Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigríður J. Jó- hannesdóttir fæddist í Skálholt- svík í Bæjarhreppi í Strandasýslu 22. nóvember 1908. Hún lést á Land- spítalanum 20. febrúar síðastlið- inn, 88 ára að aldri. Sigríður var dóttir hjónanna Sigur- rósar Þórðardóttur og Jóhannesar Jónssonar, sem bjuggu í Skálholt- svík í Hrútafirði. Ung gerðist Sigríður ráðskona bræðra sinna í Skálholtsvík, en hélt til Reykjavíkur um 1930 og bjó þar síðan. Hún starfaði fyrst á pijónastofu, en um ára- tuga skeið hjá Mjólkursamsöl- unni í Reykjavík. Hún bjó í hartnær fjóra áratugi á Austur- brún 2 í Reykjavík. Utför Sigríðar verður gerð frá Áskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Sigga frænka var hún ævinlega kölluð af ættingjunum, vinsæl kona og virt af öllum sem til hennar þekktu. Hún kvaddi heiminn södd lífdaga og kveið ekki vistaskiptun- um. Hún hafði átt við andsteymi að stríða af völdum hjartasjúkdóms síðustu tvö árin. Sigga bjó í litlu íbúðinni sinni á fímmtu hæð í Austurbrún 2 um nær fjögurra áratuga skeið. Hún naut -'t menningarlífs, lesturs góðra bóka, gönguferða og sund- spretta í Laugardals- lauginni, og ferðalaga innanlands og utan og góðs félagsskapar af ýmsu tagi. Þannig var Sigríður Jóhannesdótt- ir, afar lifandi og at- orkumikil kona með kraftmikið og hress- andi yfirbragð. Það kvað að Siggu frænku. Hún hafði stórt skap, og hún hafði líka stórt hjarta. Hjálpsemi hennar, tryggð og ör- læti var viðbrugðið, það þekkja ættingjar hennar og vinir. Hennar er sárt saknað. Sigga var samnefnari ættarinnar, konan sem allir höfðu samband við, þegar málefni ættingjanna af Ströndum voru annars vegar, og alla tíð hélt hún merka ættarbók. Það er í fersku minni þegar af- komendur hjónanna Jóhannesar Jónssonar og Sigurrósar Þórðar- dóttur komu saman fyrir fáeinum árum og áttu saman góða helgi í túnfætinum í Skálholtsvík í sumar- blíðu veðri. Þar mátti sjá hver var ættarstólpinn. Sigga frænka varð að sitja fyrir á öllum þeim mörgu fjölskyldumyndum sem teknar voru. Þótt ekki þekktust allir á því góða ættarmóti, þekktu allir Siggu frænku. Sigga starfaði ung á búi foreldra sinna, og síðar sem ráðskona bræðra sinna. Hún ákvað þó, þrátt fyrir ágætt samkomulag systkin- annna, að yfirgefa bræður sína, hafði þá við orð að það væri eina leiðin til að koma í veg fýrir að þeir pipruðu! Leiðin lá til Reykjavík- ur og þar fékk hún starf við pijóna- stofu sem Viktoría Bjarnadóttir rak. Það gustaði fljótlega um Siggu, hún sat aldrei auðum höndum og gerði sig gildandi, og meðal annars átti hún sinn þátt í að stofna stéttar- félag fólks sem vann á pijónastof- um bæjarins á kreppuárum. Það var áberandi í eðlisfari Siggu að vinna að réttlæti til handa þeim sem minna máttu sín. Hún hafði skoðanir sem taldar voru „rauðar", hún hafði til að bera ríka réttlætis- kennd, sem ekki mátti misbjóða. Og hún var sannur friðarsinni, og starfaði lengi innan Menningar- og friðarsambands íslenskra kvenna og var gjaldkeri þeirra samtaka. Upp úr 1940 hóf Sigga að starfa fyrir Mjólkursamsöluna í Reykjavík, fyrst við verkakvennastörf, en síðar á skrifstofunni, þar sem hún hafði samskipti við mjólkurbúðir samsöl- unnar og síðar við kaupmenn. Það er mál manna að í því starfi hafi Sigga verið fljótvirk og örugg , og hún þótti talsvert snögg upp á lag- ið. Þegar leiðrétta þurfti pantanir sá hún til þess að það var gert - strax. Þá fengu bílstjórarnir víst orð í eyra frá Siggu. Alla tíð hafði Sigga sterkar taugar til síns gamla vinnustaðar, þar sem hún eignaðist marga góða vini. Þegar starfslok runnu upp í Mjólkursamsölunni, lagðist Sigga ekki fyrir í verkefnaleysi, öðru nær. Hún fór að þera út dagblöð, hún stundaði handavinnu og pijóna- skap af kappi, og fór í gönguferðir og sund. Sigga fór lika að læra norsku í námsflokkunum á efri árum. Fyrr á ævinni hafði hún lært þar ensku, dönsku og íslensku. Og hún gerðist dag-amma fyrir okkur hjónin, og það annaðist hún af heil- um hug. Hún annaðist um son okk- ar í rúm 6 ár og vitum við að kynni hans af Siggu ömmu, sem hann kallaði svo, voru honum holl. Án SIGRÍÐUR J. JÓHANNESDÓTTIR BJÖRN VILHJÁLMSSON + Björn Vilhjálms- son fæddist í Torfunesi í Ljósa- vatnshreppi í S-Þin- geyjarsýslu 12. mars 1913. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Skjóli Reykjavík 19. febr- :> úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lísibet Indriðadótt- ir og Vilhjálmur Friðlaugsson bóndi í Torfunesi. Þau eignuðust sjö börn: Jónas, Indriða Kristbjörn, Frið- laug Hermann, Björn, Sólveigu, Hallgrím og Torfa. Af þeim eru á lífi Friðlaugur Hermann og Sólveig. Hinn 26. október 1952 kvænt- ist Björn Jakobínu Þorláksdótt- ur frá Selkoti í Þingvallasveit, f. 6. maí 1917, d. 2. maí 1992. Synir Björns og Jak- obínu eru 1) Hjörtur Þór, f. 20.4. 1952, forstóri skrifstofu Rannsóknastofnana atvinnuveganna, kvæntur Þórunni Halldórsdóttur. Þeirra börn eru Björn og Eyþóra. 2) Lárus, f. 21.4. 1954, rekur eigið fisk- vinnsluhús í Hafnar- firði, kvæntur Eygló Ragnarsdóttur. Þeirra börn eru Svanur, Jakob og Ragnar. Björn starfaði hjá Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur í Fossvogi í þrjátíu ár eða til ársins 1978 þegar hann lét af störfum vegna heislubrests. Útför Björns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Erfídrykkjur Glæsileg kaffí- hlaðborð, fallegir salir og nijög góð þjónusta. Upplýsingar í símum 5050 925 og 562 7575 HÖTEL LOFTLEIÐIR Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) í dag kveðjum við með söknuði elsku afa okkar sem var okkur allt- af svo góður. Við minnumst þess hve gaman var að koma í heimsókn til afa og ömmu í Brautarlandið. Þar var alltaf tekið á móti okkur með hlýju og gleði. Við fengum appelsín hjá ömmu og síðan fórum við stundum í bíltúr með afa þegar hann fór í búðina og þá keypti hann alltaf handa okkur Opal. Afi var alltaf mikill garðyrkju- maður og þau amma höfðu yndi af öllu sem tengdist gróðri og garð- rækt. Það var ekki til sú planta sem ekki dafnaði vel í höndum afa enda var hann garðyrkjumeistari og vissi hvernig átti að meðhöndla plönturn- ar sem best. Það var gaman að skoða fallegu rósirnar og dalíurnar hennar ömmu á sumrin og svo gaf afi okkur jarðarbeijaplöntur og lítil reynitré sem höfðu sáð sér í garðinn þeirra. í dag eru þessi reynitré orð- in stór og falleg enda kenndi hann okkur að rækta þau sem best. Hann plantaði einnig tveimur grenitijám í sumarbústaðalandið okkar þegar við fæddumst en þar hafði afi ein- mitt gróðursett mikinn skóg. Þegar afi kom í heimsókn til okkar á sumrin var hans fyrsta verk að fara í göngutúr um garðinn okkar og skoða plönturnar. Það má segja að hvert einasta tré hafi verið skoðað og hvert einasta lauf- blað strokið, svo mikil var natnin. Hann kenndi okkur systkinunum nöfnin á tijánum og hvernig ætti að þekkja þau í sundur. Áfa fannst mjög gaman að því að við værum að læra á píanó og þegar hann kom í heimsókn bað hann okkur ævinlega að spila á píanóið fyrir sig og stundum raulaði hann líka með. Hann gladdist ávallt þegar okkur gekk vel og þegar við komum til hans og sýndum honum einkunnimar okkar, var hann vanur að faðma okkur og segja: „Jæja heillin, þetta er fínt hjá þér. Þetta þykir mér gaman að sjá.“ Þótt sorgin og söknuðurinn sé mikill munu minningarnar lifa áfram. Við kveðjum elsku afa því í þeirri trú að honum líði vel þar sem hann er nú kominn til ömmu, hjá Guði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Björn og Eyþóra. efa þroskaðist hann vel undir henn- ar handleiðslu. Hún las mikið fyrir hann af góðum bókum, hann nam tungutak hennar, og kunni skil á orðum og hafði orðfæri umfram jafnaldra sína þegar í skóla kom. Áreiðanlega var hún besta dag- amma sem hugsast gat. Sigga hafði menntast af eigin rammleik. Hún lærði að spila á org- el á unga aldri í Ólafsdal, og orgel- spil og söngur í stofunni hennar gladdi marga sem komu í heim- sókn. Tungumál voru henni hug- leikin og hún las býsnin öll af góð- um bókum á mörgum tungumálum um hin fjölbreytilegustu málefni, heimspeki, skáldsögur, ævisögur og trúmál, og ljóðlistin var henni alltaf hugleikin. Það var gott að koma á menning- arheimilið á fimmtu hæð í Austur- brún, rabba við Siggu frænku, skoða bækur og blöð, og þiggja veitingar, kaffi, kökur, og ævinlega nokkra konfektmola. Fátt þótti henni skemmtilegra en að fá heim- sóknir og fá að stjana við fólk, það gerði hún alveg framundir það síð- asta á sinn hæverska og fallega hátt. Sigga var barn aldamótakynslóð- arinnar, kynslóðar sem nú er nán- ast horfin af sjónarsviðinu. Hún var alin upp við fremur fátæklegar að- stæður sem fyrr á öldinni voru al- gengar í íslenskri sveit, en hún naut ástríkis og eindrægni fjöl- skyldunnar. Hún var eðlisgreind kona, sem naut lítillar skólafræðslu, en bætti sér hana upp sjálf, þegar tækifærið gafst. Hún var kona sem í dag hefði notið sín við langskóla- nám. Það vakti aðdáun hversu dugleg Sigga var að sækja fundi og mann- fagnaði af ýmsu tagi meðan heilsan leyfði. Hún naut þess sem í boði var í stórri borg og stundaði félags- starf eldri borgara og starf innan safnaðarins. Hún var félagsvera af guðs náð, enda þótt hún kysi að búa ein alla ævi sína. Og þó var hún ef til vill meira náttúrubarn en borgarkona. Hún fann frið í ferða- lögum út í náttúruna í góðum hópi og ferðaðist töluvert, jafnvel þótt ellin væri farin að sækja á. En hvergi leið henni þó betur en á sín- um æskustöðvum í Skálholtsvík. Þar voru hennar rætur. Án efa mun Sigga frænka nú standa á nýrri ströndu, alheil af sínum krankleikum, umföðmuð af systkinum og vinum, sem á undan henni hafa horfið yfir móðuna miklu. Það er góð tilfinning. Hjart- ans þakkir fyir samveruna, Sigga frænka! Guð blessi minningu þína. Fjóla Arndórsdóttir, Jón Birgir Pétursson. Frá því að ég man fyrst eftir mér hefur þú verið stór partur af lífi mínu, því þú varst svo oft á heimili mínu. í barnæsku kom ég til þín á Grettisgötuna þar sem ætíð mætti mér einstaklega hlýtt viðmót. Þú gafst þér tíma til að spila á orgelið, syngja og/eða lesa fallegar sögur fyrir mig. Þessar stundir hafa mótað líf mitt allt fram á daginn í dag og ekki hvað síst hugsjón þín um bræðrakærleik og frið á jörð. Með þátttöku þinni í Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna lagðir þú svo sannarlega þitt af mörkum að friður mætti ríkja á jörðu. Mér er minnisstætt þegar þú varst gjaidkeri þessara samtaka, fór ég, réttkomin á unglingsárin, að rukka fyrir þig félagsgjöldin og var frekar feimin við það. Stundum kom fyrir að ég lenti á rangri dyrabjöllu og var látin endur- taka nafnið og var spurð: Menning- ar og hvað? Hvað er nú það? Hugsjón þín var sterk og þessi mikli kærleikur og samkennd sem þú barst til meðbræðra þinna og alls sköpunarverksins hafði mikil áhrif á mig. I dag finnst mér það hafa verið dýrmæt gjöf að hafa fengið að njóta nærveru þinnar og kærleika. Þú varst ávallt svo trygg, sönn, auð- mjúk og lifandi. Þú tengdir saman alla ættina og skráðir hvern ný- fæddan í ættarbókina, sem þú kall- aðir „Rollubókina", enda er þín sárt saknað af okkur öllum. Ég er þér ævinlega þakklát að hafa verið til staðar fyrir mig og stutt mig í lífinu. Við áttum sameig- inlega trú á Krist í oss og andinn væri eilífur. „Hér þótt lífið endi, rís það upp í Drottins hendi.“ Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku hjartans Sigga frænka, ég og fjölskylda mín kveðjum þig með virðingu og þökk og trúum því að við hittumst aftur á æðri sviðum. Þín, Guðfinna og fjölskylda. Margs er að minnst þegar litið er aftur til síðustu ára með henni Siggu okkar. Hún var ætíð til stað- ar og alltaf var jafn yndislegt að kíkja til hennar í kaffí og spjall í litlu sætu íbúðina hennar. Sigga gat spjallað tímunum saman um hin ýmsu málefni og var áberandi hversu vel hún var að sér í bók- menntum og almennum fróðleik. Hún hafði sínar eigin skoðanir, en þó gat maður alltaf verið óhræddur við að segja það sem manni lá á hjarta, Sigga tók hlutunum með jafnaðargeði. Sigga var dugleg, það eru allir sammála um. Hún var ekki vön að kveinka sér, hún hafði frekar samúð með öðrum. Hún hafði alltaf verið mikil sundkona og fór í sund á hveijum degi, þar til hún tók að þreytast og mæðast. Það fannst öllum mjög átakanlegt þegar hún Sigga gat ekki farið lengur í sund þar sem henni var það mikið kapps- mál að hreyfa sig. Hún fann þó ráð við því og fór á hveijum degi út til að ganga eitthvað. Minningarnar hlaðast upp. Það er erfitt að festa þær niður á blað. Eitt er þó víst að Sigga frænka okkar var kona sem allir litu upp til. Minning hennar mun lifa um ókomna tíð og allir þeir sem kynnt- ust henni eru ríkari eftir en áður. Það á einnig við um okkur. Bless, elsku frænka, berðu ömmu okkar og afa kveðju okkar. Jóhanna og Hrefna. Fallin er frá móðursystir okkar, Sigríður J. Jóhannesdóttir, eftir langa ævigöngu. Á slíkum stundum eru tilfinningarnar blendnar, sökn- uðurinn annars vegar, en hins veg- ar léttirinn yfir því að göngumóð kona skuli nú fá hvíld. Það var hennar eigin sannfæring að handan okkar tilveru hæfist önnur og hún hlakkaði til endurfundanna við syst- ur sína, móður okkar, sem féll frá fyrir þremur árum, en þær voru afar samrýndar. Sigga frænka, eins og hún var ávallt kölluð, var sjálf barnlaus, en umvafði systkinabörn sín og ijölskyldur þeirra allri sinni móðurelsku og hana átti hún í rík- um mæli. Hún var stór kona sem erfitt er að lýsa með fáum orðum. Þess vegna gerum við „Siðustu stef- in til Theódóru" eftir Jóhannes úr Kötlum að kveðju okkar. Og þá er lokið langri vegferð þinni en Ijósið áfram skín af þinni brá. Hún slokknar aldrei þessi heita þrá sem þjóðin fann og gerði að köllun sinni. Þó augu lokist, hjarta hætti að slá í hljóðri veröld geymast ljóðsins kynni og allt það líf sem landið dýrast á þitt líf mun blessa í helgidómnum inni. Ég kveð og þakka. Önd þín frelsið fínni og friðinn djúpa vinum sínum hjá. Og svo bið ég að heilsa móður minni. (Jóh. úr Kötlum) Sigrún og Ólöf Einarsdætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.