Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 33 FRÉTTIR FJÖLMENNI var á fræðslufundi skógræktarfélaganna. Næsti fundur verður haldinn 18. mars þar sem Björn Jónsson, fyrrver- andi skólastjóri, fjallar um skógrækt í Skaftafellssýslum. Skógrækt styður ferðaþjónustu Fyrirlestur um merkingu í myndum FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Gunnari J. Árnasyni heimspekingi í Skólabæ, Suður- götu 26, í kvöld, miðvikudags- kvöldið 5. mars, kl. 20.30. Hann nefnir erindi sitt Merking í mynd- um. Gunnar er heimspekingur og kennir listheimspeki við Myndlista- og handíðaskóla íslands. í fyrir- lestrinum ræðir hann um samband- ið milli þess sem við sjáum í mynd- um og þeirrar merkingar sem við leggjum í þær. Fyrst verður skoðuð hefðbundin listfræðileg aðferð við túlkun mynda sem kennd er við Erwin Panofsky og hvaða ann- markar kunni að vera á þeirri að- ferð. Þeir annmarkar verða skýrari þegar þeir eru skoðaðir í ljósi þeirr- ar endurskoðunar sem hefur orðið á undanfömum áratugum á við- teknum hugmyndum um eðli mynda. I því sambandi verður eink- um rætt um hugmyndir bandaríska heimspekingsins Nelsons Good- mans og reynt að leita svara við því hvaða áhrif þær kunni að hafa á túlkun mynda í listfræði og gagn- rýni. Eftir framsögu Gunnars verða almennar umræður. Fundurinn er öllum opinn. Ráðstefna um viðhald og endurbætur VIÐHALD húsa og endurbætur er umfjöllunarefni ráðstefnu á vegum Verkfræðingafélags íslands og Tæknifræðingafélags íslands sem haldin verður á Grand Hótel í Reykjavík föstudaginn 7. mars. Verða þar flutt 18 erindi sem bæði eiga að höfða til fagmanna og húseigenda, segir meðal annars í frétt frá félögunum. Meðal erinda má nefna ástand húsa og viðhaldsþörf, fjármögnun viðhaldskostnaðar og lánamögu- leika, rætt verður um fjöleignar- húsalögin, val verktaka, húsafrið- un, þök, reynslu af steypuviðgerð- um. Þá verða flutt sjónarmið bygg- ingafulltrúa og arkitekts og rau- nasaga húseiganda sem Þráinn Bertelsson sér um. Einnig verður rætt um glugga og gluggaviðgerðir, lagnakerfi og raflagnir. Ráðstefnan stendur milli kl. 9 og 17 og er þátttökugjald kr. 8.000 og kr. 4.000 fyrir nema. Tilkynna skal þátttöku eigi síðar en 5. mars til skrifstofu VFÍ og TFÍ. ■ ROKKSVEITIN Sóma leikur fyrir dansi á veitingahúsinu Nelly’s Café frá kl. 22. Ókeypis aðgangur. ■ KRINGL UKRÁIN Á miðviku; dagskvöld leikur hljómsveitin í hvítum sokkum rólega og þægi- lega tónlist. ÁFORMAÐ er að byggja tvö hót- el á Héraði m.a. til að mæta áhuga ferðamanna sem í auknum mæli sækjast eftir að dveljast í Hallormsstaðaskógi. Þetta kom fram í máli Sigurðar Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóra, í erindi sem hann flutti nýlega á fræðslufundi skógræktarfélag- anna, en fundurinn var haldinn í samvinnu við Búnaðarbanka Islands. Sigurður sagði að vöxtur skóg- anna á Austurlandi hefði mikil áhrif á allt mannlif, ekki síst á ferðamannaþjónustuna. Lang- vinsælasti ferðamannastaðurinn á Héraði væri Hallormsstaða- skógur. Aukin skógrækt á lág- lendi hefði jákvæð áhrif á ferða- mannaþjónustu, ekki sist á er- lenda ferðamenn sem kæmu hingað til að ferðast um víddir og fjallasali hálendis og jökla, en leituðu þess á milli á láglendi í skjól og friðsæld skóganna. Gengið á milli umferðar- miðstöðva í MIÐVIKUDAGSKVÖLDGÖNGU Hafnargönguhópsins 5. mars verð- ur gengin leið sem gæti tengt sam- an helstu umferðarmiðstöðvar landsins fyrir ferðir á láði og legi og í lofti. Þá er ýmislegt í náttúru- fari, sögu og menningu að sjá og kynnast á þessari leið. Um þetta verður rætt á göngunni og um ýmsa möguleika sem þetta gefur. Lagt verður frá Hafnarhúsinu kl. 20. Áætlað er að ferðin taki einn og hálfan til tvo tíma. Allir eru velkomnir. ■ EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi framkvæmda- stjómar Kvenréttindafélags ís- lands: „Framkvæmdastjóm Kven- réttindafélags íslands fagnar dómi Hann sagði að islenskir ferða- menn sæktu einnig sífellt meira í skógana og tiltók sérstaklega mikla ásókn í sveppatínslu. Mikil skógrækt í Vallanesi Sigurður sýndi myndir frá jörðinni Vallanesi, en bændur þar hafa verið leiðandi í umræðu um lífrænan landbúnað á svæð- inu og reyndar út fyrir það. Þar hefur verið ræktað eitt umfangs- mesta net skjólbelta sem fyrir- finnst í landinu. Skýla beltin nærri 40 ha. lands þar sem stund- uð er lífræn ræktun. Einnig stunda bændúr umfangsmikla skógrækt á útjörðum. Þannig er skóg- og tijáræktin mikilvægur þáttur í uppbyggingu lífrænnar framleiðslu, að sögn Sigurðar. Á fundinum fluttu einnig er- indi Einar Már Guðmundsson rit- höfundur og Arnór Snorrason skógfræðingur. Hæstaréttar sem kveðinn var upp 20. febrúar sl. í málinu Guðrún Eiríksdóttir gegn íslenska ríkinu en þar sem ungri konu em reiknaðar skaðabætur á sama hátt og um karlmenn væri að ræða. í fyrri málum af svipuðum toga hefur við útreikning örorkutjóns verið miðað við 75% af tekjum iðnaðarmanna þegar stúlkur eiga í hlut í stað þess að miða við óskertar tekjur iðnaðar- manna, eins og gert hefur verið þegar drengir eiga í hlut. Sérstak- lega ber að fagna þeirri löngu tíma- bæm áherslu sem fram kemur í dómi Hæstaréttar að þótt útreikn- ingar sýni að meðaltekjur kvenna hafí almennt verið lægri en karla, geti það ekki ráðið úrslitum þegar til framtíðar er litið. Sú kynbundna mismunum sem birst hefur í fyrri dómum um svipuð efni hefur verið íslensku réttarkerfi til skammar og vonandi verður nýuppkveðinn dóm- ur Hæstaréttar fordæmir í öðmm málum af svipuðum toga í framtíð- inni. Háskóla- fyrirlestur í heimspeki MICHELE Marsoent, prófessor í heimspeki frá háskólanum Genúa, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands og Félags áhugamanna um heim- speki fimmtudaginn 6. mars kl. 20.30 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Richard Rorty’s Liberalism and its Dang- ers“. Richard Rorty öðlaðist heims- frægð fyrir gagntýni sína á vest- ræna heimspekihefð í bók sinni „Philosophy and the Mirror of Nat- ure“. í henni gagnrýndi hann ræki- lega hugmyndina um eitthvert óháð sjónarhom til að dæma um sann- leiksgildi skoðana. Michele Marsoent er hér á landi á vegum ERASMUS-áætlunarinnar sem gistikennari í heimspeki við heimspekiskor Háskóla íslands í marsmánuði. Hann kennir mál- stofunámskeið um verufræði og hugtakafræði. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá sam- gönguráðuneytinu: „Vegna ummæla Leifs Sveins- sonar í grein í Morgunblaðinu dags. 20. febrúar sl. vill ráðuneytið taka fram að Kjartan Helgason lagði sjálfur inn leyfí til reksturs ferða- skrifstofunnar ístravel ehf. hinn 12. ágúst 1996. í framhaldi af því hófst ráðuneyt- ið handa við að flytja heim þá far- þega sem enn voru erlendis á vegum ferðaskrifstofunnar. Trygging að upphæð kr. 6 millj- ónir er ráðuneytið hafði í vörslu sinni vegna umrædds ferðaskrif- stofureksturs dugði til að flytja umrædda farþega aftur til íslands." Fyrirlestur um sjálfsvíg’ NÝ Dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, stendur fyrir fyrir- lestri um sjálfsvíg í umsjón Sig- mundar Sigfússonar, geðlæknis við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 6. mars kl. 20 í Gerðubergi. Sigmundur ræðir m.a. um ný- lega könnun á tíðni og orsökum sjálfsvíga á íslandi svo og sorgina í kjölfar þeirra. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ■ HÓPUR frá iðjuþjálfun á geð- deild Landspítalans að Kleppi ætlar næsta sumar að fara í viku- ferð til Barcelona. í fjáröflunar- skyni ætla ferðalangar að halda markað í samkomusal Klepps- spítala í húsi iðjuþjálfa fímmtudag- inn 6. mars kl. 13-16. Einnig verð- ur opið föstudaginn 7. mars kl. 13-15 ef eitthvað verður eftir. Auk ýmissa góðra muna verða seldar veitingar á fimmtudaginn. Ungl alþýðu- bandalagsfólk Abyrgð leik- skólakennara meiri en bankasljóra VERÐANDI, samtök ungs alþýðu- bandalagsfólks og óháðra, stendur þessa dagana fyrir dreifingu á veggspjaldi þar sem mánaðarlaun leikskólakennara eru borin saman við mánaðarlaun bankastjóra. Á veggspjaldinu er síðan spurt hver gæti þess dýrmætasta í lífi þinu. í fréttatilkynningu frá Verðanda segir að í hvert sinn sem umræðan um mikinn launamun á íslandi fari fram heyrist raddir sem vísi á mikla ábyrgð bankastjóra. Það sé hins vegar skoðun ungs alþýðu- bandalagsfólks að ábyrgð þeirra sem annist börnin sé meiri. Þá segir í fréttatilkynningunni að það sé sjálfsögð krafa að þeir sem gegni ábyrgðarstöðum fái umbun í samræmi við ábyrgð. Happdrætti Flugbj örgunar- sveitarinnar í Reykjavík FLU GBJ ÖRGUN ARS VEITIN í Reykjavík hefur sent út til höfuð- borgarbúa hina árlegu happdrættis- miða sveitarinnar. Dregið verður 24. apríl nk. (sum- ardaginn fyrsta) og kostar hver miði 800 kr. Vinningar eru m.a. ferðavinningar með Úrval-Útsýn hf. til sólarlanda, tölvur, sjónvörp, hljómtækjasamstæður og videó frá Radíóbúðinni hf. Útgefnir miða eru 50.000. vinningar verða auglýstir í dagblöðum að drætti loknum. ■ FÓGETINN í Aðalstræti. Trúbadorinn Ingvar Valgeirsson leikur miðvikudagskvöld eins og aðra miðvikudaga. Mun hann hefja leikinn um tíuleytið. LEIÐRÉTT Nafni ofaukið í FRÁSÖGN af nýjum kvöldfrétta- tíma Stöðvar 2 sl. sunnudag var Eggert Skúlason fréttamaður sagð- ur heita Eggert Þór Skúlason. Milli- nafninu Þór var hér ofaukið og er Eggert beðinn velvirðingar á þess- um mistökum. Fyrirlestur Leianne A. Clements í dag í DAGBÓK Háskóla íslands sem birtist í gær var sagt frá fyrirlestri Leianne A. Clements á vegum við- skipta- og hagfræðideildar. Þar kom fram að fyrirlesturinn yrði á morgun, fímmtudag, en það er ekki rétt heldur er hann í dag í Odda kl. 16. RASAUGLV5INGAR ATVINNU- AUGLÝSINGAR HÚSIMÆOI ÓSKAST íbúð óskast til leigu „Au pair" í Ósló? Hæ, ég heiti Sara-Yvonne og er7 ára. Mig vantar pössun frá kl. 13-18 á meðan mamma er að vinna. Ef þú hefur áhuga, sendu þá bréf (með símanr.) til: S.K. Héðinsdóttur Ensjösvingen 6b, 0661, Ósló, Noregi. Leitum eftir 2ja-4ra herb. íbúð miðsvæðis í Reykjavík til leigu fyrir traustan aðila. Skilvísum greiðslum og góðri umgengni heitið. Upplýsingar veitir: í^n FASTEIGNA L fjlIMARKAÐURINN ehf ÓÐINSGðTU 4. SÍMAR 651-1540. 552-1700. FAX 562-0540 LISTMUNAUPPBDÐ Málverkauppboð Erum að taka á móti verkum fyrir næsta upp- boð. Leitum sérstaklega að myndum gömlu meistaranna. Vinsamlegast hafið samband sem fyrst. Aðalstræti 6, sími 552 4211. Opiðfrákl. 12-18 virka daga. BQRG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.