Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
KRISTÍN
SIGMARSDÓTTIR
+ (Þórey) Kristín
Sigmarsdóttir
fæddist á Hrafn-
kelsstöðum í
Fljótsdal 2. febrúar
1916. Hún léstá Víf-
ilsstaðaspítala 26.
febrúar siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Einhildur Sig-
fúsdóttir frá Ási í
Fellum og Sigmar
Hallason frá Bessa-
* staðagerði í Fljótsd-
al. Kristín var önnur
í röð þriggja systk-
ina, elst er Hall-
björg, f. 26. júlí 1912, en Metú-
salem Kerúlf var yngstur, f. 17.
október 1917. Kristín ólst upp
þjá foreldrum sínum fyrir aust-
an, fyrst til ellefu ára aldurs í
Vallaneshjáleigu, en síðan á
Reyðarfirði.
Arið 1931 fluttist hún til Ak-
ureyrar en þar kynntist hún eig-
inmanni sínuin er síðar varð,
Júlíusi Halldórssyni, vélstjóra,
útgerðarmanni og fisksala.
Hann var Svarfdælingur í báðar
ættir, f. í Brekkukoti þar í sveit
2. september 1911. Foreldrar
hans voru Guðrún Júlíusdóttir
frá Syðra-Garðshorni og Hall-
dór Sigfússon frá Brekku. Júlíus
lést 25. nóvember 1983. Börn
Kristínar og Júliusar eru: 1)
Edward, f. 7.9. 1933, skipstjóri
Tengamóðir mín, Kristín Sig-
marsdóttir, er látin eftir stutta en
erfíða sjúkdómslegu. Aðeins rúmum
þremur vikum fyrr hafði hún náð
81 árs aldri, þrátt fyrir erfíð og
. langvarandi veikindi sem hún átti
' við að stríða mikinn hluta ævinnar.
En hún var gædd fádæma kjarki,
þolgæði og seiglu og umfram allt
og útgerðarmaður í
Grindavik, kvæntur
Elinu Alexanders-
dóttur og eiga þau
þrjú börn: Alexand-
er Georg, f. 30.9.
1957, Kristínu Þór-
eyju, f. 23.6. 1959,
og Sigmar Júlíus, f.
2.9. 1961. 2) Brynj-
ar, f. 9.1. 1935,
kaupmaður á Nes-
kaupstað, kvæntur
Fríði Björnsdóttur.
Þeirra börn eru
átta: Björn, f. 12.10.
1953, Júlíus, f. 25.9.
1954, Kristín, f. 11.11. 1957,
Guðlaug, f. 20.9. 1958, Guðrún,
f. 16.3. 1963, Halldór, f. 30.3.
1966, Anna Sigríður, f. 26.3.
1969, og Katrín, f. 2.5. 1973. 3)
Hildur Guðrún, f. 7.7. 1941, bú-
sett í Keflavík. Hún er gift Ei-
ríki Alexanderssyni og eiga þau
tvo syni: Almar, f. 7.5. 1963, og
Leif, f. 6.2. 1965.
Kristín bjó á Dalvík til ársins
1950 en fluttist þá ásamt Júlíusi
eiginmanni sínum til Akureyrar.
Árið 1962 fluttu þau hjónin til
Reykjavíkur að Hátúni 8, en þar
átti Kristín heima allt þar til 1.
október sl. er hún flutti að Skjól-
vangi á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Kristín verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
lífslöngun sem hélt henni jafnan
gangandi, án þess að kvarta, þegar
margir aðrir hefðu verið búnir að
gefast upp.
Ég kynntist Kristínu fyrir rúmum
38 árum þegar hún kom í heimsókn
til Edda sonar síns í Grindavík og
Ellu systur minnar, sem þá voru
gift og höfðu sett þar saman bú.
MINNINGAR
Mig grunaði ekki þá að ég ætti
eftir að verða tengdasonur hennar,
enda hafði ég ekki ennþá hitt Hildi,
sem síðar varð eiginkona mín.
Kristín var falleg kona, alltaf vel
klædd og höfðingleg í fasi en jafn-
framt hlýleg í framgöngu. Hún var
félagslynd og mannblendin en
ákveðin í skoðunum, sem hún hélt
stíft fram, enda var hún skynsöm
og fróð og fylgdist vel með fram
til hinsta dags.
Okkur Kristínu varð strax vel til
vina og seinna þegar ég fór að heim-
sækja Hildi til Akureyrar, sem þar
var í foreldrahúsum, kynntist ég
því hve afbragðs húsmóðir Kristín
var. Mér er minnisstæð gestrisni
þeirra hjóna, Kristínar og Júlíusar,
og hve létt þeim veittist að láta
manni líða vel, svo að mér hvarf
fljótt öll feimni þótt ungur væri.
Og minningarnar hrannast upp
og þær eru geymdar en ekki
gleymdar.
Kristín var okkar fjölskyldu afar
nákomin og dvaldi langdvölum á
heimili okkar í Grindavík og síðar
í Keflavík. Oft var það vegna veik-
inda Kristínar, en síðar af því að
hún var orðin ein í heimili, eftir að
Júlíus hvarf af vettvangi. Þegar ég
sótti Kristínu inn á Hrafnistu í
Hafnarfírði síðastliðinn aðfanga-
dag, til þess að hún gæti haldið
með okkur heilög jól eins og hún
var vön, vorum við að riija það upp
á leiðinni suður í bíinum, að þetta
væru líklega 33. jólin okkar saman.
Kristín var okkur kær og við
eigum eftir að sakna hennar og
ég veit að það verður tómlegt á
næstu jólum. En við megum ekki
vera eigingjörn. Við getum glaðst
yfir því að nú er Kristín komin
þangað sem engar þrautir ná til
hennar lengur.
Ég er þakklátur fyrir allar góðu
samverustundimar sem við áttum
með Kristínu og bið algóðan Guð
að blessa minningu hennar.
Eirikur Alexandersson.
Hún amma í Hátúni er dáin. Hún
dó eftir stutta sjúkralegu þó að
ýmis veikindi hefðu hijáð hana
lengi.
I gegnum hugann streyma ótal
minningar um ömmu.
Hún hafði mikið yndi af að ferð-
ast, bæði innanlands sem utan og
upplifði því meira en margir af
hennar kynslóð.
Amma var ákveðin og dugleg
kona með stórt hjarta. Hún hafði
mikinn áhuga á fjölskyldu sinni,
hún fylgdist vel með öllu og var
skýr og áttuð alveg fram í andlát-
ið. Hún naut þess að fá heimsókn-
ir og heimsækja aðra og var að-
dáunarlega dugleg við að mæta í
hávaðasöm barnaafmælin, enda
vildu Anton og Arna Björk vita
hvort hún langamma kæmist ekki
samt í afmælin þeirra.
Nú þurfum við að venjast þeirri
tilhugsun að hitta ekki ömmu aftur
í þessu lífi, en einhvern veginn og
þrátt fyrir veikindin hélt maður að
hún amma myndi vera hjá okkur
miklu lengur. Sú vitneskja slær þó
á söknuðinn að hún amma þurfti
ekki að Iiggja lengi og þjást og að
nú líður henni vel.
Elsku amma, við þökkum þér
fyrir góðar samverustundir og allan
áhugann og umhyggjuna sem þú
sýndir okkur. Guð blessi þig.
Almar, Brynja,
Anton og Arna Björk
Ég man það amma, hvað ég
hugsaði mikið til þín. Mér fannst
eins og óratími væri síðan ég sá
þig síðast, en samt var það kvöldið
áður. Ég hélt í hönd þína og sagð-
ist koma á morgun, að þú skyldir
bara hvíla þig. Um leið og tími
gafst flýtti ég mér til þín. En það
var eitthvað svo óraunverulegt þeg-
ar ég opnaði dymar að stofunni
þinni og þú varst ekki þar, aðeins
tómt rúmið, ég hafði komið of seint,
þú varst dáin. Ég gat ekkert sofíð
um nóttina, ég lá bara og hugsaði
um þig, ég reyndi að hugsa um
allt það sem við höfðum gert sam-
an. Ég hugsaði til jólanna, það vom
engin jól án þín amma, við opnuðum
saman pakkana í þrjátíu ár, við
héldum þeim sið áfram löngu eftir
að ég fór að búa sjálfur. Ég hugs-
aði til þess þegar ég hlustaði á og
tók upp á kassettu óteljandi frétta-
tíma, úr gömlu gufunni, til að
senda til þín á sólina á Spáni þar
sem þú dvaldir langdvölum. Mér
fannst ábyrgðin svo mikii, þó svo
ég skildi nú ekki allt sem þessir
mætu menn voru að segja, ég vildi
bara ekki missa af neinu merki-
legu. Ég hugsaði hvað mér fannst
það spennandi að fá að lúra heima
hjá þér um helgar, þegar mamma
og pabbi voru í burtu. Krossinn
með Jesú var svo ósköp fallegur,
þú leyfðir mér að sofa með hann
hjá mér um leið og þú sagðir mér
sögur af Jesú. Ég hugsaði til ferm-
ingarinnar vegna þess að þú varst
lasin og gast ekki verið hjá okkur.
Ég kom til þín daginn eftir, í nýju
fötunum með nýja úrið og þú varst
svo glöð fyrir mína hönd. Og þegar
ég var orðin fullorðinn, amma, þá
var svo gott að koma í heimsókn
til þín. Þú varst ávallt vel að þér
í öllum málum og alltaf boðin og
búin að hjálpa eins og þér var frek-
ast kostur, þú sást auðveldlega
björtu hliðarnar á tilverunni. Allt
þetta hugsaði ég þarna um nótt-
ina, amma, þegar ég gat ekki sofn-
að.
Við Þórey eigum eftir að sakna
þín mikið og það verður erfitt að
venjast því að geta ekki farið með
börnin í bíltúr í heimsókn til
langömmu sinnar. Og við hugsum
til mömmu sem hefur ekki bara
misst móður sína heldur líka góðan
vin, því þið rædduð saman nánast
á hveijum einasta degi. Við biðjum
guð að varðveita þig, elsku amma,
um leið og við vottum bömum þín-
um og öllum þeim er eiga nú um
sárt að binda samúð okkar.
Leifur og Þórey.
BJÖRN
SIG URÐSSON
+ Björn Sigurðs-
son fæddist á
Skagaströnd hinn
5. mars 1944 og ólst
þar upp. Hann lést
á heimili sínu í
Reykjavík hinn 30.
desember síðastlið-
inn. Hann var sonur
hjónanna Sigur-
bjargar Björnsdótt-
ur, f. 10. nóvember
1906, d. 6. janúar
1959, og Sigurðar
Magnússonar, f. 18.
október 1920, sem
búsettur er í
Reykjavík. Björn var elstur
þriggja barna þeirra hjóna. Hin
tvö eru Árni, f. 17.
október 1945, og
Þórunn, f. 28. febr-
úar 1949, bæði bú-
sett í Reylgavík.
Auk þeirra átti
hann sjö hálfsystk-
ini, samfeðra. Arið
1980 kvæntist Bjöm
Valgerði Eygló Kri-
stófersdóttur f. 12.
desember 1934, og
á hún eina dóttur,
Guðbjörgu Dóm
Tryggvadóttur, f.
25. desember 1963.
Útför Björns fór
fram frá Neskirkju hinn 6. jan-
úar síðastliðinn.
í dag hefði Bjöm orðið fimmtíu
og þriggja ára hefði hann lifað.
Mig langar með fáum orðum að
ERFI
DRYKKJUR
Látið okkur annast
erfidrykkjuna.
Fyrstaflokks þjónusta
og veitingar.
Rúmgóð og þægileg
salarkynni.
Upplýsingar í síma 552-9900
minnast hans. Hann kom að Efsta-
dal í Laugardal, þ.e.a.s. heimili
foreldra minna, er ég var átta ára
gömul til að vinna við bú þeirra.
Hann vann við búið í tólf ár. Á
þeim tíma kynntumst við systkinin
honum mjög vel. Björn gekk í öll
verk og aldrei varð maður var við
að honum leiddist að vinna. Sterk-
ur og duglegur var hann og ekki
hvarflaði að manni að þessi ósér-
hlífni duglegi maður mundi falla
frá langt um aldur fram. Björn sá
alltaf um kýrnar, en á sumrin átt-
um við krakkarnir að hjálpa honum
við mjaltimar. Hann hafði yfirum-
sjón með mjólkurhúsinu því það
þótti öruggara þar sem hann var
algjört snyrtimenni. Þar vildi hann
hafa allt í röð og reglu. Ekki minn-
ist ég þess að mjólkin hafí fallið
nokkum tímann hjá honum.
Ég vissi að það fór í taugamar
á honum er heimilisfólkið gekk illa
um og þar má sérstaklega nefna
heimilisbílana. 011 þau ár sem hann
var i sveitinni hugsaði hann alltaf
um bílana og þreif þá jafnt að utan
sem innan og bónaði þá líka. Eng-
inn gerði það jafnvel og hann
Björn.
Margt var brallað í sveitinni.
Stundum slettist upp á vinskapinn
sérstaklega er okkur unglingunum
datt í hug að ólmast eitthvað, en
Björn var ekki langrækinn. Hann
var einstaklega barngóður og það
tók hann ekki langan tíma að vinna
traust þeirra bama sem komu í
sveitina, sem hann brást ekki. Það
vom mörg kvöldin sem við sátum
og spiluðum fram eftir og er eldri
systkini mín voru flutt að heiman
og ég orðin eini unglingurinn á
heimilinu, þá fann ég hversu dýr-
mætt var að hafa Björn. Ef eitt-
hvað bjátaði á eða maður var veik-
ur þá fann maður hversu annt
honum var um mann. Hann gat
verið mjög nærgætinn og góður.
Bjöm kynntist Valgerði Eygló
og flutti suður til hennar. Þar var
hann lánsamur því Eygló reyndist
honum mjög tryggur og góður lífs-
förunautur. Björn og Eygló áttu
fallegt og gott heimili og gott var
þau heim að sækja. Eftir að hann
flutti suður og hætti að vinna fyr-
ir foreldra mína kom hann alltaf
til þeirra og var hann alltaf boðinn
og búinn ef eitthvað þurfti að gera
eða lagfæra. Björn hélt tryggð við
fólkið sitt í sveitinni og sveitina
sína. Hann byggði sér þar lítið
sumarhús. Var hvergi betra að
vera, sagði hann, en hann kom á
sumrin um flestar helgar austur.
Mig langar fyrir hönd fjölskyld-
unnar að þakka Birni fyrir góða
samleið og sérstakar þakkir fyrir
góða vináttu í gegnum árin. Hann
reyndist foreldrum okkar sérstak-
lega vel, hann var þeim einstaklega
tryggur og góður vinur. Kunna þau
honum bestu þakkir fyrir. Eygló
og þeim sem eiga um sárt að binda
vegna fráfalls Björns sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Kæri Björn, hvíl í friði.
F.h. fjölskyldunnar,
Ása Björk
SÆMUNDUR
ÞÓRÐARSON
Sæmundur
Þórðarson var
fæddur 13. nóvem-
ber 1921 á Efri-
Úlfsstöðum, Aust-
ur-Landeyjum.
Hann lést á Vífil-
staðaspítala 24.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Þórður Magn-
ússon og Guðbjörg
Jfónsdóttir. Systkin:
Ástrós Þórðardótt-
ir og Jósep Þórð-
arson.
Útför Sæmundar
Þórðarsonar fer fram frá Nes-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
Þegar mér barst andlátsfregn
þín, elsku Sæmundur minn, þá var
mér svolítið brugðið, þó svo að ég
hafi vitað að hveiju stefndi. Hvíldin
er þér kær, það veit ég. Kynni okk-
ar hófust þegar ég var lítið barn í
vagni á Neshaganum. Ekki man ég
þær stundir, en þér varð tíðrætt
um hversu gott barn ég var. Þegar
ég var unglingur hófst okkar „sam-
búð“, það er að segja við bjuggum
í risinu á Neshaganum með sameig-
inlegt eldhús og bað. Oft fóru fram
ánægjulegar og fróðlegar samræð-
ur kvölds og morgna. Voru Eyjarn-
ar þér oft ofarlega í huga. Við átt-
um það sameiginlegt að hafa bæði
unnið þar. Margt skemmtilegt hafði
drifíð þar á daga þína. Trúnaðurinn
og traustið sem þú sýndir mér, var
heiður í minn garð. Árin okkar á
Neshaganum voru mörg og
ánægjuleg. Þegar ég tók mig upp
og giftist, fluttum við Magnús út á
Granda. Þér varð tíðrætt um hversu
mikið þú myndir sakna mín og hvað
ég væri þér alltaf góð. Það varst
þú líka gagnvart mér.
Ein sú ánægjulegasta
stund sem þú naust
með okkur hjónunum
var brúðkaupsdagur-
inn. Þar skein gleðin
af andliti þínu líkt og
þú værir að gifta þína
eigin dóttur. Heilsu
þinni hrakaði ört síð-
ustu árin. En aldrei
hafðir þú áhyggjur af
sjálfum þér þegar við
hittumst. Þitt áhyggju-
efni var ég. „Þú vinnur
of mikið, þú ert alltaf
svo dugleg, ertu ekki
þreytt, Hallveig mín?“ Umhyggja
þín í minn garð var einstök. Eftir
að ég átti tvíburadætur mínar
fækkaði heimsóknum mínum til
þín. Heimilið var allt í einu orðið
stórt og annirnar meiri. Síðasta
heimsókn mín til þín var með dætr-
um mínum. Þá varst þú orðinn
mikið veikur, en samt með þitt
hlýja bros á vör. Konfektmolarnir
voru vel þegnir af litlum munnum
þann dag. Örlæti þitt var alltaf
mikið. Gos á hverju kvöldi og ljúf-
ur kaffisopi að morgni á Neshagan-
um. Minningarnar eru margar og
þær mun ég geyma með mér um
ókomin ár.
Elsku Sæmundur minn, mitt síð-
asta hlutverk fyrir þig er að standa
við gefin loforð sem þú tókst af
mér. Hvíl í friði og Guð blessi minn-
inguna um góðan mann.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hallveig, Magnús og dætur.