Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halastjaman Hale- Bopp sést frá íslandi Umhverfisráðherra leyfir ekki stækkun Hagavatns Krafist er frekari rannsókna á vatninu HALASTJARNAN Hale-Bopp sést núna vel frá íslandi, en hún er nú í stjörnumerkinu Svani. Snævarr Guðmundsson áhuga- maður um stjörnufræði tók meðfylgjandi mynd nýlega og er hún tekin á tíu mínútum í gegnum 12 tommu spegilsjón- auka. Snævarr segir að hali sljörnunnar sjáist greinilega undir myrkum himni, en verði enn skýrari með venjulegum handsjónauka. „Áhugasamir geta hins vegar haft samband við sljörnuskoðunarfélag Sel- tjarnarness til að fá að sjá hala- stjörnuna í öflugum stjörnu- sjónauka," segir hann. í grein Þorsteins Sæmunds- sonar stjörnufræðings í Alman- aki Háskólans 1997, segir að kjarni halastjörnu sé samsafn af ryki og ís og hefur honum verið líkt við óhreinan snjó- bolta. Fyrir áhrif ljóss og rafagna frá sólu dreifist efni úr kjarnanum og getur myndað hala sem er milljónir km á lengd og stefnir í átt frá sólu. Sú tilkomumesta á öldinni? Þá segir að tveir bandarískir stjörnuáhugamenn, Thomas Bopp og Alan Hale, hafi fyrst komið auga á halastjörnuna Hale-Bopp í júlí 1995. Strax hafi verið ljóst að halastjarnan bæri óvenju mikla birtu og var því jafnvel spáð að hún kynni að verða sú tilkomumesta á þessari öld. Ekki vill þó Þor- steinn fullyrða um það. Að sögn Þorsteins sést þessi halastjarna nú frá norðurhveli jarðar og verða skilyrði til að sjá stjörnuna frá íslandi best í marsmánuði. Skömmu eftir myrkur að kvöldi mun hún sjást í norðvestri og nokkru fyrir birtingu að morgni mun hún sjást í austri. GUÐMUNDUR Bjamason um- hverfisráðherra hefur fellt úr gildi úrskurð skipulagsstjóra ríkisins um stækkun Hagavatns sunnan Langjökuls. Að mati umhverfis- ráðuneytisins liggja ekki fyrir nægilegar rannsóknir sem styðji þá tilgátu að stækkun vatnsins myndi stöðva það áfok úr gömlum vatnsbotni Hagavatns sem talið er ógna gróðri á heiðum upp af Biskupstungum og Laugardal. Fyrirhuguð framkvæmd felst í hækkun á vatnsborði Hagavatns með 15 metra hárri stíflu, sem á að stækka vatnið úr 5 ferkílómetr- um í um 13,5 ferkílómetra. Vatnið hefur minnkað vegna hopunar Langjökuls á þessari öld en það var jökulstíflað. Landgræðsla ríks- ins telur að með stækkun vatnsins væri hægt að draga verulega úr foki úr gömlum vatnsbotni Haga- vatns. Rannsóknir Iiggja ekki fyrir Skipulagsstjóri ríkisins féllst á framkvæmdina 25. júlí 1996, en úrskurðurinn var kærður til um- hverfisráðherra. í niðurstöðu ráðu- neytisins er fallist á þá athuga- semd kæranda að ekki liggi fyrir rannsóknir sem styðji þá skoðun Landgræðslunnar að framkvæmd- in minnki sandfok. Bent er á að samkvæmt rofkorti muni stækkað Hagavatn aðeins þekja lítinn hluta þess rofsvæðis sem einkum virðist valda foki á svæðinu. „Þegar metið sé hvort rétt- lætanlegt sé að ráðist verði í fram- kvæmd af þessu tagi sé rétt að hafa hliðsjón af þeim markmiðum náttúruverndarlaga að tryggja eigi eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum. Að mati ráðuneytisins er með stækk- un Hagavatns verið að grípa inn í eðlilegan framgang náttúrunnar sem í þessu tilviki stjórnast af loftslagssveiflum og samkvæmt því verður að gera ríkar kröfur um að fyrirhuguð stækkun Haga- vatns hafi þau jákvæðu umhverfis- áhrif sem að er stefnt," segir í fréttatilkynningu frá umhverfis- ráðuneytinu. Opinber heimsókn frá Græn- landi LARS Emil Johansen, formaður grænlensku landstjórnarinnar, er væntanlegur í opinbera heimsókn hingað til íslands í dag ásamt eigin- konu sinni, Ivalo Egede, og fylgdar- liði. Lars Emil Johansen mun meðal annars ræða við Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór As- grímsson utanríkisráðherra á með- an á heimsókninni stendur. Auk þess mun hann funda með formönn- um og varaformönnum utanríkis- málanefndar Alþingis og íslands- deildar Norðurlandaráðs og vest- norræna þingmannaráðsins. Hann mun sækja forseta íslands heim, borgarstjórann í Reykjavík, Stofn- un Árna Magnússonar, Þjóðminja- safnið og Útflutningsráð. Gestirnir munu einnig skoða sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrirtæki á Akureyri og háskólann þar og fara til Þing- valla og Hveragerðis. ■ Saga norrænna/30 Samvinnuferðir-Landsýn hf. Hafa bókað 7.000 farþega í sólina Morgunblaðið/Friðrik Halldórsson Jeppi niður um ís Lögreglu- menn lömdu ísskáp LÖGREGLAN var á mánu- dagskvöld kvödd að húsi við Hraunbæ vegna kvartana íbúa þar yfir hávaða sem barst frá íbúð nágranna. Um 25 kvartanir af sama meiði berast lögreglu í hverri viku. Lögreglumenn fóru á stað- inn og fengu að fara inn í íbúð hávaðavaldsins til að kanna hveiju sætti. Upptök ónæðisins reyndust vera ís- skápur sem stóð við vegg á milli íbúðanna og gaf frá sér suð og torkennileg hljóð önn- ur, nægjanleg hávær til að trufla ró og svefnfrið þess sem kvartaði. Lögreglan fór höndum um skápinn og lamdi hann rösk- lega, með þeim afleiðingum að hann var ljúfur sem lamb á eftir. íbúi sá sem kvartaði upp- haflega taldi a.m.k. nóg gert til að tryggja næði í húsinu, að sögn lögreglu. HELGI Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar hf., segir að ferðaskrifstofan hafí bókað í um 7 þúsund sæti frá því sala á sumarleyfisferðum hófst 16. febrúar sl. Bókanir í ár hafi slegið öll met. „Við erum búnir að bóka í rúm- lega 7 þúsund sæti á átta söludög- um. Okkur fannst vera veruleg aukning í bókunum í fyrra og héld- um að við myndum ekki gera bet- ur í bráð, en þetta ár virðist ætla að verða enn betra. Bókanir í ár eru 70% meiri en á sama tíma í fyrra,“ sagði Helgi. Samvinnuferðir-Landsýn bjóða 5-10 þús. kr. afslátt af verði ferða ef bókað er fyrir 10. mars. Helgi sagði að umtalsverð hagræðing næðist með því að fá fólk til að bóka þetta snemma og láti ferða- skrifstofan hagræðinguna ganga til viðskiptavina. Hann sagði greinilegt að fólk kynni að meta þetta boð og bókaði snernma. Þetta sýndi að sú fullyrðing að íslending- ar væru óskipulagðir og tækju seint ákvarðanir um sumarfrí væri ekki rétt. Mestur áhugi á sólarströndum Helgi sagði að mestur áhugi væri fyrir ferðum á sólarstrendur á Spáni og í Portúgal. Sumir brottfarardagar væru að verða uppseldir. Helgi sagði að Samvinnuferðir- Landsýn hefðu gert u.þ.b. 700 samninga þar sem viðskiptavinimir nýttu sér þann kost að greiða ferð- ina á lengri tíma. Flestir dreifðu greiðslunum á 8-12 mánuði, en innan við 10 samningar væm um greiðsludreifingu í 36 mánuði. Hann sagði þetta sýna að gagnrýni Neyt- endasamtakanna o.fl. á þetta greiðsluform væri ekki sanngjöm. HÚN varð heldur endaslepp ferð þessa jeppa sem á dögun- um hætti sér út á Sandklufta- vatn á Kaldadalsleið. Ökumað- urinn ók á hjarninu og áttaði sig ekki á því að hann hafði ekið út á vatnið. ísinn brotnaði undan þunga bílsins og hann sökk að framan niður í vatnið. Ökumaður og farþegi komust blautir en ósárir út úr bílnum. Björgunarleiðangur var gerður út daginn eftir og tók hann 16 klukkutíma. Björgun- armenn urðu að brjóta ísinn á 50 metra kafla frá landi að jeppanum og draga hann eftir botninum. Jeppinn er talsvert skemmdur og ökumaðurinn reynslunni ríkari. f L L I I i ! I i C ií ■i i }( |( ( ( (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.