Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 43 MJJMS TVÖ íslenzk pör komust í úrslit í suður-amerískum dönsum í Börn II (10-11 ára). Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir, sem unnu til silfurverðlauna, lengst t.v. og Hrafn Hjart- arson og Helga Björnsdóttir sem unnu til 5. verðlauna lengst t.h. á myndinni. Signrför til borg- arinnar við Sundið M/S4S m/s/ts Morgunblaðið/Gerður Kristjánsdóttir BENEDIKT Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir eru án efa meðal sterkustu para heims í sínum aldursflokki. Þau sigruðu í suður-amerískum dönsum í Opnu Kaupmannahafnarkeppninni. PANS Kaupmannahöfn OPNA KAUPMANNA- HAFNARKEPPNIN í SAMKVÆMISDÖNSUM Keppt í átta aldursflokkum 14.-15. febrúar STÓR hópur íslendinga er nýkom- ( inn úr sigurför á Opnu Kaupmanna- hafnarkeppnina í samkvæmisdöns- . um. Um 60 manns fóru í þessa ferð ' og að sögn Hennýjar Hermanns- dóttur, skipuleggjanda ferðarinnar, gekk hún vel og allir skemmtu sér konunglega og árangur keppnispar- anna þótti einstaklega góður. Þessi keppni er árleg og var þetta í 19. sinn sem hún er haldin. Hún nýtur mikillar virðingar. Keppt var í átta aldursflokkum ( frá 9 ára og yngri upp í flokk 50 ára og eldri, og var keppt bæði í suður-amerískum og sígildum sam- ( kvæmisdönsum. Árangur íslenzku paranna var sem hér segir í stuttu máli: Börn I (9 ára og yngri): Einungis eitt íslenzkt par keppti i þessum flokki, þau Stefán Claes- sen og Erna Halldórsdóttir og kom- ust þau í 24 para úrslit í sígildum I samkvæmisdönsum og enduðu þar í 14 sæti en í suður-amerískum dönsunum komust þau í 16 para ( úrslit. Um 30 pör kepptu í þessum aldursflokki. Börn II (10-11 ára): í þessum aldursflokki kepptu tvö íslenzk pör, þau Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir og Hrafn Hjartarson og Helga Bjömsdóttir. Bæði pörin dönsuðu frábærlega vel og komust í úrslit í suður-amerískum dönsum. Davíð Gill og Halldóra Sif unnu til silfur- verðlauna og Hrafn og Helga unnu til 5. verðlauna. Sannarlega frá- bær árangur hjá þessu unga fólki. í sígildu samkvæmisdönsunum komust Davíð Gill og Halldóra í úrslit og enduðu í 4. sæti. Er það sérlega góður árangur. Milli 50 og 60 pör kepptu í þessum aldurs- flokki. Unglingar I (12-13 ára): í þessum flokki kepptu 4 íslenzk pör og komust þau öll í 36 para úrslit í sígildu samkvæmisdönsun- um og enduðu Hrafn Davíðsson og Anna Claessen í 36. sæti og Hilm- ir Jensson og Jóhanna Berta Bern- burg í 28. sæti. Tvö pör komust í undanúrslit, Gunnar Þór Pálsson og Bryndís Símonardóttir, sem enduðu í 7. sæti, aðeins hársbreidd frá því að komast í úrslit og Gunn- ar Hrafn Gunnarsson og Ragnheið- ur Eiríksdóttir sem komust í úrslit og unnu til 6. verðlauna. í sígildum samkvæmisdönsum enduðu Hrafn og Anna í 38. sæti, Hilmir og Jó- hanna Berta í 27. sæti, Gunnar Þór og Bryndís í 22. sæti og Gunn- ar Hrafn og Ragnheiður í því 18. Alls kepptu um 60 pör í þessum aldursflokki. Unglingar II (14-15 ára): Tvö íslenzk pör kepptu í þessum flokki og komust bæði pörin í 36 para úrslit í suður-amerískum dönsum, þau Hjörtur Hjartarson og Elín Birna Skarphéðinsdóttir, sem enduðu í 32. sæti og Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdótt- ir, sem komst alla leið í úrslit. Þau gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu í þessum flokki og eru þau án efa eitt sterkasta parið í heiminum, í þessum aldursflokki. í sígildu sam- kvæmisdönsunum komust Bene- dikt og Berglind einnig í úrslit og unnu þau til 4. verðlauna. Sem er án efa með því bezta sem íslenzkt par hefur nokkru sinni náð í keppni í sígildum samkvæmisdönsum. Úm 70 pör kepptu í þessum flokki. Ungmenni (16-18 ára): í suður-amerískum dönsum kepptu tvö íslenzk pör og komust þau bæði í 36 para úrslit, þau Bald- ur Gunnbjömsson og Karen Björk Björgvinsdóttir enduðu i 34. sæti, en þau Brynjar Öm Þorleifsson og Sesselja Sigurðarsdóttir komust alla leið í undanúrslit og enduðu þar í 9. sæti. Frábær árangur það! í þess- um flokki kepptu um 80 pör. Áhugamenn (16 ára og eldri): Einungis eitt par keppti í þessum flokki, þau Ámi Þór Eyþórsson og Erla Sóley Eyþórsdóttir. Þau náðu þeim frábæra árangri að komast í 24 para úrslit af 100 keppnispörum og enduðu í 13. sæti, aðeins einum krossi frá því að komast í undanúr- slit. íslendingar tóku einnig þátt í liðakeppni sem fór fram á laugar- deginum. Var það hin svokallaða Borgakeppni. Fyrir hönd Reykja- víkur kepptu Davið Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir, Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir, Baldur Gunnbjörns- son og Karen Björk Björgvinsdóttir og Árni Þór Eyþórsson og Erla Sóley Eyþórsdóttir. Lið Reykjavík- ur lenti í 5. sæti, eftir harða keppni. Það er samdóma álit þeirra sem blaðamaður hefur rætt við, að keppnin hafi verið vel skipulögð og ákaflega skemmtileg á að horfa. Árangur íslenzku paranna er líka mjög góður, því Opna Kaupmanna- hafnarkeppnin er með allra sterk- ustu keppnum í Evrópu í dag. Jóhann Gunnar Arnarson Poppmessa í Hafnar- fjarðarkirkju ÆSKULÝÐSDAGUR þjóðkirkjunn- ar verður sunnudaginn 2. mars. Af því tilefni verður haldin poppmessa í Hafnarfjarðarkirkju og hefst hún kl. 20. Popphljómsveit skipuð hafnfírsku tónlistarfólki leikur. Kór kirkjunnar syngur forsöng. Örn Arnarson stýrir hljómsveit og kór. Sr. Þórhallur Heimisson flytur „samtalspredikun" og „talar“ með hljómsveitinni um þema dagsins. Sr. Þórhildur Ólafs þjónar fyrir altari. Unglingar úr Lækjarskóla flytja helgileik undir sjtórn sr. Gunnþórs Ingasonar. Eftir poppmessuna bjóða fermingarbörn öllum kirkjugestum til kaffiveislu í safnaðarheimilinu. Þar sýnir æsku- lýðsfélag kirkjunnar leikrit. Allir eru velkomnir. Búlgaríufélagið með aðal- og skemmtifund AÐAL- og skemmtifundur Búlgar- íufélagsins á íslandi verður haldinn sunnudaginn 2. mars kl. 15 í Hreyf- ilshúsinu, Fellsmúla 22-24, 3. hæð (gengið inn frá Grensásvegi). Þar verða stutt aðalfundarstörf, sagðar verða nýjustu stjórnmála- fréttir frá Búlgaríu, flutt verður tón- list og sumarferðir til Búlgaríu á vegum Ferðaskrifstofu Reykjavíkur verða kynntar. Allir fundargestir frá „Martinitsa*1 við innganginn en í byijun mars er vorinu fagnað í Búlgaríu með því að vinir gefa hver öðrum hvíta og rauða dúska, „Martinitsa", til að óska góðr- ar heilsu og hamingju. Þessi siður mun ekki þekkjast annars staðar í heiminum. Málþing um aga, siðgæði og kurteisi FORELDRAFÉLAG Árbæjarskóla stendur fýrir málþingi laugardaginn 1. mars kl. 13.30 í sal skólans. Yfir- skrift málþingsins er: Agi, siðgæði, kurteisi og hvernig má bæta sam- skipti heimilis og skóla. Markmið þingsins er að vekja umræður um þessi mál. Frummælendur verða: Jón Ásgeir Dalmannsson, Andrína Guðrún Jóns- dóttir, Auður Pálsdóttir, Lára Hall- dórsdóttir og Áslaug Brynjólfsdóttir. Síðan er gert ráð fyrir umræðum í hópum og að lokum verða pallborðs- umræður þar sem tækifæri gefst til fyrirspurna og almennra umræðna. Aðgangur er ókeypis. au < ýsingar TILKYNNINGAR Samkeppni um skipu- ^ lag á Hraunsholti - sýning á tillögum Dagana 27. febrúar til 6. mars nk. verður haldin sýning á innsendum tillögum í sam- keppni um skipulag á Hraunsholti í Garðabæ. Sýningin verður haldin á Garðaflöt 16-18 (við hliðina á Heilsugæslunni) kl. 17.00- 21.00 virka daga og 14.00-18.00 laugardag og sunnudag. íbúar í Garðabæ og aðrir áhugamenn um skipulag eru hvattirtil að kynna sértillöguna. FÉLAGSÚF Ferðakynning íRáðhúsinu í tilefni af útkomu Ferðaáætlun- ar Útivistar verður haldin kynn- ing á feröum félagsins fyrir árið 1997. Kynningin fer fram í Ráö- húsi Reykjavíkur laugardaginn 1. mars og mun standa yfir frá kl. 13.00 til 16.00. Kynningarbás- inn verður staðsettur i Tjarnar- salnum við stóra Islandslíkanið. Allir eru hjartanlega velkomnir jafnt Útivistarfélagar sem og aðrir. Dagsferðir 2. mars Kl. 10.30 Búrfellsgjá, Kaldársel. Létt ganga úr Heiðmörk um Valaból í Kaldársel. Kl. 10.30 Skíðaganga, Hellis- heiði, Innstidalur, Kolviðarhóll. netslóð: http://www.centrum.is/utivist §Hjálpræðis- herinn r) Kirkjuslrnti 2 í kvöld kl. 20.30 lofgjörðarsam- koma. „Mín saga“ Ingibjörg Jónsdóttir. Allir hjartanlega vel- komnir. Landsst. 5997022719 VIII I.O.O.F. 5 = 1782278 = III. I.O.O.F. 11 = 1782278V2 = Kk. Vtr—v/ KFUM V Aðaldeild KFUM, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Ragnar Gunnarsson, iðnfræð- ingur, fjallar um boðun á öldum Ijósvakans. Hugleiöing: Kjartan Jónsson, kristniboði. Allir karlmenn velkomnir. Námskeið íheilunog skynjun Bjarni Kristjánsson, miðill og huglæknir, og Erna Alfreðsdótt- ir, huglæknir, verða með nám- skeið i heilun og skynjun í Sjálf- eflissalnum í Kópavogi laugar- daginn 8. mars nk. frákl. 10-18. Skráning og nánari upplýsingar í símum 421 1873 og 897 3817 frá kl. 18.00-21.00. Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.