Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 23 AÐSENDAR GREINAR Samtök iðnaðarins og barátta þeirra fyrir veiðigjaldi UNDANFARNAR vikur hefur hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, Ingólfur Bender, birt greinar hér í blaðinu þar sem hann reynir að rökstyðja hvers vegna leggja ætti sérstakan skatt, sem hann kallar veiðigjald, á sjávaútveg. Á þessum málflutningi Ingólfs eru hins vegar margir mjög veigamiklir vankantar. Fyrir nokkrum þeirra var gerð grein í fyrri grein minni um þetta efni, sem birtist í Morgunblaðinu nýlega. í þessari grein er drepið á nokkra til viðbótar. Sveiflujöfnun með hjálp veiðigjalds Hagfræðingur samtakanna bend- ir á að flestar hagsveiflur hér á landi eigi rætur að rekja til sveiflna í afkomu og umsvifum sjávarútvegs. Þetta er að mínu áliti rétt. Það er hins vegar í meira lagi hæpið, að við þessum sveiflum megi sporna með veiðigjaldi. Á undanfömum áratugum hefur fjölmargt verið reynt til að mæta sveiflum í sjávar- útvegi. Allt hefur það hins vegar mnnið út í sandinn. Hér á landi var t.d. um langt skeið rekinn hluta- tryggingasjóður og síðan aflatrygg- ingarsjóður, sem átti að mæta sveiflum í aflabrögðum. Verðsveifl- um afurða var reynt að mæta um tveggja áratuga skeið með verðjöfn- unarsjóði. Þessar tilraunir voru skil- getið afkvæmi millifærsluhugsunar- háttar kreppu- og stríðsáranna, enda mistókust þær með öllu. Því varð um það almennt samkomulag á áttunda og níunda tug aldarinnar að leggja þessi kerfi af. Hugmynd iðnaðarins um veiði- gjald til sveiflujöfnunar er hugsun af sama meiði. Með henni er í raun verið að endurvekja úrelt milli- færslukerfi í atvinnulífinu. Hug- myndin er því andvana fædd og dæmd til að mistakast af sömu ástæðum og verðjöfnunarsjóðunum mistókst. Reyndar sætir það nokk- urri furðu, að talsmenn iðnaðar, sem oft hafa talað fyrir markaðshyggju og fijálsræði, boði slíkt afturhvarf til tíma millifærslna og mið- stýringar. Utanaðkomandi hagsveiflur Jöfnunarskattur í formi veiðigjalds veldur einnig öðrum vanda, sem hagfræðingur Samtaka iðnaðarins nefnir ekki. ímyndum okkur að veiðigjald sé lagt á. Stjórnvöld geta að sjálfsögðu gert ýmislegt við skatttekj- umar. Þau geta t.d. lækkað aðra skatta, þó raunar sé ólíklegt í ljósi reynslunnar að sú ráðstöfun yrði til langframa. Einnig geta þau veitt þeim í sérverk- efni, s.s. í menntakerfið eða greiðslu skulda hins opinbera. Reyndar er ólíklegt að sú ráðstöfun yrði vin- sæl, enda víst að mikil samkeppni yrði meðal sérhagsmunahópa að ná í „sinn“ skerf af þessum nýju skatt- tekjum. Ráðstöfun skattteknanna er þó ekki þó ekki aðalatriðið í þessu samhengi. Það sem meginmáli skiptir er að aflamagn og afurða- verð er jafnbreytilegt eftir sem áð- ur. Hvað gerist t.a.m. ef aflatekjur minnka um 14%, eins og gerðist á tímabilinu 1987-1992? Þá á vænt- anlega að lækka skattinn á útveg- inn? Hvað þá með útgjöldin sem útvegsskatturinn eða veiðigjaldið íjármagnaði? Á að hækka aðra skatta til að mæta þeim? Eða á að draga úr útgjöldum, minnka kennslu, draga úr sjúkrahúsþjón- ustu, taka erlend lán tímabundið o.s.frv? Reynsla liðinna ára gefur því miður til kynna, að við þessar aðstæður tækju stjórnmálamenn þann kost að halda útgjöldum að mestu óbreyttum og rækju ríkissjóð með halla. Þetta er þó ekki aðalat- riðið. Aðalatriðið er sveiflur í skatt- tekjum af veiðigjaldi hafa óhjá- kvæmilega áhrif á hag annarra at- vinnuvega og hagkerfíð í heild. Það er nefnilega reginmisskilningur, að unnt sé að útrýma ut- anaðkomandi sveiflum vegna aflabragða og verðlags á afurðum okkar erlendis með ein- hverjum millifærslum innanlands. Með þeim hætti er einungis unnt að endurdreifa byrðun- um af þessum sveiflum á aðra atvinnuvegi og einstaklinga en þá, sem fyrir sveiflunum verða. Slík endurdreifing brenglar skilaboð hag- kerfisins til fyrirtækja og er því í sjálfu sér óskynsamleg. Það er jafnframt allsendis óljóst og raunar ólíklegt að iðnaðurinn fari betur út úr því dæmi en aðrir at- vinnuvegir. Hvað kennir hagsagan okkur? í grein sinni í Morgunblaðinu 8. feb. sl. fullyrðir hagfræðingur Sam- taka iðnaðarins jafnframt að hag- sagan sýni að hagvöxtur sé hraðari ef hann sé byggður á svokölluðum samkeppnisgreinunum en ekki nýt- ingu náttúruauðlinda. Þetta er rangt. Hagsagan sýnir ekkert af þessu tagi. Það er að vísu svo, að nokkrar nýlegar samanburðarrannsóknir útiloka ekki þennan möguleika. Þessar athuganir eru hins vegar afar grunnfærnar. Þær byggjast á mjög ófullkomnum gögnum sem ná yfir stutt tímabil. Tölfræðilegar niðurstöður þeirra eru jafnframt mjög óljósar og veikar og alls ekki til að byggja á hagfræðilega ráð- gjöf. í rauninni hafa þessar athug- anir einungis staðfest það, sem lengi hefur verið almenn skoðun í hagfræðinni, að ríkulegar náttúru- auðlindir séu hvorki nauðsynleg né nægileg ástæða fyrir miklum hag- vexti. Hugmynd iðnaðarins um veiðigjald til sveiflujöfnunar, segir Birgir Þór Runólfs- son, er hugsun af sama meiði og millifærslu- hugsunarháttur. Dæmin um hraðan hagvöxt byggðan á nýtingu náttúruauðlinda eru einnig fjölmörg. Hagsaga ís_- lands á þessari öld er eitt þeirra. Á öldinni hefur Island farið úr tals- verðri fátækt í hóp ríkustu þjóða heimsins. Hagvöxtur á íslandi hefur m.ö.o. verið að jafnaði talsvert meiri en hagvöxtur iðnvæddra þjóða. Á tímabilinu 1960-1991 var hagvöxt- ur á íslandi að meðaltali mun meiri en hagvöxtur OECD ríkja, eða 4,4% árlega á íslandi en 3,5% í OECD ríkjum. Eins og allir vita er þessi hagvöxtur á íslandi í mjög ríkum mæli byggður á nýtingu náttúru- auðlinda. Svipaða sögu má segja frá Nor- egi. Fyrir daga olíuævintýrisins var efnahagur Noregs erfiður. Þótt landið byggði mest á iðnaði var hagvöxtur þar hægari en víða ann- ars staðar í Norður-Evrópu, þ. á m. íslandi. Olíufundirnir út fyrir ströndinni sneru þessu við. Síðustu tvo áratugina hefur hagvöxtur í Noregi verið vel yfír meðallagi OECD-ríkja og Noregur er nú í hópi ríkustu þjóða heims. Tæpast er þetta vitnisburður um að nýting ríkulegra náttúruauðlinda dragi úr hagvexti. Aðstöðumunur atvinnugreina Talsmenn iðnaðar hafa kvartað yfír aðstöðumun atvinnuvega, oft réttilega. Þeir hafa m.a. bent á, að sjávarútvegur greiði lægra trygg- Birgir Þór Runólfsson ingargjald og að sjómenn njóti sér- stakra skattfríðinda, svokallaðs sjó- mannaafsláttar. Alþingi hefur nú ákveðið að innan þriggja ára greiði iðnaður og sjávarútvegur sama tryggingargjald. Afnám sjómanna- afsláttarins er löngu tímabær. Svo virðist þó sem stjómmálmenn vilji helst ekki ræða það mál, enda vart vinsælt hjá sjómönnum. Að auki hafa sumir talsmenn iðn- aðar fullyrt að sjávarútvegurinn nyti annars aðstöðumunar, sem felst í að geta sótt auðæfi úr sjó án þess að greiða sérstaklega fyrir þau. Hafi hér verið um mismun að ræða (því má ekki gleyma að iðnaður notar einnig sameiginlegar náttúru- auðlindir í ríkum mæli), þá hvarf sá aðstöðumunur með tilkomu kvótakerfis í fiskveiðunum. Réttur- inn til að sækja físk í sjó, kvótinn, er nú markaðsvara og notkun þess réttar, þ.e. það að veiða upp í kvót- ann, hefur þann kostnað í för með sér, sem felst í verðgildi kvóta á markaðnum. Innan kvótakerfísins er ekki lengur um það að ræða, að sjávarútvegurinn fái ókeypis aðföng úr sjónum. Mikilvægt er að átta sig á því að þessi kostnaður er til stað- ar í kvótakerfi, hvort sem kvótum var úthlutað endurgjaldslaust í upp- hafi eða ekki. Aftur til framtíðar - ekki fortíðar Talsmenn iðnaðar og annarra atvinnuvega hafa tekið dijúgan þátt í þjóðmálaumræðunni á undanförn- um árum og átt þátt í þeim stór- stígu framförum sem urðu við af- nám millifærslukerfis hafta- og stríðsáranna. Margvíslegum hindr- unum í viðskiptum hefur verið rutt úr vegi, í viðskiptum við útlönd og innanlands, þótt vissulega þurfi að gera enn betur. Afskipti stjórnmála- manna af daglegu vafstri atvinnu- lífsins heyrir nú til undantekninga. Ráðherrar og þingmenn eyða ekki lengur tíma okkar í að ákveða vöru- verð, vexti, gengi og hver má og hver ekki. Aukið frelsi, fastar reglur og jafn- ræði hefur um skeið verið nálg- anlegt markmið í nánustu framtíð. Krafa um sérstakan skatt á sjávar- útveg gengur í þveröfuga átt við þá þróun. Höfundur er dósent í hagfræði við Háskóla íslands. Það sem hvorki verður sagt né þagað yfir HRIFNING er dýrt orð. Það er því ómetanlega þakkarvert að fá að upplifa þá viðburði, sem best verður lýst sem hrifningu. Tvisvar sinnum nýverið hefur höfundur þessa máls fengið að vera viðstadd- ur þá viðburði sem ollu hrifningu. Hið fyrra sinnið var um miðjan des- ember sl. þegar gerð var úttekt á nýju orgeli Kópavogskirkju. Þar lék Haukur Guðlaugsson Prelúdíu í d- moll eftir Max Reger. Það var ógleymanleg stund. Það var eins og að heyra nið aldanna með sínum margbreytileika mannlífs og nátt- úru, sem raddir orgelsins túlkuðu frá hinum veikasta tóni til hinna öflugustu samhljóma. í síðarar sinnið var við formlega vígslu org- elsins þann 12. janúar sl. Þar lék Haukur Guðlaugsson á orgelið en Kór Kópavogskirkju og Sigrún Hjálmtýsdóttir sungu Laudate Dom- inum eftir Mozart. Það hljóta að hafa verið steinrunnin bqost, sem sá flutningur ekki snart. Það er kannski ekki við hæfi, að almúgamaður sé að bera hrifningu sína á torg og það hefði ekki verið gert í þessu tilfelli ef í kjölfar vígslu hins nýja orgels Kópavogskirkju hefðu ekki fylgt hin undarlegustu greinaskrif í Morgunblaðinu og þar sem ég var um nokkuð marga ára skeið formaður sóknarnefndar Kársnessóknar, sóknar Kópavogs- kirkju, allt þangað til á útmánuðum í fyrra, tel ég mér orðið skylt en ekki að sama skapi ljúft, að leggja þar orð í belg. Bæði til að svara spurningum, sem spurt hefur verið, og reyna að leiðrétta misskilning, sem uppi er. Kaup nýs orgels Kópavogskirkju eiga sér langan undirbúningstíma og aðdraganda. Undirbúningur þeirra hófst í organistatíð Guðmund- ar Gilssonar, sem lést í janúar 1992. Hann hafði þá unnið að framgangi málefnisins um nokkurt skeið og lét eftir sig viðamikil drög að greinar- gerð um raddskipan og gerð nýs orgels. Það er mikils vert að nú skuli hafa verið efnt það loforð, sem hon- um var gefið á banasæng, að Kópa- vogskirkja fengi orgel sem henni væri sæmd í að þiggja. Það mark- mið var fljótlega sett, að nýtt orgel yrði af sem fullkomnastri gerð hvað gæði og möguleika snerti. Orgel, sem kinnroðalaust mætti bjóða þeim, sem best kynnu að leika, hvaðan sem þeir kæmu úr heiminum. Orgel, sem væri eftirsótt, væri ekki aðeins stolt kirkjunnar sjálfrar heldur líka Kópa- vogsbæjar. Hluti þeirrar menningar- hvirfingar, sem ætlað er byggja upp í nánd við Kópavogskirkju og Lista- safn Kópavogs. Þakka ber Hauki Guðlaugssyni, söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, ómetanlegan stuðning og hollráð við Um útlit orgelsins má sjálfsagt deila, segir Stefán M. Gunnars- son. Svo lengi sem nokkur nennir. undirbúning og ákvarðanatöku á kaupum og vali á orgelinu. Að feng- inni skýrslu hans og Arnar Falkner, organista, eftir ferð, sem þeir fóru að ósk sóknarnefndar til Þýska- lands, Danmerkur og Svíþjóðar til viðræðna við orgelsmiðjur og skoð- unar orgela, ákvað sóknarnefnd að óska eftir tilboðum frá þremur org- elsmiðjum, Grönlund, Marcussen og P. Bruhn. Svo ánægjulega vildi til, að lægsta tilboð í verði féll að hæstu gæðum að áliti sendimannanna. Sóknarnefndin ákvað því að ganga til samninga við P. Bruhn og Sön. Heiðurinn af ákvarðanatöku á því sóknarnefndin. Um útlit orgelsins má sjálfsagt deila svo lengi sem nokkur nennir. Að því var ekki hrapað í neinu fljót- ræði. Fjölmargar teikningar voru gerðar af Hauki Viktorssyni, arki- tekt, og samráð haft við húsmeist- ara ríkisins. Rík áhersla var á það lögð, að orgelið skyggði sem minnst á glugga kirkjunnar og vissulega Ljósm.Mbl./Ásdfs ORGEL Kópavogskirkju. komu til skoðunar teikningar þar sem líkt var eftir byggingarlagi hússins, en niðurstaða allra var sú, að það yrði beinlínis ljótt. Kópavogs- kirkja er ein og sér sjálfstætt lista- verk. Innan veggja sinna hefur hún að geyma mörg listaverk, sem hún á og væntanlega fjölgar þeim í tímans rás. Listaverk kirkjunnar hafa hvert og eitt sitt eigið gildi og eiga eigin sögu, þar með talið orgel- ið. Eftir þeirri stefnu hefur verið unnið og vonandi verður. Það er mikið átak fyrir ekki fjöl- mennari söfnuð, en söfnuður Kópa- vogskirkju er, að ráðast í svo dýra framkvæmd sem orgelkaupin. Mikið fjárhagslegt átak fyrir söfnuð, sem hefur mörgum verkefnum að sinna. Það er metnaðarfullt framtak í þágu alls bæjarfélagsins. Nauðsynlegur hlekkur, einn homsteinn þeirrar menningarstarfsemis uppbygging- ar, sem bæjaryfirvöld hyggjast beita sér fyrir á miðbæjarsvæði Kópa- vogs. Því hlýtur að Iiggja í augum uppi að eðlilegt sé að vænta megi nokkurs fjárframlags úr bæjarstjóði til orgelkaupanna. I þessu fjárhags- lega sambandi skal líka minnt á, að Jöfnunarsjóði sókna ber skv. lög- um „að styrkja kirkjulega félags- og menningarstarfsemi". Framlag úr Jöfnunarsjóði sókna ætti því að vera tryggt og með því og sameigin- legu átaki einstaklinga og fyrir- tækja í bænum hljóta orgelkaupin að verða léttbærari en ella, þannig að blómlegt starf safnaðarins megi halda áfram af óskertri orku. Félags- og menningarstarfsemin er sannarlega hafin. Þegar þetta er skrifað hafa verið haldnir þrír af átta sérstökum sunnudagstónleik- um, sem ákveðnir hafa verið í Kópa- vogskirkju. Næstu tónleikar verða 9. mars nk. og það er ástæða til að hvetja til þess, að fólk kynni sér efnisskrá þeirra tónleika sem fram- undan eru. Einhvers staðar stendur skrifað: „Hljómlistin lýsir því, sem maður hvorki getur sagt né þagað yfir.“ Þessi orð geta lýst í hnotskurn þeim vilja, sem sóknarnefnd sóknar Kópavogskirkju vildi ná fram með kaupum á orgeli kirkjunnar. Hljóm- ar þess hafa þegar sagt, að sá vilji hafi náð fram að ganga. Það má fyrst og fremst þakka orgelsmiðn- um Carli August Bruhn, sem fullyrt skal að lagði allan metnað sinn og alúð fram við hljóðhönnun orgels- ins. Hamingjuóskir eru svo Kópa- vogskirkju færðar og öllu hennar fólki með hið glæsilega hljóðfæri. Höfundur erfyrrv. formaður Kársnessóknar íKópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.