Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 11
FRÉTTIR
Hverfafundur borgarstjóra með íbúum í Efra-Breiðholti
Einsetning skóla stærsta
verkefni borgarinnar
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri sagði
á hverfafundi með íbú-
um í Efra-Breiðholti að
stærsta verkefnið á
næstu árum yrði að ein-
setja grunnskólana.
Fram kom að samtals
vantaði 17 kennslustof-
ur í Fella- og Hóla-
brekkuskóla til að ein-
setja þá. Þórmundur
Jónatansson hlýddi á
umræður sem snerust
um allt milli himins og
jarðar - bókstaflega.
ENGIN átök urðu um eitt
málefni fremur en annað
á hverfafundinum. Á hinn
bóginn komu fram margar
fyrirspumir og ýmsar athugasemdir
gerðar við eitt og annað sem betur
mætti fara í hverfinu. Skólamál voru
ótvírætt í brennidepli bæði í máli
borgarstjóra og fundargesta. Einnig
ræddu íbúar mikið um stígagerð á
opnum svæðum og viðhald stíga inni
í hverfínu. Þá var sérstökum áhyggj-
um lýst varðandi mikla umferð og
umferðarhraða við Aust- ----------
urberg, einkum að vetrar-
lagi þegar böm neyddust
til vegna snjómðninga að
ganga á götunni til að
komast til skóla.
Fundurinn í Gerðubergi ““““““
var þriðji hverfafundur borgarstjóra
af átta en næsti fundur verður hald-
inn 10. mars í Ölduselsskóla með
íbúum Bakka-, Stekkja-, Skóga- og
Seljahverfis.
Eftir að hafa rætt almennt um
stöðu og stefnu í borgarmálum vék
borgarstjóri að málefnum er vörðuðu
hverfið sjálft. Ingibjörg Sólrún sagði
að borgaryfirvöldum væri allmikill
vandi á höndum vegna einsetningar
Fella- og Hólabrekkuskóla. Þessir
skólar teldu nú 1.250 nemendur en
búist er við að þeir verði 170-180
fleiri skólaárið 2001-2002. Sagði
hún að samtals vantaði 17 kennslu-
stofur til að einsetja skólana.
Borgarstjóri greindi frá því að
gerð hafí verið fimm ára áætlun sem
Morgunblaðið/Kristinn
IBÚAR Efra-Breiðholts hlustuðu náið á borgarstjóra en lögðu síðan fram fjölmargar fyrirspurnir.
Úrbóta krafist
vegna um-
ferðar við
Austurberg
miði að því að ljúka einsetningu allra
grunnskóla borgarinnar. Samkvæmt
áætluninni, sem enn hefur ekki verið
samþykkt, er áformað að hefjast
handa við 700 fermetra viðbyggingu
við Fellaskóla á næsta ári og ljúka
henni árið 1999. Jafnframt var greint
frá því að gert væri ráð fyrir að
hefja byggingarframkvæmdir á
þessu ári vegna Hólabrekkuskóla en
þar vantar 10 kennslustofur.
Aðspurð hvers vegna gengi svo
seint að einsetja skólana sagði borg-
arstjóri að lítið hafi verið
farið að huga að einsetn-
ingu fyrr en árið 1993.
Þegar væri þó búið að ein-
setja 14 skóla af 30 sem
væru í umsjón borgar eftir
yfirfærslu þeirra frá rík-
inu. Taldi hún einsýnt að þetta yrði
stærsta verkefni borgarinnar á kom-
andi árum og að einum milljarði yrði
veitt í verkefnið samhliða byggingu
nýrra skóla.
Tveimur gæsluvöllum lokað
í umfjöllun borgarstjóra um leik-
skólamál kom fram að stuttir biðlist-
ar væru um leikskólapláss í hverfinu
og að þess vegna væru engar ný-
framkvæmdir fyrirhugaðar á þessu
ári. Þá var greint frá því að tveimur
gæsluvöllum, við Suðurhóla og Iðu-
fell, hafi verið lokað vegna lítillar
aðsóknar.
Borgarstjóri sagði að tekist hefði
að ná fram nokkurri hagræðingu
með sameiningu rekstrar og starfs-
mannahalds Breiðholtslaugar og
Iþróttahússins við Austurberg í
íþróttamiðstöðina Austurberg.
Greint var frá því að á síðasta ári
hafi um 230 þúsund manns komið í
Breiðholtslaug.
Ingibjörg Sólrún sagði í umfjöllun
um öldrunarmál að borgarstjóm hafi
samþykkt að gerð verði tilraun til
eins árs um að opna félagsstarf aldr-
aðra í Gerðubergi fyrir stærri hóp.
„Með þessari tilraun er leitað eftir
svari við þeirri spumingu hvort það
verði e.t.v. framtíðin að bækistöðvar
félagsstarfs aldraðra, sem eru viða
um borgina, breytist í almennar
menningarmiðstöðvar eða einskonar
hverfisfélagsheimili opin öllum þeim
sem þau vilja nýta,“ sagði borgar-
stjóri.
Fram kom einnig að í Gerðuberg
koma 5-700 manns á degi hveijum
að vetri til en í gær, 4. mars, vom
14 ár liðin frá því að menningarmið-
stöðin var opnuð.
Frágangi gatna lokið
Ingibjörg Sólrún sagði að hverfið
væri ekki lengur íbúðarhverfí barn-
margra fjölskyldna og að hlutfalls-
legur fjöldi bama og unglinga í
hverfinu væri nærri meðaltali. Nú
búa þar tæplega 10 þúsund manns
og hefur þeim fækkað um 1.300 á
síðasta áratug.
Frágangi gatna og gönguleiða í
Breiðholtshverfum er í meginatriðum
lokið enda teljast hverfin fullbyggð.
Borgarstjóri sagði að í
skipulagsmálum og gatna-
gerð væri víða tilefni til
lagfæringa og endurbóta
og væra flestar fram-
kvæmdir þessa árs og hins
síðasta þess eðlis.
Ingibjörg Sólrún sagði
að í skipulagi Breiðholtshverfa væri
víða gert ráð fyrir að beina gang-
andi umferð inn á göngustíga sem
liggja í gegnum miðju viðkomandi
hverfis en sleppa jafnvel gangstétt
meðfram umferðargötum. Sagði hún
þó óhjákvæmilegt að bæta við gang-
stéttum og þannig verði m.a. haldið
áfram lagningu gangstéttar við Vest-
urberg.
í ár verður einnig haldið áfram
að bæta aðgengi að gönguleiðakerfí
borgarinnar, m.a. til að gera fötluð-
um betur kleift að nýta sér göngu-
leiðirnar.
Vill ekki fórna
næturhimni
Borgarstjóri var spurður hvort til
greina kæmi að „ljósvæða“ göngu-
stíga, m.a. í Elliðaárdal, í ljósi góðs
árangurs við að bekkjavæða stígana.
Sagði hún að mjög umdeilt væri
hversu mikil lýsing ætti að vera á
opnum svæðum. Taldi hún að þeirri
skoðun yxi fýlgi að takmarka mjög
lýsingu vegna hættu á ljósmengun.
„Mikil lýsing dregur einnig úr líkum
á að hægt sé að njóta stjömubjarts
himins," sagði hún. „Að missa næt-
urhimininn er eins og að missa Esj-
una.“
Engu að síður taldi hún koma til
greina að hafa lýsingu við jörðu en
nánast útilokaði ljósastaura við þess-
ar aðstæður.
Einn fundargesta taldi mjög mik-
ilvægt að gerðar yrðu úrbætur vegna
mikillar umferðar við Austurberg og
fullyrti hann að börn kæmust við ill-
an leik í skóla. Borgarstjóri sagði
að erfitt væri að minnka umferð en
nærtækara væri að reyna að halda
umferðarhraða niðri. Þetta hafi verið
gert en ekki væri fleira á dagskrá í
þessu efni. Annar gestur óskaði eftir
því að lögð yrði gangbraut meðfram
Suðurhólum til að tengja saman
Þrastarhóla og bamaheimilið Hóla-
borg. Kvaðst borgarstjóri mundu
vekja máls á hugmyndinni við borg-
arverkfræðing.
Á fundinum var kvartað yfir slakri
póstþjónustu í hverfinu eftir að póst-
hús hverfisins var lagt niður fyrir
skömmu. Borgarstjóri tók undir
gagnrýnisraddir á fundinúm og lýsti
þeirri skoðun sinni að þjónusta Pósts
og síma hf. væri takmörkuð í hverf-
um borgarinnar.
Tveir fundarmenn lýstu loks þeirri
skoðun sinni að með leiðakerfisbreyt-
ingum SVR hafi orðið aft-
urför í almenningssam-
göngum í hverfinu. Farið
var fram á að ferðum yrði
fjölgað og að vagnar
gengju lengur á hveijum
degi um hverfíð. Borgar-
stjóri sagði að þessar at-
hugasemdir yrðu teknar til athug-
unar líkt og margar fleiri við endur-
skoðun leiðakerfisins sem eigi að
ljúka fyrir sumarbyijun.
Að missa
næturhimin-
inn eins og að
missa Esjuna
AMERISK RUM OG DYIUUR
Félagsleg vandamál
ekki landlæg
FYRIRSPYRJANDI á hverfa-
fundi borgarsljóra í fyrrakvöld
hélt því fram að félagsleg
vandamál væru hlutfallslega
miklu fleiri en hlutfall ibúa
hverfisins í borginni og fullyrti
að 40% allra vandamála borgar-
innar ættu rætur að rekja til-
Efra- Breiðholts.
Ingibjörg Sólrún vísaði þess-
um fullyrðingum á bug og vitn-
aði í því skyni í ársskýrslu Fé-
lagsmálastofnunar. Sagði hún
að fimmta hvert mál sem Fé-
lagsmálastofnun tæki fyrir væri
vegna íbúa í Breiðholtshverfun-
um öllum. Benti hún jafnframt
á að 32,2% allra erinda stofn-
unarinnar væru vegna íbúa í
borgarhluta 1, í gamla vestur-
bænum og Þingholtunum.
Borgarstjóri viðurkenndi að
það hefðu verið mistök á sínum
tima að byggja upp heil hverfi
eða blokkir með félagslegum
íbúðum. Sagði hún að raunar
hefðu sömu mistök verið gerð
í Rimahverfi fyrir fáeinum
árum. Síðan hefði á hinn bóginn
verið mörkuð sú stefna að
dreifa um borgina félagslegum
leigu- og eignaribúðum.
Gefðu "gormur á gorm" kerfinu gaum. Það þýðir að
gormastellið í undirdýnunni er eins og hið vandaða stell i
yfirdýnunni. í raun sefur þú á tveimur dýnum og hryggsúlan
er bein i svefninum. Þetta er ekki neitt smáatriöi, því
undirdýnan vinnur raunverulega 60°/o af hlutverki dýnanna.
ililpt Wjtatt
DESIGNSIní.'vJ feSJik
Frábært úrval af
tré- og járnrúmum
SUÐURLANDSBRAUT 22
S.: 553 6011 & 553 7100