Morgunblaðið - 27.02.1997, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Halastjaman Hale-
Bopp sést frá íslandi
Umhverfisráðherra leyfir ekki stækkun Hagavatns
Krafist er frekari
rannsókna á vatninu
HALASTJARNAN Hale-Bopp
sést núna vel frá íslandi, en hún
er nú í stjörnumerkinu Svani.
Snævarr Guðmundsson áhuga-
maður um stjörnufræði tók
meðfylgjandi mynd nýlega og
er hún tekin á tíu mínútum í
gegnum 12 tommu spegilsjón-
auka. Snævarr segir að hali
sljörnunnar sjáist greinilega
undir myrkum himni, en verði
enn skýrari með venjulegum
handsjónauka. „Áhugasamir
geta hins vegar haft samband
við sljörnuskoðunarfélag Sel-
tjarnarness til að fá að sjá hala-
stjörnuna í öflugum stjörnu-
sjónauka," segir hann.
í grein Þorsteins Sæmunds-
sonar stjörnufræðings í Alman-
aki Háskólans 1997, segir að
kjarni halastjörnu sé samsafn
af ryki og ís og hefur honum
verið líkt við óhreinan snjó-
bolta. Fyrir áhrif ljóss og
rafagna frá sólu dreifist efni
úr kjarnanum og getur myndað
hala sem er milljónir km á lengd
og stefnir í átt frá sólu.
Sú tilkomumesta
á öldinni?
Þá segir að tveir bandarískir
stjörnuáhugamenn, Thomas
Bopp og Alan Hale, hafi fyrst
komið auga á halastjörnuna
Hale-Bopp í júlí 1995. Strax
hafi verið ljóst að halastjarnan
bæri óvenju mikla birtu og var
því jafnvel spáð að hún kynni
að verða sú tilkomumesta á
þessari öld. Ekki vill þó Þor-
steinn fullyrða um það.
Að sögn Þorsteins sést þessi
halastjarna nú frá norðurhveli
jarðar og verða skilyrði til að
sjá stjörnuna frá íslandi best í
marsmánuði. Skömmu eftir
myrkur að kvöldi mun hún sjást
í norðvestri og nokkru fyrir
birtingu að morgni mun hún
sjást í austri.
GUÐMUNDUR Bjamason um-
hverfisráðherra hefur fellt úr gildi
úrskurð skipulagsstjóra ríkisins
um stækkun Hagavatns sunnan
Langjökuls. Að mati umhverfis-
ráðuneytisins liggja ekki fyrir
nægilegar rannsóknir sem styðji
þá tilgátu að stækkun vatnsins
myndi stöðva það áfok úr gömlum
vatnsbotni Hagavatns sem talið
er ógna gróðri á heiðum upp af
Biskupstungum og Laugardal.
Fyrirhuguð framkvæmd felst í
hækkun á vatnsborði Hagavatns
með 15 metra hárri stíflu, sem á
að stækka vatnið úr 5 ferkílómetr-
um í um 13,5 ferkílómetra. Vatnið
hefur minnkað vegna hopunar
Langjökuls á þessari öld en það
var jökulstíflað. Landgræðsla ríks-
ins telur að með stækkun vatnsins
væri hægt að draga verulega úr
foki úr gömlum vatnsbotni Haga-
vatns.
Rannsóknir Iiggja ekki fyrir
Skipulagsstjóri ríkisins féllst á
framkvæmdina 25. júlí 1996, en
úrskurðurinn var kærður til um-
hverfisráðherra. í niðurstöðu ráðu-
neytisins er fallist á þá athuga-
semd kæranda að ekki liggi fyrir
rannsóknir sem styðji þá skoðun
Landgræðslunnar að framkvæmd-
in minnki sandfok. Bent er á að
samkvæmt rofkorti muni stækkað
Hagavatn aðeins þekja lítinn hluta
þess rofsvæðis sem einkum virðist
valda foki á svæðinu.
„Þegar metið sé hvort rétt-
lætanlegt sé að ráðist verði í fram-
kvæmd af þessu tagi sé rétt að
hafa hliðsjón af þeim markmiðum
náttúruverndarlaga að tryggja
eigi eftir föngum þróun íslenskrar
náttúru eftir eigin lögmálum. Að
mati ráðuneytisins er með stækk-
un Hagavatns verið að grípa inn
í eðlilegan framgang náttúrunnar
sem í þessu tilviki stjórnast af
loftslagssveiflum og samkvæmt
því verður að gera ríkar kröfur
um að fyrirhuguð stækkun Haga-
vatns hafi þau jákvæðu umhverfis-
áhrif sem að er stefnt," segir í
fréttatilkynningu frá umhverfis-
ráðuneytinu.
Opinber
heimsókn
frá Græn-
landi
LARS Emil Johansen, formaður
grænlensku landstjórnarinnar, er
væntanlegur í opinbera heimsókn
hingað til íslands í dag ásamt eigin-
konu sinni, Ivalo Egede, og fylgdar-
liði.
Lars Emil Johansen mun meðal
annars ræða við Davíð Oddsson
forsætisráðherra og Halldór As-
grímsson utanríkisráðherra á með-
an á heimsókninni stendur. Auk
þess mun hann funda með formönn-
um og varaformönnum utanríkis-
málanefndar Alþingis og íslands-
deildar Norðurlandaráðs og vest-
norræna þingmannaráðsins. Hann
mun sækja forseta íslands heim,
borgarstjórann í Reykjavík, Stofn-
un Árna Magnússonar, Þjóðminja-
safnið og Útflutningsráð. Gestirnir
munu einnig skoða sjávarútvegs-
og fiskvinnslufyrirtæki á Akureyri
og háskólann þar og fara til Þing-
valla og Hveragerðis.
■ Saga norrænna/30
Samvinnuferðir-Landsýn hf.
Hafa bókað 7.000
farþega í sólina
Morgunblaðið/Friðrik Halldórsson
Jeppi niður um ís
Lögreglu-
menn lömdu
ísskáp
LÖGREGLAN var á mánu-
dagskvöld kvödd að húsi við
Hraunbæ vegna kvartana
íbúa þar yfir hávaða sem
barst frá íbúð nágranna. Um
25 kvartanir af sama meiði
berast lögreglu í hverri viku.
Lögreglumenn fóru á stað-
inn og fengu að fara inn í
íbúð hávaðavaldsins til að
kanna hveiju sætti. Upptök
ónæðisins reyndust vera ís-
skápur sem stóð við vegg á
milli íbúðanna og gaf frá sér
suð og torkennileg hljóð önn-
ur, nægjanleg hávær til að
trufla ró og svefnfrið þess
sem kvartaði.
Lögreglan fór höndum um
skápinn og lamdi hann rösk-
lega, með þeim afleiðingum
að hann var ljúfur sem lamb
á eftir.
íbúi sá sem kvartaði upp-
haflega taldi a.m.k. nóg gert
til að tryggja næði í húsinu,
að sögn lögreglu.
HELGI Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Samvinnuferða-Landsýnar
hf., segir að ferðaskrifstofan hafí
bókað í um 7 þúsund sæti frá því
sala á sumarleyfisferðum hófst 16.
febrúar sl. Bókanir í ár hafi slegið
öll met.
„Við erum búnir að bóka í rúm-
lega 7 þúsund sæti á átta söludög-
um. Okkur fannst vera veruleg
aukning í bókunum í fyrra og héld-
um að við myndum ekki gera bet-
ur í bráð, en þetta ár virðist ætla
að verða enn betra. Bókanir í ár
eru 70% meiri en á sama tíma í
fyrra,“ sagði Helgi.
Samvinnuferðir-Landsýn bjóða
5-10 þús. kr. afslátt af verði ferða
ef bókað er fyrir 10. mars. Helgi
sagði að umtalsverð hagræðing
næðist með því að fá fólk til að
bóka þetta snemma og láti ferða-
skrifstofan hagræðinguna ganga
til viðskiptavina. Hann sagði
greinilegt að fólk kynni að meta
þetta boð og bókaði snernma. Þetta
sýndi að sú fullyrðing að íslending-
ar væru óskipulagðir og tækju
seint ákvarðanir um sumarfrí væri
ekki rétt.
Mestur áhugi á sólarströndum
Helgi sagði að mestur áhugi
væri fyrir ferðum á sólarstrendur
á Spáni og í Portúgal. Sumir
brottfarardagar væru að verða
uppseldir.
Helgi sagði að Samvinnuferðir-
Landsýn hefðu gert u.þ.b. 700
samninga þar sem viðskiptavinimir
nýttu sér þann kost að greiða ferð-
ina á lengri tíma. Flestir dreifðu
greiðslunum á 8-12 mánuði, en
innan við 10 samningar væm um
greiðsludreifingu í 36 mánuði. Hann
sagði þetta sýna að gagnrýni Neyt-
endasamtakanna o.fl. á þetta
greiðsluform væri ekki sanngjöm.
HÚN varð heldur endaslepp
ferð þessa jeppa sem á dögun-
um hætti sér út á Sandklufta-
vatn á Kaldadalsleið. Ökumað-
urinn ók á hjarninu og áttaði
sig ekki á því að hann hafði
ekið út á vatnið. ísinn brotnaði
undan þunga bílsins og hann
sökk að framan niður í vatnið.
Ökumaður og farþegi komust
blautir en ósárir út úr bílnum.
Björgunarleiðangur var
gerður út daginn eftir og tók
hann 16 klukkutíma. Björgun-
armenn urðu að brjóta ísinn á
50 metra kafla frá landi að
jeppanum og draga hann eftir
botninum. Jeppinn er talsvert
skemmdur og ökumaðurinn
reynslunni ríkari.
f
L
L
I
I
i
!
I
i
C
ií
■i
i
}(
|(
(
(
(