Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ f klóm lögreglu HUNDRUÐ grímuklæddra manna hentu í gær eldsprengjum °g grjóti í lögreglumenn sem gættu öryggis lesta er fluttu kjarnorkuúrgang til bæjarins Dannenberg í Norður-Þýska- landi. Tveir lögreglumenn slös- uðust. A myndinni hefur sveit lögreglumanna umkringt um 250 herskáa umhverfissinna en tekn- ar voru af þeim skýrslur og fin- graför. Hefja átti flutning úr- gangsins með vörubílum 20 kiló- metra leið frá Dannenberg til endurvinnslustöðvarinnar í Gorleben en óljóst var hvaða leið yrði ekin þar sem umhverfissinn- ar höfðu grafið göng undir suma vegi og skemmt yfirborð annarra ásamt því að reisa vegtálma víða. Deng harm- aði blóðbað- ið í Peking Tókýó. Reuter. DENG Xiaoping, fyrrverandi leið- togi Kína, harmaði blóðsúthelling- arnar á Torgi hins himneska friðar í Peking 4. júní 1989 áður en hann lést í liðnum mánuði, að sögn jap- önsku fréttastofunnar Kyodo í gær. Fréttastofan hafði eftir kín- verskum heimild- armönnum að Deng hefði sagt á dánarbeðinum að árás kínverska hersins á óvopn- Deng aða mótmælendur væri „sorglegasti atburðurinn“ á ævi sinni. Sem for- maður hermálanefndar Kína átti hann sjálfur þátt í að senda her- sveitimar til Peking og fyrirskipa þeim að kveða mótmælin niður. Ekki er vitað með vissu hversu margir biðu bana í árásinni, en talið er að hundruð manna hafi fallið. Heimildarmennimir sögðu að Deng hefði sagt nokkrar setningar áður en hann andaðist. „Þegar öllu er á botninn hvolft gerðist margt gott á ævi minni,“ sagði Deng en bætti við að árásin á Torgi hins himneska friðar væri sorglegasti atburðurinn. „Við komumst ekki þjá því á þessum tíma að bregðast harkalega við.“ Heimildarmennirnir greindu ekki frá því við hveija eða hvenær Deng hefði sagt þetta. Talsmaður Kínastjórnar neitaði í vikunni sem leið fréttum um að Deng hefði skrifað erfðaskrá þar sem hann hefði beðist afsökimar á blóðsút- hellingunum. Kúbumenn bjóðast til að stuðla að lausn gíslamálsins í Lima Skæruliðarnir vilja vera áfram í Perú Vilja tak- marka notk- un nagla- dekkja TÓLF bæjar- og sveitarfélög í Noregi hafa fallist á takmarkanir á notkun nagladekkja. Gert er ráð fyrir að samþykktimar verði að lögum árið 1999 en að enn iengri tími líði þar til nagladekkin verði horfin af götunum, þar sem Norð- menn endurnýi vetrardekkin að jafnaði á rúmlega sex ára fresti, að því er fram kemur í Aftenpost- en. Norska ríkisstjórnin hefur lagt til að þeir sem bijóti bann við notkun nagladekkja verði látnir greiða gjald í sjóð sem notaður verður til að mæta auknum kostn- aði við snjómokstur og viðhald vega. I Aftenposten segir að mikil samstaða sé um það í sveitarfélög- unum að takmarka notkun nagla- dekkja. Banna eigi þau á ákveðn- um svæðum og takmarka á öðrum, svo að 80% bifreiða verði ekki með dekk en nú eru nagladekk undir 65-80% norskra bifreiða. Lagt er til að takmarkanirnar gildi í Osló, Bergen, Þrándheimi og Stavanger. okkar verði rangfærð. Við gerum þetta af virðingu fyrir stjórninni á Kúbu, Fidel Castro, byltingu hans og þjóð.“ Fidel Castro bauðst til að veita skæruliðunum hæli ef stjórn Fuji- moris, stjórnvöld í Japan, milli- göngumenn í gíslamálinu og skærul- iðarnir sjálfir féllust á það. Stjórn Japans kvaðst hlynnt þessari lausn og Ryutaro Hashimoto forsætisráð- herra gaf æðsta stjórnarerindreka landsins í Lima fyrirmæli um að ræða málið við Fujimori sem fyrst. Hann gaf ennfremur til kynna að hann myndi leita eftir stuðningi Bandaríkjastjórnar við tilboð Cast- ros, erkifjanda hennar. „Ég veit ekki hvort þetta er sið- ferðilega rétt eða rangt,“ sagði helsti talsmaður japönsku stjórnarinnar um tilboðið. „Eg tel þetta árangurs- ríka leið til að leiða gíslamálið til lykta með friðsamlegum hætti án þess að verða við kröfum hermdar- verkamannanna." Ekkert miðar í viðræðunum Cerpa sagði að skæruliðarnir myndu ekki falla frá þeirri kröfu sinni að stjórn Perú léti um 400 fé- laga þeirra lausa úr fangelsi. Fuji- mori hefur hafnað þeirri kröfu en gefið til kynna að hann sé reiðbúinn að fallast á annars konar tilslakanir. Fréttaskýrendur segja að forsetinn gæti m.a. lofað að bæta aðbúnað fanganna og bæta stöðu skærulið- anna gagnvart dómskerfmu. Áttunda lota samningaviðræðna fulltrúa stjómarinnar og skærulið- anna var einnig í algjörri andstöðu við þá bjartsýni sem ríkti þegar skýrt var frá tilboðinu. Milligöngumenn í viðræðunum sögðu að ekkert hefði miðað þar sem samningamennirnir hefðu hvergi viljað hvika frá afstöðu sinni. Castro staðfesti að hann væri reiðubúinn að veita skæruliðunum hæli á Kúbu þar sem hann liti á það sem „siðferðilega skyldu" sína. Fuji- mori sagði þó að Kúbuleiðtoginn vildi ekki gegna hlutverki málamiðlara í gíslamálinu. -------♦ ♦ «------- Tókýó, Lima. Reuter. ALBERTO Fujimori, forseti Perú, hélt í gær til Lima eftir óvænta ferð til Kúbu sem bar þann árangur að Kúbumenn buðust til að taka við tuttugu marxískum skæruiiðum, sem hafa haldið 72 mönnum í gísl- ingu í bústað sendiherra Japans i Lima í 76 daga. Foringi skærulið- anna, Nestor Cerpa, sagði hins veg- ar í gær að þeir vildu vera áfram í Perú og viðbrögð hans bentu ekki til þess að lausn á þessu lengsta gíslamáli í sögu Rómönsku Ameríku væri í sjónmáli. „Við leggjum höfuðáherslu á að vera áfram í móðurlandi okkar, sem er sú leið sem við höfum kosið til að beijast við hlið þjóðar okkar,“ sagði Cerpa í talstöð í bústað jap- anska sendiherrans í Lima. Skæruliðaforinginn hafnaði sér- staklega hugmyndum um að þeir fengju hæli í Dóminíska lýðveldinu „eða ríki sem kúgar þjóð sína“. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um tilboð Castros. „Við teljum rétt að tjá okkur ekki um það á þessari stundu til að komast hjá því að orð Reuter Sendiherra íslands í Albaníu færði Sali Berisha trúnaðarbréf sitt „Fólkið hefur engu að tapa“ HÖRÐUR H. Bjarna- son sendiherra afhenti Sali Berisha, forseta Albaníu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Albaníu með aðsetur í Stokkhólmi á þriðjudag í liðinni viku. Morgunblaðið hafði samband við Hörð og bað hann að segja frá samtali sínu við forsetann og ástandinu í Albaníu. „Þessi fundur okkar hafði verið skipulagð- HörðurH. ur með löngum fyrir- Bjarnason vara,“ segir Hörður. „Ég afhenti trúnaðarbréfið þriðju- daginn 25. febrúar. Þá hitti ég forsetann og ræddi við hann í svo sem tíu mínútur eftir athöfnina." Berisha var þá nýkominn úr ferða- lagi um suðurhluta landsins, þar sem hann hafði freistað þess að lægja óánægju íbúanna sem hefur kraumað þar vikum saman vegna gjaldþrots fjárglæfrasjóða, sem margir höfðu fjárfest í, jafnvel aleiguna, í von um skjótfenginn gróða. Vegna ferðalagsins hafði forsetinn þurft að fresta móttöku Harðar um átta klukkustundir. „Við ræddum næstum einungis þetta mál með píramítasjóðina. Hann sagði málið vera ríkisstjórn- inni afskaplega erfttt. Stjórnarandstaðan [sem samanstendur aðallega af fyrrver- andi valdhöfum, kommúnistum] færði sér þetta í nyt til að æsa upp borgara landsins. Ríkisstjórnin hefði þó ákveðið að grípa ekki til harka- legra aðgerða og vildi forðast blóðsúthell- ingar í lengstu lög.“ Aðspurður hvort hann hefði orðið var við uppreisnar- stemmningu meðal al- mennings í heimsókn sinni, sagði Hörður: „Ég tók eftir því að daginn sem ég fór frá Tirana, 26. febrúar, var talsverður mannfjöldi þar á götum og margir lögregluþjónar sjáanleg- ir, þannig að það var hugsanlega eitthvað í aðsigi, en í svona stuttri heimsókn er erfítt að gera sér góða grein fyrir því hvað er á seyði. En það er augljóst, að það er mik- il örbirgð í þessu landi. Það er gíf- urleg fátækt ríkjandi, og mikið atvinnuleysi. Maður getur því ímyndað sér, að þessar aðstæður hafi sitt að segja þegar sýður upp úr; fólkið hefur engu að tapa,“ sagði Hörður. A1 Gore ber af sér sakir AL Gore, varaforseti Banda- ríkjanna, sagði á fréttamanna- fundi í fyrradag, að hann væri hreykinn af fjáröflun sinni fyr- ir Demókrataflokkinn sl. haust og hefði ekki brotið nein lög. Viðurkenndi hann að hafa hringt „nokkrum" sinnum úr Hvíta húsinu vegna hugsan- legra framlaga en þau símtöl hefðu verið skráð á hann sjálf- an. Samkvæmt lögum er óheimilt að nota ríkiseigur við fjáröflun stjórnmálaflokka en þau taka þó ekki til forsetans og varaforsetans. Ein nefnd öldungadeildarinnar hefur fjáröflun flokkanna fyrir síð- ustu forsetakosningar til at- hugunar og sérstaklega demó- krata. Jaruzelski sjúkur WOJCIECH Jaruzelski her- höfðingi, sem setti á herlög í Póllandi árið 1981, er alvar- lega sjúkur að því er sagði í tilkynningu í gær. Er hann á sjúkrahúsi hersins í Varsjá en Jaruzelski er 73 ára að aldri. Hann setti herlögin á sínum tíma til að kveða niður Sam- stöðu, óháðu verkalýðsfélögin, sem ógnuðu stjórn kommún- ista, en 1989 hafði hann for- ystu um valdaafsal kommún- ista. Verkfall í herstöðvum ÞÚSUNDIR óbreyttra starfs- manna í herstöðvum Banda- ríkjamanna í Þýskalandi lögðu niður vinnu í gær til að krefj- ast betri aðbúnaðar á vinnu- stað. Var efnt til verkfallsins sama dag og William Cohen, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, kom til Þýskalands. Um 35.000 óbreyttir borgarar, aðallega Þjóðveijar, starfa við bandarísku herstöðvarnar en þar eru 75.000 hermenn. íranar biðja um aðstoð STJÓRNVÖLD í íran hafa beðið um alþjóðlega aðstoð vegna jarðskjálftanna í norð- vesturhluta landsins en þeir kostuðu um 1.000 manns lífið. Mikil snjóalög og kuldar eru á jarðskjálftasvæðunum og úlfa- flokkar fara þar um í leit að bráð. Um 60.000 manns urðu fyrir barðinu á skjálftunum og 20 þorp gjöreyðilögðust. Mikl- ar skemmdir urðu í 80 öðrum þorpum og samgöngu- og fjar- skiptakerfið fór úr skorðum. Skógarnir hverfa AÐEINS 20% af frumskógum eða hinum gömlu skógum jarð- arinnar eru enn eftir og aðal- lega í norðurhluta Rússlands og Kanada og á Amazon- svæðinu í Brazilíu. Illa er kom- ið fyrir öðrum skóglendum og eru þau yfírleitt of lítil til að standa undir sérstöku vist- kerfí. Sem dæmi má nefna, að skógurinn í Bandaríkjunum er aðeins 1% af því, sem hann áður var.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.