Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lagafrumvarp alþýðuflokksþingmanna Aflaheimildir úr síldarstofn- inum verði boðnar út FJÓRIR þingmenn Alþýðuflokks hafa lagt fram frumvarp til laga um að veiðiheimildir í norsk-ís- lenska síldarstofninum verði boðnar út til allra útgerða skipa sem búin eru til síldveiða. Tekjum af útboðinu skuli verja til haf- og fiskirannsókna og til slysa- varna sjómanna og rannsókna á sjóslysum samkvæmt nánari ákvörðun Alþingis. íslendingar hafa heimild til að veiða 230 þús- und tonn úr síldarstofninum á þessu ári. I greinargerð með frumvarp- inu benda þingmennirnir á að svo langt sé liðið frá því að veiðar voru síðast stundaðar úr þessum stofni að núverandi floti hafi ekki á neinni veiðireynslu að byggja. Þingmennirnir vara einnig við því að gengið verði enn lengra í því að úthluta ókeypis verðmæt- um til einstaklinga og útgerða í formi aflakvóta en gert hefur verið þegar. Þeir benda á að í þessu tilviki sé ekki fyrir hendi krafa byggð á veiði skipa heldur sé möguleikinn til kominn vegna samninga sem handhafar al- mannavalds hafi gert við aðrar þjóðir. Flugvirkjafélag Islands Banna r félagsmönn- um að sækja um hjá Flugfélagi Islands FLUGVIRKJAFÉLAG íslands hefur samþykkt á félagsfundi að banna félagsmönnum sínum að sækja um stöðu flugvirkja hjá Flugfélagi ís- lands þar sem ekki er til gildandi kjarasamningur milli Flugvirkjafé- lags íslands og Fiugfélags íslands. Jakob S. Þorsteinsson, formaður flugvirkjafélagsins, segir að engar samningaumleitanir hafí farið fram á milli Flugfélags íslands og Flug- virkjafélags íslands en síðastliðinn föstudag hafí flugvirkjar hjá innan- landsflugi Flugleiða fengið upp- sagnabréf og tilboð um nýjan ráðn- ingarstað á vegum Flugleiða í Kefla- vík. Morgunblaðið/Golli HERRA Ólafur Skúlason biskup íslands heilsar sr. Ragnari Fjalari Lárussyni prófasti í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og sr. Birni Jónssyni prófasti í Borgarfjarðarprófastsdæmi við upphaf prófastafundar í gær. Á félagsfundinum samþykktu flugvirkjar einnig að fara þess á leit við stjóm Flugfélags íslands og Flug- leiða að hefja samninga við félagið. Jakob segir að samningur flug- virkja við Flugleiðir hafi runnið út um áramót. Aðspurður um kröfur flugvirkja gagnvart hinu nýja félagi sagði hann að m.a. flugmönnum í innanlandsflugi hefði verið boðið að teljast áfram starfsmenn Flugleiða en vera leigðir til Flugfélags ís- lands, sem hefði m.a. þýðingu gagn- vart möguleikum þeirra á að flytj- ast til starfa í millilandaflugi. Fiug- virkjar sem ynnu við innanlandsflug Flugleiða og hefðu 15-30 ára starfs- tíma hjá Flugleiðum gætu hugsað sér svipaða lausn sinna mála. Páll Halldórsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands, sagði að flugvirkjafélagið hefði áður átt í viðræðum við Flugfélag Norður- lands en Flugfélag íslands væri sama lögpersóna og Flugfélag Norð- urlands og því væri þetta sami samningsaðili. Páll sagði að ályktun flugvirkjafélagsins kæmi sér á óvart. Hann sagðist búast við að heyra formlega frá flugvirkjafélag- inu og reikna með að viðræðum yrði haldið áfram. Hann sagði að ekki væri um það að ræða að verið væri að segja flug- virkjum upp störfum heldur sé verið að hafa vistaskipti, breyta starfsstöð úr Reykjavíkurflugvelli í Keflavíkur- flugvöll. Iðnaðarráðherra segir samstarfssamninga eigenda Járnblendifélagsins sníða þröngan stakk Sýndarmennska að 55% tryggi yfirráð fyrirtækisins 5 prófastar að láta af störfum PRÓFASTAFUNDUR hófst í gær og stendur yfir til morguns. Fimm prófastar láta af emb- ætti á þessu ári fyrir aldurs sak- ir, Bragi Friðriksson í Kjalames- prófastsdæmi, en í hans stað kem- ur séra Gunnar Krisljánsson á Reynivöllum 1. apríl nk., Ragnar Fjalar Lárusson í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra, en hann hættir 1. júlí, Örn Friðriksson í Þingeyjarprófastsdæmi hættir 1. ágúst, Bjöm Jónsson í Borgar- fjarðarprófastsdæmi hættir 1. nóvember, og Guðmundur Óli Ólafsson í Rangárvallarprófast- dæmi, sem hættir um næstu ára- mót. Eftir er að velja eftirmenn hinna fjögurra síðasttöldu. í gær ræddu prófastar fmm- varp um stöðu, stjóm og starfs- hætti kirkjunnar. í dag verður m.a. rætt um mannanafnalög, 1000 ára afmæli kristnitöku og virkni prófastsdæma. FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra segir að eignaraðilum ís- lenska jámblendifélagsins séu sett- ar svo þröngar skorður í samning- um þeirra á milli að 55% eignar- hluta íslenska ríkisins í fyrirtækinu fylgi alls ekki virk yfirráð í fyrir- tækinu. „Skráður 55% eignarhlutur í fyr- irtækinu er einskis virði við þessar forsendur. Þannig var frá gengið á sínum tíma að það var ekkert ann- að en sýndarmennska þegar menn voru að halda því fram að 55% eign- arhlutur ísiendinga í þessu fyrir- tæki væri virk yfírráð. Það kemur best í ljós þegar á þetta samstarf reynir núna til ákvarðanatöku að 55% em okkur því miður einskis virði,“ sagði ráðherra við utandag- skrámmræðu á Alþingi í gær um stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á Gmndartanga og breytingar á eignaraðild að henni. Hann sagði að í aðalsamningi, markaðssamningi og samstarfs- samningi milli eignaraðila Járn- blendifélagsins; íslenska ríkisins, Elkem og Sumitomo, væri sam- starfi þessara aðila settar svo þröngar skorður að 55% eignarhluti íslenska ríkisins fæli ekki í sér virk yfírráð. „Til þess að ná fram breyt- ingu á markaðssamningi innan fyr- irtækisins þarf samkomulag allra aðila en til að auka hlutafé eða taka lán varðandi þriðja ofninn þarf aukinn meirihluta eigenda eða um tvo þriðju hluta,“ sagði ráðherra. Sjálfhelda og öngstræti Hann sagði að hlutur ríkisins og Sumitomo næði samtals 70% og þessir aðilar gætu þannig ákveðið lántöku og hlutaíjáraukningu „en þrátt fyrir það getur sá aðili sem á 30% sagt nei við því að markaðs- samningnum verði breytt. En það er forsenda fyrir því að Sumitomo taki þátt í stækkuninni að fá mark- aðssamningnum breytt. Þannig að að þessu leyti til erum við í sjálf- heldu og í öngstræti," sagði Finnur Ingólfsson. Umræðan fór fram að frum- kvæði Gísla S. Einarssonar, þing- manns Alþýðuflokks á Vesturlandi. Hann varpaði því m.a. fram að ástæða kynni að vera til að draga í efa það verðmætamat sem fram komi í skýrslu fyrirtækisins Solom- on Brothers, sem mátu verðmæti Járnblendifélagsins á 2,3-2,9 millj- arða króna fyrir stækkun. Gísli sagði að mat Solomon Brothers breyttist um 400 m.kr. við hvert prósentustig sem markaðsverð framleiðslunnar breyttist til hækk- unar eða lækkunar. Þá spurði hann ráðherra m.a. hvort möguleiki væri á að sam- eignaraðilar ÍJ gangi til samninga um stækkun fyrirtækisins með auknum eignarhlut íslenska ríkisins og hvort mögulegt væri að ná fram nýrri stöðu í viðræðunum áður en frestur til að gefa Landsvirkjun svar um raforkukaup íslenska járn- blendifélagsins rennur út næstkom- andi laugardag. Finnur Ingólfsson sagðist ekki telja þá leið færa að ráðast í stækk- un með auknum eignarhlut íslenska ríkisins, rétt væri að láta Elkem bera kostnað af stækkun með því að Elkem eignaðist 6% af hlut ríkis- ins við hlutafjáraukningu og hann sagðist engu spá um hvort breyting verði á afstöðu einstakra eignaraðila fyrir næstkomandi laugardag þegar frestur Landsvirkjunar rennur út. Óðs manns æði Auk Gísla og Finns tóku Hjörleif- ur Guttormsson og Svavar Gestsson þátt í umræðunum. Hjörleifur sagði ljóst að það hefði verið óðs manns æði að ganga að kröfum Elkem og nánast gefa Jámblendifélagið síð- astliðinn föstudag og jafnframt að hann teldi að ef íslenska ríkið ætti ekki meirihluta hefði fyrirtækinu verið lokað fyrir löngu. Frekar en að ganga að kröfum Norðmann- anna kvaðst Hjörleifur að skoða ætti þann kost að losa Elkem út úr félaginu. Svavar Gestsson sagði að stjórn- völd hefðu haldið illa á málinu. „ís- lensk stjórnvöld höfðu í ruan og veru spilað öllu af sér í málinu, höfðu enga eða lélega samnings- stöðu og núna bætti hæstvirtur ráðherra um betur með því að segja: hlutur íslands er einskis virði,“ sagði Svavar Gestsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.