Morgunblaðið - 05.03.1997, Síða 24

Morgunblaðið - 05.03.1997, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ H fttwgistifrlafrft STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GROSKAIHUG- BÚNAÐARGERÐ MIKIL GRÓSKA er nú í hugbúnaðargerð hér á landi og hefur verið síðustu misseri. Þar er að vaxa úr grasi ný og öflug útflutningsatvinnugrein og má það m.a. sjá af því, að útflutningur hugbúnaðar hefur vaxið úr 10 milljónum króna árið 1990 í 814 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt samantekt Seðlabankans. Kunnáttumenn í þessari grein telja þó þessar tölur alltof lágar og þær megi tvöfalda. Það þýðir að útflutningur hugbúnaðar hafi numið 1,6 milljörðum króna í fyrra. Fram kom í máli Vilhjálms Þorsteinssonar, þróunar- stjóra Coda ehf., á nýsköpunarþingi Rannsóknarráðs og Útflutningsráðs fyrir síðustu helgi, að útflutningur hafi tvöfaldast milli ára undanfarin ár. Þótt svo mikil aukning verði ef til vill ekki á þessu ári telur Vilhjálmur fullvíst, að hún verði mikil sem áður. Hann bendir á, að tölur Seðla- bankans sýni aðeins útflutning á hreinum hugbúnaði, en þar sé ekki talinn með útflutningur fyrirtækja eins og Marels og Kögunar né sala hugbúnaðar í gegnum alnetið. Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Hugvits, segir, að ætla megi, að um næstu aldamót geti tekjur af útflutningi hugbúnaðar numið 10-15 milljörðum króna. Upplýsingaiðn- aðurinn geti tekið á móti helmingi þeirra 12 þúsund starfa, sem hér sé þörf á næstu árin, vaxi hann með sama hraða og erlendis. Ólafur bendir hins vegar á, að ekki dugi að útskrifa innan við 150 nemendur á háskólastigi árlega til að ná þessu markmiði. Þá tölu þurfi að tífalda a.m.k. Hlúa þurfi að tölvumenntun og tæknimenntun í landinu, veita meira fé til kennslu, hvetja menn til náms og endur- menntunar. Það taki 3-4 ár frá því hafizt er handa þar til nemendur komi á vinnumarkaðinn. Verði ekki menntað starfsfólk fáanlegt hérlendis muni þau tækifæri, sem nú bjóðast, flytjast úr landi. Enginn vafi er á því, að íslenzk hugbúnaðargerð er ört vaxandi atvinnugrein og útflutningur þegar farinn að skila verulegum tekjum í þjóðarbúið. Ljóst er hins vegar, að ákveðinn flöskuháls er í skólakerfinu, sem gerir að verk- um, að atvinnulífið fær ekki nægjanlegan fjölda menntaðs starfsfólks og þá ekki sízt tölvufyrirtækin. Laun í þessari atvinnugrein eru yfirleitt há og því eðlilegt, að ungt fólk leiti þangað. Búa þarf þannig að skólakerfinu, að það geti mætt þörfum atvinnulífsins á vel menntuðu starfs- fólki og í því sambandi verður að huga að launakjörum þeirra, sem annast menntunina, svo þeir gefizt ekki upp og leiti sjálfir í þessi hálaunastörf eða jafnvel út fyrir land- steinana. Sú hætta er þegar fyrir hendi í hugbúnaðargrein- inni. KVÓTAKERFIOG RÉTT- LÆTISKENND RÖGNVALDUR Hannesson, prófessor við Verzlunarhá- skóla Noregs í Bergen, skrifaði athyglisverða grein í Morgunblaðið hinn 16. febrúar sl. þar sem hann lýsir hagkvæmni kvótakerfisins og telur, að það væri „verulegt þjóðhagslegt slys, ef íslendingar vörpuðu kvótakerfinu fyrir róða“. Síðan segir Rögnvaldur Hannesson: „Hinu skulu menn átta sig á, að kvótakerfið er háð því, að það sé fyrir hendi pólitískur vilji hjá þjóðinni til þess að halda þessu kerfi úti. . . Það særir réttlætiskennd flestra, að menn séu að hagnast á verðmætum, sem þeir hafa fengið gefins og reyndar eru skilgreind sem þjóðareign. Séð í þessu ljósi verður það að teljast furðulegt hve andsnúnir margir útgerðarmenn eru veiðigjaldinu svokall- aða. Það er hvorki útgerðarmönnum né þjóðarheildinni í hag, að kvótakerfinu verði kastað fyrir róða eða framsali kvóta settar svo þröngar skorður, að það skili litlum sem engum árangri. Það þjónar að öllum líkindum langtíma- hagsmunum útgerðarmanna að sættast við þjóðina á hæfi- legt veiðigjald. Sumum forystumönnum útgerðarmanna er þetta löngu ljóst; fyrir tveimur árum eða svo gerðist t.d. Árni Vilhjálmsson, prófessor, talsmaður einmitt þessarar lausnar." Þessi orð Rögnvaldar Hannessonar eru alvarlegt um- hugsunarefni fyrir útgerðarmenn. Ekki verður hann sakað- ur um fjandskap við kvótakerfið sem slíkt. Skipverjar á Ægi töldu 50 lægðir á jafnmörgum dögum ^ ÖLDUHÆÐIN var yfirleitt 8-12 metrar í leiðangrinum, að sögn skipherra, og fór eitt sim „Sáttari við legu landsins en áður“ VARÐSKIPIÐ Ægir lauk 53 daga veðurathugun- um úti á rúmsjó nýlega og segist Halldór Nel- lett skipherra á Ægi vera mun sáttari við landfræðilega stað- setningu Islands en áður, því skipverjar hafi lent í 50 lægðum á 50 dögum. „Þetta var ótrúlegur flaumur af lægðum og ég get fullyrt, eft- ir þessa ferð, að ég er mun sátt- ari við legu landsins en áður. Maður hélt að allar lægðir kæmu hingað," segir hann. Yfirstjórn verkefnisins var i Shannon á Irlandi og taldist vís- indamönnum þar að skipverjar hefðu þurft að kljást við um það bil eina lægð á dag. „Þá er ein- vörðungu verið að tala um svæði frá Hvarfi að Azor-eyjum. Hinar eru ekki taldar með. Eg hafði ekki gert mér í hugarlund að þetta yrði slíkur lægðaflaumur og ímyndaði mér að við fengjum 2-3 lægðir á viku með hléum en það var nánast aldrei friður," segir Halldór. Svæðið þar sem athugunin var gerð var valið með tilliti til þess að árin 1989-1995 fóru langflest- ar lægðir yfir hafið milli 40. og 50. gráða norðlægrar breiddar. Fjögur skip tóku þátt í leiðangr- inum og voru staðsett með 150 sjómílna millibili. Nyrstur var Ægir, þá franskt skip, svo banda- rískt og síðastir og syðstir voru Rússar. Bræla eða fárviðri Um borð í Ægi voru 18 manns og segir Halldór að mannskapur- inn hafi verið orðinn vel veðurbar- inn. „Við erum reynslunni ríkari eftir að hafa verið úti á hafi í tæpa tvo mánuði annaðhvort í brælu eða fárviðri. Það var nán- ast aldrei hlé.“ Halldór segir enn- fremur að ölduhæðin hafi verið 8-12 metrar flesta daga, nema einn, þegar hún fór í 20 metra, en þá hafði vindur blásið með yfir 64 hnúta hraða í sólarhring, sem telst um 12 vindstig. „Það skiptir svo oft um átt að ölduhæð- inni er að mestu haldið í skefium. En þegar hann blæs svona lengi í 64 hnútum, nær hann að rifa upp miklu meiri sjó,“ segir skip- herrann. Ilalldór viðurkennir að áhöfnin hafi verið orðin ansi þreytt undir lok ferðarinnar en menn séu reynslunni ríkari eftir að hafa lent í slíkum veðrum og muni byggja áþví við stjórn skipsins í framtíð- inni. Ægir fékk á sig tvö brot í ferðinni en skemmdist ekkert að hans sögn. „Menn urðu auðvitað þreyttir í þessum eilífa veltingi, stígandi ölduna allan daginn og vaknandi uppi á miðjum þiljum. Maður þarf að vera ansi þreyttur til þess að sofa sleitulaust í skipi sem hallar 30-40 gráður,“ segir Halldór. Sett var upp sjálfvirk veðurat- hugunarstöð um borð í Ægi og fengu stýrimennirnir þrír leiðsögn í að fara með búnaðinn. Að sögn Halldórs var tekið veður á þriggja tíma fresti og upplýsingamar sendar til írlands. „Skipveijarnir þurftu síðan að taka sjálfir niður upplýsingar um skýja- og öldu- hæð,“ segir Halldór. Sigldu 6.200 sjómílur Háloftaathuganirnar voru gerðar með því að sleppa loft- belgjum með mælibúnaði fyrir vindhraða, -styrk, Ioftþrýsting, raka, hitastig og fleira upp í 16 kílómetra hæð og sáu hásetarnir um að fylla þá með helíum undir umsjón vélstjórans. „Loftbelgjun- um var sleppt á sex tíma fresti og við viss skilyrði fengum við tilmæli um að sleppaþeim með þriggja tíma til 90 mínútna milli- bili, til dæmis þegar lægðirnar voru að koma,“ segir Halldór. Telst honum til að Ægir hafi siglt 6.200 sjómílur frá 4. janúar til 24. febrúar, brennt um 200.000 lítrum af olíu og sleppt 330 loft- belgjum. Mesti vindhraði sem skipveijar mældu var 180 hnútar í fimm kílómetra hæð, en þess má geta aftur að 12 vindstig eru 64 hnútar. Flosi Hrafn Sigurðsson veður- fræðingur á Veðurstofu íslands sagði í samtali við Morgunblaðið að of snemmt væri að draga ályktanir af mælingum skipveija á Ægi en þakkarbréf hefði borist frá yfirsljórninni á írlandi. „Þar segir að þeim þyki mikið til gagnaöflunar skipveijanna koma og að upplýsingamar sem þeir hafi safnað muni verða megin- uppistaðan í rannsókninni," segir Flosi Hrafn. SKIPVERJAR á Ægi hj fyrir komu HÁSETARNIR sáu um að fylla 1« gætti birgðanna, og stýrimennimi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.