Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alit aðallögmanns dómstóls ESB vegna áfengiseinokunar sænska ríkisins Ríkiseinokun á áfengís- sölu andstæð reglum ESB Morgunblaðið.Brussel. AÐALLOGMAÐUR Evrópudómstólsins (Advocate general) sendi í gær frá sér álit sitt í máli sænskra kaupmanna gegn sænska ríkinu vegna einokunar sænsku áfengisútsölunnar „Systemsbolaget“ á sölu áfengis í Svíþjóð. í áliti sínu kemst lögmaðurinn að þeirri niður- stöðu að þetta fyrirkomulag, sem er um margt svipað fyrirkomulagi áfengissölu á íslandi, brjóti í bága við reglur Evrópusambandsins um fijálst vöruflæði milli aðildarríkja. Þessar reglur ná einnig til Evrópska efnahagssvæðisins sem ísland á aðild að. Þór Oddgeirsson, aðstoðarforstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, sagði síðdegis í gær að engar upplýsingar um þetta álit hefðu bor- ist ÁTVR og hann gæti ekki tjáð sig um málið að svo stöddu. Verði niðurstaða Evrópudómstólsins á sama veg mun það að öllum líkindum hafa í för með sér afnám ríkiseinokunar á áfengissölu í Sví- þjóð, Finnlandi, Noregi og á Islandi. Raunar hafa Norðmenn og Finnar tekið þátt í málsvörn Svíþjóðar í málinu í ljósi þessa. íslendingar hafa hins vegar ekki nýtt sér rétt sinn til að koma sínu áliti á framfæri við Evrópudómstól- inn. Aðallögmaður Evrópudómstólsins er óháður aðiii innan hans, sem veitir álit sitt á einstökum málum áður en dómstóllinn kveður upp úrskurð sinn. Einungis er um að ræða álit og er dóm- stóllinn ekki bundinn af því á neinn hátt. Hins vegar hefur dómstóllinn í flestum tilfellum kom- ist að sömu niðurstöðu og aðallögmaður, en þó benti heimildarmaður Morgunblaðsins innan Evrópudómstólsins á að í pólitískt viðkvæmum málum sem þessum gæti dómstóllinn gefið sér meira svigrúm til túlkunar á reglum Evrópu- sambandsins og því sé ómögulegt að segja til um með einhverri vissu hver niðurstaða hans verði. Búist er við því að hún muni hins vegar liggja fyrir um mitt þetta ár. Verndun á heilsu almennings réttlætir ekki ríkiseinokun Forsaga þessa máls er sú að sænskur búðar- eigandi að nafni Harry Franzén í Röstunga í Suður-Svíþjóð hóf að flytja inn og selja áfengi í verslun sinni í apríl 1994. I kjölfarið var hann kærður fýrir dómstólum þar í landi fyrir ólögleg viðskipti á áfengum drykkjum. Búðareigandinn vísaði hins vegar til ákvæða í Rómarsáttmálan- um um fijálst vöruflæði og óheft viðskipti milli aðildarríkja Evrópusambandsins og taldi að sænska ríkið bryti gegn þessum ákvæðum með áfengiseinokun sinni. Þar sem stuðst var við reglur Evrópusam- bandsins í málsvörninni var málinu vísað til Evrópudómstólsins, sem gefur leiðbeinandi úr- skurð fýrir dómstóla viðkomandi aðildarríkja í slíkum tilfellum. I málsvörn sinni hefur sænska ríkið vísað til þess að megintilgangur þessarar ríkiseinokunar sé að vernda heilsu almennings. Aðallögmaður Evrópudómstólsins segir hins veg- ar í áliti sínu að ekki sé hægt að réttlæta einok- un með slíkum rökum þar sem markmiðum um heilsu almennings megi ná með aðgerðum sem ekki séu eins hamlandi og einokun. Óljóst með skaðabótaskyldu Það vekur ennfremur athygli að aðallögmaður Evrópudómstólsins kemst að þeirri niðurstöðu að þær reglur sem hér eigi í hlut hafi sjálfkrafa átt að taka gildi í Svíþjóð í þessu tilfelli og al- menningur hafi átt að geta reitt sig á að sú yrði raunin, frá og með gildistöku samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Heimildarmaður Morgunblaðsins innan Evr- ópudómstólsins sagði hins vegar að það væri erfitt að fullyrða um hvort sú niðurstaða gerði sænska ríkið skaðabótaskylt gagnvart þeim ein- staklingum sem hefðu haft hug á því að selja áfengi við gildistöku EES-samningsins. Til þess þyrftu viðkomandi aðilar að sanna að sænska ríkið hefði ekki staðið fullkomlega við þær skuld- bindingar sem það hefði gengist undir með gerð samningsins og að þeir hefðu hlotið fjárhagslegt tjón af því. Formaður nefndar um hvalveiðar Yonast til að veiðar geti hafist á þessu ári NEFND sjávarútvegsráðuneytisins um hvalveiðar hefur skilað tillögum til sjávarútvegráðherra og að sögn Árna R. Árnasonar alþingismanns, formanns nefndarinnar, leggur nefndin ekki til að stefnu íslands varðandi nýtingu auðlinda verði breytt. Að öðru leyti sagðist hann ekki hafa heimild til að greina frá tillögunum á þessu stigi. Árni sagðist ekki vera bjartsýnn á að á þessu ári eða alveg á næst- unni verði hvalveiðar hér á landi í líkingu við þær veiðar sem voru hér áður en hvalveiðibannið varð gild- andi, en aðspurður sagðist hann vonast til þess að hvalveiðar gætu hafist að einhverju leyti á þessu ári. „Það er mín skoðun en það eru ör- ugglega ekki allir sammála mér um það,“ sagði Árni. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, hyggst leggja tillögurnar fyrir ríkisstjórnarfund í dag. I sam- tali við Morgunblaðið í gær sagðist hann ekki vilja ræða tillögurnar efn- islega fyrr en honum hefði gefist tóm til að kynna þær fyrir ríkisstjórn og utanríkismálanefnd. ------» ♦ «----- Upplestrarkeppni í Hafnarfirði Tryggvi val- inn besti upplesarinn TRYGGVI Steinn Helgason nemandi í Lækjarskóla í Hafn- arfirði var valinn besti upples- ari Hafnarfjarðar í upplestrar- keppni sem fram fór í gær- kvöídi á meðal barna í 7. bekk grunnskóla í Hafnarfirði og Alftanesi. Sigríður Ása Júlíus- dóttir nemandi í Álftanesskóla varð í öðru sæti og Margrét Arnardóttir nemandi í Engi- dalsskóla varð í því þriðja. Alls tóku fimmtán nemendur úr fimm skólum þátt í þessum lokaáfanga keppninnar og fengu þeir allir viðurkenningar- skjal og bókarverðlaun fyrir þátttöku sína. Undirbúningur upplestrar- keppninnar hefur staðið yfir síðustu mánuði. Fyrri hluti hennar fór fram í janúar og febrúar, en þá völdu kennarar og fulltrúar keppninnar þrjá nemendur úr hveijum skóla til að taka þátt í lokakeppninni. í gærkvöldi lásu keppendurn- ir ijóð og sögu eftir Jónas Hall- grímsson auk ljóða að eigin vali. Sérstök dómnefnd valdi svo bestu lesendurna m.a. eftir því hvað þeir lásu skýrt og áheyrilega. Að sögn Baldurs Sigurðssonar lektors í Kennara- háskóla Islands og eins aðstand- enda upplestrarkeppninnar er markmiðið með henni að vekja athygli og áhuga i skólum á vönduðum upplestri og fram- burði. Þá segir hann að stefnt sé að því að halda landskeppni með svipuðu sniði á næsta skóla- ári. Að keppninni stóðu auk Kennaraháskóla íslands, Kennarasamband íslands, ís- lensk málnefnd, Heimili og skóli, Samtök móðurmálskenn- ára og íslenska lestrarfélagið. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Hafdjúpið sunnan land- grunns verði rannsakað ÁTTA þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa lagt fram tillögu til þings- ályktunar á Alþingi um að gerðar verði rannsóknir á hafsvæðinu frá Reykjaneshrygg að Færeyjahrygg með tilliti til nýtingar á fiskistofnum og öðrum auðlindum. Svæði þetta er innan iandhelginn- ar en sunnan við landgrunnið. Þeir leggja einnig til að við hönnun á nýju varðskipi verði gert ráð fyrir að það geti sinnt þessu verkefni. í greinargerð með ályktuninni benda flutningsmennirnir á að út- lendingar hafi fundið og séu enn að finna fiskimið innan og við landhelgi íslands. Þeir nefna sem dæmi svo- nefndan „Franshól" þar sem íslend- ingum fannst fjarstæða að nokkur fiskur fyndist, en þar reyndist vera afli að verðmæti hundruð milljóna króna. Þeir telja því líkur á að fleiri veiðisvæði geti fundist við rannsókn- ir. Davíð Oddsson við umræður á Alþingi um fjármál stjórnmálaflokka Opinbert eftirlit með fjár- i reiðum flokkanna varasaint DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir það varasamt að setja reglur um opinbert eftirlit og upplýsinga- skyldu um fjármál stjómmálaflokka og hann er andvígur því að skylda flokkana til að birta nöfn stærstu styrktaraðila. Davíð segir þessar upplýsingar hluta af trúnaðarsam- bandi flokka og stuðningsmanna þeirra og það myndi ógna sjálf- stæði flokkanna ef ríkið hefði eftir- lit með þessum þáttum. Davíð sagðist einnig vera andvíg- ur því að sett væri hámark á þá upphæð sem stjórnmálaflokkar mættu eyða í auglýsingar, enda sagði hann gildi þeirra í kosningum ofmetið. Þetta kom fram í umræð- um um frumvarp Jóhönnu Sigurð- ardóttur og Össurs Skarphéðinsson- ar, þingflokki jafnaðarmanna, um starfsemi og fjárreiður stjómmála- flokka. Jóhanna lýsti miklum vonbrigð- um með afstöðu forsætisráðherrans og benti á að upplýsingaskylda um fjárreiður stjórnmálaflokka væri undantekningarlítið fyrir hendi í nágrannalöndum okkar. Hún gagn- rýndi einnig seinagang við samn- ingu laga um starfsemi stjórnmála- flokka. Nefnd var skipuð af forsæt- isráðherra í þessum tilgangi árið 1994 en samkvæmt upplýsingum Jóhönnu hefur hún aldrei komið saman. Davíð sagði að formaður nefndarinnar hefði safnað miklum upplýsingum um þessi málefni og að von væri á frumvarpi á næsta þingi. Reikningar Kvennalistans opnir Guðný Guðbjörnsdóttir, þing- maður Kvennalista, benti á að reikningar síns flokks hefðu ávallt verið opnir en lítið hefði farið fyrir þeirri staðreynd í umræðunni. Hún gagnrýndi harðlega þá breytingu sem orðið hefur á undanförnum árum á opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka í þá átt að miða upphæð þeirra nær eingöngu við fylgi. Áður hefðu 40% af heildar- styrkjunum deilst jafnt á flokkana en nú væri sá hluti 12,5%. Hún benti á að á Norðurlöndum væri sú regla ríkjandi að stór hluti styrkja væri óháður fylgi, enda væri það viðurkennt að ákveðinn grunnkostnaður fylgdi starfsem- inni óháð því hversu stór flokkur væri. Þar væri einnig í gildi sú regla að stjórnarandstaða fengi hærri styrk en stjórnarflokkar, vegna þess að hinir síðarnefndu gætu notið sérfræðiaðstoðar í ráðuneytum. Davíð sagðist telja eðlilegast að styrkir færu eingöngu eftir þing- mannafjölda, en að Sjálfstæðis- menn hefðu fram að þessu sætt sig við að ákveðinn hluti skiptist jafnt til allra flokka. Hann líkti því fyrirkomulagi við það að reyna að leiðrétta kosningaúrslitin eftir á. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.