Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 31
JHwgmililafetfe
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MESTI
UMHYERFISVANDINN
AUGLJÓST er af nýrri skýrslu um jarðvegsrof á ís-
landi, að landið er mun verr farið en menn hafa al-
mennt gert sér grein fyrir. Gróðureyðingin og jarðvegsrof-
ið er slíkt, að enginn vafi er á því, að um er að ræða einn
mesta umhverfisvanda þjóðarinnar. Kortlagning jarðvegs-
rofsins hófst árið 1990 og lauk 1996 og voru notaðar
gervihnattamyndir við það verk og vettvangskönnun fór
fram um land allt.
Heildarniðurstöður þessarar vinnu, sem stýrt var af dr.
Ólafi Arnalds, eru þær, að 22% af flatarmáli landsins,
utan jökla, vatna og fjalllendis, er mikið eða mjög mikið
rofið og helmingur landsins er talinn með alvarlegt jarð-
vegsrof. Þetta þýðir að ríflega fimmtungur lands þolir
alls enga beit og á þriðjungi lands til viðbótar þarf að
takmarka eða stjórna beit. Þetta lýsir vel landhnignun-
inni, sem talin er hafa dregið úr framleiðslugetu vistkerfa
og rýrt afkomu þjóðarinnar.
Skýrsluhöfundarnir segja, að niðurstaðan sé slæmur
dómur um ástand landsins og hvergi í heiminum sé jarð-
vegsrof meira utan eyðimarka og annarra þurrkasvæða.
Athuglisvert er, að í skýrslunni kemur fram, að opin
jarðvegssár eru algeng í grónu landi, en þau stafa fyrst
og fremst af beit. Svo og eru hlíðar víða í hættu og jarð-
vegur að fljóta í burtu vegna hrossabeitar. Ólafur Arnalds
leggur til, að hrossabeit verði bönnuð í hlíðum vegna þessa.
Þá kemur fram, að alvarlegt rof er á 32 ferkílómetra land-
svæðum á auðnum og að einna alvarlegasta rofið sé á
söndum landsins, alls um 22 þúsund ferkílómetrum.
Þolanlegt ástand er á nokkrum landsvæðum, Vestur-
landi, vesturhluta Norðurlands og á Suðurlandsundir-
lendi. Ástandið er hvað bezt í Vestur-Húnavatnssýslu, þar
sem lítð rof er á 93% lands. Stór hluti miðhálendisins
þolir ekki beit, þ.á m. afréttir Sunnlendinga og afréttir á
Norðausturlandi. Beit á auðnum er hins vegar alltaf of-
beit að mati Ólafs Arnalds.
Skýrsluna má nota til að skipuleggja landnýtingu og
er þá eðlilegt, að t.d. sauðfjárbeit verði ekki á stöðum,
þar sem ástandið er verst. Ólafur furðar sig t.d. á, að
flatur niðurskurður sauðfjárframleiðslu sé látinn ná til
Vestur-Húnavatnssýslu, þar sem jarðvegsrof er lítið. Hann
bendir á, að takmarkið hljóti að vera að laga nýtingu lands-
ins að landgæðum. Það er að sjálfsögðu eðlileg ályktun.
Segja má að jarðrofsskýrslan sé eins konar hrollvekja
og hlýtur hún að vekja stjórnvöld og landsmenn alla til
umhugsunar um það mikla verkefni sem framundan er
til að stöðva jarðrofið, stöðva fok fósturjarðarinnar á haf
út, og græða landið upp að nýju. Til þess þarf sameigin-
legt átak íslendinga í nútíð og framtíð.
ÁFANGASIGUR
GEGN ALNÆMI
LÆKNAVÍSINDIN eru stöðugt að vinna sigra í barátt-
unni við hina ýmsu vágesti, sem herja á mannkyn.
Nú virðist hafa unnizt áfangasigur í baráttunni gegn al-
næmi, sjúkdómi, sem hefur breiðzt út meðal þjóða með
ógnarhraða. Til þessa hafa vísindamenn ekki fundið lækn-
ingu, en tilraunir með markhópa undanfarið og lyfjagjöf
benda til að unnt sé að halda veirunni í skefjum. Með því
að gefa lyfin hverfur veiran og kemur ekki aftur, nema
lyfjagjöf sé hætt.
Á blaðamannafundi, sem haldinn var í fyrradag hjá
landlækni sagði Sigurður Guðmundsson smitsjúkdóma-
læknir: „Dæmi eru um það hér á landi, að menn sem lágu
mjög veikir á sjúkrahúsi hafi orðið einkennalausir, hress-
ir og vinnufærir eftir að þeir fóru að taka inn þessa nýju
lyfjablöndu,“ en um þrjátíu til fjörutíu alnæmissjúklingar
á Islandi hafa verið í þessari meðferð undanfarna 13 til
14 mánuði. Sigurður benti hins vegar á að hætti sjúkling-
ar að taka inn lyfin í einhvern tíma komi alnæmisveiran
venjulega í ljós aftur. Það gefi til kynna að veiran liggi
í láginni í öðrum vefjum líkamans þó ekki hafi tekist að
finna hana.
Þessar fréttir eru ákaflega uppörvandi og gleðilegar,
því að margir sjúklingar, sem áður eygðu enga von, geta
nú vonandi lifað eðlilegu lífi á ný. Með lyfjagjöf er unnt
að fresta framgangi sjúkdómsins og áfram leita vísinda-
menn að endanlegri lækningu.
Saga norrænna manna og
inúíta samtvinnuð í um 500 ár
Morgunblaðið/RAX
FYRSTU skipulögðu dagsferðirnar flugieiðis með íslendinga til austurstrandar Grænlands voru farnar um miðjan sjötta áratuginn.
Opinber heimsókn formanns landstjórnar Grænlands hefst í dag
FORMAÐUR landstjómar
Grænlands, herra Lars
Emil Johansen, kemur
ásamt eiginkonu sinni, frú
Ivalo Egede, og fylgdarliði í opinbera
heimsókn til Reykjavíkur í dag. í
heimsókninni mun formaðurinn með-
al annars eiga viðræður við Davíð
Oddsson forsætisráðherra og Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra og
hitta formann og varaformann utan-
ríkismálanefndar Alþingis, íslands-
deilda Norðurlandaráðs og vestnor-
ræna þingmannaráðsins, auk Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgar-
stjóra.
Saga norrænna manna og inúíta
af Thule-ættflokki er samtvinnuð um
500 ára skeið en búseta hinna fyrr-
nefndu í Eystribyggð Grænlands
hófst þegar Eiríkur rauði flutti frá
Eiríksstöðum í Haukadal við Breiða-
fjörð til Brattahlíðar árið 985, þegar
Leifur heppni var 16 ára, að því er
talið er.
Eiríkur rauði sigldi frá Islandi til
Suðvestur-Grænlands í kringum 982
og gaf landinu þá nafn sitt. Þremur
árum síðar fór hann fyrir stórum
hópi íslendinga með allt sitt hafur-
task til Grænlands á 25 skipum.
Fyrstu innflytjendurnir settust að á
svæðum þar sem nú eru byggðirnar
Narssaq, Julianeháb og Nanortalik.
Um 1500 hurfu norrænir menn hins
vegar úr sögu Grænlands án þess
að nokkuð sé víst um afdrif þeirra
en ýmsar getgátur hafa verið á lofti
þar að lútandi.
Gleggstu merkin um búsetu þess
fólks sem inúítar Grænlands í dag
eiga ættir að rekja til er að finna
norður í Thule og því er talað um
Thule-menningu. Thule-ættflokk-
urinn settist að á Norður-Grænlandi
um svipað leyti og norrænir menn í
Eystribyggð. Fyrstu íbúar Græn-
lands komu hins vegar þangað fyrir
um 4.000 árum.
Kaupstefna og samstarf í
ferðaþjónustu
Birgir Þorgilsson formaður Ferða-
málaráðs segir að fyrstu skipulögðu
dagsferðir Islendinga flugleiðis til
austurhluta Grænlands hafí verið
farnar um miðjan sjötta áratuginn
og þá verið lent á gömlum hervelli
Bandaríkjamanna frá stríðsárunum
skammt frá Kulusuk, þar sem nú er
opinber flugvöllur. Einnig var um
svipað leyti farið að fljúga með ferða-
menn frá Islandi til Nassarsuaq á
Suður-Grænlandi í 3-4 daga ferðir.
Sambúð noirænna manna og inúíta hófst fyr-
ir tilstilli Eiríks rauða árið 985 og
------------------------------------------------
lauk um 1500. Islendingar hófu skipulegar
dagsferðir til austurhluta landsins á miðjum
sjötta áratugnum, eða rúmlega 450 árum síð-
ar, og á liðnu ári voru undirritaðir tveir
samningar milli landanna á sviði mennta-,
menningar- og ferðamála.
Loks var farið í leigu-
flugi til Nassarsuaq í
suðri og Thule í norðri
með verkamenn fyrir
dönsk stjórnvöld og
ýmsa verktaka, segir
Birgir.
Samstarf íslendinga
og Grænlendinga eykst
sífellt. Um síðustu ára-
mót undirrituðu Halldór
Blöndal samgönguráð-
herra og Ove Rosing
Olsen ferðamálaráð-
herra Grænlendinga
samning um aukin sam-
skipti landanna á sviði
ferðaþjónustu.
Samningurinn, sem
kallast SAMIK, tók fyrst
gildi hinn 1. janúar árið
1994 og var því fram-
lengdur um þrjú ár, eða til ársloka
1999. Fyrir tilstilli SAMIK hefur
verið úthlutað styrkjum til ýmissa í
báðum löndum og ber mest á íþrótta-
hópum, skólabörnum, vinabæjaheim-
sóknum, kynnisferðum starfsfólks í
ferðaþjónustu og ferðum einstakl-
inga til fyrirlestrahalds, segir Birgir
sem er fulltrúi fyrir Islands hönd í
stjórn SAMIK. Hefur verkefnið orðið
til þess að fjölga ferðamönnum milli
landanna mikið að hans sögn ogjafn-
framt hefur ráðgjöf íslenskra sér-
fræðinga skilað sér vel til græn-
lenskrar ferðaþjónustu. Er talið að
um 2.000 íslendingar hafi heimsótt
Grænlendinga í fyrra.
SAMIK hefur til dæmis styrkt
framkvæmdir við endurbyggingu
bæjar Eiríks rauða í Brattahlíð og
vörusýninguna NUUREK ’97. Þá
hafa Island, Grænland og Færeyjar
átt samstarf um ferðaþjónustu frá
1985 og skipulagt árlega ferðakaup-
stefnu sem haldin er annað hvert ár
á íslandi en hitt árið til
skiptis í Færeyjum og á
Grænlandi, segir Birgir
loks. Er talið að um 500
einstaklingar frá 350
fyrirtækjum í ýmsum
löndum sæki kaupstefn-
una ár hvert.
Menning og menntun
í september á liðnu
ári undirrituðu Björn
Bjarnason menntamála-
ráðherra, færeyski ráð-
herrann Sámal Pétur í
Grund og Konrad Steen-
holdt fyrir hönd land-
stjórnar Grænlands,
samning þess efnis að
auka og efla samstarf
milli þjóðanna þriggja
um menningu, menntun
og rannsóknir, hinn fyrsta sinnar
tegundar milli þjóðanna. Samstarfið
hófst formlega hinn 1. janúar síðast-
liðinn og er kveðið á um þriggja ára
reynslutíma. Yfirstjórn þess er í
höndum Akureyrarbæjar og er Fær-
eyjum ætlað að hafa frumkvæði á
þessu ári hvað varðar listiðnað,
menntun og afstöðu til ferðaþjón-
ustu. Á næsta ári er gert ráð fyrir
að Grænlendingar leggi áherslu á
tónmennt í grunnskólum og skipu-
lagningu tónlistarskóla og loks á
Háskólinn á Akureyri að skipuleggja
ráðstefnu árið 1998 um samfélögin
á Vestur-Norðurlöndum í samvinnu
við háskólana í Nuuk og Þórshöfn,
samkvæmt samningnum.
Grænlendingar hafa jafnframt
lengi verið aðilar að norrænu menn-
ingarsamstarfí innan vébanda Norð-
urlandaráðs og Norrænu ráðherra-
nefndarinnar, að sögn Árna Gunnars-
sonar skrifstofustjóra í menntamála-
ráðuneyti, einkum eftir að þeir fengu
LARS Emil Johans-
en hefur verið for-
maður landstjórnar
Grænlands frá
1991.
heimastjóm árið 1979. Þá hefur
menntamálaráðuneytið boðið Græn-
lendingum styrki til náms við íslensk-
ar menntastofnanir um áratugaskeið,
að Áma sögn, og var þeim fjölgað
árið 1989 þegar heimastjórnin vartíu
ára. Er um að ræða nám í íslensku,
búfræðum og sjávarútvegi.
Árið 1989 gerðust Grænlendingar
aðilar að samningi milli Noregs og
íslands frá 1980 um nýtingu og vemd
loðnustofnsins. Var óumdeilt að loðn-
an héldi sig innan lögsögu þeirra, að
sögn Jóns B. Jónassonar skrifstofu-
stjóra í sjávarútvegsráðuneyti, og því
ekki hægt að ná fullri stjóm á veiðum
nema með þeirra aðild. Samkvæmt
samningnum, sem rennur út eftir
næstu loðnuvertíð, í maí 1998, fá
Grænlendingar 11% kvótans.
Fundir um nýtingu
sameiginlegra stofna
Haldinn hefur verið fjöldi funda
um nýtingu annarra sameiginlegra
stofna, einkum karfa, grálúðu og
rækju, við miðlínuna, án þess að
samkomulag hafi tekist en Græn-
lendingar eru meðal annars bundnir
af samningi við Evrópusambandið
til ársins 2000 um nýtingu fyrr-
greindra stofna í þeirra lögsögu.
Samkvæmt upplýsingum frá við-
skiptaskrifstofu utanríkisráðuneytis
em Grænlendingar aðilar að tveimur
viðskiptasamningum milli íslands og
Danmerkur, annars vegar um flug-
umferðarþjónustu í hluta loftrýmis
Grænlands frá 1975 og hins vegar
um viðskipti frá 1985, eftir að Græn-
land gekk úr Evrópubandalögum
ýmsum árið 1982, bæði innan ramma
EFTA og á grundvelli fríverslunar-
samninga milli íslands og Efnahags-
bandalags Evrópu og milli Islands
og aðildarríkja Kol- og stálbandalags
Evrópu.
Um síðustu helgi lauk NUUREK
’97 kaupstefnunni í Nuuk á Græn-
landi og kemur fram í úttekt Þorgeirs
Pálssonar hjá Útflutningsráði, sem
skipulagði kaupstefnuna í kjölfar auk-
inna siglinga milli íslands og Græn-
lands, að 50 fulltrúar frá 40 íslenskum
fyrirtækjum hafí tekið þátt í henni og
færri komist að en vildu. íbúar á
Grænlandi voru 55.863 hinn 1. janúar
1996 og segir í úttekt Þorgeirs að
Grænland sé fyllilega raunhæfur
markaður fyrir íslensk fyrirtæki, þrátt
fyrir smæð. Fjölmiðlar, hagsmunaaðil-
ar, fyrirtæki og einstaklingar hafí lýst
miklum áhuga á kaupstefnunni og
möguleikum hennar.
NATO í breyttri mynd á
skilið að lifa af og stækka
Fátt er nú meira rætt í
alþjóðastjórnmálum en
stækkun NATO. Strobe
Talbott, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bandaríkj-
anna, skrifaði þessa
grein stækkuninni til
varnar í liðinni viku.
MADELEINE Albright,
utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og
Jevgení Prímakov, ut-
anríkisráðherra Rússlands, hittust
í Moskvu í liðinni viku til að ræða
leiðir til að styrkja samskipti NATO
og Rússlands þrátt fyrir andmæli
Rússa við því að veita nýjum ríkjum
aðild að bandalaginu. Líkur á ár-
angri verða meiri ef Rússar gera
sér ekki aðeins grein fyrir því að
stækkun er óhjákvæmileg heldur
einnig hvers vegna.
Mr - ^ fÆ
Lykilspurning
kveikja að stækkun
Það var ein spurning, sem var
kveikjan að ákvörðuninni um að
stækka bandalagið. Hún var sú
hvort áfram ætti að vera hernaðar-
bandalag í Evrópu eftir að Sovétrík-
in liðuðust í sundur og Varsjár-
bandalagið leystist upp eða flytja
ætti NATO á öskuhauga sögunnar
af fúsum og frjálsum vilja.
Þegar Bill Clinton Bandaríkjafor-
seti hóf sitt fyrra kjörtímabil árið
1993 komst hann að þeirri niður-
stöðu að slíkt bandalag væri enn
nauðsynlegt vegna þess að öryggi
aðildarríkjanna og Evrópu allrar
væri áfram ógnað.
Hann hafði áhyggjur af nokkrum
atriðum. Eitt var svæðisbundinn
ágreiningur eða óstöðugleiki vegna
spennu milli þjóðarbrota eða af
öðrum sökum, sem gæti átt sér
stað innan ríkis eða milli ríkja.
Annað var utanaðkomandi ógnun
frá suðri eða austri. Slíkt kann að
virðast fjarlægt, en ekki er óhugs-
andi að þessi staða komi upp, sér-
staklega á okkar tímum þegar stöð-
ugt verður auðveldara að komast
yfir tækni til að framleiða flug-
skeyti og gereyðingarvopn.
Önnur spurning vaknaði: er
NATO of tengt kalda stríðinu til
að geta ráðið við ný verkefni og
nýtt ný tækifæri? Ætti að stofna
nýtt bandalag?
Ákvað að laga NATO
að nýjum aðstæðum
Forsetinn ákvað að laga það
bandalag, sem fyrir hendi var, að
nýjum aðstæðum af þremur ástæð-
um. í fyrsta lagi er auðveldara og
ódýrara að nota það, sem
fyrir er, en að byija frá
grunni. í öðru lagi verður
NATO áfram að vera
akkeri skuldbindingar
Bandaríkjamanna til
varna Evrópu. í þriðja "
lagi er sannað mál að NATO er
aflvaki friðsamlegs samruna og
þróunar í lýðræðisátt á meginland-
inu.
NATO hefur aldrei verið hernað-
arstofnun eingöngu. Bandalagið
hefur alltaf gegnt pólitísku hlut-
verki að auki. Eftir seinni heims-
styijöldina hjálpaði bandalagið
ítölum og Þjóðveijum að verða hluti
af því samfélagi, sem náði yfir Atl-
antshafíð. Það var málsvari þess
að borgaralegt lýðræði festi sig í
sessi á Spáni. Það hvatti til sátta
milli Frakka og Þjóðveija og lagði
Hagur Rússa
liggur í stöð-
ugleika í Mið-
Evrópu
þar með grunninn að Evrópusam-
bandinu. Sameinuð stjórn þess sóp-
aði til hliðar allri hvatningu til hern-
aðarkapphlaups milli ríkja Vestur-
Evrópu. Það stuðlaði að því að
Grikkir og Tyrkir héldu friðinn.
Áður fyrr og þá sérstaklega á
19. öldinni var það ekki aðeins hlut-
verk bandalaga að ýta undir eða
koma í veg fyrir stríð heldur einnig
að stýra samskiptum aðildarríkja.
Að svo miklu leyti sem NATO fylg-
ir þeirri hefð hafa lok kalda stríðs-
ins í raun styrkt hana og ætti það
að gera þeim, sem áður litu á
bandalagið sem nauðsynlegt en
tímabundið böl, auðveldara að líta
svo á að það verði til varanlegs
góðs.
NATO þarf hvorki að fórna hern-
aðargetu né því að varnarsáttmáli
liggi því til grundvallar þótt aukin
áhersla verði lögð á pólitíska þátt-
inn. Raunar er hægt að láta það
verkefni ná til fyrrverandi Varsjár-
bandalagsríkja.
Þessi atriði voru í huga forsetans
þegar hann tók afstöðu til erfiðustu
spurningarinnar; hvort stækka ætti
bandalagið. Aðeins var um tvö svör
að ræða, já eða nei. „Ef til vill“ eða
„seinna en ekki núna“ hefði jafn-
gilt neitun, eða þannig hefði því
að minnsta kosti verið tekið í Mið-
Evrópu.
Það voru nokkrar ástæður fyrir
því að svarið varð að vera ,já“.
Hluti af verkefni NATO eftir kalda
stríðið var að opna dyrnar fyrir
hinum nýju lýðræðisríkjum, sem
höfðu endurheimt fullveldi sitt. Þau
hafa löngun til og eiga skilið að
verða hluti af Atlantshafssamfélag-
________ inu. Öll Evrópa verður
öruggari og velmegun
meiri ef þessi ríki halda
áfram eftir lok kommún-
ismans að þróast í átt til
hins siðmenntaða samfé-
lags, markaðsbúskapar
og farsælla samskipta við ná-
grannaríkin.
Það að eiga kost á aðild að
NATO ýtir undir þessa þróun.
Nokkur ríki Mið-Evrópu hafa þegar
hraðað umbótum innanlands og
bætt samskiptin sín á milli til þess
að ná því markmiði.
Ákvörðun um að stækka ekki
NATO og frysta bandalagið þannig
í kaldastríðsmynd sinni mundi
senda Mið-Evrópubúum skilaboð,
sem þeim væri hvorki fagnaðarefni
né hjálpaði þeim. Það mundi gefa
í skyn að þeir væru dæmdir til að
vera stuðpúði milli austurs og vest-
urs til eilífðar.
Það væri hámark óréttlætisins
og kaldhæðninnar ef í raun ætti
að refsa þessum ríkjum næstu 50
árin vegna þess að þau voru þvert
gegn vilja íbúanna hluti af Varsjár-
bandalaginu síðustu 50 árin. íbúum
viðkomandi ríkja mundi líða sem
þeir hefðu verið einangraðir og
stæðu berskjaldaðir og það mundi
bæði draga úr mönnum kjark og
gæti ýtt undir óstöðugleika.
Við verðum að sjálfsögðu að taka
á andstöðu Rússa við stækkun
NATO. En við verðum einnig að
gera okkur grein fyrir því hvað þar
er á ferðinni, að málið snýst fyrst
og fremst um það hvernig þeir
skynja stöðuna, um viðkvæm póli-
tísk atriði, en ekki hinn hernaðar-
lega veruleika.
Hið nýja NATO er ekki ógnun
við Rússland fremur en rússneskt
lýðræðisríki er ógnun við bandalag-
ið. Stækkunin er orðin hentugt
skotmark þegar vekja á máls á
þeim ótta og gremju, sem eiga
rætur í óvissunni um sjálfsvitund
Rússa og hlutverk þeirra í heimin-
um eftir fall Sovétríkjanna.
Margir rússneskir umbóta- og
lýðræðissinnar hafa ásamt máls-
metandi vestrænum sérfræðingum
varað við því að stækkunin muni
vera sem olía á elda þjóðemis-
hyggju, andúðar í garð Vesturlanda
og hernaðarhyggju í Rússlandi.
Þessi hætta er raunveruleg, en hún
er ýkt og hægt að hafa stjórn á
henni. Hræðsla vegna NATO á sér
meiri hljómgrunn í hinni pólitísku
yfírstétt Rússlands, en meðal al-
mennings. Skoðanakann-
anir benda til þess að
meðal-Rússinn hafi sýnu
meiri áhyggjur af innlend-
um málum á borð við laun,
eftirlaun og glæpi.
Með þessu er ekki verið
að gera lítið úr mikilvægi þess
hvaða hlutverki það gegnir hvernig
menn skynja hlutina í pólitík og
alþjóðastjórnmálum. En þeir Rúss-
ar, sem hamast á hinni úreltu ímynd
af NATO, ættu að vera þess megn-
ugir að laga skynjun sína að veru-
leikanum.
í stað þess að taka þann pól í
hæðina að með stækkuninni sé veg-
ið að rússnesku stolti og Vesturlönd
séu að lýsa yfir vantrausti á að
Rússar eigi framtíð fyrir sér ættu
þeir að líta svo á að hér sé um að
ræða hluti af stærra þróunarferli,
sem Rússar geti og eigi að hagnýta
sér.
Það er nú einu sinni svo að hagur
Rússa liggur í stöðugleika í Mið-Evr-
ópu. Rússar hafa fengið tvær hol-
skeflur hörmunga yfír sig á þessari
öld og báðar áttu þær einmitt upp-
tök sín á þessum slóðum. K
Snar þáttur í því að NATO skuli
opnað til austurs er að tekið er tillit
til lögmætra pólitískra hagsmuna
og öryggishagsmuna Rússa. Það var
ekki aðeins markmið heimsóknar
Albright til Moskvu í liðinni viku,
heldur einnig ráðgerðs leiðtogafund-
ar Clintons og Borís Jeltsíns Rúss-
landsforseta í Helsinki í næsta mán-
uði að draga fram sameiginlega
hagsmuni, sameiginleg verkefni og
leita leiða til að auka og efla traust
milli bandalagsins og Rússa.
Samvinna milli NATO og Rússa
eins og sú, sem nú á sér stað í gömlu
Júgóslavíu, veitir hugmynd um það
hvemig brugðist skuli við þegar
næsta Bosnía kemur upp á borð.
Bandarískar hersveitir í Evrópu em
ekki að búa sig undir að beijast við
sveitir Rússa í Mið-Evrópu. Æfíng-
amar miða öllu heldur að því að
undirbúa friðargæslu með banda-
mönnum í NATO og öðmm félögum,
þar á meðal stundum með Rússum.
Nú er rússneskur tengiliður í höf-
uðstöðvum NATO í Brussel. Við
höfum lagt til að þessi samskipti
verði aukin og það verði yfirmenn
úr rússneska hemum á öllum efstu
þrepum herstjómar bandalagsins.
Slíkt samstarf við NATO gæti hjálp-
að rússneska hemum að leysa úr
þeim vanda, sem fylgir aðlögun ay
nútímanum.
Sumir hafa spáð því að
stækkunin muni gera
meira úr þætti kjamorku-
vopna í evrópskum örygg-
ismálum. Hið gagnstæða
væri nær lagi.
í kjölfar endaloka kalda
stríðsins hefur bandalagið þegar
fækkað kjarnorkuvopnum sínum um
90 af hundraði. Þess utan er sú
hætta fyrir hendi að þjóðemishyggja
og vigbúnaðarkapphlaup blossi upp
að nýju verði bandalagið ekki stækk-
að og því gæti fylgt fjölgun kjarn-
orkuvopna.
NATO hefur þegar breyst í
gmndvallaratriðum, til hins betra
og til frambúðar. Það er mikilvæg-
ur þáttur í hlutverki hins nýja
NATO að vinna með hinu nýja
Rússlandi að því að greiða fyrir
umbreytingu allrar Evrópu. *
Öll Evrópa
verður örugg-
ari og velmeg-
un meiri