Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 25 „Af hverju er Helsingfors Svíum framandi, en ekki London og Dubl- in?“ spyr Bargum. Hún sagði að visst bil væri milli Finnlandssvía og Svía, ekki síst sýndi slangrið það. Nútíma- legur prósi hefði verið seint á ferð- inni hjá Finnlandssvíum. Drekarnir yfir Helsingfors væri að þeirra dómi „stóra skáldsagan um okkur“. Al- gengt væri að þeir lýstu skáldsög- unni og höfundinum á eftirfarandi hátt: „Hann segir frá okkur.“ Bókin hefði vissulega átt að hreppa Finlandia-bókmenntaverð- launin, en nefndin hafi ekki áttað sig nógu vel á henni, verið of „akade- mísk“ í viðhorfum. Erftitt væri þó að slá einhveiju föstu um niðurstöður nefndarinnar. Er margt að gerast í firmskum bókmermtum? „I prósanum má nefna Nummi og Westö. Skáldsögur fmnskumælandi höfunda voru breiðar og epískar áð- ur, en hafa styst. Það er athyglis- vert að skáldsögur Finnlandssvíanna eru að verða breiðari." Meðal finnskumælandi höfunda sem væru að gera góða hluti nefndi Marianne Bargum ljóðskáldin Lauri Otonkoski og Caj Westerberg. Hún sagði að margir biðu eftir ævisögu skáldsins Rabbe Enckells sem sonur hans Michael Enckell er að skrifa. í bókinni mun sonurinn taka upp hanskann fyrir föður sinn sem var gagnrýndur fyrir fegurðardýrkun á tímum skorinorðra ádeiluljóða á sjö- unda og áttunda áratugnum. Marianne Bargum sem er sérfræð- ingur í afrískum bókmenntum segist nú skrifa nær eingöngu texta á bó- kakápur. Söderströms gefur út á ári 25-30 eigin bækur en á hlut í dreif- ingu bóka í Finnlandi í samvinnu við sænsk forlög. Bargum sagði að Söd- erströms bærust að meðaltali tvö handrit í viku, en ekki væri úr mörgu að velja fyrir finnlandssænska höf- unda í útgáfumálum. Hitt stóra finn- landssænska útgáfufyrirtækið, Schildts, gefur út svipaðan fjölda bóka, en líka bækur á finnsku. „Við viljum vera á sænskum markaði, þekkjum ekki finnsku hliðina," sagði Bargum. Ekki er óalgengt að upplag finn- landssænskra prósabóka sé 800-1000 eintök, ljóðabækur koma út í 400 ein- tökum. Skáldsaga Westös hefur verið prentuð í 6.000. Bargum segist vona að unnt sé að vekja áhuga Svía á bókmenntum Finnlandssvía. Til þess að halda sambandi við Svíþjóð sem er nauðsynlegt að dómi Bargum þarf að fjarlægja ýmislegt sérfinnskt úr finnlandssænskum bókum sem fara á markað í Svíþjóð. Mörgum Finnum finnst þetta þó hjákátlegt. A laugardag og sunnudag gefst kostur á því að hlýða á Marianne Bargum tala um finnskar og álensk- ar bókmenntir í Norræna húsinu. Jón Aðalsteinn Kristinn Örn Þorgeirsson Kristinsson Jón Aðalsteinn •• og Kristinn Orn í Listasafni Islands JÓN Aðalsteinn Þorgeirsson klari- nettleikari og Kristinn Örn Kristins- son píanóleikari flytja verk fyrir klarinett og píanó. í Listasafni Is- lands á morgun, föstudag kl. 20.30. Fyrri hluti tónleikanna verður til- einkaður rómantíska tímabili tónlist- arsögunnar, þar seni leikin verða verk eftir R. Schuniann, N. Burg- muller, H. Baermann og C. Nielsen. A síðari hluta tónleikanna verða leik- in tónverk sem samin eru á þessari öld, eftir þá A. Honegger, P. Hin- demith og W. Lutoslawski. Kanebo -cngu Ikt \ Dönsku kvikmyndaverðlaunin afhent „Breaking the Waves“ sópaði að sér verðlaunum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. I AMERIKU er það Oscar, en í Danmörku heita kvikmyndaverð- launin Bodil og eins og búist var við sópaði mynd Lars von Triers, „Breaking the Waves“, að sér verð- launum, bæði sem besta myndin og eins fyrir bestu leikkonu í aðal- og aukahlutverki. Bodil Kjer fékk sérstök heiðursverðlaun. von Trier hafði leikstýrt sjálfum sér á heima- myndbandi í þakkarræðu, sem var sýnd við afhendinguna. Þar notaði hann tækifærið til að hæða ýmsa þá, sem að hans mati hafa verið honum þrándur í götu, svo vart fór hjá að hátíðabrosið stífnaði á ýms- um í salnum. Og honum hefur vís- ast verið enn betur skemmt, þegar þulurinn gerði smá grín að erki- keppinaut hans, Bille August. Afhendingin fór fram í stærsta danska kvikmyndahúsinu, Imperial, og þar voru mættir allir, sem ein- hvers mega sín í dönskum kvik- myndaheimi og flestir í sínum besta skrúða. Kvikmynd von Triers var tilnefnd sem besta myndin. Aðal- leikkonan í mynd Triers, Emily Watson, tók á móti eigin verðlaun- um fyrir besta leik í aðalhlutverki, Von Trier stal senunni en tók einnig á móti Bodil styttu leikstjórans, sem síðan kom fram á risaskjá í hvítum bol heima í sófan- um og þakkaði fyrir verðlaunin. Einnig vildi hann nota tækifærið til að fyrirgefa ýmsum og taldi síð- an upp ýmsa með nöfnum og hvað þeir hefðu gert á hlut sinn. Þessa tölu flutti hann af bítandi hæðni fyrir gapandi áhorfendum. Á eftir sagðist Watson fegin að hún skildi ekki dönsku, því ræðan hefði örugg- lega verið mjög óviðeigandi. Von Trier er alveg hættur að koma fram. Hann fer ekki á kvik- myndahátíðir í útlöndum, því hann segist eiga erfitt með að fljúga og heima fyrir mætir hann ekki því honum þykir óþægilegt að vera inn- an um of marga. Enginn veit hversu alvarlega þetta er meint og hvort ekki sé frekar um að ræða enn einn kaflann i sviðsetningu Triers sjálfs á eigin lífi. Nýlega var tilkynnt að næsta mynd hans yrði tilfinninga- næm söngva- og dansamynd og þá læðist sá grunur að ýmsum að „Breaking the Waves“ sé fremur hluti af langdregnum brandara leik- stjórans en alvöruþrungið drama. Sigurganga „Breaking the Wav- es“ hefur verið jafn miki! og niður- lag Bille August með kvikmyndina eftir sögu Peter Hoegs um Smillu. Myndin hefur verið sölluð niður af gagnrýnendum í Danmörku og víð- ar og fékk heldur ekki Gullbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín. í lok Bodil afhendingarinnar kom kynn- irinn með gyllt flugvélarmódel og sagðist ætla að gefa Bille August flugvélina í tilefni af því að hann semdi handrit sín að eigin sögn best á flugferðum. Segja má að hlutverkunum hafi þá verið víxlað. von Trier getur ekki flogið, en það gera myndir hans. Bille August er á ferð og flugi, en Smillumyndin magalendir. En „Hús andanna“ fékk heldur ekki góða dóma, en hins vegar góða aðsókn, svo það gæti farið eins með Smillu og þá er framtíð August enn hin bjartasta á þeim fjármálamiðum sem hann rær á. í SNYRTISTOFUNN! PARADÍS, LAUGARNESVEGI 86, Í DAG OG Á MORGUN KL. 13.00-17.00. SÉRFRÆÐINGUR FRÁ KANEBO VERÐUR MEÐ HÚÐGREININGARTÖLVUNA OG VEITIR AÐSTOÐ VIÐ VAL Á KANEBO SNYRTIVÖRUM. HÁÞRÓUÐ TÆKNI FRÁ JAPAN. Kanebo japanskar snyríivörur KYNNING Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson - UNGFRUIN góða og húsið nefnist L’onore della casa á ítölsku. Úngfrúin góða og hús- ið á ítölsku GUÐNÝ Guðmundsdóttir, konsertmeistari, á tónleikun- um í Eyjum. FYRIR nokkru gekk Vaka-Helgafell frá samningum við ítalska bókafor- lagið Iperborea um utgáfu á sögu Halldórs Laxness, Úngfrúrmi góðu og húsinu. Sagan kom svo út á ný- Iiðnu ári í röð öndvegisrita eftir nor- ræna og hollenska höfunda og nefn- ist I þýðingu Paola Daziani Róberts- son L’onore delia casa. Þýðandinn fylgir verkinu úr hlaði með inngangi um skáldið og verk hans. Meðal ann- arra rithöfunda sem eiga bækur í þessum bókaflokki eru Nóbelsverð- launahafarnir Knut Hamsun, Selma Lagerlöf og Sigrid Undset, en einnig Thorkild Hansen, Ingmar Bergman og Cees Nooteboom, sem hlotið hefur Evrópsku bókmenntaverðlaunin. Ekki hefur áður komið út verk eftir núlifandi íslenskan höfund í þessari útgáfuröð. Halldór Laxness skrifaði Úng- frúna góðu og húsið árið 1933 og kom sagan fyrst út sama ár í smá- sagnasafninu Fótatak manna. Þetta er nóvella, löng smásaga eða stutt skáldsaga, sem hefur gjarnan verið gefin út ein og sér erlendis. Alls hefur hún komið út á þrettán tungu- málum í 22 útgáfum. KANEBO GUNNAR Kvaran, sellóleik- ari, og Guðmundur H. Guð- jónsson, organisti Landa- kirkju, á tónleikunum. Góðir tónleikar í Eyjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. GUÐNÝ Guðmundsdóttir kon- sertmeistari og Gunnar Kvaran sellóleikari héldu tónleika í Safnaðarheimili Landakirkju um síðustu helgi. Tónleikunum var afar vel tekið en aðstand- endur tónleikanna urðu fyrir miklum vonbrigðum með að- sóknina þar sem aðeins um 50 manns mættu til að hlýða á hlj óðf æraleikarana. Guðmundur H. Guðjónsson, organisti Landakirkju og stjórnandi kórs kirkjunnar, hafði veg og vanda af komu listamannanna til Eyja, en hann lék undir með þeim á píanó á tónleikunum. Tónleikarnir voru haldnir í Safnaðarheimili Landakirkju, að lokinni messu, en Guðný og Gunnar léku einn- ig við messu í Landakirkju. A efnisskrá tónleikanna voru þekktar tónlistarperlur frá ýmsum tímum, frá Bach til Frits Kreisler, eins og Guðmundur orðaði það. Meðal verka sem flutt voru má nefna Svaninn eftir Saint- Saen og Salut d’Amour eftir Edward Elgar. Guðmundur sagðist hafa orð- ið fyrir miklum vonbrigðum með aðsókn að tónleikunum en einungis um 50 manns hefðu komið á þá. „Það er alltof fátt að fá ekki nema 50 manns á tónleika þegar færustu tónlist- armenn þjóðarinnar eru að koma til okkar og bjóða upp á svona menningarviðburð. Svo er fólk að kvarta yfir að það vanti menningarviðburði hér,“ sagði Guðmundur. Tónleikunum var ákaflega vel tekið og var listamönnunum fagnað vel í Iok þeirra. Stefán Siguijónsson, stjórnandi Lúðra- sveitar Vestmananeyja, var einn tónleikagesta. Sagðist hann hafa verið mjög ánægður með tónleikana sem hefðu tekist mjög vel. Efnisskráin hefði ver- ið sett saman úr sönglögum í léttari kantinum og hefðu áheyrendur kunnað vel að meta hana. Hann sagði að það væri mikill fengur að fá svo færa hljóðfæraleikara til Eyja en það væri sláandi hversu fáir mættu á svona menningarviðburð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.