Morgunblaðið - 27.02.1997, Side 12

Morgunblaðið - 27.02.1997, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐJÐ FRETTIR Gert er ráð fyrir að umsóknum í Vinnuskóla Reykjavíkur fækki um 5% Launamál og starfstími unglinganna breytast ekki BORGARRÁÐ hefur samþykkt samhljóða tillögur vinnuhóps um sumarvinnu skólafólks og unglinga sumarið 1997. Starfsáætlun Vinnuskólans er miðuð við óbreytt- an starfstíma hjá 14-16 ára ungl- ingum og óbreytt kaup. Áætlunin gerir ráð fyrir 5% færri starfandi unglingum næsta sumar. Fækkun undanfarin ár í erindi borgarverkfræðings til borgarráðs kemur fram að ráðn- ingum hjá Vinnumiðlun skólafólks hefur fækkað á síðustu tveimur árum. Árið 1994 voru 3.124 ráðn- ir, árið 1995 voru 2.799 ráðnir og árið 1996 voru 2.480 ráðnir. Starfsáætlun sumarsins felur í sér fækkun hjá garðyrkjudeild um 90 stöður. Gert er ráð fyrir 90 stöðum við afleysingar en þær voru 120 OLÍS hefur opnað áttundu Upp- gripsverslun sína í Álfheimum við Glæsibæ sem er liður í bættri þjónustu félagsins við viðskipta- vini sína. Þessar nýju verslanir Olís bjóða, auk hinna hefðbundnu bílvara, matvæli, kælivörur, hreinlætisvörur, ferðavörur, leikföng og ýmsar aðrar smá- vörur. Þar er einnig selt nýlag- að kaffi, bakkelsi og smáréttir. Örbylgjuöfn, samlokugrill og aðstaða til að smyrja og neyta matarins er í stærstu verslunun- um. Lofræstur olíuskápur Allar olíuvörur sem seldar eru í uppgripsverslunum Olís eru geymdar í lokuðum, loft- ræstum skáp sem kemur alger- lega í veg fyrir að olíulykt ber- ist í verslunina sjálfa. Áð sögn Hafsteins Guðmundssonar, for- stöðumanns framkvæmdadeild- ar, er skápurinn sá fyrsti sinnar tegundar á íslandi og er hann- og 200 sumarstöðum en þær voru 260. Hjá gatnadeild er miðað við óbreytt vinnufyrirkomulag og 5% færri ungmenni við störf miðað við síðasta ár. Hjá íþrótta- og tóm- stundaráði er gert ráð fyrir að stöð- um fækki um 148 miðað við síðast- liðið sumar og er þar einkum um að ræða störf hjá íþróttafélögunum og störf við sumarnámskeið fyrir börn. í starfsáætlun er gert ráð fyrir 260 stöðum fyrir skólafólk en þær voru 408 í fyrra, þar af voru 148 vegna aukafjárveitingar. Óbreyttur vinnutími í tillögum starfshópsins er lagt til að vinnutíminn verði óbreyttur, það er sex vikna starfstími í sjö stundir á dag fyrir 15 ára unglinga og 3‘/2 tíma á dag fyrir 14 ára aður og þróaður af starfsmönn- um Olís. Hönnun Uppgrips- verslana Olís hefur verið í hönd- um sérstaks vinnuhóps síðastlið- in þrjú ár en hópurinn vinnur að hönnun og skipulagningu allra nýrra og breyttra þjón- ustustöðva hjá félaginu. í öllum verslunum félagsins geta viðskiptavinir tekið út allt að 10.000 kr. af debetkortum sinum án tillits til þess fyrir hve háa upphæð verslað er. Hrað- banki verður í verslunum í Álf- heimum og verða þeir settir upp víðar ef viðtökur viðskiptavina eru góðar. Nafnið á verslanirnar Upp- grip var ekki valið af handa- hófi, segir í frétt frá Olís. „Lögð var áhersla á að verslanir bæru íslenskt nafn sem gæti til kynna þá þjónustu sem veitt er. Upp- grip er gamalt íslenskt orð. Það þýðir „mikið af einhveiju sem auðvelt er að nálgast" og var oft notað um góðaflabrögð." Verslunin við Álfheima er sú unglinga og fjögurra daga fræðsla. Vinna 16 ára unglinga á vegum Vinnuskólans verður sjö tímar á dag, fimm daga vikunnar í sjö vik- ur. Fyrir 17 ára og eldri er boðin vinna í átta vikur, sjö tíma á dag, fimm daga vikunnar. Einungis 19 ára og eldri verða ráðnir í afleys- ingastörf hjá vinnufiokkum gatna- deildar, garðyrkjudeildar og veitu- stofnana að hámarki yfirleitt í 10 vikur. Leiðbeinendur 20 ára Gert er ráð fyrir í tillögunum að heimilt sé að ráða ungmenni 17-19 ára af atvinnuleysisskrá í afleysingastörf eða til starfa sem stofnað er til með fjárveitingu vegna sumarvinnu skólafólks. Jafnframt að íþrótta- og tóm- stundaráð muni ekki ráða yngri áttunda sem Olís opnar. Hinar verslanirnar eru staðsettar á Sæbraut við Kleppsveg, Háa- leitisbraut, Gullinbrú í Grafar- vogi, Langatanga í Mosfellsbæ, Garðabæ, Vesturgötu í Hafnar- firði og Tryggvagötu á Akur- eyri. í mars verður opnuð Upp- en 20 ára leiðbeinendur við sumar- námskeið barna. Mun lengd ráðn- ingartímans miðast við starfstíma námskeiðanna. Lagt er til að 17-19 ára unglingar verði ráðnir, sem aðstoðarfólk á námskeiðum og við almenn störf hjá íþrótta- og tómstundaráði að hámarki yfir- leitt í 10 vikur. Ennfremur að ein- ungis 22 ára og eldri verði ráðnir í störf leiðbeinenda hjá Vinnuskól- anum. Tekið er fram að áhersla verður lögð á að allar stofnanir og fyrir- tæki borgarinnar taki tillit til við- miðunarreglnanna og að ráðningar fari fram hjá Vinnumiðlun Reykja- víkur eða í samvinnu við hana. Er gengið út frá því að ráðningarnar takmarkist við Reykvíkinga. Lagt er til að umsóknarfrestur um sumarstörf verði til 30. apríl nk. grlpsverslun í Mjódd í Breið- holti og í apríl á Klöpp við Skú- lagötu. Frá og með sumrinu 1997 mun Olís því reka 10 Uppgrips- verslanir, 50 hefðbundnar þjón- ustustöðvar um allt land og 5 sjálfvirkar ÓB stöðvar. Könnun á fylgi borgarstj órnarflokka D-listi fengi 53% atkvæða og R-listi 47% EF EFNT yrði til borgarstjórn- arkosninga í Reykjavík á næstunni og sömu tveir listar væru í framboði og síðast myndi listi Sjálfstæðisflokks fá 53% atkvæða og listi Reykjavíkurlistans 47%. Þetta kemur fram í skoðanakönnun, sem Hagvangur-GfK Europe á íslandi gerði dagana 12.-17. febrúar. Tekið var slembiúrtak 390 Reykvíkinga á aldrinum 15-75 ára og svöruðu 277, eða 70,9%. 20% tóku ekki af- stöðu eða svöruðu ekki og um 5% myndu ekki kjósa, eða skila auðu. Miðað við þetta nýtur D-listi fylgis 39,6% og R-listi 35,1%, en ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu er fylgi D-lista 53% og R-lista 47%. Þessi munur er ekki marktæk- ur, segir í frétt frá Hagvangi- GfK. Svör eru misjöfn eftir kynj- um. 57,7% karla styðja D-lista en 42,3% þeirra R-lista. Dæm- ið snýst við hjá konunum. 51,5% þeirra styðja R-listann og 48,5% D-lista. Fylgi D-lista vex með aldri svarenda. R-listi hefur mark- tækt meira fylgi meðal fólks 15-29 ára, á aldrinum 30-49 ára mælist ekki marktækur munur á fylgi flokkanna, en meðal fólks á aldrinum 50-75 ára hefur D-listi nokkra yfir- burði, 64,1% fylgi á móti 35,9% fylgi R-lista. Telja Árna hæfastan Þeir sem svöruðu að þeir myndu kjósa D-lista voru spurðir hvern þeir teldu hæf- astan til forystu í næstu borg- arstjórnarkosningum. Af þeim sem tóku_ afstöðu svöruðu 64,2% að Árni Sigfússon væri hæfastur, 12,6% studdu Frið- rik Sophusson, Katrín Fjeldsted og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson njóta stuðnings 8,4% kjósenda D-lista til for- ystu, Gunnar Jóhann Birgis- son 4,2% og Inga Jóna Þórðar- dóttir 2,1%. Olís opnar áttundu Uppgripsverslun sína ÚR HINNI nýju verslun Olís á mótum Suðurlandsbrautar og Álfheima. I l I i \ i l I s 1 i Kostnaður af flutningi Reykjavíkurflugvallar talinn á milli 1,7 og 4,1 milljarður Núverandi staðsetn- ing talin hagkvæmari LÍKLEGT þykir að þjóðhagslegur kostnaður af flutningi Reykjavíkur- flugvallar sé umfram ábata, og er hann talinn nema á milli 1,7 til 4,1 milljörðum króna, ef marka má niðurstöður skýrslu Hagfræði- stofnunar Háskóla íslands, sem hún hefur unnið samkvæmt samn- ingi við Borgarskipulag Reykjavík- ur og Flugmálastjórn. Áreiðanleiki þessarar niðurstöðu er þó ýmsum fyrirvörum háður. I skýrslunni er miðað við að flug myndi dragast saman um 20% ef til flutnings kæmi og tæplega 300 störf myndu flytjast frá höfuðborg- arsvæðinu. Miðað er við þriggja ára framkvæmdatíma við nýjan flug- völl og starfsemi í aldarfjórðung, eða samtals 28 ár. Flutningur dýrari Að sögn Tryggva Þórs Herberts- sonar, forstöðumanns Hagfræði- stofnunar, er reynt með skýrslunni að bera saman núverandi starfsemi á Reykjavíkurflugvelli miðað við óbreytta staðsetningu og að hluti núverandi starfsemi, þ.e. innan- landsflug, feiju- og millilandaflug, flytjist til Keflavíkur. Einkaflug, kennslu- og æfingaflug verði hins vegar flutt á nýjan flugvöll sem verði í nágrenni Reykjavíkur. í skýrslunni kemur fram að við- bótarkostnaður við uppbyggingu og rekstur mannvirkja á nýjum stað, kæmi til flutnings, myndi nema á milli 400 og 1.800 milljón- um króna. Flutningur hefði jafn- framt í för með sér lengri ferðatíma fyrir þá sem ferðast með innan- landsflugi og skiptir aukin íjarlægð til flugvallar mestu máli í því sam- bandi. Viðbótarkostnaður af þeim sökum er talinn nema á milli 2,4 og 3,6 milljörðum króna. Flutningur vallarins myndi leiða til þess að hættan samfara núver- andi staðsetningu hyrfi, sem telst til ábata. Skýrsluhöfundar telja að á 25 ára tímabili megi reikna með væntanlegum fjölda flugslysa á höfuðborgarsvæðinu utan flug- brauta u.þ.b. 3,6 slys. Þjóðhagsleg- ur kostnaður vegna tjóns á jörðu niðri sé hins vegar talinn óveruleg- ur miðað við annan kostnað. Óþægindi ekki metin Einnig er bent á að aukin slysa- hætta vegna lengri akstursvega- lengdar í kjölfar flutnings Reykja- víkurflugvallar sé talin efnahags- lega miklu veigameiri en væntan- legt tjón vegna flugslysa. Kostnað- ur af þeim sökum er talin geta numið á milli 600 og 800 millj. kr. í skýrslunni kemur fram að um 21% íbúa, eða um 11 þúsund manns, í hverfum í nágrenni Reykjavíkurflugvallar telja sig verða fyrir einhverjum óþægindum vegna umferðar um hann. Stofnun- ina hafi hins vegar skort gögn og ekki haft bolmagn til að afla nauð- synlegra gagna til að meta kostnað vegna vegna þessara óþæginda. Ymislegt bendi þó til að að sá kostnaður kunni að vera umtals- verður. Skýrsluhöfundar benda enn- fremur á að unnt sé að nýta það land sem nú er undir flugvallar- starfsemi til annarra þarfa og meta núvirði landsins á 2,0 til 3,4 millj- arða króna. Þá er einkum horft til « húsbygginga og útivistarsvæða, að frádregnum kostnaði við að búa I landið til byggingar. Frá þessari | Ijárhæð myndi síðan dragast kostn- aður vegna' stofnbrautarfram- kvæmda og er hann talinn geta numið á milli 800 til 1.100 milljón- um króna. Óljóst gagnvart Reykvíkingum Tryggvi segir að miðað við neðri mörk þessa mats, virðist því óhag- kvæmt að flytja flugvallarstarf- g semina en hagkvæmt miðað við ^ efri mörk. „Vegna þessarar óvissu % er ekki unnt að líta svo á að grein- ingin feli í sér ótvíræða niðurstöðu um hvort flutningur flugstarfsem- innar frá Reykjavík sé hagkvæmur kostur fyrir Reykvíkinga eða ekki,“ segir Tryggvi. Búið er að kynna skýrsluna í flugráði og borgarráði og segist Þorgeir Pálsson flugmálastjóri telja ( að um faglegt innlegg í umræðu (. um hugsanlegan flutning sé að m ræða, sem staðfesti þá trú hans að " núverandi staðsetning sé heppileg. ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.