Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR
SIG URÐSSON
+ Sigurður J. Sig-
urðsson fædd-
ist í Hnífsdal 16.
apríl 1894. Hann
lést á Kumbaravogi
18. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Sigurður
Jónasson, sjómað-
ur, f. 12.6. 1866, d.
5.7. 1965, og Ingi-
björg ívarsdóttir,
d. 1905. Systkini
Sigurðar eru Lárus
Mikael, f. 1890, d.
1910; Arni, dó níu
ára gamall; Stein-
unn, f. 1891, d. 1985; Guðjón
Gísli, f. 1895, d. 1982; Halldór,
f. 1900 (látinn); Helga Pálína,
f. 1901, d. 1987; og Jónas, f.
1904, d. 1962. Hálfsystkini Sig-
urðar samfeðra eru: Lárus
Ingvar, f. 1911, býr í Reykja-
vík; Jón Arinbjörn, f. 1914, d.
1936; Karl Kristján, f. 1918,
býr í Hnífsdal, Ásgeir, f. 1920,
d. 1941, María Elisabet, f. 1923,
býr í Hafnarfirði; og Salomon
Þorlákur, f. 1930, býr á
ísafirði.
Hinn 10. desem-
ber 1920 kvæntist
Sigurður Sæunni
Sigurðardóttur, f.
17.5. 1897, d. 12.12.
1981. Foreldrar
Sæunnar voru Sig-
urður Jóhannesson
og Þorgerður Jón-
atansdóttir. Sigurð-
ur og Sæunn byij-
uðu búskap í Hnífs-
dal og fluttu til
Reykjavíkur árið
1949. Þau voru
barnlaus en tóku í
fóstur bróðurdótt-
ur Sæunnar, Þórunni Jónas-
dóttur, f. 25.3. 1917, d. 6.11.
1979, og ólst hún upp hjá þeim.
Sigurður stundaði sjó-
mennsku og bræðslustörf í
Hnífsdal. Eftir að hann flutti
til Reykjavíkur starfaði hann
hjá Ríkisskipum, þar til hann
hætti störfum.
Utför Sigurðar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Föðurbróðir minn er látinn
saddur lífdaga, 102 ára.
Siggi, eins og hann var alltaf
kallaður, var ættaður úr Dölun-
um, en ólst upp á ísafirði og í
Hnífsdal, bjó hann þar mikinn
hluta ævi sinnar ásamt konu sinni
Sæunni Sigurðardóttur, sem er
látin fyrir nokkrum árum. Þau
ólu upp eina dóttur, Þórunni Jón-
asdóttur, og eru það hennar börn
og eiginmaður, Jakob Guðmunds-
son, sem hafa hugsað um Sigga
í ellinni og reynst honum svo frá-
bærlega vel að betur verður ekki
gert.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir og afi,
BJÖRN KRISTINSSON
frá Hrísey,
lést á dvalarheimilinu Hornbrekku í
Ólafsfirði, mánudaginn 24. febrúar.
Útförin fer fram frá Hríseyjarkirkju
laugardaginn 1. mars kl. 14.00.
Alvilda Möller,
Friðbjörn Björnsson, Sigurhann Björgvinsdóttir,
Jóna Björnsdóttir, Baldur Friðleifsson,
Nanna Björnsdóttir,
Vilhelm Björnsson,
Sigurður Björnsson, Shona Björnsson,
Almar Björnsson, Þórunn Björg Arnórsdóttir,
Birna Birgisdóttir, Ólafur Helgi Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR,
Drápuhlfð 23,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 28. febrúar kl. 10.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeim, sem vilja minnast henn-
ar, er bent á líknarfélög.
Guðmundur Gíslason,
Sigríður Guðmundsdóttir, Arnar Guðmundsson,
Elín Fanney Guðmundsdóttir, Ásgeir Halldórsson,
Ólöf Svava Guðmundsdóttir, Hlöðver S. Guðnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Gnoðarvogi 72,
Reykjavík,
lést á heimili sínu 25. febrúar.
Haukur Páisson,
Páll Ingi Hauksson, Guðlaug Lyngberg,
Sigurður Hauksson, Þórunn Lína Bjarnadóttir,
Bryndís Elín Hauksdóttir, Bjarni Þór Guðjónsson,
Þórir Hauksson, Valgerður Hanna Hreinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
MINNINGAR
VALDIMAR FRIÐRIK
GÍSLASON
Ég var oft hjá Sigga og Sæju
í Hnífsdal þegar ég var átta og
níu ára og betri aðbúnað gat ég
bara ekki haft, þau vildu allt gera
til að mér þætti dvölin sem best
og skemmtilegust. Þarna áttu þau
myndarheimili, hann var bræðslu-
maður og hún vann í fiski.
Augasteinninn þeirra, Þórunn,
var þá 17 ára eða svo. Siggi var
svo fyndinn og skemmtilegur og
léttur. Oftar en ekki var hann með
mig á háhesti eða í boltaleik, en
Sæunn var akkeri heimilisins, svo
hagsýn og reglusöm.
Þau fluttu svo suður til Reykja-
víkur og eftir það missti ég mikið
samband við þau.
Ég held samt að þau hafi verið
svolítið eins og afskorin blóm sem
vantar ræturnar á, sérstaklega
hann, sem fann litla fótfestu í
borginni. Fósturdóttir þeirra lést
langt fyrir aldur fram. En þá komu
afabömin og tengdabörn og gerðu
allt sem þau gátu til að hjálpa.
Þau hjónin eyddu síðustu æviár-
um í Kumbaravogi og þar lést
Sæunn fyrir nokkrum árum.
Ég gat því miður ekki heimsótt
frænda minn nógu oft þar sem ég
bjó á Súgandafirði, en Ragnar og
Heiða kona hans gerðu oft góðar
ferðir til hans og fyrir það er ég
þakklát.
Ég óska frænda mínum, honum
Sigga, góðrar heimferðar og efast
ekki um að hún Sæja stendur á
ströndinni tilbúin að leiða hann
gegnum göngin eins og hún gerði
í lifanda lífi.
Siggi minn, far þú í friði. Takk
fyrir mig.
Ingibjörg Jónasdóttir
frá Súgandafirði.
■+■ Valdimar Friðrik Gíslason
' fæddist í Hólsbæ á Stokks-
eyri 30. september 1908. Hann
lést í Reykjavík 28. janúar síð-
astliðinn og fór útför hans og
Kristjönu Þorsteinsdóttur,
eiginkonu hans, fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík 7. febr-
úar.
Þakkarorð til Valdimars Gísla-
sonar er mér ljúft að setja hér nið-
ur á blað því það er af miklu að
taka og verður því að segja í fáum
orðum og koma kjamanum fram.
Ég á Valdimari mikið að þakka
allt frá því að ég lauk námi í kjöt-
iðnaði og eins meðan ég var for-
maður F.Í.K. Það var alltaf hægt
að leita ráða hjá honum og ráða-
góður var hann. Veg kjötiðnaðar
vildi hann alltaf sem mestan og
vann að því að gera allt sem hann
gat til að svo mætti vara. Til þess
að lífga upp á aðalfundi félagsins
setti hann upp sýningu á þeim
vörum sem heildverslunin hans
hafði upp á að bjóða til kjötiðnaðar-
manna á sama stað og fundirnir
voru haldnir og bauð til móttöku
að fundi loknum. Einnig studdi
hann við bakið á félaginu þegar
þurfti að halda námskeið á vegum
þess.
Það var okkur mikils virði á sím-
um tíma að það var kjötiðnaðar-
maður sem setti upp heildverslun
sem sérhæfði sig í að flytja inn
tæki og aðrar vörur fyrir kjötiðnað-
inn og ekki var verra að geta sest
niður með Valdimari og þegið góð
ráð varðandi það sem verið var að
festa kaup á eða verið að hugsa
um fyrir framtíðina, hvort sem var
tæki eða skyldar vörur fyrir kjöt-
iðnaðinn. Ekki var verra að það
var hægt að fá veiðisögu í kaup-
bæti því veiðiskap kunni Valdimar
góð skil á og stundaði þá iðju eins
og tími og geta leyfði.
Einhveiju sinni var það að ég
var að tala við hann í síma að
norðan og sagði honum frá því
meðal annars að ég væri nýkominn
úr laxveiði og vildi hann þá vita
hvar ég hefði verið að veiða og
sagði ég honum það. Þá þekkti
hann þetta vatnasvæði mjög vel
og gat frætt mig um góða veiði-
staði í því sem ég átti eftir að
nýta mér vel. Þannig var Valdimar
Gíslason það var sama hvar var
borið niður, hann var vel heima
og fróður um hin ýmsu mál og
gerði sér far um að miðla því til
annarra. Varð ég þeirrar ánægju
aðnjótandi að vera á meðal þeirra
og vil ég færa miklar þakkir fyrir.
Því miður gat ég ekki komið
þessari grein frá mér fyrr þar sem
ég var fjarri heimaslóðum en betra
er seint en aldrei. Ég frétti það
síðan að kona Valdimars hefði lát-
ist stuttu á eftir honum þannig að
það er skammt stórra högga á
milli í fjölskyldunni. Aðstandend-
um votta ég samúð mína. Lúfar
minningar um Valdimar munu lifa.
Guðjón H. Finnbogason,
f.v. formaður F.f .K.
EINAR
KRIS TJÁNSSON
+ Einar M. Krist-
jánsson var
fæddur í Reykjavík
2. október 1926.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 4.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Krist-
ján Ebenesersson,
Vestfirðingur að
ætt, og kona hans
Sigríður Einars-
dóttir, ein hinna
nafnkunnu systk-
ina frá Blómstur-
völlum við Bræðra-
borgarstíg í Reykjavík. Einar
var menntaður garðyrkju-
fræðingur.
Hann kvæntist eftirlifandi
konu sinni Guðbjörgu Krist-
jónsdóttur 7. maí
1948. Þau settu
saman heimili sitt í
Reykjadal í Mos-
fellssveit og eign-
uðust fjögur mann-
vænleg börn. Krist-
ján er elstur og er
slökkviliðsstjóri á
Selfossi, Bryndís,
húsmóðir í Reykja-
vík, Daði Þór,
skólastjóri Tón-
listarskólans í
Stykkishólmi, og
Pétur, nemandi í
Kaupmannahöfn.
Útför Einars fór fram 13.
febrúar síðastliðinn og var
hann jarðsettur að Lágafelli í
Mosfellsbæ.
Einar Kristjánsson átti sitt ævi-
starf í Mosfellssveit. Fyrst sem
garðyrkjustjóri í Reykjadal og síð-
ar bóndi þar til 1967. Eftir það
varð hann starfsmaður við skólana
að Brúarlandi og Varmá til 1996.
Einar á það inni hjá okkar kynslóð
í Mosfellshreppi að hans sé minnst.
Því miður átti ég ekki þess kost
að vera við útför hans eða senda
honum kveðju þá. Nú skal reynt
að bæta úr því, þó að litlu leyti sé.
Þegar Stefán Þorláksson hóf
rekstur á nýrri, fullkominni gróðr-
arstöð í Reykjadal 1948 skyldi vel
til vandað. Éinar var valinn úr
hópi umsækjenda, þá nýútskrifað-
ur úr Garðyrkjuskóla ríkisins að
Reykjum í Ólfusi. Þetta var ekki
misráðið, því Einar stóð fyrir sínu
og brást hvergi trausti vinar síns
og vinnuveitanda Stefáns Þorláks-
sonar. Eftir að Stefán féll frá 1959
og næstu ár þar á eftir breyttust
aðstæður í Reykjadal. Þá breytti
Einar einnig til og hóf störf hjá
Mosfellshreppi. Þar skilaði hann
seinni hluta ævistarfsins, eða um
30 árum sem umsjónarmaður í
skólum sveitarinnar.
Sporaslóðir okkar Einars lágu
saman strax og hann kom í
Reykjadal og þá á vettvangi Ung-
mennafélagsins í félags- og
íþróttamálum. Hann lét einnig
mjög til sín taka í leiklistarmálum
félagsins og ávallt var hann boðinn
og búinn. Traustur var hann sam-
starfsmaður, orðheldinn og dug-
mikill. Á árunum eftir stríð taldi
Ungmennafélagið Afturelding það
skyldu sína að tefla manni fram
í hreppsnefnd. Einar beitti sér
manna mest fyrir því. Guðmundur
Skarphéðinsson hafði verið fulltrúi
félagsins í hreppsnefnd á þessum
árum, en vildi draga sig í hlé árið
1962. Þá réð Einar mestu um það
að ég tæki sæti hans. Margir góð-
ir menn studdu þetta framboð, en
Einar stýrði stuðningsmanna-
hópnum. Listinn vann og þá hófst
starf mitt sem oddviti sem stóð í
tæp 20 ár samfleytt.
Okkur Einari varð vel til vina.
Hann var mjög framsækinn og
duglegur og vináttu hans hefi ég
ætíð metið mikils. Hann vann öll-
um málum vel og sat um hríð í
ýmsum nefndum sveitarfélagsins,
ætíð jákvæður og úrræðagóður.
Heimili Guðbjargar og Einars
ber vott um smekkvísi og myndar-
skap, börnin vel gerð og dugleg
og gegna ábyrgðarstöðum. Einar
var eftirsóttur til ýmissa auka-
starfa og naut óskoraðs trausts
samstarfsmanna á hinum ýmsu
sviðum. Hann var umboðsmaður
Samvinnutrygginga í Kjósarsýslu
og framkvæmdastjóri Búseta á
sama svæði og fleira mun hafa
komið til að sinna í frístundum. í
aðalstarfi Einars sem umsjón-
armaður í skóla voru vinsældir
hans annálaðar. Hann var traustur
og trúr börnum og unglingum og
á þeim hafði hann gott lag. Hann
var einnig trúr sínum yfirmönnum,
þeim sem stýrðu skólunum, og
vann sín störf af alúð og myndar-
skap.
Þessi fátæklegu orð verða ekki
fleiri, en við samferðarmennirnir
hér í Mosfellsbæ þökkum sam-
fylgdina. Við viljum heiðra minn-
ingu Einars sem drengskapar-
manns og votta ástvinum hans
samúð við fráfall hans.
Minningin lifir.
Jón M. Guðmundsson.
Crfisdrykkjur
flO^WdMogohú/lð
IralcAn-mn
Sími 555-4477
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins
í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar
þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.