Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP - SJÓNVARP mœ . Verðlaunasaga um vesturfara kvikmynduð Nornin Balk í nýrri mynd LEIKKONAN Fairuza Balk, sem sló í gegn í hlutverki unglingsnomar í myndinni „The Craft“ á síðasta ári, hefur tekið að sér hlutverk í myndinni „American History X“ þar sem hún mun leika á móti Edward Norton sem þekktur er fyrir leik sinn í myninni „The People vs. Larry Flynt“ og „Primal Fear“ en fyrir leik sinn í þeirri mynd er hann tilnefndur til Óskarsverðlauna. Balk mun í myndinni leika unnustu Nortons. Myndin segir sögu tveggja bræðra sem eru helteknir af kyn- þáttafordómum og ofbeldis- dýrkun en sjá að sér og vilja verða betri menn. Leikstjóri er Tony Kaye og handrit skrifaði David McKenna. Fullkomin himnasending KVIKMYNDAFÉLAG- IÐ Umbi hefur keypt kvikmyndaréttinn að bókum Böðvars Guð- mundssonar um ís- lensku vesturfarana; „Híbýli vindanna" og „Lífsins tré“, en hún hlaut Islensku bók- menntaverðlaunin fyr- ir árið 1996. Sveinbjörn I. Bald- vinsson og Guðný Hall- dórsdóttir munu skrifa handritið og ætlunin er að búa til kvikmynd í fullri lengd ásamt þriggja klukkustunda sjón- varpsútgáfu sérstak- lega ætlaða íslenskum markaði. „Þetta er voðalega stór og mikil saga,“ sagði Halldór Þorgeirsson hjá Umba, „og okkur fannst að 150 mínútur væru alveg það minnsta til að gera henni vel skil fyrir okkur íslendinga. Hún verð- ur upplagt sjónvarpsefni fyrir þjóðina yfir jólahátíðina." Skókassi með bréfum í Handritshöfundarnir munu brátt hefjast handa við skriftir og mun Böðvar koma þar að sem ráðgjafi, enda segir Halldór eng- an Islending í dag vera jafn vel að sér í sögu Vestur-íslending- anna og Böðvar. „Við skriftir bókanna fór hann alla vega þrisvar vestur um haf til að kynna sér aðstæður. Hugmyndin að bókun- um kom hins vegar þegar Böðvar fann hjá föður sínum fullan skókassa af bréfum frá ættingjum sem far- ið höfðu til fyrirheitna landsins." Borgarfjörður er sögusvið bókarinnar og aðalpersónan flæk- ist um með fyrrnefnd- an skókassa, en upp úr honum koma sögur frá Vesturheimi. „Eins og sakir standa sjáum við fram á að fylgja sögunni allvel, því hún er mjög myndrænt sett fram af Böðvari. Auk þess er hún í raun skrifuð á svipaðan hátt og kvik- myndahandrit," sagði Halldór. Áhugi Halldórs á sögu Vestur- íslendinganna kviknaði fyrst þeg- ar hann var að taka til heima hjá tengdamóður sinni og fann þar bók með bréfum Stephans G. Stephanssonar. Stuttu seinna, árið 1992, fór hann til Kanada að kanna aðstæður og möguleika á að gera kvikmyndaverk eftir sög- unni. Hann segist þó ekki hafa haft áhuga á að gera heimildar- BÖÐVAR Guðmundsson rithöfundur. UÓSMYNDASÝNING MORGUNBLAÐSINS MÓSAMBÍK Fátækt land med framtíð Mósambík er eitt fátækasta land heims og illa leikið eftir langvinnar styrjaldir og alræðisstjórn. En þetta stóra Afríkuríki er engu að síður land möguleikanna. Ýmsar líknar- og hjálparstofnanir hafa verið að leggja landsmönnum lið við að bæta lífskjörin. A meðal þeirra eru Hjálparstofnun kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofnun Islands. Þorkell Þorkelsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins, ferðaðist nýverið um Mósambík og fylgdist meðal annars með brunnagerð og jarðsprengjuhreinsun, auk þess sem hann beindi linsum sínum að litskrúðugu mannlífinu. í anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni I, hefur verið komið upp yfirlitssýningu á völdum myndum sem teknar voru í ferðinni. Sýningin stendur til föstudagsins 7. mars og er opin á afgreiðslutíma blaðsins kl. 8-18 alla virka daga og laugardaga kl. 8-12. Allar myndirnar á sýningunni eru til sölu. MYNDASAFN Þjóðminjasafn/Sigfús Eymundsson ÍSLENDINGAR á leið til fyrirheitna landsins. mynd þar sem hún myndi ein- skorðast um of við íslenskan markað. Síðan hefur hann leitað logandi Ijósi að efni sem hentaði vel til að gera leikna mynd eftir. „Það má því segja að bækurnar hans Böðvars hafi verið fullkomin himnasending," sagði Halldór. Kanadamenn áhugasamir Guðný og Halldór hafa þegar kynnt verkefni sitt í Kanada, og hafa þó nokkrir þarlendir kvik- myndaframleiðendur sýnt áhuga á samstarfi. Halldór er mjög bjart- sýnn á að fjármagnsöflun verði auðsótt mál þegar þau fara að sjá einhvem afrakstur af skriftunum. „Kanadamenn era mjög spenntir fyrir þessu verkefni. Þeir eru nefnilega ólíkir Bandaríkjamönn- um að því leyti að þeir eru afskap- lega stoltir af þeim mörgu og mi- sjöfnu þjóðarbrotum sem byggir þjóð þeirra, eins og Vestur-íslend- ingum, Pólveijum og indíánum. Þó að Vestur-Islendingar séu mjög framarlega í stjómmálum og fjöl- miðlum þar ytra hefur lítið verið gert fyrir þá menningarlega séð hingað til. Því líta Kanadamenn að vissu leyti á þessa kvikmynd sem kjörið innlegg í menningar- söguna." M Y N D V A K I ^ Gætið þess að klukkan í myndbandstækinu sé rétt stillt. 1 Tækin með Myndvaka- búnaði eru yfirleitt merkt ShowView eða VideoPlus+. Munið að setja tóma spólu ‘ /| í tækið og að hafa það í A®*,?.***. lbSL» M A .» sambandi. Kennitölur tíagskráriiða // verða birtar á cfágSKfÁrsRÍu Morgunblaðsíns. 'v • Tækið fer sjálfkrafa í gang einni mínútu fyrir auglýstan upphafstíma og hættir 4 mínútum eftir að dagskrárliðnum á að Ijúka samkvæmt dagskrá. Réttar rásir i myndbandstækinu: Sjónvarpið: rás 1 Stöð 2: rás 2 Sýn: rás 3 Að stílla rétt MARKMIÐ höfunda Myndvaka- tækninnar var að hafa hana ekki flóknari fyrir notandann en það er að hringja í síma. Þótt tæknin sé einföld, getur það engu að síður vafist fyrir fólki að stíga fyrstu skrefin í notkun Myndvaka. Það er einhver munur á milli hinna ýmsu gerða myndbandstækja hvað varðar innslátt Myndvaka- talna. Einfaldast er að styðjast við handbókina sem fylgdi myndbands- tækinu og fara eftir leiðbeiningum hennar. Ef handbók er ekki til stað- ar er ráð að leita til seljanda eða umboðsmanns framleiðanda mynd- bandstækisins. Ef lesendur hafa hins vegar ein- hveijar frekari spumingar vegna notkunar Myndvaka geta þeir hringt í síma 569 1236 á Morgun- blaðinu frá klukkan 11-12 fyrir hádegi út þessa viku, sent símbréf í síma 5691222 merkt Myndvaki, eða tölvupóst á netfang gudni- @mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.