Morgunblaðið - 27.02.1997, Side 45

Morgunblaðið - 27.02.1997, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 45 FRETTIR Formenn norrænna hægri kvenna Þátttaka kvenna í ákvarðanaferli mikilvæg FORMENN norrænna landssam- banda hægri kvenna og nokkrir þingmenn hittust 1. febrúar sl. í húsi Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, Valhöll. Fundir sem þessir eru árlegur viðburður. Þeir eru haldnir til skiptis í hvetju Norðurlandanna og að þessu sinni var Landssam- band sjálfstæðiskvenna gestgjafi. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn á íslandi en um er að ræða óformleg samráðssam- tök kvenna á hægri væng stjórn- málanna. Umræðuefni fundarins var hvernig virkja mætti ungar konur í stjórnmálum en í framsöguerind- um fulltrúa hvers lands var jafn- framt ijallað um jafnréttismál, stöðu kvenna í stjómmálaflokkun- um, hlutdeild þeirra í opinberum nefndum og ráðum, atvinnuþátt- töku kvenna, launamun kynjanna og síðast en ekki síst voru jafnrétt- islög á Norðurlöndunum rædd og aðgerðir til að stuðla að raunveru- legu jafnrétti kvenna. í fundarlok var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Jafnrétti er ekki mál kvenna einungis. Þátttaka kvenna á öllum stigum ákvarðana- ferlisins er mikilvægur þáttur í því að tryggja lýðræðislega þróun í samfélaginu. Stjórnmálaflokkar verða að gegna forystuhlutverki í því að skapa ungum foreldrum raunhæfa möguieika á því að taka þátt í stjórnmálastarfi. Slíkt kallar á breytingar á starfsskipulagi flokk- anna og samtaka kvenna. Lýðræði er stefnt í hættu ef hægri flokkam- ir stuðla ekki að þátttöku ungs fólks í stjórnmálum.“ Listin að lifaí 13.000 eintökum FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur nýlega hafið út- gáfu á félagsriti sem ber nafnið List- in að lifa. Fýrsta blaðið, haustblað, kom út í september 1996 og jólablað í desember. Fyrsta tölublað á þessu ári kom út í byijun febrúar. Tímaritið Efri árin kom út á veg- um félagsins frá 1988-96. Segja má að Listin að lifa taki við hlutverki fréttabréfs FEB og tímaritinu Efri árin. Undir útgáfuna fellur einnig ritið Málefni aldraðra, sem áður kom út á vegum þjónustusviðs aldraðra hjá Félagsmálastofnun, en Reykja- víkurborg. Útgáfumálin haldast í hendur við sívaxandi starfssvið félagsins. FEB fagnaði tíu ára afmæli á síðasta ári og félagsmönnum fer fjölgandi. Stefnt er að því að Listin að lifa komi út ijórum sinnum á ári. Blaðið er gefið út í um 13.000 eintökum. Ritstjóri er Oddný Sv. Björgvins. Fjallað um nauðguná málþingi MÁLÞING gegn kynferðisofbeldi heldur áfram í Háskólabíói nk. laugardagsmorgun þann 1. mars kl. 10-13. Yfirskrift fundarins er Nauðgun. Meðal fyrirlesara verða: Eyrún Jónsdóttir sem mun fjalla um Neyðarmóttökuna og hlutverk hennar, Theódóra Þórarinsdóttir fjallar um Stígamót og starf þeirra, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fjallar um viðhorf fjölmiðla og fréttir af kynferðisbrotamálum, Sigríður Friðjónsdóttir fjallar um hvort nauðsynlegt sé að lögreglukonur komi að rannsókn nauðgana, Anna Einarsdóttir fjallar um kynferðis- ofbeldi gegn þroskaheftu fólki og Steingerður Steinarsdóttir um stöðu þolandans í augum almenn- ings. Yfirskrift næsta fundar þann 8. mars er Vændi, klám og kyn- ferðisleg áreitni og að lokum verða almennar pallborðsumræður þann 15. mars. Fjölmörg félög og félagasamtök standa á bak við Málþingið meðal þeirra eru: Stígamót, Samtök um kvennaathvarf, Kvenna- og karla- keðjan, Barnaheill, Kvennaráð- gjöfin, Samtök um kvennalista og Landssamband Framsóknar- kvenna. Allir eru velkomnir á málþingið meðan húsrúm leyfir, enginn að- gangseyrir. ------» » ♦----- Fyrirlestur um kynferðislegt ofbeldi o g ann- að ofbeldi ÁHUGAHÓPUR um refsistefnu og afbrotafræði (ÁRA) gengst fyrir fyr- irlestri um afbrotafræði í dag, fimmtudaginn 27. febrúar, í stofu 201 í Odda, Háskóla íslands, kl. 20.30. Til umfjöllunar er kynferðis- ofbeldi og annað ofbeldi. Frummæl- andi er bandaríski afbrotafræðing- urinn Piers Beirne. Fyrirlestur hans ber yfirskriftina „Interspecies Sexu- al Assault". Beirne er prófessor við University of Southern Maine og er víðkunnur innan afbrotafræðinnar. Hann hefur gefið út íjölda ritverka á síðustu árum. Sérsvið hans er samanburður á afbrotum á milli landa og skýring- ar á afbrotahegðan. Beirne hefur einnig gefíð út kennslubækur í af- brotafræði og er ristjóri tímaritsins Theoretical Criminology. Áhugafólk getur lagt fram fyrir- spurnir og tekið þátt í umræðum. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson JÓHANN Öm í hinni nýju verslun sinni, Sportmynd. Framköllunarþj ónustan Sportmynd tekur til starfa Blönduósi. Morgunblaðið. NÝTT þjónustufyrirtæki, Sport- mynd, hóf nýlega rekstur á Blöndu- ósi. Fyrirtækið býður upp á Kodak- framköllunarþjónustu. Auk framköllunar á litmyndum eru filmur, rammar, albúm og fleira er tengist ljósmyndavörum til sölu hjá Sportmynd, sem er tii húsa á Húnabraut 13 og eru eigendur fyrir- tækisins hjónin Hjördís Blöndal og Jóhann Örn Arnarson. Athugasemd vegna fréttar af dómi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Magn- úsi Eyþórssyni, framkvæmdastjóra Max ehf.: „í grein á bls. 37 í Morgunblað- inu 25. febrúar 1997 er vitnað í dóm sem fyrrverandi skrifstofu- stjóri MAX ehf. fékk í síðastliðinni viku. Þar er sagt að fyrirtækið hafi rambað á barmi gjaldþrots og vil ég því koma eftirfarandi athuga- semd á framfæri. Fjárdrátturinn hafði mikil og alvarleg áhrif á lausafjárstöðu og þ.a.l. á rekstur MAX og neyddist fyrirtækið til að endurfjármagna reksturinn og auka við skuldbind- ingar sínar af þeim sökum. Fjár- drátturinn var einnig meðvirkandi þáttur í því að fyrri eigendur seldu hlutafé sitt. Það er hins vegar ekki rétt að fyrirtækið „rambaði á barmi gjaldþrots". MÁX jók veltu sína milli áranna 1995 og 1996 og var i lok ársins 1996 með meiri markaðshlutdeild í útivistarfatnaði og í vinnufatnaði en nokkru sinni fyrr.“ Morgunblaðið/Aðalheiður Högfnadóttir Bílaleiga Akur- eyrar á Hellu Hellu. Morgunblaðið. ÚTIBÚ frá Bílaleigu Akureyrar hefur tekið til starfa á Hellu. Það er Víg- lundur Kristjánsson á sem hyggst bjóða þjónustu bílaleigunnar í hérað- inu. Að hans sögn hefur slíka þjón- ustu vantað á svæðið um hríð og væntir hann helst viðskiptavina með- al ferðamanna og vátryggingafélaga. Víglundur hefur á staðnum Suzuki Vitara jeppa og Subaru Impresa fólksbíl til umráða, en getur útvegað aðra bíla með litlum fyrirvara. ■ STÉTTARFÉLAG sálfræðinga á íslandi hefur sent frá sér eftirfar- andi: „Félagið lýsir áhyggjum sín- um yfir framtíð sálfræðiþjónustu á íslandi. í ljósi bágborinna launakj- ara og fálegra viðbragða við kröfu- gerð Stéttarfélags sálfræðinga í yfirstandandi kjaraviðræðum óttast félagið að sálfræðingar muni nú flæmast úr opinberum störfum, m.a. til útlanda, auk þess sem sál- fræðingar munu skila sér illa heim að námi loknu.“ ------♦--------- LEIÐRÉTT Ljóðlína brenglaðist í minningargrein Láru Ingu Lárus- dóttur um Þorbjörgu Sigríði Jóns- dóttur á blaðsíðu 34 í Morgunblað- inu í gær, miðvikudag, brenglaðist ljóðlína eftir Stephan G. Stephans- son. Rétt er hendingin svona: „Bognar aldrei, — brotnar í bylnum stóra seinast." Matur og matargerð Gómsætt brauð á góu Þetta er skrifað fyrsta dag góu - á konu- daginn, segir Kristín Gestsdóttír, sem notaði daginn til að baka brauð. SJÁLFSAGT hefði maðurinn minn átt að baka brauðið, sem við gæddum okkur á í háeginu, en á mínu heimili er konudagurinn eins og hver annar dagur er við hjónin skiptum á milli okkar verk- unum og matargerðin kemur í minn hlut. Bæði brauðin lagði ég í gærkvöldi og hnoðaði í hræri- vél. Síðan stakk ég brauðskálun- um í kæliskápinn og lét brauðið bijóta sig þar. Mín reynsla er sú að best sé að láta brauðdeig lyfta sér lengi við lágan hita, jafnvel hálfan eða heilan sólarhring. Þannig verður brauðið létt og auðmeltanlegt og minna ger þarf í það. Þá er best að setja skálina með deiginu í kæliskáp. Til þess að brauðbakstur heppnist þarf að hafa tvennt í huga. Vökvinn má alls ekki fara yfir 40°C, og deigið þarf að vera lint. Ef þessa er gætt, misheppn- ast brauðið aldrei. Eg hefi þá reglu að stinga fingrinum ofan í vökvann, ef hvorki finnst hiti né kuldi er vökvinn mátulegur, sem sé fingurvolgur. Gott er að blanda til helminga kaldri mjólk og heitu vatni úr krananum (já, hitaveitu- vatni) þá fæst rétt hitastig. Lyft- ing verður betri ef bauðið er flatt örlítið úr með kökukefli og vafið upp, einnig ef skál með vatni er sett á botn bakaraofnsins. Fínt þurrger sem flestir nota má setja beint út í mjölið og deigið þarf ekki að lyfta sér nema einu sinni, en pressuger þarf að hræra út í volgan vökva og láta lyfta sér tvisvar. í þeim uppskriftum sem hér fara á eftir eru gert ráð fyrir að nota fínt þurrger. Það fæst í 'U kg lofttæmdum umbúðum og 50 g smábréfum. Þið verðið sjálf að ákveða hversu lengi þið viljið láta deigið lyfta sér, en það þarf um helmingi minna ger í brauð- deig sem lyftir sér lengi. Ef keypt er ger í stórum pakkningum, er best að geyma það í lokaðri krukku í kæliskáp. Þannig geym- ist það ímarga mánuði. Ekki er vorlegt um að lítast nú á konudaginn, 7 frost á mælin- um og snjóruðningarnir úti fyrir dyrum mínum á fjórða metra. Samt bjóðum við góu velkomna með þessari vorlegu vísu: Velkomin sértu, Góa mín og gakktu inn í bæinn, vertu ekki úti í vindinum vorlangan daginn. Malt/hunangsbrauð með sólblómafræi 2 di rúgmjöl 6 dl hveiti 1 dl hveitiklíð 1 dl sólblómafræ 'h tsk. salt 1 msk. þurrger (Vi tsk. við langa lyftingu) 2 msk. matarolía 1 msk. hunang (nota má púðursykur) 3 dl maltöl eggjarauða eða mjólk til að pensla brauðið með sólblómafræ til að strá á brauðið Brauð nr. 2 Hafrabrauð 6 dl hveiti 3 dl hafragijón 1 dl hveitiklíð Vi tsk. salt 1 msk. þurrger ('h tsk. við langa lyftingu) 1 msk. púðursykur 1 'h dl mjólk 1 'h dl vatn úr heita krananum eggjarauða eða mjólk til að pensla brauðið með sesamfræ eða hafragijón til að strá á brauðið Aðferð við bæði brauðin: 1. Setjið öll þurrefnin í skál og blandið saman, takið frá 'h dl til að hnoða upp í brauðið. 2. Setjið matarolíu og fmgurvolg- an vökvann út í og hrærið saman. (Brauð nr. 1: Ylvolgt maltöl, brauð nr. 2: köld mjólk + heitt vatn). 3. Nú er hægt að móta brauðið strax með mjölinu sem tekið var frá og láta lyfta sér á bökunarplötu eða láta deigið lyfta sér tvisvar og móta það í síðara skiptið. Þegar deigið er mótað er best að fletja það örlítið út með kökukefli og vefja saman Leggja síðan á bökunarpappír á bök- unarplötu, samskeytin snúi niður. 4. Smyijið brauðið með eggja- rauðu eða mjólk og stráið sólblóma- fræi yfir brauð nr. 1 en sesamfræi eða hafragijónum yfir brauð nr. 2. 5. Hitiðbakaraofní210°C, blást ursofn í 190°C, setjið brauðið í miðj- an ofninn og bakið í um 30 mínútur. 6. Leggið hreint stykki yflr brauðið meðan það er að kólna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.