Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Rainbow-ryksugnr - hvað er það? I TILEFNI greinar er birtist í Morgunblað- inu þann 20. febrúar sl. undir fyrirsögninni „Dýrar ryksugur hjálpa ekki gegn ryk- maurum“ þar sem rætt er við Bjöm Árdal lækni um gagnsleysi dýrra ryksugan gegn baráttunni við ryk- maura og vegna um- mæla hans í útvarps- þætti á Rás 2, um að Rainbow-ryksugur séu gagnslausar þegar um rykmauraofnæmi er að ræða, telur undirritað- ur nauðsynlegt að koma á framfæri eftirfarandi at- hugasemdum. I umræddu viðtali og útvarps- þætti vísaði Björn til stuðnings full- yrðingum sínum til niðurstöðu rannsókna, sem sýndu m.a. að Ra- inbow-ryksugur hleyptu í gegnum sig ofnæmisvaka en aðrar mun ódýrari ryksugur gerðu það ekki eða í minna mæli þar sem þær síuðu vakana úr útblástursloftinu og nefnir hann ákveðnar tegundir sem gerðu þetta betur og umfram allt væru mun ódýrari. Jafnframt væri sogkraftur Rainbow-ryksuga mun minni en annarra. Styddist þetta allt við rannsókn sem unnin hafi verið af háskóla erlendis á rann- sóknarstofum þar. í máli Bjöms kemur ekkert fram um það á hvaða forsendum rann- sóknin byggist, heldur vísað blint í niðurstöður hennar. Þá kemur ekk- ert fram í máli hans hvort umrædd rannsókn hafi verið styrkt af ákveðnum aðilum og unnin í þeirra þágu eða hvert hafi verið tilefni slíkrar rannsóknar. Eitt er þó víst að Bimi er mjög umhugað um verð á ryksugum, sérstaklega Rainbow- ryksugum, en á það má benda að þær aðferðir sem Björn Árdal leggur til við að minnka rykmauraof- næmi útheimtir vem- leg fjárútlát og að því er virðist oft á tíðum margfalt verð einnar Rainbow-ryksugu. Birni er jafnvel kunnugt um það og mér að samanburður á tveim mismunandi hlutum með tilliti til prófana getur verið mjög mismunandi eftir því á hvaða forsendum slíkar prófanir eru gerðar. Sem sagt ein prófun getur sýnt allt aðra niðurstöðu en önnur prófun á nákvæmlega sömu hlutum. Sú að- ferð sem Björn hefur kosið er vem- lega óvönduð og ekki að vænta frá manni sem vill láta taka sig alvar- lega sem lækni er vinni á raunhæf- Sogkrafturínn hefur ekkert með það að gera, segir Sveinn Antons- son, hvort rykmaurar sitja eftir. an og vísindalegan hátt. Honum sem lækni á að vera vel kunnugt um mikilvægi rannsókna og próf- ana og hvernig slík próf eru upp- byggð m.t.t. hinna mismunandi þátta sem hveiju sinni eru til skoð- unar. Tilgangur slíkra prófana get- ur verið mjög mismunandi, en varð- andi ryksugur ganga þær flestar út á það að sýna notendum hvernig hinar mismunandi tegundir sía agn- ir úr loftinu, sem kunna að vera skaðlegar, án þess þó að fyrir liggi í mörgum slíkum rannsóknum hvort mælanlegar agnir eru endilega skaðlegar eða ekki. Þannig skiptir höfuðmáli hvaða skilgreiningar em notaðar og út frá hvaða forsendum rannsóknir eru gerðar. Fjölmargar prófanir hafa verið gerðar á Rainbow-ryksugum og öðram tegundu.m, sem ekki hefta óhreinindi með notkun vatns, bæði í Evrópu og Ameríku. Niðurstöður þeirra prófana eru jafnmismunandi og fy'öldi prófa. Samkeppnisaðilar hafa í rannsóknum sínum reynt að notfæra sér það að Rainbow-ryk- sugur hleypa loftinu gegnum vatn þar sem óhreinindin sitja eftir. Hafa þá verið notuð tilbúin efni (gervi- efni) sem lítt eða ekki bindast vatni, en sitja frekar eftir í síum eða ryk- poka. Hefur þá ekki skipt máli að umrædd efni finnast alls ekki eða í óveralegum mæli inni á heimilum fólks og raunhæfni prófunar engin. Um niðurstöður slíkra prófana þarf ekki að fjölyrða. Skiptir því máli hvort t.d. ofnæmisvaki hafi við próf- un bundist efnum er bindast vatni eða ekki, en fullyrða má að ofnæm- isvaki rykmaura, sem er skíturinn frá rykmauram, sé að mestu bund- inn ryki, sem sitji eftir í vatni Ra- inbow-ryksuga. Þá hefur Björn bent á sogkraft- inn sem höfuðatriði við að útrýma ofnæmisvakanum. Sannleikurinn er sá að sogkrafturinn hefur ekkert með það að gera hvort rykmaurar eða önnur óhreinindi sitji eftir, held- ur er það loftflæðið. Loftflæði Ra- inbow-ryksuga er alltaf það sama þar sem ryksugað er í gegnum vatn, meðan pokavélar með síu missa þann eiginleika fljótlega þegar óhreinindi setjast í síuna og pok- ann, sem loftið þarf að fara í gegn- um. Síurnar geta nýst nokkuð vel þegar þær eru nýjar en nýting þeirra rýrnar hratt og það strax við fyrstu notkun, auk þess sem út- blástursloft fer í gegnum óhreinan poka sem er ákjósanlegur staður fyrir rykmaura og viðgang þeirra. Þannig skiptir höfuðmáli í prófun- um hvort notaðar eru nýjar vélar, hversu lengi prófun stendur yfir, hvaða efni eru notuð o.s.frv. Um þetta hefur Björn ekkert upplýst. Vænti ég þess að neytendur séu nokkurs vísari og láti ekki glepjast yfir alls órökstuddum yfirlýsingum byggðum á prófunum þar sem ekk- ert liggur fyrir um forsendur þeirra. Sleggjudómar þeir sem koma fram í ummælum Björns Árdals læknis era ekkert annað en atvinnurógur og viðmælanda ekki til sóma. Raunhæfasta prófunin er kannski okkar fjölmörgu ánægðu viðskiptavinir og hafa margir þeirra sem þjáðust af ofnæmi fullyrt í mín eyra að þeir þjáist ekki lengur af ofnæmi eftir að hafa notað Ra- inbow-ryksugur á sínum heimilum, en Bimi til upplýsingar hafa Ra- inbow-rykusugur aldrei verið seldar sem einhvers konar lyf eða læknin- gatækni gegn ofnæmi. Vonandi er það sameiginlegt keppikefli okkar Björns Árdals læknis að skapa heilsusamlegt um- hverfi á heimilum manna svo okkur megi öllum líða betur. Höfundur er umboðs- og dreifingaraðili Rainbow á íslandi. • kjami málsins! Happdrætti Húsnæðisfélags SEM Dregið hefur verið í happdrætti Húsnæðisfélags SEM, 24. febrúar og upp komu eftirtalin númer: Nissan Almera kr. 1.498.000 42603 Ferð me5 FlugleiSum hver á kr. 100.000 2358 10343 13780 35685 47677 65988 71386 90986 3298 11265 15601 37470 47751 67332 74459 99202 4674 12521 17719 37591 52897 68470 80345 100439 6992 13207 3CS00 37729 54111 69622 83770 101949 10151 13296 34348 42983 57697 70478 85679 103187 úttekt hjé RadlóbúSinni hver á kr. 50.000 641 14622 27284 39078 53174 65374 80954 95086 870 14965 27352 40279 53497 65664 81002 96252 1179 15607 27459 40601 53581 65708 81493 96722 3778 15655 28328 40625 53712 65740 82988 97505 4406 16144 29694 40649 53885 65884 83358 97867 5115 18168 30477 40932 54160 66341 83465 98065 5465 18921 30656 41095 54284 67219 83855 98502 5510 20666 30700 41567 55378 67378 83856 98650 5578 20969 30780 42376 55727 68335 84109 99053 6584 21363 32336 43374 56323 68447 85463 99719 6907 21395 32387 43747 56496 69220 85578 101885 7254 21426 32396 44309 56577 70040 86303 102078 7324 23370 32883 44390 56780 70331 86434 103539 7691 23755 33269 44559 57051 72874 86561 104439 8003 24017 34041 45694 59799 73462 87351 104528 8428 24189 35724 46354 60145 73607 88064 105194 10813 24223 35743 48170 61022 73628 90880 105483 11250 24348 36499 48953 61344 73780 91245 106039 12069 24913 37349 49849 61709 74967 92259 107606 12778 25666 37440 51506 62411 77949 92916 108140 13019 25800 37612 52577 62936 78211 92952 108275 13480 25984 37845 52834 ■ 63727 78544 93278 108818 13836 26810 38503 52991 63935 79109 94927 109262 HÚSNÆÐISFÉLAG SEM Samtök endurhæfðra mænuskadd, Sléttuvegi 3. símsvari 5811250, fax: 588 7470 $ Sveinn Antonsson Yfirlýsing frá INTIS Þjónustuaðilar geta ekki að eigin geðþótta ritskoðað efni á „Intemetinu“ og hafa ekki til þess lögregluvald. Þetta segir í yfíriýsingu frá INTIS vegna umræðna sem orðið hafa um klámfengið efni á „Internetinu“. VEGNA umræðu í fjölmiðlum um sak- næm efni á „Internetmu" þykir fyrirtækinu Internet á íslandi hf. rétt að eftirfarandi komi fram: 1. Internetsamband Með Internetsambandi er átt við ákveðinn samskiptamáta milli tölva. Með þessum samskiptamáta er m.a. hægt að senda tölvupóst, setja upp vefsíður fyrir veraldarvef- inn, flytja gögn og forrit og skipt- ast á skoðunum og upplýsingum skriflega og með myndum á svo- kölluðum fréttaráðstefnum („news- groups"). Nú færist í vöxt að sam- skiptin séu í tali og tónum og lif- andi myndum þar sem flutnings- geta leyfir slíkt. Til að skýra samhengið verður farið nokkrum orðum um fyrirtæk- ið Internet á íslandi hf. - INTIS og hlutverk þess og síðan vikið að lagalegum atriðum sem varða „Int- ernetið". INTIS var stofnað 17. maí 1995 og tók þá við rekstri ISnet, hins íslenska hluta „Internetsins", af SURIS, Samtökum um upplýsinga- net rannsóknaraðila á íslandi. IS- net tengist NORDUnet, norræna háskóla- og rannsóknanetinu, og EUnet, stærsta fyrirtækjaneti í Evrópu. INTIS og SURIS hafa rekið Int- ernetsamband íslands við umheim- inn frá 1988 eftir að Hafrann- sóknastofnun, Reiknistofnun Há- skólans og Orkustofnun tengdust 1986. 2. Tilgangur og starfssvið INTIS Tilgangur INTIS er: Að annast alþjóðlega tölvunets- þjónustu byggða á Internetstöðl- um; að eiga hlutdeild að alþjóðleg- um tölvunetum; að stuðla að sem hagkvæmastri uppbyggingu tölvu- nets á landsvísu fyrir viðskipta- menn sína; að stunda rannsóknir og þróun á sviði tölvunetssam- skipta og skyldrar starfsemi. INTIS rekur nú tengipunkta í Tæknigarði og Höfðabakka í Reykjavík og á Glerárgötu á Akur- eyri. Endursalar INTIS reka inn- hringiþjónustu og bjóða netteng- ingar um allt land. INTIS (áður SURIS) hefur um árabil fylgst með og tekið þátt í alþjóðlegum samtökum sem varða „Internetið" og þróun þess og lagt áherslu á að miðla upplýsingum um það sem efst er á baugi t.d. um öryggismál. Sjálfstæðir aðilar að ISnet útnefna tæknilega og stjórnunarlega tengiliði sem eru fulltrúar þeirra í samskiptum við INTIS. Með þessu er leitast við að tryggja greiðar boðleiðir og miðlun upplýsinga. Hlutverk INTIS er ekki síst að viðhalda og vaka yfir Internetsam- bandi til útlanda og innanlands- samböndum á ISnet og sjá um að halda þeim opnum. 3. Eigendur og stjórn INTIS er sameign margra opin- berra aðila og einkaaðila. Stærstu eigendur eru Háskóli íslands, Tölvuháskóli Verslunarskóla ís- lands og Ríkissjóður, en fjölmargir einkaaðilar eiga smærri hluti. Einkaaðilar eiga samtals um það bil helming hlutafjár á móti Ríkis- sjóði og stofnunum ríkisins. 4. Norrænt samstarf Virk þátttaka íslands í norrænu samstarfi hefur um langt skeið verið heilladrjúg fyrir þróun „Inter- netsins" á Islandi, enda eru hin Norðurlöndin framarlega á þessu sviði. INTIS er í nánu samstarfi við NORDUnet, sambærileg net á öll- um Norðurlöndum, og fylgist með starfi alþjóðlegra samtaka sem meðal annars vinna að alþjóðlegum siðareglum fyrir fyrirtæki sem sinna netþjónustu, enda er „Inter- netið“ í eðli sínu alþjóðlegt og regl- ur sem settar kunna að vera í einu landi hafa lítið raunhæft gildi. Ráðstefnur NORDUnet hafa auk þess að fjalla um tækniþróunina og hagnýtingu hennar einnig látið sig varða ýmsa aðra þætti þar á meðal menntamál og rannsókna- starf í víðum skilningi og lagaleg vandamál sem sérstaklega taka til nýrrar tækni og samskiptahátta á „Internetinu“. Á næstu NORDUnet ráðstefnu sem haldin verður á Is- landi í sumar mun Mads Bryde Andersen, prófessor við Kaup- mannahafnarháskóla, t.d. fjalla um það sem efst er á baugi lagalega varðandi Internetþróun. 5. Usenet ráðstefnur Usenet nefnist ein af mörgum aðferðum við að skiptast á skoðun- um og upplýsingum á „Intemet- inu“. Usenet er alþjóðlegt ráðstefnu- kerfi þar sem menn skiptast á skoð- unum um margvísleg málefni, koma á framfæri fréttnæmu efni og dreifa hugbúnaði. Umfang upp- lýsinga á Usenet á hverjum tíma er mikið (áætlaður lesendafjöldi skiptir milljónum) og því velja menn ráðstefnur (,,newsgroups“) sem þeir vilja fylgjast með og sjá ekki annað. Usenet er þannig skipulagt að ráðstefnum er gróflega skipt í nokkur áhugasvið og innan hvers sviðs er skipting í undirflokka. Hver ráðstefna er safn greina („article") um ákveðið málefni. Innihald greinanna kemur frá einstaklingum um allan heim og ætlast er til að notendur haldi sig við viðfangsefni ráðstefnunnar. Til íslands koma að jafnaði um 10.000 fréttaráðstefnur. Eins og nærri má geta fjalla þær um svo að segja allt milli himins og jarðar. INTIS velur ekki úr ráðstefnunum heldur tekur allar sem era á frétta- þjóni NORDUnet enda ekki gerlegt að velja úr án þess að í því felist eins konar ritskoðun sem virðist langt utan hlutverks INTIS. Forrit á fréttaþjóni INTIS birtir sjálfkrafa efnisyfirlit á vef INTIS um ráð- stefnuflokka á svipaðan hátt og flokkunarkerfi á bókasafni gefur yfirlit um það sem í safninu er en notendur hafa ekki aðgang að inni- haldi ráðstefnanna af búnaði INTIS. Þegar notandi velur hvaða ráð- stefnu á Usenet hann vill taka þátt í sækir forrit á tölvu hans innihald ráðstefnunnar yfir á fréttaþjón sem hann hefur aðgang að. Á sama hátt er það notandinn sem ákveður hvað hann vill leggja til málanna og forrit á tölvu hans sendir efni á þann ráðstefnuhóp sem hann tel- ur hæfa efninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.