismála sem ekki sér fyrir endann á. Kim, sem fyrir kjör sitt til forseta 1993 hafði getið sér orð fyrir andóf við fyrri valdhafa úr röðum hersins, hét kjósendum á sínum tíma að und- ir sinni stjórn yrði hreinsað duglega til í þjóðfélaginu, en á síðustu miss- erum hefur ríkisstjórnin gengið í gegn um eitt spillingarhneykslið á fætur öðru. Á þriðjudag voru fjögur ár liðin frá embættistöku Kims, sem hann minntist með því að biðjast opinber- lega afsökunar á nýjasta hneykslinu, sem tengist óeðlilegri lánafyrir- greiðslu til Hanbo-stál- og skipa- smíðasamsteypunnar. Þetta túlka stjórnmálaskýrendur sem örvænt- ingarfulla tilraun forsetans til að halda sér í embætti út hið fimm ára langa kjörtímabil. Samkvæmt stjórnarskránni leyfist honum ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Viðræður vegna Hwang Yang-yops hafnar á ný Viðræður hófust á ný í gær milli suður-kóreskra og kínverskra yfir- valda vegna flótta Hwang Yang- yops, eins af leiðtogum norður-kór- esku kommúnistastjórnarinnar, í sendiráð S-Kóreu í Peking fyrir tveimur vikum. Hlé varð á viðræðun- um vegna fráfalls Dengs Xiaopings Kínaleiðtoga. Enginn árangur var þó sagður hafa náðst af viðræðum gærdagsins. Suður-kóreska lögreglan herti í gær leitina að tveimur útsendurum Norður-Kóreu, sem taldir eru bera ábyrgð á morði á norður-kóreskum liðhlaupa, Lee Han-yong. Hann var skotinn þremur dögum eftir flótta Hwang Yang-yops, og lézt úr skotsárum sínum í fyrradag. Deilt um ESB-aðild Kýpur Grikkir hóta að hindra stækkun Aþenu, Ankara. Reuter. GRIKKIR sögðu í gær að meðaðild- arþjóðir þeirra í Evrópusamband- inu, ESB, myndu gjalda þess dýru verði ef þær reyndu að láta viðræð- ur um aðild Kýpur að sambandinu ná einnig til tyrkneska minnihlut- ans á eyjunni, og endurnýjuðu hót- anir um að beita neitunarvaldi gegn stækkun ESB. Grikkir eru reiðir hinum ESB- aðildarríkjunum 14 fyrir að bregða út af fyrra samkomulagi um að ESB-aðild Kýpur ætti aðeins að ná til hins gríska hluta eyjarinnar. Theodoros Pangalos utanríkisráð- herra sagði á blaðamannafundi í Aþenu í gær, að starfsbræður hans frá Þýzkalandi og Bretlandi, Klaus Kinkel og Malcolm Rifkind, hefðu á árlegum samráðsfundi ESB-ráð- herranna með kýpverskum ráða- mönnum í Brussel í upphafi vikunn- ar, þrýst á um breytingu á sam- komulaginu í ofangreinda veru. „Glæpsamlegt“ „Það er bæði glæpsamlega og heimskulega að verki staðið af Þýzkalandi og Bretlandi vegna þess að hugmyndin á sér enga von um að ganga eftir og hindrar Kýpur í að nálgast Evrópu,“ sagði Panga- los. „Herra Kinkel og herra Rifkind gáfu Tyrklandi gjöf. Nú verða þeir að borga reikninginn," sagði hann. Stjórnvöld í Ankara gáfu í gær út yfirlýsingu þar sem þau fagna því að Kýpurtyrkir fái að taka þátt í ESB-aðildarviðræðum Kýpur. Michiel Patijn, Evrópumálaráð- herra Hollands, sem nú er í forsæti fyrir ESB, sagði ESB-aðild eyjar- innar vera nánast útilokaða án þess að einhver árangur næðist fyrst í að bæta samskiptin milli þjóðabrot- anna tveggja á Kýpur. Afstaðan til ESB-aðildar Svíar mest ámóti SVÍAR eru enn sú aðildarþjóð Evrópusambandsins, ESB, sem er óánægðust með aðildina, þó að lítið eitt hafi dregið úr andstöð- unni á síðustu mánuðum. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar skoðanakönnunar, sem fram- kvæmdasljórn ESB hefur látið gera um afstöðu aðildarþjóðanna til sambandsins. Einungis 28 af hundraði Svía eru samkvæmt könnuninni fylgj- andi ESB-aðild Svíþjóðar. í ESB er stuðingur almennings að með- altali tvöfalt meiri, eða 58%. írar eru ánægðasta ESB-þjóðin; yfir 80 af hundraði þeirra styðja aðildina. Svíar eru ennfremur sú þjóð sem er minnst hrifin af því að framselja stærri hluta ákvarðana- tökunnar til Brussel. 61 af hundr- aði vill að öll Iöggjöf fari fram innanlands, en þetta hlutfall er 38% í ESB í heild. Aftur á móti eru Svíar meðal þeirra sem eru jákvæðastir í garð fyrirhugaðrar stækkunar ESB. Nærri tveir þriðju hlutar þjóðar- innar fagna henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.