Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 35
Allir sem veita öðrum aðgang
að „Intemetinu" í gegnum INTIS
gangast undir notkunarskilmála
sem INTIS hefur sett þar sem m.a.
eru gerðar kröfur um að einstakl-
ingar komi fram undir eigin nafni
á Netinu, standi ekki að umferð
sem almennt telst ærumeiðandi eða
illfýsin, trufli ekki vinnu annarra
eða sendi þeim óumbeðið efni.
6. Lagasjónarmið
Sagan kennir að tækninýjungum
fylgja álitaefni og ágreiningsmál,
sem ekki verða auðveldlega leyst
með gildandi löggjöf. Þau álitaefni
sem tækninýjungum fylgja koma
sjaldnast í ljós þegar í stað eftir
að tækninýjungin er tekin til nota.
Líða oftast mörg ár þangað til
mönnum verður ljóst hver álitaefn-
in eru og hvernig megi leysa þau
með nýrri löggjöf. Nýleg dæmi eru
áhrif ljósritunartækni og tölvu-
tækni á höfundarrétt og brotastarf-
semi á þeim vettvangi.
Stutt er síðan aðgangur að „Int-
ernetinu" varð almennur og menn
urðu áskynja um þau álitaefni, sem
notkun „Internetsins" fylgja, en
þau eru af margvíslegum toga.
Nefna má innbrot í gagnabanka,
brot gegn vörumerkjarétti, brot
gegn friðhelgi einkalífs og aðgang
að klámfengnu efni þar með talið
barnaklám. Lögfræðilega fylgja
„Internetinu" álitaefni, sem ekki
verða leyst nema með alþjóðasamn-
ingum. „Internetið" er opið kerfí
og notendur hafa aðgang að gögn-
um sem eiga uppruna sinn vítt og
breitt um heiminn. Lögfræðilega
skiptir máli komi til dómsmáls að
ákveða hvar verknaður telst fram-
inn til að unnt sé að komast að
niðurstöðu um það hvaða dómstóll
eigi lögsögu í máli og lögum hvaða
lands skuli beitt um verknaðinn og
þar með hvort verknaðurinn telst
andstæður lögum í viðkomandi
landi. Hafa verður í huga að það
sem er refsivert að lögum I einu
landi telst ekki refsivert í öðru.
Álitaefni þessi verða ekki leyst
nema með alþjóðlegum samningum
og löggjöf í hveiju landi, auk þess
sem þjónustuaðilar, hvort sem er á
heildsölustigi eða smásölustigi,
þurfa í sameiningu að huga að
gerð sinna eigin siðareglna og
notkunarskilmála.
Umræðan hér á landi hefur fram
til þessa takmarkast við klám á
„Internetinu", einkum barnaklám.
Um klám er fjallað í 210. gr. al-
mennra hegningarlaga frá 1940
og er m.a. gert refsivert, að dreifa
klámritum, klámmyndum og öðr-
um slíkum hlutum. Ennfremur
varðar það refsingu að láta af
hendi við unglinga yngri en 18 ára
klámrit, klámmyndir eða aðra
slíka hluti. Með lögum nr.
126/1996 var aukið nýju ákvæði
við fyrrnefnda 210. gr. og er þar
gert refsivert að hafa í sinni vörslu
ljósmyndir, kvikmyndir eða sam-
bærilega hluti sem sýna börn á
kynferðislegan eða klámfenginn
hátt. Ennfremur að hafa í vörslu
sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða
sambærilega hluti sem sýna börn
í kynferðisathöfnum með dýrum
eða nota hluti á klámfenginn hátt.
Hugtakið klám er ekki skilgreint
í íslenskum lögum og er dómstól-
um látin eftir sú skilgreining, enda
má ætla að innihald hugtaksins
kunni að vera breytilegt í þeim
skilningi að það sem taldist ídám
1940 við setningu hegningarlag-
anna teljist ekki klám nú á dögum
vegna breyttra viðhorfa. Hugtakið
barnaklám er heldur ekki skil-
greint í íslenskum lögum og það
verður því einnig hlutverk dóm-
stóla að skilgreina það eftir því
sem dómsmál kunna að rísa um
það efni. Hin nýja löggjöf um barn-
aklám er þáttur í alþjóðlegri bar-
áttu gegn barnaklámi og hafa
mannréttindaráð Sameinuðu þjóð-
anna, Evrópuráðið og Norðurland-
aráð átt þar aðild að. Þá er
skemmst að minnast fyrstu heims-
ráðstefnu um barnaklám og barna-
vændi í Stokkhólmi 1 ágúst 1996.
Þá ályktun má draga af atburðum
síðustu ára að almenn alþjóðleg
samstaða sé um að vinna gegn
barnaklámi. INTIS hefur fylgst
eftir föngum með þessari þróun,
sem og annarri réttarþróun er
varðar „Internetið“ og hugsanlega
ábyrgð þjónustuaðila á efni á „Int-
ernetinu".
Eins og að framan segir er lög-
gjafarþróun um „Internetið“ og not
þess skammt á veg komin, þar á
meðal um ábyrgð á klámi og barna-
klámi, sérstaklega á Netinu. Hins-
vegar er ljóst að almennum laga-
reglum verður beitt um þá sem
ábyrgð bera á því að koma bama-
klámi fyrir á Netinu og gera þar
með öðrum notendum kleift að
sækja efnið og nota það. Fyrrnefnd
löggjöf um barnaklám snýr einkum
að því að gera vörslu barnakláms
refsiverða, þ.e. það eitt að sannað
sé að einhver hefur barnaklám í
vörslu sinni nægir til refsingar án
tillits til þess hvað viðkomandi ætl-
ar að gera við klámefnið. Óhjá-
kvæmilega vaknar sú spurning
hvað átt sé við með vörslu þegar
kemur að því að skýra hin nýju lög
um barnaklám í sambandi við „Int-
ernetið“, einkum í sambandi við
þjónustuaðilana. Þeir fræðimenn
sem um þetta hafa fjallað hafa al-
mennt talið að efni það sem notend-
ur hafa aðgang að í fréttahópunum
sé ekki og hafí ekki verið í vörslu
þjónustuaðilanna, sem notendur
semja við. Notendur hér á landi
sækja sjálfir efnið til eigin afnota.
Þjónustuaðilar „senda“ ekki efni
eða „dreifa“ því í hefðbundnum
skilningi. Þjónustuaðilar hér á landi
eru ekki í neinu réttarsambandi við
þá aðila sem koma klámefninu fyr-
ir á Netinu í útlöndum og eru ekki
áskrifendur hjá þeim. Oðru máli
gegnir um aðila sem gera samninga
við íslenska þjónustuaðila. Um það
réttarsamband gilda samningar og
fer um samskiptin eftir þeim.
Þar sem réttarstaða þjónustuað-
ila hefur ekki verið skilgreind í lög-
um að þessu leyti fer um hana eft-
ir almennum lögum eftir því sem
við getur átt. Hafa verður í huga
að þjónustuaðilar hafa ekki lögum
samkvæmt lögregluvald og geta
ekki að eigin geðþótta ritskoðað
efni á „Internetinu“ og tekið
ákvarðanir um að útiloka skuli
notendur frá tilteknu efni sem þeir
hafa haft aðgang að og getað sótt
sér. Til slíkra aðgerða þarf almennt
lagaheimild eða dómsákvörðun.
INTIS hyggst óska eftir viðræðum
við þá sem með lögregluvald fara
um viðbrögð af hálfu félagsins, en
þau gætu meðal annars verið fólg-
in í því að koma á framfæri við
lögregluyfirvöld upplýsingum um
efni, sem íslenskir notendur hafa
aðgang að. í þessu sambandi er
rétt að geta þess, að þær útilokun-
araðferðir, sem tiltækar eru, koma
ekki í veg fyrir að notendur nálgist
sama efni eftir öðrum leiðum. Eina
árangursríka leiðin er að bregðast
við refsiverðri háttsemi þar sem
upphaf hennar er.
Að lokum skal minnst á löggjöf
þá sem samþykkt var á Bandaríkja-
þingi á síðasta ári, og var ætlað
að vinna gegn barnaklámi á „Inter-
netinu". Löggjöfin var talin and-
stæð stjómarskrá samkvæmt dómi
uppkveðnum i júní 1996 og er búist
við dómi Hæstaréttar Bandaríkj-
anna í mars eða apríl nk. í fyrr-
greindum dómi er einkum byggt á
eftirfarandi sjónarmiðum:
„Internetið“ sé einstakur sam-
skiptamiðill og því sé talið rétt, að
Netið njóti ekki síðri verndar sam-
kvæmt reglum um tjáningarfrelsi
en prentmiðlar;
Einstakir notendur og foreldrar
skuli ákveða hvaða efni sé viðeig-
andi fyrir börn þeirra, en ekki ríkis-
valdið;
Einföld og ódýr tækni er til (hér
er átt við búnað endanlegs not-
anda), sem gerir kleift á þann hátt
sem samræmist stjórnarskránni að
takmarka aðgang barna og ungl-
inga að óviðeigandi efni á „Inter-
netinu“.
Notkunarskilmála ISnet er að
finna á: http://www.is-
net.is/is/aup.html
MINNINGAR
ELÍN
G UÐJÓNSDÓTTIR
+ Eiín Guðjóns-
dóttir fæddist
að Vogatungu í
Leirársveit, Borg-
arfjarðarsýslu 2.
apríl árið 1921. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 8. febrúar
síðastliðinn.
Foreldrar Elínar
voru Guðjón Jóns-
son, bóndi í Vogat-
ungu, og Halldóra
Böðvarsdóttir, hús-
freyja og símstöðv-
arstjóri. Systkini
hennar voru sjö; Olöf, Böðvar,
Ólafur (látinn), Engilbert,
Anna, Sigurður og Ásta. Einnig
voru á heimilinu foreldrar Hall-
dóru ásamt vinnufólki. Á bæn-
um var símstöð sveitarinnar
auk þess sem þar var endastöð
mjólkurbílsins.
22 ára gömul flutti Elín til
Akureyrar ásamt yngri bróður
sínum sem þar stundaði nám. I
höfuðstað Norður-
lands kynntist hún
siðan tilvonandi
eiginmanni sínum,
Steinþóri Jensen, f.
12.2. 1919, og
gengu þau í hjóna-
band hinn 28. júlí
1945. Fyrstu árin
bjuggu þau í sam-
byggingunni á
Gránufélagsgötu 41
ásamt móður Stein-
þórs og fósturföð-
ur, en fluttu síðan
með þeim í nýtt hús
á Ránargötu 31 þar
sem þau bjuggu lengst af.
Börn Elínar og Steinþórs eru
tvö: Guðjón Birgir, f. 6.9. 1947,
kvæntur Svövu Ástu Jónsdótt-
ur, f. 8.4. 1949, og Þórey Edda,
f. 12.3. 1950, gift Jóhannesi
Bjarnasyni f. 5/3 1949. Barna-
börn þeirra eru sex og eitt
barnabarnabarn.
Útför Elínar fór fram frá
Akureyrarkirkju 17. febrúar.
Ég var ekki nema þriggja mán-
aða gömul þegar amma byijaði að
passa mig á meðan mamma var í
vinnunni. Má því segja að fyrstu
árin hafi ég að miklu leyti alist upp
hjá henni og afa á Ránargötunni.
Þar átti ég mína vini og mitt dót
og ekki spillti það að hafa
langömmu til að heimsækja á neðri
hæðinni. Það var alltaf friður og
ró yfir lífinu þar. Ég minnist allra
sunnudaganna þegar við afí fórum
í sund snemma á morgnana og
komum sársvöng til baka í ilmandi
sunnudagssteikina hjá ömmu. Mér
var sagt það að á sunnudögum
væri ekki við hæfi að fara í önnur
hús til leikfélaganna, því þeim degi
vildi fólk fá að eyða í rólegheitum
heima hjá sér. Þannig liðu sunnu-
dagamir hjá okkur á Ránargötunni
og alltaf var sérstakur hátíðarblær
yfír þeim.
Amma var alltaf boðin og búin
til að passa okkur barnabömin og
hjálpa til við hvaðeina sem á þurfti
að halda. Hún hugsaði alltaf mikið
um fjölskyldu sína og hafði áhyggj-
ur af því ef eitthvað amaði að, en
kvartaði aldrei sjálf eða vildi láta
hafa neitt fyrir sér. Allt sem amma
gerði, gerði hún vel. Hvort sem það
var matargerð, saumaskapur eða
pijónaskapur sem í hlut átti, þá var
hún ákaflega vandvirk og kenndi
okkur hinum að vera það líka.
Afi og amma höfðu ákaflega
gaman af því að ferðast, hvort sem
það voru utanlandsferðir eða bara
bíltúr í bænum. Ég man margan
sunnudagsrúntinn út að Hlíðarbæ
eða fram á Leiru, og þær vom þó
nokkrar ferðirnar með þeim út á
land og í beijamó á haustin. Sér-
staklega minnisstæð er þó fyrsta
utanlandsferðin mín, sem ég fór
með þeim þegar ég var tólf ára
gömul. Sjálf höfðu afi og amma v
ferðast mikið til útlanda og það
brást ekki seinna meir, þegar ég
var sjálf að hugsa um að leggja
,lönd“ undir fót, að amma gat sagt
mér eitthvað um hvem stað og rifj-
að upp þegar hún hafði komið þang-
að sjálf. Þá dró hún upp póstkortin
sem hún átti þaðan og síðan sátum
við og skoðuðum saman.
Amma var létt í skapi og hafði
mikla kímnigáfu. Hún hló mikið og
innilega þegar hún heyrði góða
brandara eða gamansögur og henni
tókst alltaf að sjá skoplegu hliðarn- v ‘-
ar á öllu. Einnig hafði hún ákaflega
gaman af því að lesa kvæði og oft
klippti hún út úr blöðum ljóð eða
greinar sem vöktu athygli hennar.
Stundum fengum við hin að sjá eina
og eina úrklippu, en flestar þeirra
geymdi amma útaf fyrir sig og las
öðru hveiju sér til gamans. Ljóðið
sem hér fer á eftir er ort um hana
og segir í raun allt sem segja þarf
um söknuð fjölskyldunnar eftir
góðri eiginkonu, móður, ömmu og
langömmu.
Nú er skarð því að skjólið er horfíð
er skýldi í bemskunnar tíð
og margt er í minningu sorfíð
er markaði gleði og stríð.
Þau gleymast ei gömlu sporin
er gengum við þér við hlið,
um nóttlausu veraldar vorin
við hlýddum á fuglanna klið.
Ég veit að Guð þig mun geyma
þó glitrar mér tár á kinn,
við elskum og virðum allt heima
vökum og biðjum um sinn.
Við kveðjumst með klökkva í sinni
er kallinu þú hefur hlýtt,
en lífsstarf þitt lifir í minni
þín leiðsögn og viðmótið biítt. ^
(Reynir Hjartarson)
Elsku amma, ég vona að þú hafír
vitað hversu mikils virði þú varst
okkur öllum. Þakka þér allar góðu
minningamar sem við eigum um þig.
Elín Eydís.
SIGURBJORG
EIRÍKSDÓTTIR
+ Sigurbjörg Eiríksdóttir,
fyrrverandi hótelstjóri,
fæddist í Reykjavík 23. nóvem-
ber 1941. Hún andaðist á Land-
spítalanum 4. febrúar siðastlið-
inn og fór útför hennar fram
frá Bústaðakirkju 13. febrúar.
Liðin er æfí. Lokið er degi.
Ég leitaði að arði, en fann það eigi.
Leitaði að von og leitaði að sögn.
Leitaði að bæn, og fann bara þögn.
„Húmar að kveldi hljóðnar dags-
ins ys.“ Þessi ljóðlína kom upp í
huga minn, þegar Óslóborg svaf og
allt var svo hljótt aðfaranótt 11.
febrúar sl. Síminn hjá dóttur minni
hér í Ósló hringdi, ég heyrði rödd
sonar míns sem sagði: „Mamma
mín, hún Siddý er látin.“ Mig setti
hljóða en samt átti ég von á þessu
símtali hvenær sem var.
Við kvöddumst í hinsta sinn rétt
fyrir miðjan desember sl. þegar ég
var á leið hingað til Noregs. Elsku
Siddý, ég man orðin sem þú sagðir
við mig í símann: „Ég á nú ein-
hverja von eftir, nú svo bara fer
rnaður." Ég dáðist að öllu þínu
hugrekki og þeim „húmor" sem þú
gast haft, þrátt fyrir að þú vissir
fyrir löngu að hveiju stefndi.
Alltaf var jafnyndislegt og uppör-
vandi að heyra í þér í síma, þú
hafðir alltaf frá svo mörgu að segja
og allar fréttir af okkar skólasystk-
inurn fékk ég hjá þér.
Ég er þakklát fyrir að hafa feng-
ið að kynnast þér, þegar við vorum
unglingsstúlkur á Reykjaskóla í
Hrútafirði. Minningamar um þann
tima streyma um huga minn á þess-
ari stundu. Þá vorum við 14 ára
gamlar, allt lífíð framundan, það
var allt svo spennandi, við gerðum
hinar ýmsu brellur og vorum svo
kátar og glaðar í_ hópi með okkar
skólasystkinum. Ég minnist þess
líka þegar við vorum að byrja að
vera ástfangnar og vorum að klæða
okkur upp til að vera sætar fyrir
strákana.
Það var líka yndislegt að koma
með þér heim á þínar æskuslóðir í
Mosfellssveitina, þar ríkti hlýja og
ekki vantaði góðar móttökur. Það
var líka gaman að fylgjast með þér
þegar þú varst að velja þér lífsföru-
naut, eftirlifandi eiginmann þinn
Svavar Siguijónsson, sem er perla
að manni.
Oft á seinni árum urðu vega-
lengdir á milli okkar miklar, þegar
ég dvaldi erlendis en alltaf vissum
við hvor af annarri. Eftir að ég flutti
í Grafarvoginn fyrir þremur árum
varð meira samband okkar á milli,
þar sem þið Svavar rákuð litlu og
heimilislegu búðina ykkar. Alltaf
man ég þá stund, sem ég átti með
þér yfír kaffibolla í búðinni ykkar,
þá var það, sem þú sagðir mér frá
veikindum þínum og eftir það varð
samband okkar nánara. Við höfum
þurft að sjá á eftir tveimur skóla-
systkinum síðustu tvö árin, og nú
ert þú farin, elsku vinkona.
Það setur að mér trega að hugsa
um það, að nú á ég ekki eftir að
sjá þig oftar og ekki að heyra í þér
í síma, en svona er þetta líf, öll
förum við þessa sömu leið og hitt-
umst fyrir hinum megin, eins og
segir í gömlu kvæði. Ég held, Siddý
mín, að þú gætir kvatt þína ástvini
og þá sem eftir lifa með þessu ljóði,
sem er úr bók sem heitir „Meistar-
ar frá sömu sól“:
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár-
um.
Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta.
Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár
snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið
og syngið með glöðum hug lyftist sál mín
upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát, fyrir allt sem lífið
gefur, og þó látinn sé, tek ég þátt í gleði
ykkar
yfir lifinu.
(Ók. höf.)
Ég votta Svavari og bömum
ásamt öllum ástvinum mína dýpstu
samúð. Megi englar Guðs þerra þau
tár, sem falla og vera með ykkur
í sorg ykkar.
Edda Eyfeld.
Skilafrestur
minningargreina
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags:
og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í
miðvikudags-, fímmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar-
dag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að út-
för hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.