Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, á sextíu ára afmæli um þessar mundir
Ahersla á að störf
kvenna séu metin
Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík á 60 ára
afmæli um þessar mundir. Af því tilefni var rætt við
Margréti K. Sigurðardóttur, formann félagsins, um
liðin ár og stöðu félagsins innan Sjálfstæðisflokksins.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
STJÓRN Hvatar skipa nú Margrét K. Sigurðardóttir, formaður, Unnur Jónas-
dóttir, meðstjórnandi, Ríkey Ríkarðsdóttir, ritari, Guðrún Jónsdóttir, með-
stjórnandi, Helga Jóhannsdóttir, gjaldkeri, Edda Baldursdóttir, Guðrún Beck,
Ásgerður Jóna Flosadóttir og Aðalheiður Jóhannsdóttir, meðstjórnendur.
ÞESSUM tímamótum hvarflar
hugur okkar til baka til þeirra
kvenna, sem sýndu þann stórhug
að stuðla að stofnun félagsins fyrir sextíu
árum,“ sagði Margrét K. Sigurðardóttir,
formaður Hvatar. Á undirbúningsfundi
fyrir stofnfund félagsins kom skýrt fram
að um stjórnmálahreyfingu kvenna væri
að ræða sem eingöngu ætluðu að starfa
að markmiðum Sjálfstæðisflokksins. Á
þeim grundvelli var ætlunin að sækja fram
á opinberum vettvangi og í félagsstörfum.
Tillaga um að boða til stofnfundar var
einróma samþykkt og var hann haldinn
19. febrúar 1937.
„Þessar konur voru langt á undan sinni
samtíð því að á þessum árum höfðu augu
kvenna almennt vart opnast fyrir því að
þær gætu tekið þátt í stjórnmálastarfi eða
hefðu tillögurétt, hvað þá jafnan rétt til
allra ákvarðana," sagði Margrét. „Það ríkti
sannarlega enginn doði yfir hópi þeirra
rúmlega þijúhundruð kvenna, sem komu
saman og stofnuðu félagið."
Markmið félagsins samkvæmt 2. gr.
félagslaganna er: „Að stuðla að aukinni
þátttöku kvenna í stjórnmálum, sérstak-
lega sem fulltrúa á Alþingi og í borgar-
stjórn. Félagið vill ennfremur vinna að því
að styrkja hag fjölskyldna og heimila á
öllum sviðum.“
í 3. gr. segir ennfremur að: „Markmið-
um þessum hyggst félagið ná með því að
fýlgja eindregið Sjálfstæðisfiokknum að
málum, styðja hann við kosningar og vinna
að hugsjónum hans.“
Öflugt félag
Margrét sagði að í heimildum um Hvöt
kæmi skýrt fram að félagið hafi frá upp-
hafi verið mjög öflugt og að það hafi haft
mikil áhrif á stefnumál Sjálfstæðisflokks-
ins, ekki síst á sviði jafnréttis- og fjöl-
skyldumála, almannatrygginga, og heil-
brigðis- og menntamála. „Eitt af markmið-
um félagsins er að vinna að því að styrkja
hag fjölskyidu og heimila," sagði hún.
„Við viljum leggja áherslu á að störf
kvenna séu metin hvort sem þau eru unn-
in á heimilum eða á öðrum vinnustað. Það
eru mörg mál sem konur geta beitt sér
fyrir eins og félagsleg réttindi, launamál
og skattamál. Ég hef hugleitt hvort rétt
sé að kvenfélög séu að verða úreltur félags-
skapur _eins og stundum heyrist. Svarið
er nei. Á meðan að réttur kvenna er eins
fyrir borð borinn og hann er í dag er þar
vettvangur fyrir konur að beijast fyrir sín-
um málum.“
/ Benti Margrét á að áhugi karla á réttind-
um kvenna væri augljóslega ekki mikill.
Sjö sinnum hafi árangurslaust verið lagt
fyrir Alþingi frumvarp til laga um að elli-
lífeyrisréttindi hjóna, sem áunnist hafa í
hjúskap, verði hjúskapareign. „Það er
greinilega enginn áhugi á að koma þessu
í gegn,“ sagði hún. „Heimavinnandi kona
sem hefur komið upp sínum börnum, þeirri
kynslóð sem taka á við, á engan sjálfstæð-
an rétt í okkar þjófélagi. Hennar réttur
er aðeins í gegnum maka. Svo lítils er
þessi kona metin að hún er ekki reiknuð
með þegar þjóðarframleiðslan er metin.
Bent hefur verið á að hin heimavinnandi
kona sé týnd hagstærð og að heimilisstörf
séu hluti af efnahagsstarfsemi allra þjóða
en að þau gleymist þegar þjóðarframleiðsl-
an er metin. Mikilvægur þáttur þjóðarbú-
skaparins er þannig vanmetinn um leið og
dregið er úr sjálfsvirðingu þeirra kvenna
sem húsverkin vinna. Ungar konur hafa
ekki áhuga á slíkum kostakjörum enda
flykkjast þær út á vinnumarkaðinn með
öllum þeim vandamálum sem þá skapast
og eru ekki alltaf fjölskyldunni og heimili
til heilla.“
Launamisréttið
Margrét sagði að sér virtist sem margar
konur væru sér ekki meðvitaðar um það
launamisrétti sem ríkir milli kynja á vinnu-
markaðinum. Þær stæðu oftlega í þeirri
trú að þær hefðu sama rétt og karlar.
Nefndi hún sem dæmi viðtal við unga
konu sem taldi að algjört jafntrétti ríkti
en áfallið kom þegar hún sótti um sína
fyrstu stöðu. „Þetta var hjá ríkisstofnun
og henni voru boðin önnur kjör en hún
átti von á, það er þau kjör sem hún vissi
að karlar með sömu menntun hefðu,“ sagði
Margrét. „Viðtalið endaði í styttingi en
nokkrum dögum síðar var henni boðin
staða hjá sömu stofnun, sem hún tók þar
sem um stuttan tíma var að ræða. Þegar
hún ræddi kjaramálin við aðrar konur, sem
höfðu starfað hjá þessari stofnun í nokkur
ár, höfðu þær ekki hugmynd um að kjör
þeirra hjá stofnuninni væru önnur en karl-
anna með sömu menntun."
Við hlið karla
í samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám
mismununar gegn konum, sem Islendingar
skrifuðu undir árið 1985, er kveðið á um
að ef aðildarríki geri sérstakar ráðstafan-
ir, sem miði að því að flýta fyrir raunveru-
legu jafnrétti karla og kvenna skuli það
ekki talið mismunun eins og skilgreint er
í samningnum, og skal ekki á neinn hátt
hafa í för með sér að ójöfnuði eða ólíkum
skilyrðum sé viðhaldið. „Þessa grein hafa
ýmsir reynt að gera hlægilega og láta að
því liggja að konur séu að fara fram á
forréttingdi, þegar þær vilja fá að vinna
við hlið karlanna í stað þess að brölta á
eftir þeim,“ sagði Margrét. „Ungar konur
innan flokksins hafa jafnvel tekið undir
slíka fjarstæðu til þess að þóknast hinum
ráðandi karlahópi. Og ég vil beina því til
þeirra sem tala um forréttindi að kynna
sér þann launamismun sem við búum við
og er staðreynd ásamt öðru réttindaleysi
kvenna en auðvitað eigum við öll að vinna
saman. Ég tel að konur eigi að vera sýni-
legri innan flokksins og í flokksstarfinu
því í þeim býr mikið afl sem þörf er á að
virkja. Án þeirra væri flokkurinn fátæk-
ari.“
Afmælisfagnaður
álaugardag
Stjórn Hvatar býður til afmælisfagnaðar
í Valhöll laugardaginn 1. mars kl. 17-19
og eru allar Hvatarkonur og velunnarar
félagsins hvattir til að koma og fagna
þessum tímamótum.
Einar Sigurðsson um mál gegn Flugleiðum
Starfsfólk gerði
ekkert ólöglegt
Yfir 20.000 titlar á
bókamarkaði í Perlunni
„VIÐ erum fullvissir um að starfs-
menn Flugleiða hafa ekkert að-
hafst sem brýtur í bága við lög.
Við treystum því að það verði sýnt
og sannað fyrir rétti. Annað er
ekki um málið að segja að sinni,“
sagði Einar Sigurðsson, aðstoðar-
maður forstjóra Flugleiða, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Málflutningur stendur nú fyrir
undirrétti í New York vegna
skaðabótakröfu sem Frederick
Pittman gerði á hendur Flugleið-
um. Pittman er faðir annarrar
dóttur Ernu Eyjólfsdóttur og sakar
Flugleiðir um að hafa aðstoðað
Ernu við að ijúfa farbann, þegar
hún fór með tvær dætur sínar frá
Flórída til íslands fyrir fimm árum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins heldur Pittman því meðal
annars fram, að Erna og dætur
hennar hafí komist frá Bandaríkj-
unum með því að bóka flugið und-
ir fölskum nöfnum og þar hljóti
Flugleiðir að hafa verið þeim innan
handar. Af hálfu Flugleiða mun
því hins vegar haldið fram, að
ekki sé óalgengt að íslendingar,
sem hafi notað bandarísk eftirnöfn
meðan á dvöl þeirra í Bandaríkjun-
um stóð, noti íslensk nöfn sín við
bókanir og því sé þessi málsástæða
rökleysa. Auk þess beri Flugleið-
um ekki skylda til að skoða vega-
bréf farþega og íslendingar fái
alltaf far til íslands, enda engin
hætta á að þeim verði vísað úr
landi.
Dómur innan
fárra daga
Pittman gerir kröfu um háar
skaðabætur. Verði ýtrustu kröfur
hans teknar til greina þurfa Flug-
leiðir að greiða honum um einn
milljarð króna.
Búist er við að málflutningi í
New York ljúki í þessari viku eða
byijun þeirrar næstu og er reiknað
með að niðurstaða kviðdóms liggi
fyrir skömmu síðar.
Yfir 70 aðilar
selja bækur á
markaðnum
BÓKAMARKAÐUR Félags ís-
lenskra bókaútgefenda hefst í dag,
en hann er haldinn í Perlunni eins
og í fyrra. Seljendur eru yfir 70
og er þar um að ræða bókaforlög,
félagasamtök og einstaklinga.
Vegna mikillar sölu á síðasta
ári bætast nú við fjölmargir bóka-
titlar. Mörg bókaforlög hafa bætt
við helmingi fleiri bókatitlum en í
fyrra. Barnabókadeildin hefur
aldrei verið jafn stór og eru titlarn-
ir þar yfir 2.000.
Að sögn Benedikts Kristjáns-
sonar, framkvæmdastjóra markað-
arins, eru titlar fleiri en 20.000
að þessu sinni. „Þar af eru um
14.000 titlar á fornbókamarkaðn-
um sem hefur verið mjög vinsæll
síðustu ár. Þar er einn seljandi
með mjög fágætar bækur sem eru
sannkallaðir dýrgripir en á mjög
sanngjörnu verði.“
Markaðurinn var haldinn í Perl-
unni í fyrsta skipti í fyrra en þá
var aðeins notaður þriðjungur
gólfsins á neðstu hæð en nú er það
allt lagt undir. „í fyrra var velta
markaðarins um 40 milljónir króna
og um 35 til 38 tonn af bókum
seldust. Við búumst við að þetta
eigi eftir að ganga álíka vel nú.“
Markaðurinn stendur til 9. mars
og er opinn daglega frá klukkan
10-19, einnig laugardaga og
sunnudaga.