Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Alþtngi
ÞAÐ er vart á færi norðanheiða ráðherra að stöðva Haukdalsmerina enda löngu lands-
fræg fyrir að geta hlaupið jafnt í heilum sem hálfum skrokkum.
Fáar góðar bújarðir til
sölu - bú helst stækkuð
með kvótakaupum
Þegar bóndi bregður búi
þarf hann ekki endilega
að flytja af jörð sinni.
Hann getur selt kvóta,
leigt tún og sjálfur
horfið til annarra starfa
í næsta þéttbýli.
BÚJARÐIR ganga kaupum og
sölum og sem dæmi má
nefna að kringum 100 jarð-
ir eru á söluskrá Fasteignamið-
stöðvarinnar í Reykjavík. Hins veg-
ar er aðeins um tíund þeirra góðar
bújarðir. „Ég er með allt frá af-
skekktum eyðijörðum yfír í alvöru
bújarðir til dæmis á Suðurlandi,"
sagði Magnús Leópoldsson fast-
eignasali, sem sérhæft hefur sig í
sölu bújarða, í samtali við Morgun-
blaðið.
Magnús segir að yngri bændur
séu tilbúnir að kaupa góðar jarðir
þegar þeir eldri vilji bregða búi.
Hins vegar sé það orðið algengt að
bændur selji kvóta en búi á jörðun-
um áfram og stundi aðra vinnu,
sérstaklega ef þeir búa nálægt þétt-
býli.
Síðustu ár hafa bændur leitast
nokkuð við að stækka bú sín og
auka með því hagkvæmni, m.a. með
kaupum á framleiðslurétti og
stækkun jarðanna sem oft er þó
erfítt að koma við. Fremur lítið er
um að góðar bújarðir séu til sölu
en þær sem í boði eru séu oft of
stórar til að nágrannabóndi geti
yfírtekið alla jörðina. Að sögn
Ævarrs Hjartarsonar, ráðunautar
hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar,
er ekki mikil hreyfíng á bújörðum,
margir séu þó eitthvað að velta
fyrir sér að selja, kannski helst á
þeim jörðum þar sem uppbygging
hefur verið lítil. Er þá til í dæminu
að bóndi geti selt öðrum bónda
kvóta en jörðina til annarra aðila,
hestamanna eða annarra. Þá er allt-
af nokkuð um að bændur reyni að
leigja eða nýta tún eða húsakost á
nálægum bæjum. Heyskap er jafn-
vel hægt að stunda þótt fara þurfí
lengra en eina bæjarleið þar sem
stunda má verkun með rúllubagga-
tækni, jafnvel þótt ekki sé stöðugur
þurrkur.
Hátt kvótaverð
Mjólkurkvóti hefur talsvert geng-
ið kaupum og sölum að undanförnu
og hafa bændur aðallega farið þá
leiðina til að stækka rekstrareining-
ar sínar. Verð kvóta er nokkuð
hátt, um 150 krónur jafnvel allt að
165 kr. lítrinn. Sé eingöngu um
kúabú að ræða verður kvóti að vera
100-120 þúsund lítrar til að búið
geti framfleytt fjölskyldu en stór-
bændur vilja gjarnan auka við þann
kvóta til að auka tekjur sínar og
ná enn frekari hagkvæmni. Sé kvóti
keyptur á framangreindu verði líða
nokkur ár áður en hagkvæmni við-
bótarinnar skilar sér. Þeir sem helst
stunda kvótakaup eru skuldlausir
bændur en þeir sem byggðu upp
bú sín á verðbólguárunum eru oft
með miklar áhvílandi skuldir og
eiga erfitt með að auka við fjárfest-
ingu sína.
Bændur sem bregða búi hafa í
dag aðra möguleika á búsetu sinni
en fyrir áratug eða svo og kann
það að vera nokkur skýring á litlu
framboði af góðum bújörðum. Búi
þeir nálægt þéttbýli geta þeir iðu-
lega sótt þangað aðra vinnu en
búið áfram á jörð sinni. Hafi þeir
selt kvóta geta þeir leigt út túnið
eða stundað sjálfír heyskap og selt
og nokkuð er um að húsakostur sé
leigður út til dæmis fyrir tjaldvagna
og hjólhýsi. Þannig hafa bændur
ýmsa möguleika á nýtingu bújarðar
þótt ekki sé til hefðbundins búskap-
ar. Magnús Leópoldsson segir að
hér spili verðlag einnig inn í, oft
sé verð á góðum bújörðum í fullum
rekstri nokkuð hátt.
ísland aðili að SÞ í 50 ár
Hefur staðið
vörð um sjálf-
stæði smáríkja
Knútur Hallsson
FÉLAG Sameinuðu
þjóðanna á íslandi
hefur gefið út
bækling í tilefni af því,
að 19. nóvember sl. voru
liðin 50 ár frá því ísland
varð aðili að samtök-
unum. Var þess minnst
með veglegri hátíðar-
samkomu 30. október sl.
þar sem aðalræðumaður-
inn var Hans-Dietrich
Genscher, fyrrverandi
utanríkisráðherra Þýska-
lands. Núverandi for-
maður félagsins er Knút-
ur Hallsson.
Hvenær var Félag
Sameinuðu þjóðanna á
Island stofnað og hver
var tilgangur þess?
„Félagið var stofnað
8. maí 1948 eða rúmlega
hálfu öðru ári eftir að við
gerðumst aðilar að samtökunum
og eins og segir í lögum félags-
ins, þá er tilgangur þess meðal
annars „að vinna að því í sam-
vinnu við blöð, útvarp og skóla
að kynna Islendingum hugsjónir
og starfsemi hinna Sameinuðu
þjóða“.“
Hverjir hafa gegnt for-
mennsku í félaginu?
„Formenn félagsins hafa verið
sjö frá upphafi. Fyrsti formaður
þess var kjörinn Asgeir Ásgeirs-
son alþingismaður og síðar for-
seti ís'ands og síðan komu þeir
Ólafur Jóhannesson, fv. forsæt-
isráðherra, Ármann Snævarr
prófessor, Jóhannes Elíasson
bankastjóri, Gunnar G. Schram
prófessor og Baldvin Tryggva-
son sparisjóðsstjóri. Ég hef síðan
gegnt formennskunni frá 1984.
Félagið er aðili að Alþjóða-
sambandi félaga Sameinuðu
þjóðanna, WFUNA, sem er með
aðsetur í Genf, og hefur nána
samvinnu við félög SÞ á Norður-
Iöndum.“
Hvernig er starfsemin borin
uppi? Nýtur félagið einhvers
styrks frá hinu opinbera?
„Félagið fékk fyrst styrk á
fjárlögum 1978, 13.000 kr., og
frá 1979 til 1983 var árlegur
styrkur til þess 17.000 kr. 1984
var hins vegar allur stuðningur
við félagið felldur niður í sex ár
og var það ekki fyrr en 1990,
að það komst aftur á fjárlög
með nokkum styrk.“
Hvemig er háttað almennri
starfsemi félagsins?
„Starfsemin hefur verið mis-
mikil. Fjárstuðningur mótar
starfíð hveiju sinni
auk áhuga eða áhuga-
leysis á starfsemi
Sameinuðu þjóðanna.
Því miður hafa sam-
tökin oft átt undir
högg að sækja vegna erfiðra
mála á alþjóðavettvangi og þá
vilja oft gleymast þau grettistök,
sem þau hafa lyft á rúmlega
hálfrar aldar vegferð sinni.
Tómlæti ýmissa stjómvalda
og stjórnmálaflokka hefur
stundum komið mér á óvart og
það er umhugsunarefni enda tel
ég, að tilvist SÞ með öllum sínum
kostum og göllum sé einn helsti
grundvöllur þess, að smáríki eins
og ísland geti þrifist og verið
sjálfstætt í samfélagi þjóðanna.
í seinni tíð hefur þetta þó breyst
mjög til batnaðar.
►Knútur Hallsson varð stúd-
ent frá MR1944, cand. juris
frá Háskóla íslands 1950 og
lagði auk þess stund á nám í
hagsýslu og stjórnunarfræði
í Stokkhólmi 1952. Hann hóf
störf sem fulltrúi í fjármála-
ráðuneytinu 1950 og í
menntamálaráðuneytinu
1954. Deildarstjóri í mennta-
málaráðuneytinu var hann frá
1961 og skrifstofustjóri þess
frá 1971. Ráðuneytissljóri þar
var hann skipaður 6. júni 1983
og gegndi því starfi þar til
hann lét af störfum fyrir ald-
urs sakir 1. mars 1993. Auk
þess hefur Knútur gegnt
fjöldamörgum félags- og
trúnaðarstörfum.
Félagið hefur að jafnaði notið
stuðnings og velvildar utanríkis-
ráðuneytisins og leitast hefur
verið við að hafa gott samstarf
við starfsmenn þess, þ. á m.
fastanefndina í New York. Þá
hefur félaginu auðnast að opna
litla skrifstofu þar sem safnað
er saman og veittar upplýsingar
um starfsemi SÞ. Hefur verið
lögð áhersla á upplýsingastarf-
semi fyrir skóla og hafa kennar-
ar og nemendur leitað allmikið
til skrifstofunnar."
Svo vikið sé að afmælisbækl-
ingnum, frá hveiju segir í hon-
um?
„Þar eru ávörp frá Davíð
Oddssyni forsætisráðherrra og
Halldóri Ásgrímssyni utanríkis-
ráðherra og Bjöm
Bjamason mennta-
málaráðherra^ segir
frá þátttöku íslands í
starfí UNESCOS.
Bjöm Jónsson segir
frá dvöl sinni í Sómalíu á vegum
SÞ og rætt er við Gunnar Páls-
son, sendiherra hjá SÞ, um ís-
lensku fastanefndina og starf-
semi samtakanna. Benedikt
Gröndal fjallar um inngöngu ís-
lands í SÞ og viðtal er við Ingva
S. Ingvarsson, fyrram fastafull-
trúa hjá SÞ. Auk þess fjalla ég
um tvær nýjar, breskar bækur
um Sameinuðu þjóðirnar," sagði
Knútur Hallsson að lokum en
þess má geta, að bæklingurinn
liggur frammi hjá Eymundsson,
bókabúð Máls og menningar og
bóksölu stúdenta.
Áhersla á
þjónustu viö
skólana