Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 15
|L MORGUNBLAÐIÐ ESB sam- þykkiryf- irtöku BA Morgunblaðið. Brussel. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hefur lagt blessun sína yfír yfírtöku British Airways á franska flugfélaginu Air Liberté, sem átti sér stað í september á síðasta ári. Framkvæmdastjómin segir það álit sitt að þessi yfírtaka skapi Brit- ish Airways ekki yfirburðastöðu á markaðnum og því muni hún ekki leggjast gegn henni. British Airways keypti franska flugfélagið í kjölfar gjaldþrots þess síðastliðið haust. Air Liberté hóf mikið verðstríð á franska innanlands- markaðnum sem olli verulegum lækkunum á flugfargjöldum. Verð- stríðið reyndist hins vegar félaginu ofviða og óskaði það eftir gjaidþrota- skiptum í september á síðasta ári. Air Liberté sinnir fyrst og fremst innanlandsflugi innan Frakklands, en BA hefur á undangengnum miss- erum verið að hasla sér völl á þeim markaði, nú síðast með yfírtöku á franska flugfélaginu TAT í septem- ber á síðasta ári. Bæði þessi flugfé- lög reka starfsemi sína fyrst og fremst frá Orly-flugvellinum í París. ----------*—*—*--- Renmilt fækkar starfsfólki París. Reuter. FRÖNSKU Renault bílaverksmiðj- urnar hafa tilkynnt nefndum starfs- manna að í ráði sé að fækka störfum um 2.764 í Frakklandi. Fyrirtækið stendur frammi fyrir miklu tapi og minnkandi eftirspum og hefur þegar ákveðið að loka verksmiðju í Belgíu. Reiðir verkalýðsleiðtogar hafa tjáð fyrirtækinu að það kunni að standa andspænis löngum yinnudeilum vegna niðurskurðarins. Ahrifamiklir stjómarliðar í franska þinginu saka stjórnarformann Renault, Louis Schweitzer, um fljótfærni og hvetja tii viðræðna. Á fimmtudaginn ákvað Renault að loka verksmiðju sinni í Vilvoorde skammt frá Briissel í júní og þá missa þá 3.100 atvinnuna, en 1.000 störf birgðafyrirtækjum komast í hættu. Starfsmenn Renault eru 140.000. Talsmaður Renault sagði að mið- nefndir starfsmanna kæmu saman 13. marz að ræða „atvinnuáætlun" í Frakklandi. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir „endurskipulagningu starfs- mannahalds, tilfærslum innan fyrir- tækisins, útrýmingu starfa og ráð- stöfunum til að útvega ungu fólki atvinnu." Nýráðningar eiga að vega á móti starfslokasamningum að sögn talsmannsins. Niðurskurðurinn er sá mesti hjá Renault síðan lögð voru niður 3.700 störf 1992 þegar fyrirtækið var enn í ríkiseign. Franska ríkið á enn 46% í því. Starfsmenn Renault hafa boðað eins klukkutíma verkfalls á fóstudag í öllum verksmiðjum fyrirtækisins í Frakklandi, Belgíu og Spáni til að mótmæla lokun belgísku verksmiðj- unnar. Röng afkomu- hugtök í FRÉTT á viðskiptasíðu í gær var ranglega sagt að afkoma Eimskips af reglulegri starfsemi hefði versn- að um 711 milljónir á milli ára. Eins og lesa mátti úr töflu sem fylgdi með fréttinni var hér átt við afkomu af rekstri án fjármuna- tekna- og fjármagnsgjalda. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. ____________________________________MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 15 VIÐSKIPTI | pU mest seldu fólksbíla- Lr i tegundirnar í Br frá J \ J jan.-feb. 1997 fyrra ári Fjöldi % % 1. Tovota 245 17,9 +39,2 2. Subaru 177 12,9 +471,0 3. Mitsubishi 151 11,0 +93,6 4. Volkswaqen 131 9,6 -3,7 5. Hvundai 108 7,9 +25,6 6. Nissan 90 6,6 +30,2 7. Ford 80 5,8 +6,7 8. Opel 77 5,6 +40,0 9. Suzuki 70 5,1 +1,4 10. Renault 60 4,4 +20,0 11. Honda 31 2,3 +121,4 12. Volvo 18 1,3 -18,2 13. Masda 17 1,2 -22.7 14. Ssanqvonq 16 1,2 15. Skoda 15 1,1 +87,5 Aðrar teg. 82 6,0 -9,9 Samtals 1.368 100,0 +31,3 Bifreiðainnflutningur í janúar til febrúar 1996 og 1997 1368 .FÓLKSBÍLAR, nýir 1996 1997 VORU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir ^ 120^ 1996 1997 Sala fólksbíla vex um nær þriðjung NÆR þriðjungi fleiri nýir fólksbílar seldust á fyrstu tveimur mánuðum ársins, en á sama tímabili í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Skráningarstofunni hf. Þannig seldust á tímabilinu 1.368 nýir fólksbílar, en 1.042 bílar í fyrra. Athygli vekur að Toyota hefur aukið sölu sína um 39% milli ára og hefur því ívið sterkari stöðu en í fyrra. Þá hefur Subaru nú skotist upp í annað sætið yfir mest seldu fólksbílana, en sala þessarar tegundar var nær sexfalt meiri en í fyrra. Sala fleiri tegunda hefur aukist mikið, en nokkur dæmi eru um tegundir sem virðast eiga á brattan að sækja á markaðnum, t.d Volvo og Mazda-bíla. Fyrirhugað álver á Grundartanga Landsbréf at- huga möguleika á fjármögnun LANDSBRÉF hf. munu hugsanlega sjá um hluta fjármögnunar vegna byggingar álvers Columbia Ventures á Grundartanga. Hlutur Landsbréfa gæti numið einum milljarði króna en áætlaður heildarkostnaður við smíði álversins nemur um 13 milljörðum. Málið á frumstigi Bygging álversins verður að mestu leyti fjármögnuð með erlendum bankalánum en að undanfömu hafa forsvarsmenn Columbia Ventures kannað hvort unnt sé að fjármagna hluta hérlendis. Áætlaður kostnaður við smíði álversins er um 13 millj. króna og hefur verið rætt um að Landsbréf tækju að sér að útvega um einn milljarð til framkvæmdanna. Davíð Björnsson, hjá Landsbréf- um, segir að á þessari stundu sé al- veg óvíst hvort af fjármögnuninni verði eða hvaða kjör yrðu í boði. „Þetta mál er á frumstigi og við þurfum að vinna okkar heimavinnu áður en hægt er að gefa nánari upp- lýsingar. Landsbréf hafa eingöngu samið við Columbia Ventures um að sjá um þessa ijármögnun ef þeir fara út í hana hérlendis. Þetta fjárfesting- arverkefni yrði mjög sérstakt og ekki hægt að bera það saman við aðrar íjárfestingar. Hér yrði um langtímalán að ræða og við myndum því líklega leita til stórra fjárfesta með fjármögnunina, sem væru reiðu- búnir að binda fé sitt til fímmtán ára eða svo,“ segir Davíð. Gengið til samninga í framhaldi af bílaútboði Ríkiskaupa Jeppar boðnir með 600þús. kr. afslættí RÍKISKAUP hafa í framhaldi af útboði ákveðið að ganga til samn- inga við 11 bílaumboð um kaup á samtals 75 nýjum bílum fyrir 18 ríkisstofnanir. Um er að ræða bíla í ýmsum flokkum, bæði fólksbíla, jeppa, sendibíla og pallbíla. Heildar- verðmæti bílanna er áætlað um 163 milljónir króna. Bjarni Þórólfsson, verkefnastjóri hjá Ríkiskaupum, sagði í samtali við Morgunblaðið að tilboðin hefðu verið mjög hagstæð í samanburði við almennt verð bílaumboðanna. Ríkisstofnanir þurfa fyrir útboðið að senda inn útfyllta kaupóskayfír- lýsingu, þar sem þær lýsa því hvers SalaVW eykst utan Þýzkalands Frankfurt. Reuter SALA Volkswagen AG í janúar jókst um 18,1% í 329.300 bíla, einkum vegna góðrar útkomu í Brasilíu og Asíu, en lítil aukning varð á sölunni í Þýzkalandi. Janúarsala VW í Þýzkalandi jókst um 2% í 73.300 bíla úr 71.870 í janúar 1996. Vöxtur fyrirtækisins erlendis var undirstaða hagnaðar VW 1996, sem tvöfaldaðist í 673 milljónir marka. Cathay kaupir fleiri Airbus París. Reuter. FLUGFÉLAGIÐ Cathay Pac- ific Airways Ltd hefur undirrit- að samninga um kaup á tveim- ur langfleygum Airbus A340- 300 og einni A330-300 far- þegaþotu að sögn Airbus Ind- ustrie. Að þessum þremur meðtöldum hefur Cathay pantað alls 24 vélar úr Airbus A330/340 fjöl- skyldunni — þar af 11 A340- 300 og 13 A330-300 að sögn Airbus. konar bíla þær hafa hug á að kaupa. Bílarnir eru síðan flokkaðir niður eftir stærð, mótorstærð, burðargetu o.s.frv. Á svipuðum tíma fer fram forval þar sem bjóðendum gefst kostur á að sýna hvað þeir hafa í boði, þ.e.a.s. bifreiðategundir með tæknilegum upplýsingum. Að því búnu er hafíst handa við að raða saman því sem er í boði og þörfum einstakra stofnana. í útboðinu sjálfu kemur síðan í ljós hvaða bíll er ódýrastur í hverjum flokki. Mitsubishi til lögreglunnar Að þessu sinni var t.d. samið við FERÐASKRIFSTOFAN Sam- vinnuferðir-Landsýn gerði nýver- ið samning við Avis-bílaleiguna um gagnkvæm viðskipti fyrirtíekj- anna. Avis-bílaleigan sem er ein sú stærsta á sínu sviði í heiminum í dag mun útvega viðskiptavinum Samvinnuferða-Landsýnar bíla- leigubíla á öllum helstu áfanga- Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf. um kaup á Land Rover Discovery jeppum sem buðust á 2.184 þúsund kr., en almennt verð er 2.780 þús- und kr. Afslátturinn nam því um 600 þúsund krónum af hveijum bíl. Þá buðust Renault Megane Classic fólksbílar á 1.048 þúsund kr., en almennt verð er 1.498 þús- und kr. Mitsubishi Galant býðst nú á 2.170 þúsund kr„ en kostar al- mennt hátt í 2,7 milljónir kr. Þess- ir bílar eru ætlaðir lögreglunni. Loks má nefna að Ford Econoline var boðinn á 2.298 þúsund kr„ en almennt verð er um 2.617 þúsund kr. stöðum félagsins. Fram kemur í frétt frá ferða- skrifstofunni að hún hafi áður átt viðskipti við ýmsar bílaleigur, en með þessum samningi skuldbindi hún sig til að skipta eingöngu við Avis. Samningar við Avis tryggi hagstæðara Ieiguverð og um leið bætta þjónustu fyrir neytendur. Stjórnarformaður SH Anægju- legt að L V hefur trú á félaginu JÓN Ingvarsson, stjórnarfor- maður Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hf„ segir ekkert nema gott um það áð segja að íjárfestar á borð við Lífeyrissjóð verslunarmanna skuli hafa þann áhuga og trú á félaginu, sem fram hafí komið við kaup lífeyrissjóðsins á 6,7% eignar- hlut í SH. Kaupin voru gerð með fyr- irvara um forkaupsrétt stjóm- ar, hluthafa og framleiðenda, sem selt hafa afurðir í gegnum SH á síðastliðnum 12 mánuð- um. Jón benti á að SH væri lokað hlutafélag og ógerlegt væri að segja fyrir um hvort aðilar myndu nýta forkaupsrétt sinn. Könnun Fijálsrar verslunar Bónus er vinsælasta fyrirtækið BÓNUS er nú vinsælasta fyr- irtæki landsins, samkvæmt ný- legri skoðanakönnun tímarits- ins Fijálsrar verslunar. Tekið var úttak úr símaskrá og svör- uðu alls 491. Tæplega 19% þátttakenda kváðust hafa já- kvætt viðhorf til Bónuss en þar á eftir koma Hagkaup, Flug- leiðir, Samheiji og Eimskip. Eimskip var aftur á móti oftast nefnt þegar spurt var um fyrirtæki sem þátttakendur höfðu neikvætt viðhorf til. Kváðust 9% þátttakenda hafa neikvætt viðhorf til félagsins, en þar á eftir komu Flugleiðir, Hagkaup, Bónus og RÚV. Fram kemur í tímaritinu að aldrei áður hafí matvöruversl- anir notið jafn mikilla vinsælda meðal almennings. í þrettán efstu sætunum eru sex þekktar matvörukeðjur, Bónus, Hag- kaup, 10-11, Fjarðarkaup, Nóatún og Kaupfélag Árnes- inga. HELGI Jóhannsson framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýn- ar, Auður Björnsdóttir deildarstjóri Samvinnuferða-Landsýnar, Hafsteinn J. Reykjalín eigandi Avis á íslandi, Pálmar Sigurðsson framkvæmdastjóri Avis á íslandi, Leif Eddy Iversen sölu- og markaðsstjóri Avis í Evrópu. Samvinnuferðir semja við Avis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.