Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reuter
Stærsti og lengsti kjóllinn
Svissneska sambandsstjórnin
Fellst á sjóð í
þágu gyðinga
ZUrich. Reuter.
Of feitur
fyrir dóm-
salinn
New York. Reuter.
RÉTTARHÖLD yfir manni
frá New York sem ákærður
hefur verið fyrir að standa
að umfangsmiklu vændi, urðu
að fara fram utandyra á
mánudag, vegna þess að sak-
borningurinn er svo feitur að
hann komst ekki inn í dóms-
salinn.
Robert York var klæddur
smáblómstruðum spítalaserk
og lá á börum í sjúkrabíl á
meðan mál hans var tekið fyr-
ir. Kvaðst hann saklaus af
ákæru um að hafa haft
vændiskonur á sínum snærum
í tengslum við fylgdarþjónustu
sem hann hefur rekið. Mál-
flutningur tók sjö mínútur.
York er 181 kg að þyngd
og að sögn dómsmáíayfir-
valda er þetta í fyrsta sinn
sem sakbomingur kemst
hvorki inn í dómsalinn né lyft-
una í dómhúsinu.
York hefur verið í haldi í
rúman mánuð og á hann ekki
sjö dagana sæla þar, að sögn
lögfræðings hans. Segir hann
York hafa verið barinn illa,
rændan skartgripum sínum
og fatnaði, auk þess sem hann
eigi við húðvandamál að
stríða vegna þess að hann sé
rúmfastur.
HIN sextuga Maria Luque frá
Spáni veifar til áhorfenda sem
safnast höfðu saman á götum
Torremolinos til að fylgjast
með för hennar. Luque klædd-
ist kjól sem er 8,5 metrar í
þvermál og með 100 metra
löngum slóða en hún vonast til
að fá hann skráðan í heims-
metabók Guinnes.
SVISSNESKA stjómin samþykkti
endanlega í gær að stofnaður yrði
sjóður til minningar um fómarlömb
helfarar þýskra nasista og samtök
gyðinga eiga að ráða miklu um
hvernig fénu verður úthlutað til fórn-
arlambanna.
Heimsþing gyðinga (WJC), sem
hafði gagnrýnt svissneska banka
fyrir viðskipti þeirra við nasista í síð-
ari heimsstyijöldinni, fagnaði
ákvörðun stjórnarinnar og sagði
hana stórt skref í þá átt að bæta
samskipti gyðinga og Svisslendinga
eftir harðar deilur síðustu mánuði.
Flavio Cotti, utanríkisráðherra
Sviss, sagði að stjórnin hefði sam-
þykkt að sjóðurinn yrði stofnaður
1. mars eftir að hafa náð samkomu-
lagi við samtök gyðinga og fulltrúa
ísraelsstjórnar um hvernig honum
yrði stjórnað. Ráðherrann sagði ekk-
ert um hvort stjórnin myndi leggja
til fé í sjóðinn.
Svalbarðavatn
í koníakið
Ósló. Morgunblaðið.
VATN frá Svalbarða verður notað
í nýja koníakstegund sem sett
verður á markað um helgina, við
hátíðlega athöfn í Longyearbyen.
Um er að ræða koníak framleið-
anda af norskum ættum og kall-
ast það Larsen Arctic XO.
Vatn verður flutt frá Svalbarða
til Larsen-verksmiðjanna í
Cognac-héraði í Frakklandi. Um
er að ræða bráðinn jökulís, sem
framleiðendur vona að gefi kon-
íakinu alveg sérstakt bragð.
Larsen-fjölskyldan á ættir sínar
að rekja til Tromso en flutti til
Frakklands um aldamótin síðustu.
Jean og Frederic Larsen eru 2.
og 3. ættliðurinn sem fæst við
koníaksframleiðslu og fara þeir
til Svalbarða til að vera viðstaddir
markaðssetningarathöfnina
Óvíst er hvort íbúum á Sval-
barða verður boðið að vera við-
staddir en námaverkamennirnir
þar eru m.a. þekktir fyrir að
umgangast koníak af takmarkaðri
virðingu, blanda það iðulega í
ávaxtagosdrykk.
Biskup
fyrir rétt
Palermo. Reuter.
RÉTTARHÖLD hófust i gær í máli
erkibiskupsins af Sikiley, Salvatore
Cassisa í Palermo en hann er
ákærður fyrir spillingu og að hafa
fé af Evrópusambandinu. Cassisa
er einn háttsettasti embættismaður
ítölsku kirkjunnar sem hefur komist
i kast við lögin. Cassisa var ekki
viðstaddur upphaf réttarhaldanna
en hann neitar öllum ákæruatrið-
um. Verði hann fundinn sekur á
hann yfir höfði sér allt að fjögurra
ára fangelsisdóm.
Erkibiskupinn, sem er 75 ára,
er ákærður ásamt fimm öðrum fyr-
ir spillingu og úársvik- Hann er
sakaður um fjárkúgun í tengslum
við mútur, sem saksóknari segir að
krafíst hafi verið af byggingafyrir-
tækjum sem sóttust eftir vinnu við
viðgerðir á Monreale-dómkirkjunni
á árunum 1990-1993. Cassisa er
formaður stofnunar sem hefur um-
sjón með dómkirkjunni, sem þykir
afar merkt framlag til byggingar-
sögunnar. Eru tveir starfsmenn
Reuter
CASSISA, erkibiskup af Sikil-
ey, er ákærður fyrir spillingu,
mútuþægi og fjársvik.
stofnunarinnar sakaðir um mútu-
þægni og biskupinn er ákærður
fyrir að hafa verið með í ráðum.
Þá er Cassisa einnig ákærður
fyrir klíkuskap er kom að því að
útdeila verkum til verktaka, fyrir
að taka sér fé frá stofnuninni og
fyrir að hafa haft um 200 milljónir
líra, um 8,4 millj. kr. af ESB, með
því að ljúga til um stærð vínekra
kirkjunnar. Lögmaður biskupsins
sagði málið uppspuna frá rótum.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN ehf
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540. 552-1700. FAX 562-0540
%
VANTAR
íbúðarhúsnæði
Sérhæð á Seltjarnarnesi í skiptum fyrir 4ra herb. íb. með stæði í bílskýli að
Austurströnd.
Hús á Flötunum í Garðabæ fyrir traustan kaupanda.
Nýlegt einl. einbýli miðsvæðis fyrir traustan kaupanda t.d. í Fossvogi eða
Hlíðum.
Sérbýli í Hamrahverfi. Skipti mögul. á sérhæð í Hlíðum.
VANTAR
Atvinnuhúsnæði
%
1000 fm heila húseign nærri miðborginni fyrir skóla.
300-400 fm verslunarhúsnæði i Múlum eða Skeifu.
500-1000 fm skemmu með góðri lofthæð, innkeyrslu og athafnasvæði á
stór Reykjavikursvæðinu.
1000 fm gott skrifstofuhúsnæði með góðum bílastæðum í Reykjavík. 1600-
1800 fm helst heila húseign (skrifstofuhúsnæði) í Reykjavík með góðum
bílastæðum.
200-300 fm iðnaðarhúsnæði í Austurborginni. 700-800 fm iðnaðarhúsnæði
með góðri lofthæð og innkeyrslu.
Verslunar- og skrifstofuhúsnæði að ýmsum stærðum við Laugaveg.
FASTEIGNAMARKAÐURINN ehf
ÓÐINSGÖTU 4. SlMAR 551-1540, 552-1700, FAX 552-0540 =
Ráðizt gegn spillingu í stjórnkerfi Mexíkó
Yfirmaður fíkniefna-
mála fangelsaður
Mexíkóborg, Washington. Reuter.
DÓMARI í Mexíkóborg dæmdi í
fyrradag fyrrverandi yfirmann þeirr-
ar stofnunar mexíkóska ríkisins, sem
hefur það hlutverk að beijast gegn
eiturlyfjum, í gæzluvarðhald vegna
gruns um fíkniefnamisferli. Er
gæzluvarðhaldsdómurinn iiður í
umfangsmikilli áætlun stjórnvalda,
sem miðar að því að uppræta spill-
ingu í röðum lögreglunnar og emb-
ættismannakerfisins.
Yfirmaðurinn, Jesus Gutierrez
Rebollo, er fyrrverandi hershöfðingi
og var fram að handtöku sinni í síð-
ustu viku áhrifamesti embættismað-
ur Mexíkó í fíkniefnamálum. Hann
er nú sakaður um að vera flæktur
í fjölda glæpa, meðal annars mútu-
þægni og að hafa staðið fyrir kóka-
ínsmygli. Saksóknari segir hann
hafa starfað fyrir Amado Carillo
Fuentes, umsvifamesta eiturlyfja-
barón landsins.
„Vottun" Banda-
ríkjastjórnar
Það sem mest þrýstir á mexíkósk
stjórnvöld að þau geri hreint fyrir
sínum dyrum er að í seinasta lagi á
laugardag verður Bandaríkjastjórn
að taka ákvörðun um hvaða riki sem
annað hvort framleiða eiturlyf eða
flutningur eiturlyfja fer um teljist
starfa nægjanlega vel með Banda-
ríkjamönnum í viðleitni þeirra til að
takmarka innflutning fíkniefna til
Bandaríkjanna. Þessi svokallaða
„vottun" ríkja fer fram árlega og
hefur Mexíkó staðist hana allt frá
árinu 1986 þegar hún var tekin upp,
en alls eru 32 ríki „vottuð" á þennan
hátt.
í Mexíkó, sem er þriðja stærsta
viðskiptaland Bandaríkjanna, hafa
margir lífsviðurværi sitt af smygli á
kókaíni, heróíni, amfetamíni og
kannabisefnum til Bandaríkjanna.
Ríki, sem ekki hljóta „vottun"
Bandaríkjanna geta þurft að sæta
viðskiptaþvingunum. Afganistan,
Búrma, Kólumbía, Nígería og Sýr-
land lentu á svörtum lista Banda-
ríkjamanna í fyrra, og er búizt við
að það breytist ekki í ár.
Du Pont dæmdur
fyrir morð
Media í Pennsylvaníu. Reuter.
JOHN du Pont, erfingi bandaríska
efnaframleiðslurisans du Pont, var
á þriðjudagskvöld fundinn sekur
um morð á David Schultz, ólymp-
íumeistara í glímu, en kviðdómur-
inn kvað einnig upp úr um að
hann væri ekki heill á geði.
Tólf manna kviðdómurinn hafði
setið á rökstólum í eina viku áður
en hann kvað upp þennan úr-
skurð. Dómarinn í málinu hefur
ekki enn ákveðið lengd refsingar
du Ponts, en að teknu tilliti til
dómahefðar má gera ráð fyrir að
hún verði á bilinu 69 mánuðir til
tíu ára. Hann mun þó fyrst gang-
ast undir geðlæknismeðferð.
Veijendur du Ponts höfðu viður-
kennt, að hann hefði skotið
Schultz til bana á heimili hans í
janúar 1996, en héldu því fram
að skjólstæðingur þeirra væri ós-
akhæfur þar sem hann þjáðist af
geðklofa, sem gerði hann ófæran
um að greina rétt frá röngu.
Við réttarhöldin yfir du Pont,
sem stóðu í 13 daga, komu fram
ýmsar lýsingar á geðveikislegri
hegðan hans. Hann hefði m.a.
haldið að hann væri Dalai Lama,
síðasti keisari Rússaveldis eða Jes-
ús Kristur.
John du Pont er sonarsonarson-
arsonur E.I. du Ponts, sem stofn-
aði fyrirtækið árið 1802 og lagði
þar með grundvöllinn að einhveij-
um mestu fjölskylduauðæfum sem
um getur í Bandaríkjunum.
Reuter
JOHN du Pont, erfingi eins
stærsta fjölskylduauðs Banda-
ríkjanna, sést hér ekið út úr
réttarsalnum þar sem hann
var fundinn sekur um morð,
en sagður vanheill á geði.