Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Niðurskuröur á fjárveitingum til héraðssjúkrahúsa: Það er búið að herða ólina eins og frekast er liægt - segir formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra ÞAÐ stefnir í að heilbrigðisþjónustan fyrir landsþyggðina verði rekin með svipuðu sniði og bifreiðaskoðunin, komi einu sinni í mánuði til að lækna og jarða. Flugfélag íslands undirbýr starfsemina Tíu flugmenn hafa þeg- ar verið ráðnir til starfa TÍU flugmenn hafa verið ráðnir til starfa hjá hinu nýja Flugfélagi ís- lands sem taka á við flugi Flugleiða innanlands og Flugfélags Norður- lands hinn 1. júní næstkomandi. Sitja þeir nú námskeið vegna vænt- anlegra starfa á Fokker 50 flugvél- unum. Þeir sem þegar hafa verið ráðnir eru frá öðrum flugrekendum en Flugleiðum og FN. Viðræður hafa staðið yfir milli Flugleiða og Félags íslenskra atvinnurekenda um hvaða fyrirkomulag verður viðhaft við ráðningar eða leigu á flugmönnum Flugleiða til Flugfélags Islands en uppúr þeim slitnaði sl. mánudag. Hátt í 40 flugmenn hafa starfað á íjórum Fokker 50 flugvélum hjá Flugleiðum innanlands. Flug- mannaþörf Flugfélags íslands verð- ur kringum 60 manns og er ætlun- in að þeir komi einkum úr hópi flug- manna Flugleiða og Flugfélags Norðurlands auk nokkurra nýrra manna. Hugmyndin er að flugmenn Flugleiða myndu síðan á næstu tveimur-þremur árum flytjast í millilandaflugið eftir því sem störf þar losna, m.a. þegar menn hætta fyrir aldurs sakir og þegar ný þota bætist í flotann í byijun næsta árs. Sjónarmið Félags íslenskra at- vinnuflugmanna er að einn starfs- aldurslisti gildi fyrir F.í. og Flug- leiðir en forráðamenn F.I. vilja að- greinda lista. Forráðamenn FÍA telja að starfsframi flugmanna Flugleiða verði mun hægari með aðgreindum listum og starfsöryggi jafnvel minna. Benda þeir á að komi til samdráttar í millilandaflugi Flugleiða verði sagt upp flugmönn- um þar með mun lengri starfsaldur en yngstu menn hjá F.í myndu hafa. Flugkostur Flugfélags íslands verður fjórar Fokker vélar að sum- arlagi en þijár að vetrinum og verða þær leigðar af Flugleiðum. Annar flugkostur Flugfélags íslands kem- ur að mestu frá Flugfélagi Norður- lands. Þar er um að ræða eina Metró vél en tvær til viðbótar verða keyptar eða leigðar og FN leggur einnig til tvær Twin Otter vélar. Þá á félagið eina Piper Chieftain sem notuð verður á sumri komanda en síðan seld. Verkefni Flugfélags íslands verða áætlunarflug á svipuðum nót- um og nú er rekið hjá Flugleiðum innanlands og Flugfélagi Norður- lands að meðtöldu flugi til Færeyja og Grænlands. Einnig verður sóst eftir leiguflugsverkefnum innan- lands sem utan eftir því sem fjöl- breyttur flugvélafloti félagsins býð- ur uppá. „Á skíðum skemmti égmér...“ IBUAR höfuðborgarsvæðisins hafa margir notað tækifærið og brugðið sér á skiði síðustu daga. Að sögn Þorsteins Hjartarson- ar, umsjónarmanns skíðasvæðis- ins í Bláfjöllum, er þar nú nægur snjór og skíðafæri með ágætum. Hann giskar á að um tvö þúsund manns hafi verið I Bláfjöllum hvorn daginn um helgina, en sú aðsókn er heldur undir meðal- lagi. Nokkuð er um að fólk flytji sig á milli skíðasvæðanna, allt eftir veðri og færi, því nú gilda sömu miðarnir í lyfturnar í Bláfjöllum, Skálafelli og á Hengilssvæðinu. Morgunblaðið/Halldór Islendingur í Alþjóðastjórn AFS Mikilvægast að skiptineminn sé velkominn Eiríkur Þorláksson UPPRUNALEGA urðu AFS-samtök- in eða American Field Service, eins og þau hétu þá, til að frumkvæði bandarískra sjálfboðaliða sem starfað höfðu við að aka sjúkrabifreiðum og sinna særðum á vígvöllum Evrópu í heimsstyijöldun- um. Oft var um að ræða menn sem af trúarástæð- um gegndu þessum störf- um til að þurfa ekki að bera vopn. Þeir áttu með sér fundi eftir seinni heimsstyijöld og ákváðu að kanna leiðir til að reyna að draga úr stríðshættu og auka skilning milli þjóða. „Þeim datt í hug að efna til ungmennaskipta milli þjóða þannig að unglingur á mót- unarskeiði, milli 16 og 18 ára ald- urs, færi frá einu þjóðfélagi til annars og byggi þar inni á venju- legu heimili hjá venjulegu fólki og tæki þátt í lífi og starfí þar,“ seg- ir Eiríkur um frumkvöðlana. „Þetta hefur verið geysilega rót- tæk hugmynd árið 1947 þegar þetta fór af stað. Smám saman jukust umsvifin og starfið efldist. AFS hefur starfað í alls 70 löndum en allt byggist þetta á sjálfboða- liðastarfi. Sé ekki er nægilegur stuðningur í viðkomandi landi til að sinna þessu er starfið einfald- lega lagt niður.“ Árlega dveljast um átta til níu þúsund unglingar úr öllum heims- álfum á vegum AFS fjarri heima- högum sínum. Þeir sækja fram- haldsskóla, læra tungu gestgjaf- anna og kynnast siðum og menn- ingu landanna. Ljóst er að stjóm- völd í mörgum ríkjum eru tor- tryggin gagnvart fijálsum sam- tökum af þessu tagi og er þá reynt að beita lagni og þolinmæði í sam- skiptum við ráðuneyti sem um málið flalla. Framan af var einkum um að ræða samskipti milli Norður- Ameríku og Vestur-Evrópu en nú eru ríki Rómönsku Ameríku mjög virk í samstarfinu. Nú er AFS ennfremur að eflast í Mið- og Austur-Evrópu, þ.á m. Rússlandi. Samtökin eru mjög öflug í Japan og fleiri Asíulöndum, ekki síst Tælandi. Þau starfa í Kína en fyrst og fremst á sviði kennaraskipta enn sem komið er. „Áður var starfinu mjög miðstýrt frá New York en fyrir nokkrum árum var samið um fjárhagsleg ábyrgð yrði öll á vegum hvers aðildarfélags. Það er þó fylgst mjög vel með öliu starfínu af hálfu alþjóðaskrifstof- unnar, þar er það samhæft, fylgst með nemendunum og séð til þess að þeir fái lágmarksþjónustu. Einnig er fylgst með öiyggismál- um,“ segir Eiríkur. Áð jafnaði eru nú um 100 ís- lensk ungmenni á vegum AFS í öðrum löndum, þar af meira en helmingurinn í öðrum löndum en Bandaríkjunum. Um 30 erlendir skiptinemar dvelja nú hér á landi og mun þátttaka íslendinga í starfi AFS vera meiri miðað við höfða- tölu en nokkurrar annarrar þjóðar. Eiríkur segir að fólk sem taki við skiptinemum verði fyrst og fremst að hafa gott hjartalag, neminn verði að vera velkominn á heimilið, önnur vandkvæði séu leysanleg. Fólk verði að gefa sér tíma til að vera með unglingnum til að kynnast honum og gefa hon- ► STARF sjálfboðaliða AFS- samtakanna, sem annast nem- endaskipti um allan heim, hófst fyrir 50 árum og var deild í þeim stofnuð hér á landi fyrir 40 árum. Einn af stjórnarmönn- um AFS á Islandi, Eiríkur Þor- láksson, var nýlega kjörinn til þriggja ára í alþjóðastjórn sam- takanna, fyrstur Islendinga, en félög AFS starfa nú í rúmlega 50 löndum. Eirikur er fæddur 1953, hann er sagnfræðingur og er framkvæmdastjóri Menntastofnunar Islands og Bandaríkjanna. Árin 1984-1988 var Eiríkur framkvæmdastjóri AFS á íslandi. Hann er kvæntur Margréti Þorkelsdóttur og eiga þau eina dóttur, Eiríkur á einn- ig tvö börn frá fyrra hjóna- bandi. um þannig færi á að kynnast þjóð- inni. „AFS í hveiju landi sér alveg um skólakostnað fyrir þá sem þar dvelja en fjölskyldurnar sjá um fæði og húsnæði. Skipaður er trún- aðarmaður fyrir hvern skiptinema og á hann að vera hans fyrsta hjálparhella í öllu sem komið getur upp varðandi samskipti, venjur, skóla o.s.frv. Ég hef orðað þetta svo að þátttakendur í þessu séu stöðugt að reka sig á múra, þetta gengur í bylgjum hrifningar og ieiða, heimþrár og þess að hafa engan áhuga á heimferð. Þetta er ákveðið ferli hjá flestum. Það er auðvitað misjafnt frá ári til árs hvernig til tekst. Að jafnaði eru það um 5% sem fara heim fyrir tímann, oftast vegna þess að neminn hefur ekki farið eftir þeim fáu reglum sem settar eru. Reglurnar eru ekki síst settar til að foreldrum nemanna sé ljóst að fylgst sé með hlutunum og börnin séu í öruggum höndum. Nemi má alls ekki fara í nein ferðalög án leyfís, hann má ekki keyra bíi, fyrst og fremst er það öryggis- og tryggingaatriði, neysla áfengis og eiturlyfja er harðbönn- uð og ijórða reglan er sú að nem- ar verða að stunda skóla eins og venjulegir nemar. Við setjum ekki neinar sérstak- ar reglur um samskipti kynjanna en þar hljóta að gilda almennar samfélagsreglur á staðnum. Víð- ast hvar eru þær strangari en hér. íslenskar unglingsstúlkur nefna oft frelsið hér þegar þær koma heim aftur en oft fylgir örlítil sökn- uður yfir örygginu sem fylgir því að mega ekki fara út eftir að myrkva tekur nema í fylgd með stóra bróður eða pabba.“ U m 5% fara heim fyrir tímann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.