Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 13 Atvinnu- lausum fækkar UM síðustu mánaðamót voru 449 manns á atvinnuleysisskrá, sam- kvæmt yfirliti frá Vinnumiðlunar- skrifstofunni á Akureyri, 257 konur og 192 karlar. Heldur hefur fækkað á atvinnuleysisskránni frá mánuðin- um á undan. Pjðldi atvinnulausra nú er nánast sá sami og í lok febrúar í fyrra. Þá voru 448 manns á skrá, 237 karlar og 211 konur. Atvinnuástandið hjá körlum er því mun betra um þessar mundir en á sama tíma í fyrra en hins vegar verra hjá konum. Skólar sunnan Glerár verða hverfisskólar BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti á fundi í gær að breyta skip- an skólamála sunnan Glerár, en skólanefnd hafði lagt slíka tillögu fyrir bæjarráð. Miklar umræður urðu um málið á fundinum og fylgdist fjöldi foreldra og kennara, einkum við Gagnfræðaskóla Akureyrar, með umræðunum. Átta bæjarfulltrúar, úr Framsókn- arflokki, Alþýðuflokki og Alþýðu- bandalagi, samþykktu tillöguna. Nýr Bliki í heimahöfn Dalvík. Morgunblaðið. NÝR togari, Bliki EA 12, í eigu hins nýja útgerðarfyrirtækis BGB liggur nú í heimahöfn á Dalvík. Togarinn var keyptur frá Græn- landi og kemur í stað eldri Blika sem bíður þess að verða seldur. Útgerðarfyrirtækið BGB varð til nú um siðustu áramót með samein- ingu útgerðanna Blika hf. á Dalvík og GBen sf. á Árskógsströnd. Hinn nýi Bliki var endumýjaður í Slippstöðinni á Akureyri og settur í hann sá búnaður sem íslensk lög og reglur kveða á um. Togarinn er 1734 rúmmetrar að stærð og verður gerður út frá Dalvík. Ráð- gert er að Bliki fari í sína fyrstu veiðiferð fyrir nýja eigendur á morgun, fimmtudaginn 6. mars. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá, en einn þeirra, Þórarinn B. Jóns- son, var á móti breytingunum. Þær eru fólgnar í þvi að þrír hverf- isskóla verða á svæðinu, fyrir 1. til 10. bekk, en áður voru þrír skólar með nemendur í 1. til 7. bekk. Nem- endur skólanna þriggja fluttust þá í Gagnfræðaskóla Akureyrar sem var safnskóli fyrir 8.-10. bekk allra ungl- inga sunnan Glerár. Með samþykkt bæjarstjómar ÁTAK í krabbameinsleit hjá konum stendur nú yfir á Heilsugæslustöð- inni á Akureyri. Leitað er að legháls- krabbameini en leit að forstigum krabbameins hefur reynst árangurs- rík. Einnig er leitað að bijóstakrabba- meini en staðreyndir sýna að tólfta hver kona fær sjúkdóminn. Sjálfs- skoðun bijósta er mikilvæg forvarna- raðgerð og regluleg bijóstaskoðun getur bjargað lífi konunnar. Að þessu sinni voru 517 konur eldri en 40 ára boðaðar og hvattar verða Gagnfræðaskólinn og Bama- skóli Akureyrar sameinaðir í eina stofnun, sem fram til þessa hefur gengið undir vinnuheitinu Brekku- skóli. Samþykkt var á fundi bæjar- stjómar að hætta að nota það heiti. Gert er ráð fyrir að af sameining- unni verði nú í haust. Starfsemi skól- ans mun fara fram í tveimur skóla- húsum. Einn skólastjóri verður ráð- inn að skólanum auk tveggja aðstoð- arskólastjóra. til að koma í skoðun. Um síðustu mánaðamót höfðu um 60 konur svar- að kallinu og mætt í krabbameins- skoðun auk þeirra sem hafa pantað tíma hjá sérfræðingi eða heimilis- lækni. Til þess að átakið skili sem bestum árangri þurfa konur á þess- um aldri að koma áður en átakinu lýkur þann 14. mars nk. Konur hvattar til að panta tíma Til kvenna í aldurshópnum yngri en 40 ára hafa verið send út 580 bréf en aðeins 57 hafa komið í skoð- Vatnið flæddi um allar götur STARFSMENN Akureyrarbæjar voru á þönum í þíðunni í gær enda ótrúlegt magn af vatni á götunum. I lok síðustu viku snjóaði af mikl- um krafti og skaflar voru á hveiju götuhorni. Sunnanáttin sem réð ríkjum í gær breytti snjósköflun- um í vatn sem streymdi um göt- urnar. Jóhann Aðalsteinsson, einn starfsmanna bæjarins, var í óða önn að hreinsa niðurföll svo vatn- ið rataði rétta leið. Hann sagði að bæjarstarfsmenn hefðu sinnt þessu starfi mestan hluta gær- dagsins og ekki verið vanþörf á, mest var þó vatnið að sögn Jó- hanns við Verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð þar sem allt var umflot- ið og eins í Skarðshlíðinni. Myndin er tekin við gatnamót Einholts og Þverholts þar sem gaugandi og akandi vegfarendur þuftu yfir stóra polla að fara. un. Eru þær konur sem hafa fengið bréf 6 sinnum eða oftar en ekki kom- ið til skoðunar, hvattar til að panta tíma strax. Um 90 konur á aldrinum 30-40 ára hafa aldrei farið í krabba- meinsskoðun. Starfsfólk Krabbameinsleitar heil- sugæslustöðvarinnar bendir á að það að mæta reglulega í skoðun geri konan ekki einungis fyrir sjálfa sig, heldur einnig fyrir sína nánustu. Tekið er á móti pöntunum alla daga á opnunartíma heilsugæslustöðvar- innar, frá kl. 8-16, í síma 462 5511. Morgunblaðið/Kristján Þrír fyrir- lestrar um veraldar- vefinn ÞRÍR opnir fyrirlestrar verða haldnir á vegum Háskólans á Akureyri næst- komandi föstudag, 8. mars í Odd- fellowhúsinu við Sjafnarstíg og hefj- ast þeir kl. 14. Fyrirlestramir fjalla um veraldarvefínn, menntun og upp- lýsingaleit. Allir fyrirlesaramir eru erlendir og verða fyrirlestrarnir flutt- ir á ensku. Dr. Marisa Lucena er í yfírstjórn Kidlink tölvusamskiptaverkefnisins fyrir böm 10 til 15 ára. Hún veitir verkefninu í Brasilíu forstöðu en þar hefur átt sér stað markverð upp- bygging á Kidlink, m.a. fyrir börn sem minna mega sín. Frá upphafi verkefnisins 1990 hafa um 80 þús- und böm frá 97 löndum tekið þátt í verkefninu. Marisa hefur nýlokið að veija doktorsritgerð sína um tölv- usamskipti bama. Dr. Daniel D. Wheeler er sálfræð- ingur við kennaradeild Háskólans í Cincinnatti og sérhæfir sig í hug- rænni sálfræði auk þess að kenna á námskeiðum um nám, hugsun, þrautalausnir og rannsóknaraðferðir. Hann hefur fengist mikið við notkun tölva og tölvusamskipta í skóla- starfi. í nokkur ár var hann forstöðu- maður menntasviðs Kidlink. Odd de Presno býr í Suður-Noregi og starfar í tengslum við upplýsinga- tækni og stjómun. Hann hefur skrif- að tólf bækur og um 800 greinar sem birst hafa í tímaritum um stómun og upplýsingatækni. Bók hans, The Online World, hefur verið á veraldar- vefnum frá því 1993 og er stöðugt haldið við. Bókin kom út á íslensku í desember 1995 undir heitinu Net- heimar. Hann skrifar mánaðarlega greinar um veraldarvefinn í dagblöð og tímarit víða um heim. Odd er stofnandi og stjómandi Kidlink. Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson 0 Atak í krabbameinsleit hjá konum á Akureyri Dræm mæting í skoðun BÍLATORG FUNAHOFÐA 1 S. 587-7777 Ragnar Lövdal, lögg. bifreiðasali Toyota Carina E 2000 GLi árg. '94, gnllsans., sjálfsk., ek. 30 þús. km. Verð 1.570.000. Skipti. Arnþór Grétarsson, sölumabur Jeep Grand Cherokee Ltd. árg. ‘95, hvitm; einn með ölln, ek. aðeins 17þris. kvt. Verð 3.890.000. Skipti. MMC Eciipse GS árg. ‘95, rauður, rafin. í riíðmn, samUsing, þjófavaniurketfi o.fl., ek. 24 þtís. kvt. Verð 2.150.000. Skipti. Honda Prelude EXl Coupe 2300 Pontiac Bonncville SE árg. ‘95, cc, árg. '96, ranður, rafin. íníðinn, brúngrár, rafin. í rítðmn, samUesing, leðnrklieddur að innan, ek. savthesivg, ABS, air bag o.fi. , ek. 14 þús. kin. Verð 2.350.000. Skipti. 11 þiís. kvt. Verð 2.950.000 Nissan Patrol GR SLX 2800 dtsel Audi A 4 árg. ‘96, silfur, sjálfsk., Turbo áig. ‘95, hvítm; rafin. iríðinn, ABS, air bag, ck.26 þiís. samhesing, 32“dekk, áfelgin; ek. 31 Verð 2.49Ö.000. Skipti. þiís. kiv. Verð 3.450.000. Skipti. Toyota 4Runner dísel Turbo árg. Subaru Legacy SJ. árg. '91, ‘94, vínrauðm; upphœkkaðm; 33“ rattður, beinsk., ek. 99þ. k.vi. dekk, krótnfijgiit; ek. 77 þiís. kvi. Verð 1.060.000. Skipti. Verð 2.580.000. Skipti. JaguarXJ 6 árg. '88, vínraitðm; vteð ölln. Sjón er sögu ríkari. Sóllúga, ek. 90 þiís. kvi. Verð 1.780.000. Skipti. Opel Oinega árg. '95, blái; vi/öllu. Aðeins eitt eintak til, sjálfsk., vél 6 syl 3000 cc, topphíga, leðursæti rafdrifm. Sjón ersögu ríkari, ek. 26 þús. bn. Verð 3.800.000. Skipti ájeppa. Ford Escort 1600 CLX árg. '96, hvítttt; savihesing, drdttarkúla, ek. 9 þús. kvi. Verð 1.330.000. Skipti. UTVEGUM BÍLALÁN ■ VÍSA OG EURO RAÐGREIÐSLUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.