Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 48
UYUNDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA H Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 • FAX 550-4001 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUaCENTRUM.lS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Miklar breytingar * á brott- fararsal Grindavík. Morgunblaðið. RÁÐIST hefur verið í að stækka brottfararsalinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar i suður og bætast þannig við þrjú borð eða sex af- greiðslustöðvar. Eftir breytingar verður hægt að innrita farþega á tuttugu stöðum i stað fjórtán. Þá flytja Flugleiðir alla aðstöðu starfsfólks og söludeild í hús- næðið sem Póstur og sími hafði áður. 1 húsnæði sem losnar verður sett upp öryggisskoðunarsvæði og í framtíðinni verður þar sprengjuleitartæki. Að sögn Óskars Valdimarssonar þjá Framkvæmdasýslu ríkisins er stækkun brottfararsalarins orðin mjög brýn og var brugðið á það ráð að rífa salerni og fleira, sem var ónýtt húsnæði. Vonast er til að þessi stækkun og eins hagræð- ing hjá Flugleiðum þegar álagið er mest dugi næstu 10-15 ár. „Á svæðinu sem Flugleiðir rýma bak við vegginn í brottfar- T arsalnum verður sett upp öryggis- skoðunarsvæði með færiböndum fyrir farangur. Ráðgert er síðan að setja þar upp sprengjuleitar- tæki en Alþjóða flugmálastofnun- in hefur gert kröfur um slíkt tæki á alla alþjóðaflugvelli fyrir aldamót. Samtals munu þessar breytingar kosta um 60 miHjónir króna. Er þá ekki talinn kostnað- ur Flugleiða. Sprengjuleitartæki mun svo kosta um 50 miHjónir króna,“ sagði Óskar. Hann sagði að næsta stækkun flugstöðvarinn- ar yrði tvöföldun brottfararsalar- ins í norður. Búist er við að ráð- ist verði í þá stækkun árið 2015. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson VEGGIR í flugstöð Leifs Eiríkssonar hafa verið brotnir niður til að stækka brottfararsalinn. 1.367 bíða eftir bæklunaraðgerðum Stefnt að því að stytta biðlista HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ vinnur nú að aðgerðum sem miða að þvi að stytta biðtíma eftir bækl- unaraðgerðum niður í 3-6 mánuði. Nú eru 1.367 á biðlistum eftir bækl- unaraðgerðum og hefur sjúklingum sem bíða fjölgað á síðustu árum. Biðtími eftir gerviliðaaðgerð er núna 9 mánuðir. Samkvæmt fjárlögum hefur heil- brigðisráðuneytið 100 milljónir til ráðstöfunar í hagræðingarsjóði og er fyrirhugað að verja hluta þeirra til að gera sérstakt átak í að fækka á biðlistum eftir bæklunaraðgerð- um. Stefnt er að því að endurskoða dreifíngu aðgerða í ljósi þess að bæst hefur við ný læknisaðstaða á Akureyri og veitt hefur verið sér- stakt fé til Sjúkrahússins á Akra- nesi í bæklunaraðgerðir. Heilbrigðisráðherra vill auka samvinnu og sameina verkefni sjúkrahúsanna á Reykjavíkursvæð- inu. Með því móti er reiknað með að aukin sérhæfing fáist, betra skipulag og meiri afköst, m.a. þar sem slysalækningar yrðu einungis á einum stað. Hér á landi eru gerðar fleiri bak- aðgerðir en í nágrannalöndum okk- ar og ætlar heilbrigðisráðuneytið að kanna þetta sérstaklega í sam- vinnu við landlækni og hvaða áhrif þetta hefur á biðlista og biðtíma í bæklunarlækningum yfirleitt. ■ Mestur vandi/12 Verkamenn hjá skipafélögum og Löndun 89,8% samþykktu verkfall 12. mars YFIRGNÆFANDI meirihluti Dags- brúnarmanna hjá Eimskipi hf., Sam- skipum hf. og fyrirtækinu Löndun ehf., eða alls 89,8%, samþykkti í at- kvæðagreiðslu í gær tillögu um verk- fall sem hefjist á miðnætti 12. mars. 138 voru á kjörskrá hjá Eimskipi, 77,5% greiddu atkvæði. 86,9% sam- þykktu tillöguna en 12,1% sagði nei. Hjá Samskipum voru 65 manns á kjörskrá. 83% greiddu atkvæði, 94,4% sögðu já en 5,6% nei. Hjá Löndun voru 17 á kjörskrá, 94,1% greiddi atkvæði, 93,7% sögðu já en 6,3% nei. Fjórar félagskonur í verka- kvennafélaginu Framsókn, sem starfa hjá Eimskipi, greiddu einnig atkvæði í gær um verkfallstillögu og var hún samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum. Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir meðal Dagsbrúnarmanna á olíu- stöðvum og bensínafgreiðslustöðvum um boðun verkfalls sem hefjast á 16. mars. Er niðurstöðu að vænta á föstudag. Viðræður um kjaramál taldar á viðkvæmu stigi á miðnætti Byijað að ræða launalið- inn og úrslitalotan hafin Morgunblaðið/Ásdís FORYSTUMENN í ASÍ eftir að ýmis sérmál voru í höfn í gær- kvöldi. F.v. Hervar Gunnarsson varaforseti og Grétar Þorsteins- son forseti ASÍ, Örn Friðriksson formaður Samiðnar og Björn Grétar Sveinsson formaður Verkamannasambandsins. KJARAVIÐRÆÐUR landssam- banda og verkalýðsfélaga innan ASÍ og samtaka vinnuveitenda eru á afar viðkvæmu stigi að mati deiluaðila. Fullvíst er talið að vinnuveitendur muni leggja fram útfærða tillögu að heildarsamningi fyrir gagnaðila í dag en Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að umræða um launalið vegna væntan- legra kjarasamninga hafi byrjað í gærkvöldi. Þá lögðu vinnuveitendur fram tillögur um breytingar á orlofs- málum. Þórarinn og Ari Skúlason framkvæmdastjóri ASÍ voru sam- mála um það um miðnætti, þegar * fundum lauk hjá sáttasemjara, að úrslitalotan í yfirstandandi kjaravið- ræðum væri tvímælalaust runnin upp. Fyrstu verkföll sem samþykkt hafa verið í einstökum fyrirtækjum eiga að hefjast á miðnætti næstkom- andi sunnudagskvöld. „Aukin hætta ^ á verkföllum kallar á að launþegar hafi alveg skýra mynd af því hvað þeim stendur til boða án verkfalla, þannig að menn geti sjálfir metið í ljósi reynslunnar hveiju líklegt er að verkföll skili í raunveruiegum kjarabótum," segir Þórarinn. Að sögn Ara var farið yfir ijöl- mörg sérmál og sameiginleg mál landssambanda í gær, sem út af stóðu, en hann taldi að niðurstaða lægi þó fyrir í þeim flestum. Slitnað upp úr viðræðum við V estmannaeyinga í gærkvöldi slitnaði upp úr við- ræðum vinnuveitenda við Verkalýðs- félag Vestmannaeyja, sem hefur boðað yfírvinnubann í fiskimjöls- verksmiðjum í Eyjum frá og með næstkomandi mánudegi. Vinnuveit- endur efast um að löglega sé að verki staðið við boðunina og at- kvæðagreiðsluna um yfírvinnubann- ið, að sögn Þórarins. Niðurstaða lá fyrir, í endanlegri mynd, í viðræðum deiluaðila í gær um orðalag í aðalkjarasamningi um gerð fyrirtækjasamninga. Varð nið- urstaðan sú m.a. að hafa heimildar- ákvæði í aðalkjarasamningi um bein- ar viðræður starfsmanna og trúnað- armanna á hveijum vinnustað við stjórnendur um gerð vinnustaða- samninga. ■ Forysta ASÍ/7 Aukinnjarð- fræðiáhugi eftir umbrot TÖLUVERT fleiri nemendur hafa sótt námskeið í jarð- fræði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á þessari vorönn en undanfarin ár og telja jarðfræðikennarar skólans að það megi þakka gosinu í Vatnajökli í október og Grímsvatnahlaupi í kjölfarið. Fjölgunin hefur einkum verið áberandi í kvöldskólanum. Að sögn Áslaugar Gísla- dóttur, landfræðings og jarð- fræðikennara, voru grunn- námskeið í jarðfræði mjög lífleg á síðasta misseri enda ekki á hverjum degi sem at- burðir gerast um leið og fjall- að er um þá. „Þegar við lásum um gos undir jökli gaus undir Vatnajökli og þegar fjallað var um jökulhlaup hófst Grímsvatnahlaupið," segir hún. Áslaug segir að margir nemenda á grunnnámskeiði i jarðfræði í kvöldskólanum fyrir jól hafi ákveðið að skrá sig í valnámskeiðið eftir jól. „Það gefur til kynna að nátt- úruhamfarirnar hafi valdið auknum áhuga á jarðfræði," segir hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.