Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Landsvirkjun hefur til athugunar breyttar útfærslur virkjana á Austurlandi
Eyjabakkalón hugs-
anlega minnkað
HJÁ Landsvirkjun er nú verið að
rannsaka hvort raunhæft sé að
breyta fyrirkomulagi Fljótsdalsvirkj-
unar með það að markmiði að draga
verulega úr umfangi miðlunarlóns
við Eyjabakka undir Snæfelli. í
þessu felst að tengdar verði saman
virkjanir í Jökulsá á Fljótsdal og
Jökulsá á Brú. Er gert ráð fyrir að
niðurstöður rannsóknanna geti legið
fyrir á þessu ári.
í gildandi áætlun um Fljótsdals-
virkjun er gert ráð fyrir miðlunar-
lóni á Eyjabökkum og að þar fari
28 ferkílómetrar af gróðurlendi und-
ir vatn. Þetta hefur verið gagnrýnt
vegna umhverfíssjónarmiða en á
svæðinu er talsvert fuglalíf,
hreindýraslóðir og sérstætt landslag.
Þá liggja einnig fyrir áætlanir um
virkjun Jökulsár á Brú og að með
því að stífla ána verði myndað 38
ferkílómetra miðlunarlón, Hálslón.
Við það færi einnig gróður og burð-
arland hreindýra undir vatn, en sú
fóm er talin viðunandi miðað við
orkuna sem fæst.
Hugmyndir um að sameina Fljóts-
Niðurstöður
rannsókna liggja
fyrir í árslok
dalsvirkjun og virkjun Jökulsár á
Brú gera ráð fyrir að Hálslón verði
stækkað í 50 ferkílómetra og leitt í
frárennslisgöngum í Fljótsdal. Á
móti yrði Eyjabakkalón minnkað
vemlega; það yrði í raun pollur neð-
an við Eyjabakkana sem yrði leiddur
um frárennslisgöngin milli Hálslóns
og Fljótsdals.
Að sögn Helga Bjamasonar verk-
fræðings hjá Landsvirkjun byggist
þessi lausn m.a. á þvj að nægilegt
rými náist í Hálslóni. í sumar verða
gerðar rannsóknir á því hvort hægt
verði að stækka stífluna í Jökulsá á
Brú, en talið er að stíflan þurfi að
hækka um 5-10 metra miðað við
núverandi áætlun svo að næg vatns-
miðlun fáist.
Ennfremur beinast athuganir að
því hvort unnt verði með samteng-
ingu þessara miðlunarlóna að nýta
vatnasvið á Hraunum, austan Jök-
ulsár á Fljótsdal, en nýting þess
krefst mikillar miðlunar. Þar gæti
verið um að ræða verulega orku.
Stórkaupanda þarf
Talið er að sameinuð Brúar- og
Fljótsdalsvirkjun myndi verða ein 7
ár í byggingu og kosta um 75 millj-
arða króna. Þetta er ívið ódýrara en
að virkja árnar hvora í sínu lagi en
orkuframleiðslan yrði ekki eins mik-
il þannig að hagkvæmnin á orkuein-
ingu er svipuð.
Sameinuð virkjun gæti skilað um
4.300 gígawattstundum af raforku
á ári, eða nærri eins miklu og það
vatnsafl sem þegar hefur verið virkj-
að hér á landi. Því yrði ekki farið út
í þessar framkvæmdir nema nægi-
lega stór orkukaupandi væri til stað-
ar, stóriðja eða orkuútflutningur.
Lagaheimild liggur fyrir frá árinu
1981 um að virkja Jökulsá á Fljóts-
dal og einnig liggur fyrir virkjana-
leyfi ráðherra. Því gæti Landsvirkjun
boðið Fljótsdalsvirkjun út með litlum
reytt útfærsla á
Egjlsstaðir
Stöðvarhús
Jarðgöng
Opinn skurður
Stífla
Miðlunarlón
Flutningur vatns
Snœfell,
Hraum
Brúarjökull
Núverandi áætlun
um Eyjabakkalón
fyrirvara, en hún er talin geta skilað
um 1.250 gígawattstundum á ári.
Helgi Bjarnason segir, að þótt nú
sé verið að skoða aðra kosti verði
að hafa í huga að ríkið og Lands-
virkjun hafí sennilega þegar eytt um
2 milljörðum króna í rannsóknir og
undirbúning Fljótsdalsvirkjunar á
síðustu 20 árum. Því verði henni
ekki breytt nema að vandlega íhug-
uðu máli og breyttum forsendum
varðandi umhverfisþætti og hina
miklu upphafsnýtingu orkunnar með
breyttri tilhögun.
Morgunblaðið/Ásdís
SJÖFN Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Reylgavíkur
og Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, á fundinum í gær.
Samningar gildi
frá áramótum
„NÚ er komið á þriðja mánuð síðan samningar voru lausir. Viðsemjendur
BSRB hafa reynt að drepa eiginlegum kjaraviðræðum á dreif með tækni-
legri umræðu um launakerfi. Við svo búið verður ekki staðið lengur.
Fundurinn krefst þess að gildistími samninga verði frá síðustu áramótum
þegar samningar runnu út,“ segir í ályktun sem samþykkt var á fjölmenn-
um baráttufundi sem BSRB hélt í gær.
Séra Gunnar
í biskupskjör
SÉRA Gunnar Kristjánsson
prestur á Reynivöllum í Kjós
lýsti því yfir í gær að hann
hygðist gefa kost á sér í bisk-
upskosningum á komandi
sumri.
Gunnar sagði í samtali við
Morgunblaðið að stöðugt
stækkandi hópur stuðnings-
manna hefði hvatt sig til að
gefa kost á sér, og byggist það
að hans mati á þeim málefnum
sem hann hefur barist fyrir inn-
an kirkjunnar.
„Ég hef beitt mér fyrir breiðri
þjóðkirkjustefnu, sem stefnir að
því að kirkjan efli tengsl sín við
þjóðlífið, bæði menningu og að
hún taki afstöðu í ýmsum þjóð-
málum, auk þess að efla mark-
visst safnaðarstarf,“ segir hann.
Formenn fjölmargra félaga
opinberra starfsmanna ávörpuðu
fundinn í gær.
Fundaherferð um kjaramálin
Gerð kjarasamninga er á hendi
aðildarfélaga BSRB en heildar-
samtökin annast viðræður við
samninganefnd ríkisins um þær
hugmyndir sem uppi eru um
breytingar á launakerfi opinberra
starfsmanna. Komið hefur fram
að kröfur aðildarfélaganna um
launahækkanir eru að meðaltali
um 17% á næsta samningstíma-
bili.
í ályktun fundarins er lögð
áhersla á verulega hækkun launa-
taxta í þeim samningaviðræðum
sem nú standa yfir. BSRB hafnar
geðþóttalaunum, segir í ályktun-
inni, þar sem slíkt launakerfi hafi
í för með sér aukið launamisrétti
og launaleynd.
Aðildarfélög BSRB hafa ákveðið
að efna til fundaherferðar um
kjaramálin.
Ráðherra segir framsalsheimild forsendu hagkvæmni
Fiskveiðislj órnunin
stenst ýtrustu kröfur
HAGKVÆMNI í fiskveiðum íslend-
inga, mæld sem aflaverðmæti í
bandaríkjadölum á hveija brúttórúm-
lest fiskveiðiflotans, hefur aukist um
meira en 60 af hundraði frá því að
núverandi fiskveiðistjómunarlög lög-
leiddu framsal veiðiheimilda árið
1990 og fram til ársins 1993. Þetta
kom fram I setningarávarpi Þorsteins
Pálssonar sjávarútvegsráðherra á
ráðstefnu, sem sjávarútvegsráðu-
neytið efndi til í gær um fiskveiði-
stjómunina.
Þorsteinn sagði að efast mætti um
að nokkur dæmi fyndust á síðari
árum um aðra eins framleiðniaukn-
ingu í íslensku efnahagslífi og íslend-
ingar hefðu að þessu leyti forystu í
heiminum. Rekstrarárangur sjávar-
útvegsfyrirtækja væri miklu betri en
fyrir fáum árum. Af þessu mætti
ráða að íslendingar byggju við skipu-
lag, sem stæðist ýtrustu kröfur í al-
þjóðasamanburði og hefði framsal
aflaheimilda verið eitt grundvallar-
atriða í hagkvæmniþróun íslensks
sjávarútvegs.
Þorsteinn sagði að svo virtist sem
allir væru sammála um nauðsyn
þess að auka kaupmátt á íslandi.
Engin met yrðu hinsvegar slegin á
því sviði ef snúið yrði af braut hag-
FJÓRIR þingmenn Sjálfstæðis-
flokks hafa lagt fram frumvarp til
laga á Alþingi um að fjármálaráð-
herra verði veitt heimild til að fella
niður stimpilgjöld í tengslum við
kaup á kaupskipum. Flutnings-
mennirnir telja að með þessu móti
muni þeim skipum á ný fjölga sem
sigla undir íslenskum fána. Þeir
benda einnig á að sams konar heim-
ild gildi um kaup á flugvélum og í
ljósi mikillar samkeppni sem ríki
milli skipa- og flugfélaga sé eðlilegt
að þau sitji við sama borð.
Í greinargerð með frumvarpinu
kvæmni í íslenskri fiskveiðistjórnun.
Frummælendur á ráðstefnunni
töldu kvótakerfi í líkingu við hið ís-
lenska það hagkvæmasta sem í boði
væri eins og staðfest væri í skýrslu
OECD. Heimild til framsals afla-
heimilda væri veigamikill þáttur í
hagkvæmninni og bæri að setja sem
allra minnstar hömlur á framsals-
heimildina.
Ekki var mikið fjallað um eðli
eignarréttar í íslenska kvótakerfmu.
Þó sagði Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson prófessor að aflakvótar
fælu ekki í sér eignarrétt yfir fiski-
stofnum, heldur nýtingarrétt fiski-
stofna.
Per Mickwitz, hagfræðingur og
formaður vinnuhóps OECD, tók ekki
afstöðu til veiðigjalds, en Alastair
Macfarlane, aðstoðarforstjóri sam-
taka útvegsmanna á Nýja-Sjálandi
og Hannes Hólmsteinn voru andvígir
slíkum skatti. Alastair fannst þó eðli-
legt að útvegurinn greiddi kostnað
við rekstur kvótakerfisins. Þorkell
Helgason orkumálastjóri taldi veiði-
gjald mikilvægt til að skapa frið um
kvótakerfið.
■ Opið aðgengi/25
■ Mjög góð reynsla/B3
benda þingmennimir á að af 26
kaupskipum sem eru í eigu íslenskra
útgerða séu aðeins fjögur undir ís-
lenskum fána. Þeir vitna í fram-
kvæmdastjóra Sambands íslenskra
kaupskipaútgerða sem sagt hefur
að ástæða þess hversu fá skip séu
skráð hér á landi sé há skráningar-
gjöld. Hér á landi nemi þau milljón-
um, en í Noregi séu þau til dæmis
ekki nema um sex þúsund krónur á
skip. Flutningsmennimir segja það
einn þátt í sjálfstæði þjóðarinnar að
sem flest kaupskip í eigu íslendinga
sigli undir íslenskum fána.
Nýsjálenzk útgerð
6-7% afla-
verðmæta
til ríkisins
SJÁVARÚTVEGUR á Nýja-Sjá-
landi greiðir 6-7% af verðmætum
afla upp úr sjó vegna þess kostn-
aðar, sem hlýzt af nýtingu auð-
lindarinnar. Verðmæti afla ís-
lenzkra skipa eru um 50 milljarð-
ar kr. innan landhelgi og um 5
miHjarðar utan hennar. Yrði ís-
lenzkri útgerð gert að greiða
6-7% aflaverðmæta yrði árleg
greiðsla á bilinu 3 til 3,5 miRjarð-
ar króna.
Erfitt er að meta kostnað af
nýtingu fiskimiða við ísland. Sam-
kvæmt Ijárlögum kostar rekstur
sjávarútvegsráðuneytis, Fiski-
stofu, Rannsóknarstofnunar fisk-
iðnaðarins og Hafrannsókna-
stofnunar um milljarð. Þá á eftir
að meta hlut fiskveiða í kostnaði
við rekstur Landhelgisgæzlunnar
og fleiri þætti. Afköst íslenzka
fiskiskipaflotans eru mun meiri
en þess nýsjálenzka og því gæti
þurft lægra hlutfall aflaverðmæta
hér til að vega upp kostnað.
Nú greiðir útgerðin um 120
milljónir króna í veiðileyfagjald
og tengd gjöld, en sú upphæð
stendur undir rekstri Fiskistofu.
Önnur gjöld sem á útgerðinni
hvíla eru greiðsla í Þróunarsjóð,
sem haldið verður áfram fram
yfir aldamót, og auk þess ýmis
þjónustu- og skoðunargjöld eins
og aðrar atvinnugreinar greiða.
Tryggingagjald á sjávarútvegs-
fyrirtæki hefur verið hækkað, en
þó greiðir útvegurinn í einhverj-
um tilfellum lægra trygginga-
gjald en annar atvinnurekstur.
Stimpilgjöld verði felld
niður af kaupskipum