Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR AÐSEIMDAR GREIIMAR ÍTALSKUR lögregluþjónn með brot af þeim fölsunum sem hald hefur verið lagt á. Reuter U mfangsmiklar listaverkafalsanir ÍTALSKA lögreglan hefur komið upp um umfangsmikil viðskipti með fölsuð málverk. Hefur hún afhjúpað sölu á fölsuðum verkum til einkasafnara, galleria og jafn- vel safna fyrir sem svarar til hundruð milljóna ísl. kr. Meðal þeirra verka sem fölsuð voru, má nefna verk eftir Titian, Picasso og Toulouse-Lautrec. Kallaði lög- reglan afhjúpunina raunar „Tit- ian-aðgerðina“ en alls eru 32 menn grunaðir um að tengjast glæpahringnum sem falsaði myndirnar og seldi. Enginn hefur verið handtekinn en rúmlega 100 verk, olíumyndir, styttur, teikn- ingar og ætingar hafa verið gerð upptæk, svo og stimplar og inn- sigli safna og listfræðinga, sem voru notuð til að sýna fram á að verkin væru „ekta“. Forsprakki hópsins rak eitt sinn listagallerí í Mílanó. Upp komst um falsanirn- ar er hópurinn reyndi að selja lágmynd úr bronsi sem sögð var eftir ítalska listamanninn Giacomo Manzu og átti að kosta 100 milljón lírur, um 4,2 milljónir ísl.kr. ítalska lögreglan segist hafa undir höndum gögn sem benda til þess að erlend söfn hafi keypt fölsuð verk en vill ekki gefa upp hver þau eru. Þá þykir sannað að fjölmargir listaverkasafnarar hafa orðið fyrir barðinu á fölsur- unum. Shakespeare fyrir börn LEIKUST B. bckkur Lciklistar- skóia íslands SAGAN UM RÓMEÓ OG JÚLÍU Leikgerð Antons Helga Jónssonar eftir leikriti Williams Shakespeares. Leikarar; Agnar Jón Egilsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriks- son, Guðmundur I. Þorvaldsson, Helga Vala Helgadóttir, Linda As- geirsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Sjöfn Everts. Leiksljóri: Guðjón Pedersen. Leikmynd: Páll Thayer. Ljósahönnun og tæknimaður-. Egill Ingibergsson. Ljósamaður: Geir Magnússon. Búningan Ragna Fróða- dóttir. Tónlist: Einar Óm Jónsson. Hljóðfæraleikarar: Gunnar Bene- diktsson og Ragnheiður Gunnars- dóttir. Hljóðmótun: Snæbjörg Sigur- geirsdóttir. Rödd: Hilde Helgason. LÍ, Landssmiðjuhúsinu 3. mars. ÞAÐ er ekki á hveijum degi sem börnum gefst tækifæri til að sjá Shakespeare-sýningu sem sérstak- lega er hönnuð fyrir þau. Slík sýning á Rómeó og Júlíu er nú í bpði hjá þriðja bekk Leiklistarskóla íslands sem sýnir í Landssmiðjuhúsinu við Sölvhólsgötu. Sér í lagi vekur það athygli að hér er á ferðinni einn af harmleikjum Shakespeares en marg- ir hefðu vafalaust talið betur við hæfi að bjóða börnunum upp á „létt- ara“ efni og velja einhvem af gleði- leikjum Vilhjálms. Sýningin er hins vegar afar vel hönnuð fyrir ung böm og eru þau virkjuð á ýmsan máta meðan á leiknum stendur og rætt við þau um dramatískustu at- burðina. Það er Anton Helgi Jónsson rit- höfundur sem er skrifaður fyrir text- anum (íslenskri þýðingu og „aðlög- un“ fyrir böm) en leikgerðina hefur hann unnið upp úr verki Shakespear- es í samvinnu við leikstjóra og leik- hópinn. í viðtali í Mbl (1. mars) kem- ur fram að hópurinn byrjaði á því að kynna sér Rómeó og Júlíu Sha- kespeares og hafi síðan unnið spuna upp úr því. Bamasýningin er því nk. endapunktur á löngu vinnuferli sem vafalaust hefur verið mjög lærdóms- ríkt fyrir leiklistamemana, ekki síð- ur en sýningin sjálf er fyrir börnin. Eins og flestir vita fjallar Rómeó og Júlía um forboðnar ástir, átök og illindi milli flölskyldna sem leiða af sér slagsmál og manndráp, og síðast en ekki síst sjálfsmorð elskendanna ungji. Við fyrstu sýn má virðast sem fullmikil djörfung að bjóða ungum bömum upp á leiksýningu af þessu tagi. En eins og áður segir er afar vel farið að efninu í þessari sýningu. Lögð er áhersla á vináttu Rómeó og Júlíu fremur en ástarsamband þeirra og við lok sýningarinnar, þegar þau svipta sig lífi með eitri, er hin leik- ræna blekking vel afhjúpuð og áhersla lögð á að útskýra fyrir böm- unum að um misskilning þeirra Róm- eós og Júlíu hafi verið að ræða. Þetta allt „léttir" á þunga verksins án þess þó að svipta það þeirri harmsögu sem er burðarás þess. Sýninginn tekur hálfan annan tíma í flutningi og með það í huga eru börnin virkjuð til þátttöku og meðal annars látin færa sig úr stað, sýningin fer fram á fleiri en einum stað í húsinu. Þannig tókst að halda athygli bamanna sýninguna út í gegn og þau börn sem voru á sýning- unni á sunnudaginn (líklega 4-6 ára gömul) virtust lifa sig vel inn í at- burðarásina og þau vom vel með á nótunum allan tímann. Guðjón Pedersen leikstjóri leggur áherslu á það kómíska í samskiptum persónanna í leikritinu og er yfir- bragð sýningarinnar létt og trúðs- legt þrátt fyrir hina alvarlegu at- burðarás. Leiklistamemamir stóðu sig prýðilega og virtust allir hafa mjög gaman af vinnu sinni. Leik- gleði þeirra smitaði vel út frá sér til hinna ungu áhorfenda. Ég ætla ekki að fjalla um einstaka leikara, enda eiga þeir allir enn eftir mikið ólært. Þeir geta þó verið stoltir af þessari sýningu og ég hvet foreldra til að nota tækifærið til að kynna fyrir börnum sínum þetta klassíska verk leikbókmenntanna þar sem slík tækifæri gefast afar sjaldan. Soffía Auður Birgisdóttir Menntun til frelsis! FIMMTUDAGINN 13. mars næstkom- andi stilla saman strengi sína íslenskir námsmenn sem vilja leggja lóð á vogarskál- arnar í baráttunni fyr- ir betra mannfélagi. Skólafólkið rís upp frá skræðum og skundar út úr skólum til þess að vinna dagsverk í þágu jafnaldra sinna á Indlandi. Þennan dag býðst fyrirtækjum og einstaklingum að kaupa dagsverk nem- enda - hálft á 1.997 krónur, heilt á 4.000 krónur - og rennur afrakstur dagsins í sjóð sem nýttur verður til námsupp- byggingar á Indlandi. Með þessum aðgerðum verður rekið smiðshögg á verkefni sem hefur verið í undirbúningi frá því í maí 1996. íslenskt dagsverk ’97 er sam- stöðuverkefni sem Félag fram- haldsskólanema, Iðnnemasam- band Islands, Bandalag íslenskra sérskólanema og Stúdentaráð Há- skóla Islands standa að í samvinnu við Hjálparstofnun kirkjunnar. Verkefnið miðar að því að íslensk- ir námsmenn sýni samhug í verki með jafnöldrum sínum á Indlandi. Með því að helga hluta af námi sínu þeim sem verr eru settir og leggja sig fram við að fræðast um og skilja aðstæður þeirra skapast grundvöllur fyrir samvinnu. Að- stoðin byggir ekki á vorkunn held- ur því að við könnumst við eigin ábyrgð og knýjandi nauðsyn á breytingu til batnaðar. Við verðum að taka höndum saman okkar allra vegna og með það að leiðarljósi ráðast íslenskir námsmenn í að safna fé til námsuppbyggingar á Indlandi. Ef til vill mætti segja að höfuðmarkmið okkar sé að vekja þá verst settu á Indlandi til vitundar um eigin mannrétt- indi, í kjölfar mennt- unar fylgir frelsi til þess að bijóta af sér hlekki kúgunar og ör- birgðar. Til þess að aðstoð af því tagi sem við hyggjumst veita beri tilætlaðan árang- ur þarf hún að upp- fylla eftirfarandi skil- yrði: Þeir sem aðstoðina þiggja verða að vera með í ráðum um hvernig henni er hátt- að, enda þekkir hver sitt heima- fólk. Aðstoðin verður að miða að því að styrkja innviði samfélagsins og Verkefnið miðar að því, segir Anna Lára Steindal, að íslenskir námsmenn sýni samhug í verki með jafnöldrum sínum á Indlandi. auka þannig getu þess til að kom- ast af við ríkjandi aðstæður. íslenskt dagsverk uppfyllir þessi skilyrði. Fyrir liggja skýrslur um tillögur að iðnnámi frá tvenn- um samtökum á Indlandi; Social Action Movement (SAM) og Un- ited Christian Church of India (UCCI). SAM eru óháð samtök sem hafa unnið að félagslegum umbótum í Chengalpattu-héraði í Tamil Nadu-fylki í 11 ár. For- stöðumaður þeirra er kaþólski presturinn faðir Martin sem kom hingað til lands að frumkvæði Hjálparstofnunar kirkjunnar á vormánuðum 1996. UCCI hefur aðsetur í Ketankonda, einu elsta þorpi í Andhra Pradesh-fýlki. Fyr- ir þeim fer séra John nokkur Wins- ton. íslenskir námsmenn taka að sér að safna öllu því fjármagni sem þeim framast eru unnt en um framkvæmdir úti munu þessi sam- tök alfarið sjá um. Þó undir ströngu eftirliti okkar. Það er í alla staði eðlilegast að láta upp- bygginguna í hendur heimamanna sem gjörþekkja allar aðstæður og vita þar af leiðandi best hvað gera þarf og hvemig standa beri að framkvæmdum. Það er samdóma álit föður Martins og séra Winstons að iðn- nám sé það nám sem líklegast er til þess að vænka hag stéttlausra indverskra barna og unglinga. Kunni menn tökin á einhverri iðn- grein aukast möguleikarnir á því að fá vinnu að námi loknu eða jafnvel að koma á legg eigin at- vinnurekstri. Þar með yrði leiðin til sjálfsbjargar greið. Jafnvel þó svo að fjáröflun sé stór hluti af íslensku dagsverki ’97 felst annar og veigameiri þáttur í þeirri fræðslu sem íslenskir námsmenn verða aðnjótandi. í kjölfar fræðsl- unnar skapast umræðugrundvöll- ur fyrir sitt hvað sem þarfnast umræðu við, til dæmis leiðir hún hugann að mikilvægi menntunar auk þess sem hún veltir upp spurningum um mannréttindi og sameiginlega ábyrgð. Við lítum svo á að takist okkur að vekja fólk til umhugsunar sé markmið- inu náð. Verkefnið er styrkt af Búnaðar- banka íslands, menntamálaráðu- neytinu og Þróunarsamvinnu- stofnun íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri Islensks dagsverks ’97. Anna Lára Steindal Blindsker fyrir ríkiskerfíð og þá stæðu málin skýr, nú- tímatæknin sjái um að stýra öllum fleyj- um, hver svo sem stærð þeirra er, á rétt- ar brautir. Enginn myndi treysta á vita, sem eru alls ekki trausts verðir eins og málin standa í dag. Mér fínnst aldrei hafa komið fram hvað það var sem olli öllum niðurskurðinum á vitakerfinu. Það þarf Trausti Breiðfjörð að koma fram hvort Magnússon laun vitavarða eða hvort báknið sem hafði myndast um stofnunina olli þeim niður- BLINDSKER hafa í gegnum tíðina verið talin meðal mestu hættu sem sjófarend- ur hafa þurft að búa við. Nú í dag segi ég og skrifa að vitamir eru hættulegri heldur en blindskerin. Það verður að huga að þeim á vetrartíma, leikaraskapur sá sem er leikin við þá á sumrin dugar alls ekki. Ég ætla að taka dæmi. Siglunesvitinn var einn þeirra vita sem kastaði frá sér sterkum geisla. Ákveðið var að breyta því, taka geislann og setja í staðinn smá týru sem enginn sjómaður kann að meta. Haustið 1995_ var hann svo ljóslaus í 8 vikur. Áfram hélt sagan, stuttu eftir áramótin 1995-’96 var mikil ísing og langur tími leið sem ekkert ljós sást, þar sem þeir sem sjá eiga um vitann eru staðsettir fyrir sunnan og þrátt fyrir ýmsa hæfíleika þeirra í hönd- um geta þeir víst ekki brotið ísingu af rúðum í 450 km fjarlægð, ekki ennþá a.m.k. Það gefur augaleið að ekki er hægt að treysta á vit- ana hringinn í kringum landið ef þjónustan er þessi, geislalausir gera þeir ekkert gagn heldur mun meira ógagn, sjómenn sem treysta á geisla sem ekki sést eru illa staddir. Það þarf að huga betur að málum, vel má vera að ein lausnin sé að loka bara öllu kerf- inu. Það myndi muna um minna skurði. Það væri líka gaman að Ekki er lengur hægt að treysta á vitana, segir Trausti Breiðfjörð Magnússon, og vill kveikja umræðu um störf Vita- og hafnar- málastofnunar. sjá hversu mikið launakostnað- urinn hefur lækkað eftir breyting- arnar, hversu miklu ódýrara er að senda menn um landið í 4 mánuði til að þjónusta vita. Þessir menn eru á hærri launum en vitaverðir, með dagpeninga, matarpeninga og greitt er fyrir gistingu. Ég vil sjá hve miklu munar. Sjálfvirkar veðurstöðvar við strendur landsins eru oft varasam- ar fyrir sæfarendur. Þessar sjálf- virku veðurstöðvar eiga vel heima á þjóðvegum þessa lands. Ef Vita- og hafnamál hafa skip sem notar vegina þá notast sjálfvirkar veður- stöðvar þar vel, en um strand- stöðvarnar verður að hugsa. Oft kemur fyrir að veðurskeyti hafa ekki borist, t.d. frá Horni. Er það eins og á að vera? Ég hefði áhuga á að heyra hvað sjómenn þessa lands hafa að segja. Tæknin sem er nú komin í sam- bandi við siglingar er geysileg og er það vel. Sjómenn þurfa að segja hvort þeir vilja treysta algerlega á hana eða vilji líka eiga öryggi vitanna að vini. Ef sjómenn vilja hafa vitana sem öryggisatriði er ljóst að þar þarf að taka til hendi. Ljós sem ekki sést þegar mest á ríður er ekkert ljós. Segið álit ykkar, sjómenn. Umræða um Vita- og hafnar- málastofnun þarf að koma á yfír- borðið, taka á málum þar sem meinið er. Ég tel að þá kæmi í ljós að laun vitavarða eru ekki meinið sem nú hefur sett hættu- merki á vita þessa lands. Því mið- ur held ég að nokkrir hjá stofnun- inni skilji ekki til hvers vitar eru, þau dæmi ætla ég að geyma, ég vil sjá hvort ekki einhveijir sjó- menn vilja leggja orð í umræðuna fyrst. Höfundur er fv. vitavörður á Sauðanesvita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.