Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
«F
+
Okkar kæra eiginkona, móðir og amma,
ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sléttuvegi 15,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 6. mars kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
Þroskahjálp.
Björn Lárusson,
Kristín Björnsdóttir,
Hulda Magnúsdóttir,
Björn Magnússon,
Magnús G. Magnússon,
Jón Ottason,
Kristín Guðfinnsdóttir,
Margrét Árnadóttir.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HALLGRÍMUR Á. KRISTJÁNSSON
pípulagningameistari,
Hraunbæ 12,
Reykjavík
lést á Borgarspítalanum aðfaranótt mánudags-
ins 3. mars.
Hörður Hallgrímsson, Oddný Guðmundsdóttir,
Kristján Hallgrímsson, Steinhildur Sigurðardóttir,
Herdís Hallgrímsdóttir, Guðni Pálsson,
Svava Hallgrímsdóttir, Magnús Vilhjálmsson,
barnabörn og barnabarnaböm.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÁRNI ÞORSTEINSSON,
Fljótstungu,
Hvítársíðu,
lést á heimili sínu mánudaginn 3. mars síðast-
liðinn.
Ingibjörg Bergþórsdóttir,
böm, tengdabörn og barnabörn.
Eiginmaður minn, + ELLERT GUÐMUNDSSON,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands laugardaginn 1. mars sl. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, systkina og annarra '
vandamanna, Guðrún Halldórsdóttir, Hásteinsvegi 34, Stokkseyri.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Gnoðarvogi 72,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun,
fimmtudaginn 6. mars, kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Haukur Pálsson,
Páll Ingi Hauksson, Guðlaug Lyngberg,
Sigurður Hauksson Þórunn Lína Bjarnadóttir,
Bryndís Elín Hauksdóttir, Bjarni Þór Guðjónsson,
Þórír Hauksson, Valgerður Hanna Hreinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við
andlát og útför föður okkar, tengdaföður og
afa,
BJÖRNS VILHJÁLMSSON AR
garðyrkjumeistara.
Guð blessi ykkur öll.
Hjörtur Bjömsson, Þórunn Halldórsdóttir,
Lárus Björnsson, Eygló Ragnarsdóttir
og barnabörn.
HANSPETUR
CHRISTENSEN
+ Hans Pétur
Cristensen
fæddist í Reykjavík
4. maí 1961. Hann
lést af slysförum á
Nýja-Sjálandi 18.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Ingibjörg Guð-
mundsdóttir f.
31.1. 1926, og Jó-
hannes Christens-
en, f. 20.7. 1931.
Bróðir hans er
Guðmundur Helgi
Christensen, f.
26.2. 1965, kona
hans Jórunn Harðardóttir, f.
5.12. 1968.
Þegar Nína systir mín hringdi til
min og sagði mér, að hann Hans
Pétur hefði drukknað á Nýja-Sjá-
landi, stoppaði tíminn um stund.
Fyrstu viðbrögð mín voru, að þetta
hyti að vera einhver hræðilegur mis-
skilningur. Síðan staðreyndir þessa
hörmulega slyss lukust upp fyrir
mér, hafa minningabrot og myndir
tengdar frænda mínum fylgt mér.
Síðast talaði ég við Hans Pétur
fyrir stuttu hér í Kaupmannahöfn,
þar sem ég bý. Hann hringdi í mig,
þegar hann var staddur á Kastrup-
flugvelli og var á leið í spennandi
frí á ókunnar slóðir. Hann kvaddi
mig og sagðist mundu stoppa í
Kaupmannahöfn á bakaleið, ein-
hvem fyrstu dagana í mars og þá
myndi hann heimsækja okkur. Eg
hlakkaði til að fá tækifæri til að
heyra af spennandi ferðum hans og
óskaði honum góðrar ferðar, sann-
færð um að við myndum hittast hér
í Kaupmannahöfn.
Ég hlakkaði reyndar sérstaklega
til að fá að hitta Hansa á ný hér í
Kaupmannahöfn, hann hafði gjam-
an strítt mér með því að Kaup-
mannahöfn væri lítið spennandi borg
og ég hafði alltaf ætlað mér að sýna
honum fram á hið gagnstæða. Kaup-
mannahöfn vann reyndar örlítið á í
síðustu lotu, án þess að ég ætti heið-
ur af. Þegar Hansi frændi heimsótti
mig hér í fyrravetur, átti hann hér
ágæta daga þrátt fyrir frost og
kulda. Svo vill til að hér í borginni
er ágætt vopnasafn, þar sem hann
eyddi miklu af tíma sínum og sagði
að þetta væri með betri vopnasöfn-
um, sem hann hefði komið á. Ég
hef komið á þetta ágæta vopnasafn,
en ekki hafði ég meira vit á munum
þeim, sem þar eru en svo, að ég gat
ómögulega greint hversu gott safnið
var. 1-0 fyrir Kaupmannahöfn, en
frændi minn lék á mig, það var eigin-
Iega hann sem skoraði fyrir Kaup-
mannahöfn þar!
Eldri minningar leita einnig á,
minningabrotin streyma stöðugt
fram á sjónarsvið hugans þessa dag-
ana. Þar á meðal eru myndir af afa
Hans, stoltum og ánægðum með lít-
inn nafna sinn í fanginu; myndir frá
því að ég var að passa Hansa lítinn
í Hlíðunum endur fyrir löngu og
komst meira að segja með í sveitina
undir því yfirskini, að ég ætti að
passa hann. Ég man eftir þolinmæði
hans, þegar verið var að byggja
heilu bæjarfélögin úr legokubbum á
eldhúsgólfínu hjá Ingu og Dæda.
Ég man eftir fróðleikfúsa stráknum
og unglingnum, sem sökkti sér ofan
í bækur um áhugamál sín og þekkti
þar minnstu smáatriði. Og svo man
ég hlýju hans og umhyggju fyrir
ömmu, sem bjó á heimili hans frá
því hann var smábarn. Sú umhyggja
var einstök og víst er að amma fann
hvað að henni sneri frá Hans Pétri.
„Hann Hans minn..byijuðu ekki
ófáar setningamar hennar ömmu,
þegar ég talaði við hana og spurði
frétta. Myndir af foreldrunum, Ingu
og Dæda, sem margir gætu lært af,
foreldrum sem nutu þess að vera
með ungum sonum sínum í heilbrigð-
um leik, ég minnist skautaferða,
skíðaferða, og sumarleyfa á ferð um
landið. Foreldrum, sem líka hafa
stutt syni sína með lifandi áhuga á
áhugamálum þeirra sem unglinga
Hans Pétur lauk
stúdentsprófi frá
Fjölbrautaskólan-
um í Breiðholti
1980, útskrifaðist
frá Vélskóla ís-
Iands 1986 og lauk
sveinsprófi í vél-
smíði 1987. Hann
starfaði hjá Stál-
smiðjunni meðan á
námi stóð og frá
námslokum til
dauðadags.
Útför Hans Pét-
urs fer fram frá
Fella- og Hóla-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
og fullorðinna. Gagnkvæm virðing
og umhyggja, oft án orða, einkenndu
samskipti einstaklinganna í þessari
litlu fjölskyldu, sem er svo nátengd
minni. Fjölskylda okkar er ekki stór,
og þau áföll sem hún hefur þurft
að standa af sér, hafa tengt einstakl-
ingana enn sterkari böndum, en
frændsemin kann að gefa til kynna.
Þeir sem guðirnir elska deyja ung-
ir, segir spakmælið og víst er að
Hans frændi var einn þeirra sem
guðirnir elskuðu. Hann var heil-
steyptur persónuleiki, sem stafaði
frá sér öryggi og hlýju og hann var
sannur vinur vina sinna. Honum
farnaðist alla tíð sérlega vel í námi
og starfi og átti bæði sem barn og
fullorðinn heilbrigð og skemmtileg
áhugamál sem hann sinnti af alhug.
Honum frænda mínum hefði leiðst
hól og orðskrum, enda eru þessi
kveðjuorð fyrst og fremst sett á blað
okkar vegna, sem eftir stöndum og
þurfum að sætta okkur við, að
ótímabær kveðjustund sé óumflýjan-
leg. Ég vil með þessum línum þakka
fyrir ótalmargar ánægjulegar sam-
verustundir um leið og ég set minn-
ingabrotin hvert og eitt á sinn stað
í minningasafninu mínu. Minninga-
safnið um góðan dreng tekur enginn
frá mér. Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að eiga samfylgd með Hans
Pétri frænda mínum, samfylgdin og
minningarnar auðga líf mitt.
Elsku Dædi, Inga, Helgi og Jór-
unn, Guð styrki ykkur í sorg ykkar.
Helga og dætur,
Kaupmannahöfn.
Hann Hans Pétur frændi minn
er dáinn. Þessi setning hefur ekki
vikið úr huga mér síðustu daga.
Kvöldið sem ég fékk þessar fréttir
var mikið myrkur innra með mér -
allar þessar vangaveltur um tilgang
og tilgangsleysi hvolfdust yfir mig.
En smám saman vöknuðu yndisleg-
ar minningar sem lýstu upp myrkr-
ið, smámyndbrot úr áhyggjulausri
æsku og ábyrgðarmeiri fullorðins-
árum.
Fjölskyldan okkar var ósköp lítil,
mamma átti bara einn bróður, hann
pabba þinn, og svo flutti amma til
ykkar svo samgangurinn var mikill.
Og þar sem við vorum á svipuðum
aldri kom það af sjálfu sér að við
lékum okkur heilmikið saman.
Við vorum ekki orðin alveg nógu
fullorðin til að vera farin að rifja
upp æskuárin og nú sakna ég þess
óskaplega að þú sért ekki með mér
þegar allar þessar minningar
streyma fram.
Þessi minningarbrot eru öll um-
vafin birtu og brosum. Háaloftið í
Blönduhlíðinni, þar sem þið þjugguð
öll „krakkaárin" okkar var einstak-
ur ævintýraheimur, nú man ég samt
best þegar við skiptumst á að horfa
út um þakgluggann. Ég þurfti
stundum að lyfta aðeins undir þig
en þama fannst okkur við vera stór
og merkileg og nálægt almættinu
sem hafði kannski svör við einhvetj-
um af spumingunum okkar. Ljósin
í Öskjuhlíðinni voru líka eilíft rann-
sóknarefni.
Skautaferðir í sól og hlátri eru
líka áberandi í þessari myndasýn-
ingu minninganna.
Síðan gerðist það eins og svo oft
verður um frændsystkin að ungl-
ingsárin verða dálítið vandræðaleg
og samskiptin minnka, en ég fylgd-
ist með þér og var montin af þér,
ekki síst hversu vel þér famaðist í
námi og starfi. Og svo körpuðum
við góðlátlega um ýmislegt og ekki
síst ensku- og dönskunám. Þú brost-
ir bara brosinu þínu fallega og leyfð-
ir frænku þinni að hafa sína skoð-
un, en hún hafði ekki mikil áhrif á
þína - þú skiptir ekki svo glöggt
um skoðun.
í öllum þessum minningabrotum
er ein nýleg mynd afskaplega björt
og falleg. Hún er af þér og syni
mínum, sem fylgist í lotningu með
þegar þú sýnir honum byssusafnið
þitt - báðir með þessi geislandi fal-
legu bros. Og setningin: „Svo tek
ég þig með upp á svæði þegar þú
verður eldri," hefur lifað í ungum
huga síðan. Og þegar hann kemst
„upp á svæði“ hugsar hann til þín.
I allri þesari dimmu sorg, sem
umvefur fjölskylduna núna vil ég
muna brosið þitt og hlýjuna. Núna
held ég að þú sért enn nær almætt-
inu en við vorum forðum á háaloft-
inu og nú finnst mér þú lyfta undir
mig og senda okkur öllum ljósmerki
eins og Öskjuhlíðarljósin gerðu forð-
um, ljósmerki sem eru allar góðu
minningarnar um þig og öll fallegu
brosin þín.
Elsku Dædi, Inga, Helgi og Jór-
unn, ég og fjölskylda mín biðjum
góðan Guð og ljós minninganna að
styrkja ykkur í sorg ykkar.
Jónína Rós (Nína).
Hans Pétur Christensen er látinn,
langt um aldur fram. Hann var allra
manna fróðastur um málefni skot-
íþróttamanna eins og þeir sem til
hans leituðu um svör við hinum
ýmsu málefnum tengdum skot-
íþróttunum þekkja. Þrátt fyrir mikl-
ar annir við dagleg störf sin og lang-
an vinnudag, var hann ætíð reiðubú-
inn að fóma þeim tíma sem til þurfti,
til að sinna þeim ijölbreyttu verkefn-
um, sem stjómarmönnum íþróttafé-
lags falla til.
Hans hefur gegnt margvíslegum
trúnaðarstörfum fyrir Skotfélag
Reykjavíkur í gegnum árin, þ.ám.
setið í stjórnum þess sem varafor-
maður og nú síðustu misserin sem
ritari. Meðal okkar stjórnarmanna
í Skotfélagi Reykjavíkur var Hans
einsog klettur í hafróti margvíslegra
viðfangsefna skotíþróttarinnar og
Skotfélagsins. Ótæmandi áhugi
hans á að afla sér fróðleiks og þekk-
ingar á leikreglum skotíþróttarinnar
og framgangi hennar i Skotfélagi
Reykjavíkur gerði það m.a. að verk-
um að hann naut trausts og virðing-
ar innan raða skotíþróttafólks.
Hans var einnig meistaraskytta,
jafnvigur á flestar greinar íþróttar-
innar. Hann var m.a. núverandi
handhafi Reykjavíkurmeistaratitla í
bæði staðlaðri skammbyssu og loft-
skammbyssu.
Stjórn Skotfélags Reykjavíkur
þakkar Hans samstarfið og fyrir að
fá að njóta krafta hans í þágu fé-
lagsins. Við viljum votta fjölskyldu
Hans P. Christensen okkar dýpstu
samúð og megi Guð styrkja ykkur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta biund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Stjórn Skotfélags Reykja-
víkur, Hilmar Ragnarsson,
Halldór Axelsson, Guð-
mundur Kr. Gíslason,
Kjartan Friðriksson.