Morgunblaðið - 05.03.1997, Síða 17

Morgunblaðið - 05.03.1997, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 17 Vaxandi ógn af E- pillunni MISNOTKUN tilbúinna efna eins og E-pillunnar (ecstasy) og megrunarpillna, sem kynntar eru sem eins konar kraftaverkalyf, eykst stöðugt um heim allan. Kemur það fram í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Segir þar einnig, að ríkisstjórnir geri allt of lítið til að hafa hendur í hári þeirra, sem framleiða og dreifa fíkni- efnum. Þá er vakin athygli á miklum völdum alþjóðlegra glæpahringa og sagt, að þeir séu bein ógnun við ríkisvaldið, lögreglu, dómara og stjóm- málamenn. Ciller áfram í stjórn TANSU Ciller, varaforsætis- ráðherra Tyrklands, sagði í gær, að hún ætlaði ekki að slíta samstarfinu við Velferð- arflokk Necmettins Erbakans forsætisráðherra. Var tilefnið það, að herinn hefur varað Erbakan og flokk hans við að ýta undir íslamskt trúarofs- tæki en flokkur Cillers er and- vígur áhrifum trúflokka í stjórnmálum og hlynntur Vesturlöndum. Aður höfðu íjölmiðlar haft eftir Ciller, að hún myndi segja skilið við Erbakan færi hann ekki að ráðum hersins. Rod-Larsen sektaður TERJE Rod-Larsen, fyrrver- andi skipulagsráðherra Nor- egs, hefur verið sektaður um 500.000 ísl. kr. fyrir að hafa gefið rangar upplýsingar í skattframtali fyrir 1986 um kaup og tekjur af hlutabréfum í fískvinnslufyrirtækinu Fideco. Rod-Larsen varð að segja af sér sem ráðherra sl. haust vegna þessara mála og hafði þá aðeins gegnt embætt- inu í þijár vikur. Nauðgunum fjölgar NAUÐGANIR eru hvergi fleiri en í Suður-Afríku og þeim fjölgaði enn á síðasta ári en öðrum alvarlegum glæpum fækkaði hins vegar. Nauðgan- ir voru 119,5 á hveija 100.000 íbúa en 115,2 1995. í fyrra var framið 61,1 morð á hveija 100.000 íbúa en 64,6 árið áð- ur. Kosningar í Alsír STJÓRNVÖLD í Alsír hafa boðað til almennra þingkosn- inga í landinu 5. júní nk. og var það ákveðið eftir fund Liamine Zerouals forseta og leiðtoga níu stjórnmálaflokka. Ekkert kjörið þing eða sveitar- stjórnir hafa verið í Alsír síðan 1992 þegar herstjórnin aflýsti kosningum, sem líklegt þótti, að bókstafstrúarmenn myndu vinna. Síðan hefur geisað mik- il óöld í landinu og a.m.k. 60.000 hafa fallið í valinn. FRÉTTIR Þýzk-franskar tillögur á ríkjaráðstefnu ESB VES verði sameinað ESB Bonn. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Þýzkalands og Frakklands, Klaus Kinkel og Hervé de Charette, greindu frá því eftir fund í Bonn á mánudaginn að þeir hefðu sam- mælzt um sameiginlegar tillögur varðandi umbætur á sameiginlegu utanríkis- og öryggismálastefnu ESB (CFSP), sem lagðar yrðu fram á vettvangi ríkjaráðstefnunnar nk. mánudag. Kinkel sagði að ríkisstjórnir beggja landa leggðu til að Vestur- evrópusambandið, VES, yrði sam- einað ESB í áföngum. Þetta skyldi fest í grundvallarsáttmála sam- bandsins. Ríkjaráðstefnan ætti einnig sam- kvæmt þýzk-frönsku tillögunum að fela leiðtogaráði ESB, sem kemur saman tvisvar á ári, umboð til að leggja VES^ línurnar um starf þess og stefnu. Ákvæði um friðargæzlu- og mannúðarverkefni ætti ennfrem- ur að skrá í hinn endurskoðaða sáttmála, sögðu ráðherrarnir. Þeir nefndu einnig sameiginlegar hugmyndir um hvernig gera mætti framkvæmd sameiginlegu utanrík- is- og öryggismálastefnunnar skil- virkari. Þeir sögðust sammála um þörfína á því, að stofnað yrði nýtt embætti, skipað manni sem hefði það hlutverk að hafa umsjón með samræmingu stefnunnar. „ESB þarfnast nánara samráðs og undirbúnings á sviði sameigin- legu utanríkis- og öryggismála- stefnunnar," sagði Kinkel. Með tilliti til áformanna um að taka ný aðildarríki inn í raðir ESB, lögðu ráðherrarnir áherzlu á að ákvarðanataka innan sambandsins yrði gerð skilvirkari með aukinni beitingu meirihlutaákvarðana. Fermingarmyndir PETUR PETURSSON LJÓSMYNDASTÚDÍÓ LAUGAVEGI 24 • SÍMI 552 0624 Utanríkisráðherra Bretlands Varar við samstarfi án samráðs París. Reuter. MALCOLM Rifkind, utanríkisráð- herra Bretlands, varaði í fyrradag Frakkland og Þýzkaland við því að auka samstarf innan Evrópusam- bandsins án þess að eiga samráð við hin aðildarríkin. Bretland krefj- ist þess, að öll löndin verði að sam- þykkja hvers konar áætlanir um að nokkur útvalin aðildarríki gangi lengra í samrunanum en önnur. Áskorun Rifkinds kemur í kjölfar sameiginlegra hugmynda stjóm- valda í Bonn og París um að ákvæði um aukinn sveigjanleika verði tekin upp í sáttmála ESB, sem kæmu í veg fyrir að eitt ríki gæti beitt neitunarvaldi gegn fyrirætlunum annarra um nánari samruna. „Það sem er vafasamt, er sú til- laga að lítill hópur Evrópuríkja geti tekið sig saman um nánari samruna innan ESB án samþykkis annarra aðildarríkja. Vilji þessi ríki auka samstarf á vettvangi ESB, þýðir það að þau verða að geta nýtt sér stofnanir ESB, en þær til- heyra öllum ESB-ríkjunum sameig- inlega,“ sagði Rifkind í París. Þangað lagði hann leið sína eftir svipaðar heimsóknir í Stokkhólmi og Bonn, til að útskýra betur af- stöðu brezku stjórnarinnar til sam- starfsins innan ESB, sem hefur sett Breta að miklu leyti út í hom í sambandinu. ■-----------■ SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur öðunnj tískuverslun j V/Nesveg. Seltj., s. 561 1680 j $ jteíKmjj lj Takmarkað magn Stendur til 8.mars ÞAW 70% , ats\áttur. UTSALA á raftækjum og eldhúsáhöldum Kæliskápar 8 gerðir Frystiskápar 3 gerðir Verðdæmi: Gerð KFS250 mál: 141x54x57. Fullt verð kr. 46.200. Þvottavélar 2 gerðir 1000/500 sn. Verð áður kr. 59.600. Þurrkarar frá kr.31.900. Uppþvottavéiar „ 3 gerðir. -L Verðdæmi: Gerð GS601 12 manna, 4 kerfi, mikrósía. Fullt verð kr. 59.900. Innbyggingar- ofnar 5 gerðir Verðdæmi: HE0601 ofn, MP 604 hellur. Verð áður kr. 79.600. ‘ • • * • • Örbylgju- ofnar 4 gerðir. Verðdæmi: Fullt verð kr. 19.900. Núaðe1 Viú aðeins Sælkeraofn Fermingar- stæða 2x50 wött. Verð áður kr. 43.900. Kaffivélar frá kr. 1.000 - Stálpottar 30% aflsáttur - Römerpottar 40% afsláttur. Sleppta ekki þessu Uektfieri Einar Farestveit&Cohf Borgartúni 28, sími 562 2900 / 562 2901

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.