Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fjalarstúfar/ fólk/tákn- myndir Morgunblaðið/Sig. Fannar. UR „Smáborgarabrúðkaup- inu“ eftir Bertolt Brecht í flutningi Leikfélags Selfoss. Kaffileik- hús á Selfossi Selfossi. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Selfoss stendur um þessar mundir fyrir „leik- húsveislu" í leikhúsi Selfyssinga við Sigtún. Veislan er sett upp í tilefni 50 ára afmælis Selfoss- bæjar á þessu ári. Leikhúsveisl- an samanstendur af forrétti, aðalrétti og eftirrétti. í forrétt er leikhúsgestum boðið upp á „Leikhúsf erðina" eftir Karl Valentin. í aðalrétt er „Smáborgarbrúðkaupið" eft- ir hið fræga leikritaskáld Bert- holt Brecht. Eftirrétturinn er síðan óvæntur glaðningur frá Leikfélagi Selfoss og er réttur- inn aldrei sá sami á milli sýn- inga. Viðar Eggertsson leikstýr- ir sýningunum. A meðan á leik- húsveislunni stendur eru seldar kaffiveitingar. Þetta framtak Leikfélags Selfoss hefur vakið mikla hrifningu þeirra sem sýn- ingarnar hafa sótt og er stemmningin á sýningunum vinaleg og afslöppuð, þó svo að á sviðinu séu ærslin og kátínan í fyrirrúmi. Leikfélag Selfoss er eitt virk- asta áhugaleikfélag landsins og heldur félagið upp á 40 ára af- mæli sitt á næsta ári. Á þessum árum hefur leikfélag Selfoss frumsýnt 52 leikrit ásamt því að taka þátt i fjölda annarra verkefna. MYNPLIST Listasafn Kópavogs MÁLVERK/SKÚLPTÚR SKÚLPTÚR/TEIKNINGAR MÁLVERK Asdis Sigurþórsdóttir, Helgi Gísla- son, Sólveig Helga Jónasdóttir. Opið alla daga frá 12-18. Lokað mánu- daga. Til 2. marz. Aðgangur 200 krónur. EINS og fram hefur komið má leggja út af ýmsu nálægu í skapandi athöfnum, og þannig finnst Ásdísi Sigurþórsdóttur verkum sínum einna best lýst með tilvitnun í ijóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, sem hefst á ljóðlínunum „Við götu mína fann ég fjalarstúf/ og festi á hann streng og rauðan skúf... Þetta hittir í mark, þvi listakonan mótar myndir sínar úr bómullarpapp- ír á langar tréfjalir og málar með akrýl, olíulitum og vaxi. Með þessum aðföngum úr ýmsum áttum leitast hún við að sameina málverk og skúlptúr og með aflöngu láréttu og ljóðréttu framvaxandi hrynrænu ferli, framkallar _hún mjög lífrænar heildir. Hér er Ásdís að leitast við að ijúfa kyrrstöðu hins tvívíða flatar málverksins með náttúrulegum formum og áferð sem samspil ljóss og skugga dregur fram og magnar upp. Um er að ræða lágmyndir nýrra grunnmála, nýtt vín í gömlum belgj- um að segja má, og sú tilvitnun er engan veginn út í hött, meður því að í sumum verkanna kennir maður áfengan, munúðarfullan og skreyti- kenndan streng. Þannig hafa verkin vísanir til ýmissa átta, og reikaði hugur rýnisins alveg óforvarandis langt aftur í tímann við endurtekna skoðun kostulegu, skreytiþrungnu myndarinnar nr. 12. Til fagra tíma- bilsins „Bella Epoque" og lýsingar- innar á hinni skrautlegu öldnu, La Mome Bijou, (litla gersemið), er reik- aði milli veitingahúsa Montmartre hæða. „Skærlitað glingrið sem hún skreytti sig með, fmgurgull, armbönd og hálsfestar, var grænt, fjólublátt, grámóskulegir rósalitaðir, falskir rúbínsteinar, gimsteinar, blásteinar, smaragðar og margvíslegar perlur. Grænn hattkúfur úr fiauelsgrisju með slöri og stórri rós var umgjörð andlits hennar, er virkaði sem hvítföl ásjóna trúðs, í augum hennar skynj- uðu menn þó blik æskutöfra og lífs- seiðs. Líktist helst litabakka tákn- sæismálarans Gustave Moreau. Það gerir mynd Ásdísar svo einnig, mun- urinn er að það streymir ferskleiki nýsköpunar úr henni, þótt i þessu tilviki slái á fjarræna og rómantíska strengi. Aðrar myndir gátu hins vegar leitt hugann að nöktum láréttum berangr- inum og bylgjukenndri hrynjandi hans, svo sem nr. 1, 11 og 24, en í slíku landslagi greinir hið næma auga sértæka fegurð. I lóðréttu myndunum 3, 4, og 10 rýfur Ásdís hina óhagganlegu kyrrstöðu og virkj- ar rýmið kringum fjalirnar með boga- mynduðum strengjum og fer það sannfærandi úr hendi, einkum í hinni síðasttöldu. Á stundum raðar hún saman litríkum myndum svo úr verða heildir, sem er besta mál þegar grunnlitimir eru skyldir, en litríka lárétta ferlið á endavegg nr. 13-23 tekur fullmikið í. í stuttu máli, afar sérstæð sýning sem ber öm þroskaferli vitni og lista- konan hefur dijúgan sóma af. Helgi Gíslason er tvímælalaust einn athyglisverðasti myndhöggvari sinnar kynslóðar, hefur verið vel virkur á vettvanginum frá því hann kom fyrst fram í lok áttunda áratug- arins og mikilvirkur í gerð minn- ismerkja. Það má líka kenna vinnu- brögð hins reynda mótunarlista- manns í verkum hans á sýningu þeirri er hann nefnir Fólk og samanstendur af tólf rýmisverkum og þremur stór- um kolteikningum á pappír. Einhvern veginn hefur maður það á tilfínningunni að vera staddur á safni höggmynda fornaldar, eða rétt- ara brotabrota úr myndastyttum, sem molnað hefur úr eða afbakast og brotin svo sett á stall. í þessu tilviki eru stallarnir afar hijúf smíð, efnið ómengaðar spónaplötur. Einhver ókennilegur og undinn kraftur einkennir útfærslu verkanna sem erfitt er að meðtaka í þessu mikla opna rými auk þess sem stað- setning þeirra er frekar tilviljana- kennd. Og þótt vinnubrögðin kunni að vera í anda tímanna I núlistum, einkum innsetninga, njóta þau sín tæpast á staðnum að örfáum undan- skildum svo sem nr. 1 sem ber í sér form skrúfusneiðings og svo nr. 6. sem er einfaldast og um leið rismest mótunarlega séð. Hinar stóru einföldu og kröftugu kolteikningar yfirgnæfa frekar en að styrkja og í þeim ekki sá sköpun- arlegi arnsúgur sem þyrfti til að tendra líf í einingunum á gólfinu. Sér á báti eru svo fjögur mótuð höf- uð úr gifsi, steinsteypu og bronsi á stöllum sem ganga út úr veggjunum, sömuleiðis úr spónaplötum. Hráir stallarnir og skuggar þeirra á veggn- um bera höfuðin ofurliði og draga úr formrænum styrkleika þeirra, sem í sjálfu sér er ekki tiitakanlegur. Sýningin verður þannig að frekar áhrifalítilii heild. Sólveig Helga Jónasdóttir hefur lengi verið viðloðandi listsköpun frá því þún lauk teiknikennaranámi við MHÍ 1966. Bætti svo við námi í kennslu heyrnarlausra, sem hún lauk 1982. Vann næstu árin mjög gott verk í Heyrnleysingjaskólanum, urðu mikil umskipti í kennslu í mynd- mennt með komu hennar þangað. Einnig hefur hún ásamt þremur öðr- um myndmenntakennurum samið kennslubók í myndmennt fyrir grunnskólanemendur, gefna út af Námsgagnastofnun 1995, sem hlýt- ur að vera brautryðjendaverk að ein- hveiju eða öllu leyti. Þá má nefna að Sólveig er annar stofnandi Mynd- listarskóla Kópavogs 1988. Hún var gestanemi MHÍ veturinn 1988-’89 aðallega í fjöltækni. Þetta er fyrsta alvarlega frumraun Sóiveigar á sýningavettvangi, en hún átti þó myndir á sýningu FIM 1975. Framlag sitt nefnir Sólveig „Tákn- myndir hugans”, - stólpar, og fylgir því úr hlaði með smáformála í skrá þar sem getur að lesa; „Ósamstæð minningarbrot í útfærslu, ýmist slétt og strokin, þokukennd eða hröð og tilfinningaleg. Hugmyndaleg sam- svörun,- fjöll og maður. .. Augað myndar, hugurinn geymir það sem augað sér .. . Forn menning annarra þjóða numin, - hún er komin til að vera með öðrum minningarbrotum og öðrum stólpum. Verndum stólp- ana í nútíð og framtíð . . . Þetta eru þannig öllu öðru fremur verk hugmyndalegs eðlis en málverk í fagurfræðilegum skilningi, þótt allar séu myndirnar unnar í olíu á striga og vafalítið situr kennslan í fjöltækni enn í listakonunni. Eins og fram kom í grafík í MHÍ fyrir margt löngu býr Sólveig yfir mjög ríkri bernskri kennd, sem naut illu heilli hvorki skilnings né fékk nægi- lega útrás í það skiptið. Þessi nævska frumstæða kennd kemur sömuleiðis greinilega fram í dúkun- um á sýningunni, en virðist frekar á upphafsreit en að hafa þróast til úrskerandi lausna. Þetta eru einfaldar opnar mynd- heildir, þar sem hugmynd og minn- ingarbrot ráða ferðinni í anda ný- lista, og það sem helst höfðaði til rýnisins um innbyrðis átök við liti, form, efni og byggingu var mynd nr 11 „Það sem augað sér“ 11“ máluð 1996. Bragi Ásgeirsson Seiður landsins MYNPLIST Gallcrí Borg, Aðalstra;tl MÁLVERK Jóhann G. Jóhannsson Opið kl. 12-18 virka daga og kl. 14-18 um helgar til 2. mars; aðgangur ókeypis. ÞEIR sem kynna sér íslenska listasögu kom- ast fljótt að því að hlutur landsins sjálfs er þar óvenju stór. Sem efniviður myndlistarinnar hafa landslagið og náttúran staðið af sér flestar koll- steypur stílbreytinga og koma sífellt fram á ný sem þau viðfangsefni, sem listamenn dragast um síðir að. Þetta gildir ekki aðeins um verk þeirra, sem hafa verið kenndir við svonefndar hefðbundnari listastefnur, heldur einnig við ýmsar nýrri tilraunir síðustu áratuga. I málverkinu hefur þetta myndefni alla tíð lifað góðu lífi, og þó efnistökin hafí breyst og listafólk nálgist það með misjöfnum hætti verða áhrif landsins á myndlistina hér á landi rakin eftir óslitnum þræði alla þessa öld. Þannig kann að virðast langur vegur milli þess hvernig lista- JÓHANN G. Jóhannsson: Dagsbirtan leikur sér. menn eins og t.d. Hringur Jóhannesson, Georg Guðni og Húbert Nói nálgast landið sem þeir kveða sína list um. Nánari skoðun leiðir þó í ljós að ætíð er gengið út frá sömu virðingu fyr- ir viðfangsefninu og undrun yfir fjölbreytiieika þess og áhrifum á viðkomandi persónu, sem skilar sér síðan aftur til áhorfenda í þeirri mynd- list sem þeir skapa. Það er á þessum grunni sem eðlilegast er að nálgast þau málverk Jóhanns G. Jóhannssonar sem hann kynnir hér í tilefni fímmtugsafmælis síns. Um er að ræða rúmlega fimmtíu myndverk sem hann sýnir undir yfírskriftinni „Hughrif ís- lenskrar náttúru", enda eru allar myndirnar vaktar af þeim almennu áhrifum, sem landið og margbreytileiki þess hefur haft á listamanninn. Jóhann hefur verið lengi að á vettvangi mynd- listarinnar og haldið fjölmargar einkasýningar, þó hann sé flestum betur kunnur fyrir störf sín á tónlistarsviðinu. Því er eðlilegt að jafnframt myndverkunum kynni listamaðurinn hér nýja tónsmíð, sem tengist viðfangsefnum hans í myndunum. í málverkunum koma fram með skýrum hætti helstu einkenni þess myndmáls, sem hæst hefur borið í verkum Jóhanns. Með tilvísun til tónlistar- innar er hægast að tala um stemmur, þar serh náttúran, birtuskil og veðrabrigði verða kveikjan að dökkum flötum, sem leysast upp í litskrúði lággróðurs eða fjariægra skýja, allt eftir því sem stund sköpunarinnar býður upp á; jafnvel titlar verkanna vísa oftar en ekki sterklega í þessa átt. Jóhann nálgast þessi viðfangsefni einkum með því að líta til hins nálæga, líkt og fleiri lista- menn hafa gert, hver með sínum hætti. Sjón- deildarhringnum bregður fyrir ofarlega í mörg- um myndanna, en mesta áherslan er á það lit- skrúð sem liggur fyrir fótum okkar og okkur sést oft yfir. Myndbyggingin er í góðu jafn- vægi, og í miðju myndanna bregður oft fyrir einhvetju því áhersluatriði lita eða birtu sem verkið í heild mótast síðan út frá. Fjörleg lita- dýrðin, einkum í verkunum í efra rýminu, er síðan eðlileg afleiðing þeirra hughrifa sem lista- maðurinn vinnur út frá hvetju sinni. Tök landsins á listamönnum linast ekki, og seiðandi áhrif þess munu án efa halda áfram að verða fleirum en Jóhanni dijúg uppspretta myndmáls, sem aðrir geta haft ánægju af. Eiríkur Þorláksson Ilmandi bækur London. Reuter. BRESKUR bókaútgefandi hyggst höfða tii lyktarskyns skólabarna í nýrri útgáfu sögu- bóka sem væntanleg er á mark- að. Meðal þess sem börnin geta þefað af eru mykjuhaugar, rotn- andi höfuð á stöngum og götur þar sem plágan hefur geisað. Um er að ræða röð sögubóka sem nefnast „Smelly Old Hi- story" (Illa þefjandi saga) og klóra lesendur ofan af þar til gerðum reitum, vilji þeir þefa af frásögninni. Og ekkert er dregið undan, hinir barnungu lesendur geta brugðið sér aftur til þess tíma er Rómveijar þvoðu þvott sinn upp úr hlandi og aft- ur til 16. aldar er evrópskir elsk- endur skiptust á eplum sem þeir höfðu borið í armkrikanum. „Við gleymum oft mikilvægi þefskynsins," segir höfundur bókanna, Mary Dobson. „Það er hið besta og hið versta, en jafnframt erfiðast að koma fyrir á bók.“ Það virðist hins vegar hafa tekist og munu fyrstu þijár bækurnar koma út um miðjan mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.