Morgunblaðið - 05.03.1997, Page 29

Morgunblaðið - 05.03.1997, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 29 ÓLÖF ÁRNADÓTTIR + Ólöf Árnadóttir var fædd í Nes- kaupstað 17. apríl 1930. Hún lést 26. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Arni Daníelsson og Gyða Steindórsdóttir. Arni átti ættir að rekja austur í Með- alland og til Norð- fjarðar en Gyða í Arnessýslu. Arna og Gyðu varð níu barna auðið og er Ólöf sú fyrsta af þeim stóra hóp sem kveður. Systkinin voru í aldursröð: Ar- mann Dan, f. 21.2. 1927, Guðný Kristín, f. 17.3. 1929, Ólöf f. 17.4. 1930, Steindór, f. 11.10. 1931, Helgi Jens, f. 17.12. 1932, Stefanía María, f. 9.1. 1935, Hjörtur, f. 28.6. 1936, Alfreð, f. 23.1. 1938 og Ari Daníel, f. 16.4. 1940. Ólöf giftist 24.12. Vort traust er allt á einum þér, vor ástarfaðir mildi, þín náð og miskunn eilíf er, það alla hugga skyldi. (P. Jónsson) Nú er hún mamma okkar horfin yfir móðuna miklu. Mamma lést á Landspítalanum að morgni 26. febrúar, eftir baráttu við erfíðan sjúkdóm. Systkini hennar eru átta og var mikill kærleikur þeirra á milli, oft var leitað ráða hjá Ollu systur. Börnum okkar þótti afar gott að koma á Hraunbrautina til ömmu og afa, því alltaf fannst tími til að sinna þeim. Mamma lifði fyr- ir alla aðra en sjálfa sig, sem dæmi má nefna þegar hún lá helsjúk og lækirinn kom inn og spurði: Hvem- ig hefur þú það, Ólöf mín, þá svar- aði hún: Það er ekkert að mér en getið þið ekki gefið henni dóttur minni eitthvað við þessu kvefi? Hún var trygg og traust og er stórt skarð í fjölskyldu okkar en við eigum hann pabba okkar eftir. Öllum er okkur ætlað eitthvert hlutverk í lífinu og er hún mamma okkar búin að skila sínu og hefur gert það mjög vel og með miklum sóma. Blessuð sé minning hennar. Börn og tengdabörn. Vegir Guðs eru oft erfiðir yfir- ferðar, því í dag kveðjum við yndis- lega konu sem við hefðum öll kosið að hafa lengur hjá okkur. Margar góðar og lærdómsríkar stundir hef ég átt með tengdamóð- ur minni, lærdómsríkar segi ég vegna þess að vandaðri manneskju var vart hægt að finna. Hún hafði sérstaklega gaman af allri handa- vinnu og bera heimilin okkar þess merki, bæði með myndum á veggj- um og eins prjónuðum peysum sem enginn gerði betur en Olla. Hún barðist lengi við erfiðan sjúkdóm sem að lokum sigraði hana. „Margt af því sem reynslan kennir þér eru hlutir sem þú hefðir aldrei átt að læra.“ Þessi orð eiga best við um veikindi Ollu sem hún var svo dug- leg að reyna að vinna á. Ég kveð þig í dag með söknuði, þakka þér fyrir allar samverustund- irnar með von um að þú hafír feng- ið frið. Guðrún Jónsdóttir. í hjörtum okkar hefur nú mynd- ast stórt skarð sem aldrei verður fyllt. Þú sást svo sannarlega til þess að við færum aldrei á mis við besta gtjónagraut og pönnukökur í heimi. Hver veit nema þeir hæfi- leikar leynist í honum afa, þó erum við viss um að hann myndi gleyma að setja rúsínur í grautinn. Ó, elsku amma, þú þurftir að ganga í gegnum svo margt en allt- af varst þú sterk. Það er einmitt 1956 eftirlifandi eiginmanni sínum Marvin Guðmundi Hallmundssyni, f. 3. 10.1931 í Dýrafirði. Þeim varð þriggja barna auðið, sem eru: 1) Hallmundur Rúnar, f. 27.8.1957, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur og eiga þau þijú börn, Mar- íu, Auði Ósk og Steinunni. 2) Gyða María, gift Vil- mundi Tryggvasyni og eiga þau þijú börn, Guðrúnu Höllu, Ólöfu Maríu og Tryggva. 3) Eysteinn, kvæntur Guðrúnu Waage og eiga þau barn í vændum. Ey- steinn á eina dóttur, Kristinu Dögg, barnsmóðir Rebekka Gylfadóttir. Útför Ólafar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þessi styrkleiki sem hefur kennt okkur hvemig lífíð er, hvemig við þurfum að horfast í augu við það sem á vegi okkar verður. Elsku Olla amma, megir þú alltaf vísa okkur veginn heim. barnabörn. Látin er kær vinkona okkar, Ólöf Ámadóttir, eftir átta ára baráttu við illvígan sjúkdóm. Þessi fíngerða kona barðist hetjulega og gekk í gegnum tvo erfiða uppskurði en að lokum varð hún að láta undan þess- um vágesti. Hún hafði margt að lifa fyrir, góðan eiginmann, góð böm, tengdabörn og yndisleg barnabörn sem hún var stolt af. Við látum hugann reika 20 ár aftur í tímann. Þá voru tímamót í lifi okkar hjóna því fyrsta barnabam okkar var komið í heiminn. Dóttir okkar var einstæð móðir en við þurftum ekki lengi að hafa áhyggj- ur af því. Ungur piltur, Hallmund- ur, fór að heimsækja þær mæðgur nokkuð oft. Okkur leist strax vel á þennan unga mann en fómm að hugsa til fjölskyldu hans, hvemig hún tæki litla baminu okkar. Olla og Marvin tóku henni strax sem sínu eigin barnabami. Þau hafa verið henni Maríu svo góð og elsku- leg og er það þó vægt til orða tek- ið. Hún hefur líka endurgoldið þeim elskulegheitin. Þegar við heimsótt- um Marvin eftir lát Ollu þá sagði hann að allir væm svo góðir við sig en þó sérstaklega hún María. Við urðum svo glöð að finna að hún metur mikils hvað þau hafa verið henni góð. Við getum aldrei full- þakkað þessum góðu hjónum þeirra miklu vináttu frá fyrstu tíð. Hún Olla var stórbrotin kona. Hún bar mikla umhyggju fyrir fjöl- skyldu sinni, hvort sem það voru bömin, tengdabörnin, barnabömin, systkinin eða bömin þeirra. Allt þetta fólk átti skjól hjá Ollu og taldi hún ekki eftir sér að aðstoða og hýsa ættingjana að austan. Á liðnu ári var hún stoð og stytta systra sinna Guðnýjar og Stebbu en báðar gengust þær undir erfíðar læknis- meðferðir. Það var þeim ómetanleg- ur styrkur að hafa systur sína sem gat miðlað af sinni reynslu. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir Ollu að þurfa að sætta sig við að sjúk- dómurinn skyldi ekki sjá ástæðu til að ganga framhjá systrum hennar, sem vom henni svo kærar. Síðastliðin 18 ár hafa fjölskyldur okkar hist á jóladag á heimili Guð- rúnar og Hallmundar. Fyrstu árin var þetta fámennur hópur en í hon- um hefur fjölgað ört og em jólaboð- in nú orðin að hávaðasamri en gleði- legri stund. Þar verður þín sárt sakn- að, Olla mín, hlátur þinn þagnaður en minningin um glaða og góða konu yljar okkur öllum. Gyða mín, þú ert búin að standa þig eins og hetja, varst móður þinni styrkur síð- ustu dagana og fjölskyldunni allri. Það er gleði í sorginni að fjölskyldan þín gat öll komið heim til íslands og fylgir Ollu síðasta spölinn. Síð- ustu dagana, þó helsjúk væri, var hugur hennar allur við ferminguna hennar Auðar. Hún var að fylgjast með hvort undirbúningurinn væri ekki í fullum gangi og hvort Gyða væri búin að kaupa sálmabókina fyrir Auði. Þetta var svo líkt henni Ollu og er mér minnisstætt þegar hún fór til Svíþjóðar í fermingar- veislumar hjá Guðrúnu Höllu og Ollu Mæju. I bæði skiptin fór hún með kransaköku í handfarangri og komust kökumar heilar í höfn. Það er mikið lán að eignast gott tengdafólk og því láni hefur hún dóttir okkar átt að fagna. Bama- bömin voru henni Ollu svo kær og núna hafa þau verið stoð og stytta afa á þessari sorgarstund og það metur hann mikils. Elsku Marvin og fjölskyldur, ykkar missir er mik- ill en góðar minningar um góða konu munu sefa sárustu sorgina og hjálpa ykkur á erfíðum stundum. Elsku vinkona, hafðu þökk fyrir vináttu þína. Guð blessi minningu Ólafar Árnadóttur. Þorgerður og Jón Ólöf er látin á krabbameinsdeild Landspítalans. Tveim dögum fyrir andlát hennar heimsótti ég hana. Hún var með fullri meðvitund, glöð og brosmild þrátt fyrir erfíðan sjúk- dóm. Hún vissi að hveiju stefndi og fáraðist ekki um það. Hún var mér sammála um það að líf væri eftir þetta líf. Hún ræddi um vinnustað sinn Nesti í Fossvogi og lengi vel hafði hún borið þá ósk í bijósti sér að geta aftur farið að vinna. Hún hafði unnið á sama stað í hartnær 30 ár. Ég á í fórum mínum ræðu, sem ég hafði flutt fyrir 10 árum, en þá var hún heiðruð ásamt öðru starfs- fólki fyrir vel unnin störf í Nesti. Þá hafði ég mælt eftirfarandi orð: „Góð fyrirtæki byggjast á góðu starfsfólki. Gott starfsfólk er besta auglýsingin. Það kynnir fyrirtækið og sjálft sig um leið, því að öll erum við vegin og metin eftir þvi hvernig við komum öðrum fyrir sjónir. Stúlka, sem afgreiðir í gegn um lúgu, er eins og mynd í ramma. F’allegt bros kostar ekki neitt, en hefur afar mikla þýðingu fyrir þann sem kemur að lúgunni. Og ennfrem- ur, traustvekjandi og liðlegur bens- ínafgreiðslumaður veitir manni ör- yggi og tilfínningu fyrir því að allt sé í lagi með bílinn." En Ólöf var ekki bara fallegt bros heldur yndis- leg manneskja, sem geislaði af gleði og góðmennsku. Við ræddum um lífíð og tilveruna og vorum sam- mála um það að héðan færum við inn í ljósið. Ég bið algóðan Guð að leiða hana á nýjum slóðum. Ég er þakklát skaparanum að hafa látið mig kynnast henni. Eftirlifandi eiginmanni og fjöl- skyldu samhryggist ég innilega. Sorgin hefur sinn tíma og það er eðlilegt, en eftir eru góðar minning- ar, sem ekki verða frá manni teknar. Sonja Helgason. í nokkrum orðum langar okkur systkinin að minnast Ólafar Árna- dóttur, eða Ollu frænku, eins og hún var jafnan kölluð okkar á milli, en hún lést 26. febrúar sl. eftir langa og á tíðum erfíða baráttu við krabbameinið. Olla var móðursystir okkar og tengsl okkar við hana og fjölskyldu hennar voru bæði mikil og náin. Stafaði það ekki síst af því að móð- ir okkar og Olla voru ekki aðeins systur heldur voru þær einnig bestu vinkonur og afar samrýndar. Það hefur verið lærdómsríkt fyrir okkur að fylgjast með hvernig þær systur hafa stutt við bakið á hvor annarri í þeim veikindum sem þær hafa gengið í gegnum á siðasta ári. Við viljum færa Ollu frænku bestu þakkir fyrir allan þann ómetanlega stuðning sem hún veitti móður okk- ar sl. sumar og haust þegar hún gekk í gegnum erfiða aðgerð og meðferð að henni lokinni. Grunnurinn að góðu sambandi okkar við Ollu frænku og fjölskyldu hennar var lagður þegar við vorum ungbörn því þegar foreldrar okkar þurftu að bregða sér frá vorum við oftast í pössun hjá Ollu frænku og Marvin. Síðan þá höfum við átt ótal stundir saman með Ollu frænku og fjölskyldu hennar. Það hefur til dæmis verið fastur liður svo lengi sem elstu menn muna að fjölskyldur okkar hafa hist heima hjá foreldrum okkar á gamlárskvöld og síðan heima hjá Ollu frænku og Marvin á nýársdag. Það er margs að minnast þegar við rifjum upp samskipti okkar við Ollu frænku. Kemur þá ekki síst upp í hugann hversu mjög hún bar hag fjölskyldu sinnar fyrir bijósti og var afar stolt af manni sínum, bömum og barnabömum. Eins og gengur og gerist minnkuðu tengsl okkar við frændsystkini okkar eftir að við eltumst. Én þrátt fyrir það vissum við ætíð hvað þau voru að fást við, því Olla frænka tjáði okkur ávallt um hagi fjölskyldu sinnar. Gott dæmi um þetta var þegar við heimsóttum hana á sjúkrahúsið skömmu fyrir andlát hennar, en þá eyddi hún mestum hluta heimsókn- artímans í að segja okkur frá hvað þau Hallmundur, Gyða og Eysteinn væm að fást við þessa dagana. Ekki var laust við að hún hefði nokkrar áhyggjur af framgangi mála því bæði ferming og fjölgun í fjölskyldunni væri framundan og hún var upptekin af því hvernig hún best gæti komið bömum sínum til aðstoðar. Þetta var dæmigert fyrir Ollu frænku þó svo að innst inni vissi hún án efa hvert stefndi. En Olla frænka bar ekki aðeins hag fjölskyldu sinnar fyrir bijósti. j Síðastliðin 30 ár starfaði hún við afgreiðslustörf hjá Nesti í Fossvogi. Hún var stolt af vinnustað sínum og fáa höfum við heyrt tala eins vel um vinnustað sinn og vinnuveitendur *• og Olla frænka gerði. Oftast þegar við hittum Ollu frænku hafði hún frá einhveiju spaugilegu atviki frá vinnunni í Nesti að segja, sem annað hvort hafði átt sér stað í samskiptum hennar og kúnnana eða hennar og samstarfsmanna hennar. Það er okkur til efs að það hafi verið marg- ar vaktimar sem henni Ollu frænku leiddist í vinnunni. Elsku Marvin, Hallmundur, Gyða, Eysteinn, tengdaböm og barnabörn. Um leið og við kveðjum Ollu frænku sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Minningin um elskulega eigin- konu, móður, tengdamóður og ömmu sem hugsaði svo hlýtt til ^ ykkar og reyndist ykkur svo vel mun lifa. Guð blessi minningu Ollu frænku. Árni, Kristín og Markús. Vinátta! Hvað er svona merkilegt við hana? Jú, hún lætur sig engu skipta aldur, kyn eða nokkuð ann- að. Hún er alls staðar, bíður eftir okkur í margbreytilegum myndum. „Vinur minn. Þú væntir aldrei of mikils af mér. Þú fagnar þegar mér * gengur vel, en álasar mér ekki fyr- ir að mistakast. Þú veitir mér alla þá hjálp sem þú megnar en meira skiptir þó að þú ert til staðar." (W.J.S.) Sú sem við kveðjum hér í dag var góður vinur. Þegar við kynnt- umst var hún á sama aldri og ég er í dag. Það var gott að sækja hana heim, spjalla um allt og ekkert, hlæja og gráta, það gerðum við líka. Nú ert þú ekki lengur til staðar en eftir stendur minning um góða konu sem sárt verður saknað. Kæru vin- ir, Marvin, Eysteinn, Gyða og Hall- mundur. Góður vinur er gulls ígildi, ræktum vináttuna í hvaða mynd sem hún birtist okkur, smá eða stór.*- í guðs friði. Þorgerður Tryggvadóttir. + Árni Pétur Jó- hannsson fædd- ist í Reykjavík 27. ágúst 1960. Hann lést í Landspítalan- um 8. febrúar síð- astliðinn. Foreldr- ar hans eru Guð- björn Hansson og Emilía _ Kristjáns- dóttir. Árni átti tvo bræður, Krislján og Guðbjörn. Börn Árna eru Erla Ingibjörg, f. 2.2. 1983, og Hauk- ur, f. 13.7. 1984. Útför Árna fór fram frá Fossvogskapellu 21. febrúar. Mig langar að minnast félaga míns og vinar sem lést langt fyrir aldur fram. Við Ámi kynntumst ungir drengir, 10 ára að aldri. Ámi kom mér fyrir sjónir sem hress og fjörugur drengur frá fyrstu tíð. Þeg- ar maður lítur til baka finnst manni eins og sumir hlutir hafi gerst í gær þrátt fyrir að það séu liðnir rúmir tveir áratugir. Það verður mér alltaf minnisstætt þegar Ámi Pétur kom í heimsókn norður í Skagafjörð í viku dvöl þar sem ég var í sveit. Allir útreiðartúramir og kappreiðamar, allt er það ógleymanlegt. Hesturinn sem Ámi vildi alltaf fara á bak á var mjög viljugur og skæður hestur. Þrátt fyrir að hafa verið margneitað um hestinn þijóskaðist Ámi við og að lokum var gefið eft- ir. Þetta endaði þó með því að hann flaug af baki með miklum tilþrif- um. Við hlógum að þessu í mörg ár. Ámi var vinur vina sinna og stóð manni næst þegar neyðin var stærst. Ámi Pétur tók ekki annað til greina en að ég flytti inn til hans þegar ég var að leita mér að húsnæði og tóku þau Jói og Emma afskaplega vel á móti mér. Á þessum árum var félagahópurinn mjög stór og var mikill gestagangur niðrá Skeggjó eins og við kölluðum og var stundum hamagangur í öskjunni þegar allur hópurinn var til staðar. Á þessum tíma stunduðum við Ámi siglingar og var oft mikið hlegið og haft gam- an af þegar við sögðum sögur hvor af öðram að utan. Og Spánarferðim- ar sem við fóram. Um það leyti þegar Ámi og Hjör- dís Sigurðardóttir vora að ragla saman reitum fluttist ég út á land. Tveim áram síðar flutti ég í bæinn, þá vora Ámi og Dísa búin að kaupa sér fallegt húsnæði inni á Tungu- vegi. Ekki var að spyija að, Ami Pétur tók ekki í mál annað en ég yrði hjá þeim meðan ég leitaði að^ húsnæði, þetta lýsir Arna best. Ámi fór að læra til kokks og lærði á Hótel Sögu og síðar á Naustinu og undi hann sér vel í þvi. Ámi og Hjördís eignuðust eitt barn, Hauk. Ámi átti fyrir Erlu Ingibjörgu._ Ég get aldrei gleymt því þegar Árni Pétur tilkynnti mér að litli prinsinn væri kominn í heiminn, eins og hann sagði orðrétt: „Það er engin tilviljun að litli snáðinn fæddist á þínum afmælisdegi og er það ein- hverskonar afmælisgjöf til þín.“ Ekki eru nema þijú ár síðan áfall- ið kom, Ámi greindist með MS-sjúk- " dóm. Ekki hvarflaði það að nokkram manni að þessi sjúkdómur mundi heija svo þungt á hann. Er það eins- dæmi að slíkt geti gerst og varð þetta gífurlegt áfall fyrir alla sem stóðu Áma næst, að þessi hressi drengur skyldi hverfa langt fyrir ald- ur fram. Hans verður sárt saknað. ^ Filippus Þórhallsson. ARNIPETUR JÓHANNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.