Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Frá Petra Morgunblaðið/Jóhanna Kristjónsdóttir Vonbrigði í Jórdaníu vegna viðskiptatregðu við Israel JÓRDANIR væntu mikils af friðarsamningnum sem var gerður með pompi og prakt milli Israela og Jórdana og ekki síst vonuðu þeir að viðskipti land- anna mundu eflast, ferðamanna- straumur aukast og erlendir fjár- festar kæmu með langþráð fé til Jórdaníu. Reyndin hefur orðið önn- ur og nú segja kaupsýslumenn í Jórdaníu að fari svo fram sem horfi stefni í erfiða tíma. Ahmed Najjar, fjármálaráðgjafi í Amman, tekur svo djúpt í árinni að segja að vegna stefnu stjómar Netanyahus vilji engir koma í heimsókn, öllu hafí verið frestað, jafnvel samningum sem voru vel á veg komnir. Hann kveðst ekki vera sá eini sem staðhæfi þetta, jór- danskir kaupsýslumenn taki undir orð sín af miklum þunga og það sé augljóst að vestrænir fjárfestar ætli sér að bíða og sjá hveiju fram vindur. „Þegar og ef eitthvað fer að rofa til, gæti það verið orðið of seint," segir hann og er ekki bjartsýnn á framtíðina. Ferðamenn koma ekki Vonir Jórdana um að friðarferlið í Miðaustur- löndum mundi leiða til að eðlileg samskipti ------------------_p------------------------ kæmust á milli Israels og Jórdaníu hafa farið fyrir lítið frá því Netanyahu varð for- sætisráðherra Israels. Viðskiptasamningum hefur verið frestað eða aflýst, skrifar Jó- hanna Kristj ónsdóttir og óvissuástand hef- ur skapast á flestum sviðum. Eitt af því sem vonast var eftir var að ferðaþjónusta tæki kipp en þróunin hefur ekki orðið sú. Ferða- málaráðherra Jórdaníu, Saleh Irs- heidat, hefur ekki þótt ijúka til með yfirlýsingar en hann viður- kennir að slðustu sjö mánuðina hafi dregið úr komum ferðamanna til landsins og hann hljóti ______ að rekja það til stjóm- íRraí4|ar r#,isa málaástandsins. Engin * ,/ f, # merki séu þar um bata. wioskipta- Royal Jordanian, sem nindranir flugfélag landsins, „ísraelarnir koma í dagsferðir og fara til Petra, þeir hafa með sér eigið nesti og kaupa nær ekk- ert hér og það er mjög lítill hagnað- ur sem við fáum af slíkum ferð- um,“ segja hótelstjórar í Petru. Þeir segja að hótelnýting í Petru hafi farið niður í 12% síðustu mán- uði. Jórdanir höfðu vonast eftir aukningu í tekjum af ferðamönn- um, eða sem svarar einum millj- arði dollara (um 70 milljörðum króna) árið 1996 miðað við 700 milljón dollara árið (49 milljarða króna) á undan. En nú virðast þær vonir að engu orðnar og pantanir fyrir árið 1997 benda ekki til að úr rætist. Viðskiptin hafa valdið mestum vonbrigðum er fékk 10 þúsund afpantanir síðustu mánuði ársins 1996 að sögn tals- manns RJ, Majied Sabri. Hann segir að þær hafi verið um 4.000 frá ítölum, og 2.300 frá Þjóðveij- um. Einnig hafl íjöldi bandarískra farþega skroppið saman um að minnsta kosti 30% og þó sennilega meira þegar allt sé talið. ísraelskir ferðamenn til Jórdaníu hafa heldur ekki reynst sú búbót sem menn reiknuðu með. Kannski Jórdanir hafi þó reiknað með að við- skipti milli landanna ““ tveggja mundu skila mestum hagnaði og skjót- hvað ustum. En þar er allt í hinu mesta óstandi. Þrátt fyrir mörg og fögur orð hefur lítið orðið úr því. Fimm- tíu prósent skattar og há flutnings- gjöld hafa verið lögð á allar jór- danskar vörur sem eru seldar til ísraels og þar af leiðir að eftir- spurn hefur verið sáralítil. Jórdanir segja að það virðist vera stefna ríkisstjórnarinnar í Israel að gera þeim eins erfitt fyr- ir og hugsast geti. Mikil gremja er einnig með það fyrirkomulag sem ísraelar hafa tekið upp: Jórd- önum er gert skylt að afferma alla flutningabíla Jórdaníumegin landamæranna og síðan eru vör- umar settar á ísraelska vörubíla handan þeirra. Þetta valdi oft ólýsanlegum töf- um og stundum skemmdum á vamingi sem ekki sé gætt að fara vel með. Þá gramsi ísraelskir landamæraverðir ótæpilega í varn- ingnum, hann sé grandskoðaður með alls kyns vopnaleitartækjum og tilheyrandi digurbarkalátum. Stórir samningar, sem vora í burðarliðnum milli landanna þegar friðarsamningurinn var gerður sumarið 1994, hafa ekki komist í framkvæmd. Meðal þess _____________________ var verkefni milli Árab ______ Potash og Hafía efna- Draga ursam- verksmiðju þar sem SKiptUltl WIO Jórdanir hétu að leggja Israel til hráefni fyrir milljónir neinum 1994, þá vora jórdönsk fyrirtæki hvött til að hefja við- skipti og samninga við Israela. Vegna viðmóts þeirra nú síðan kosningamar voru síðastliðið vor hefur andrúmsloftið breyst svo við eigum í vök að veijast," sagði verk- smiðjueigandi einn sem ekki vildi láta nafns getið. Þegar ísraelskt sendiráð var loks opnað í Amman í desember og efnt til móttöku komu aðeins átta jórdanskir kaup- sýslumenn til móttökunnar. Þó eru sumir bjartsýnni en aðr- ir, t.a.m. Omar Salah sem rekur fataverksmiðju í A1 Hassan í norðurhluta Jórdaníu. Hann segist hafa náð góðum samningum við ísraelana og öll samskipti hafi verið til fyrirmyndar. Hann merki að vísu nokkrar breytingar síðustu mánuði en hann hafi valið þá leið að leiða það hjá sér. Hann hefur ráðið 300 jórdanskar konur í vinnu og segist vart anna eftirspurn. Hann er meira að segja bjartsýnn á að næsti markaður sinn sé í Evrópu og að honum takist að fá Evrópumenn til að leggja fé í fyr- irtækið svo hann geti fært út kvíarnar. Á hinn bóginn er hann einn fárra sem hefur komið fram með bjartsýnisorð eins og þessi. og í sameiningu átti að reisa verk- smiðju í Negev-eyðimörkinni. Þessu hefur verið frestað um óá- kveðinn tíma eins og mörgu öðra. Almennt virðast jórdanskir kaupsýslumenn líta svo á að ástandið sé að verða mjög erfitt pg þeir sem vilji eiga viðskipti við ísrael verði að láta það fara leynt því ella séu þeir vændir um land- ráð. „Slíkt hefði ekki hvarflað að Arabaríkin hafa dregið sig í hlé gagnvart fsrael Það er alkunna að eftir að friðarferlið fór af stað fyrir al- _______ vöru í þessum heims hluta, létu allmörg Arabaríki líklega. Þau viðurkenndu að vísu ekki ísrael en tóku upp ’ óopinberar viðræður opnaðar voru skrifstofur og skipst var á heimsóknum. Meðal þessara ríkja voru Túnis, Óman og Qatar. Eftir því sem ástandið versnar eða í besta falli hjakkar í sama farinu hafa þessi ríki einnig dregið úr samskiptum við ísraela, pakkað saman og farið og hætt öllum við- ræðum um að senn gæti dregið til þeirra tíðinda að þau viðurkenndu Israel. Kosningar í Hessen Stóru flokkarn- ir vinna óvænt á Frankfurt. Reuter. KOSNINGAR til sveitarstjórna í þýzka sambandslandinu Hessen fóra fram á sunnudag. Báðir stóru stjórnmálaflokkamir, kristilegir demókratar, CDU, og jafnaðar- menn, SPD, unnu óvænt á. Helmut Kohl kanzlari og formaður CDU sagði í gær að úrslit kosninganna væra flokknum óvænt örvun á erf- iðum tíma fyrir ríkisstjórnina. Úrslitin vora á þá leið, að hvort tveggja CDU og SPD, sem er í stjórnarandstöðu, juku við fylgi sitt lítillega, á meðan smáflokkar töp- uðu. CDU fór úr 32 prósentustigum í síðustu kosningum í 33,3% nú, og SPD bætti stöðu sína um 1,1%, fór úr 36,4% í 37,5%. Græningjar, sem á undanförnum árum hafa verið í mikilli sókn í Hessen, héldu sínum hlut, og fengu um 11 af hundraði atkvæða. Fylgi fijálsra demókrata, flokks Klaus Kinkels utanríkisráð- herra, féll úr 5,1% í 4,0%. Fylgi róttækra hægrimanna í Repúblik- anaflokknum minnkaði úr 8,3% í 6,2%. Kristilegum demókrötum var það sérstakt fagnaðarefni, að þeir juku fylgi sitt mest í Frankfurt, og eru nú með 36,3% stærsti flokkur- inn I borginni, sem annars hefur löngum verið vígi jafnaðarmanna. Úrslita kosninganna hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu vegna þess annars vegar, að mikil spenna er nú ríkjandi í forystusveit- um stjórnmálaflokkanna, bæði milli samstarfsflokkanna í ríkisstjórninni og stjórnarandstöðunnar, en þó ekki sízt innan flokks kanzlarans sjálfs, m.a. vegna óvissu um hvort hann hyggist draga sig í hlé eða hvort hann muni gefa kost á sér á ný í kosningum til Sambandsþings- ins haustið 1998. Önnur ástæða er sú, að fram að kosningum sem fram eiga að fara í Hamborg í haust vora kosningarnar nú um helgina eina haldgóða vísbending ársins um stemmninguna meðal kjósenda í garð stóra flokkanna. „Góður áfangasigur" „Þetta var góður áfangasigur á leiðinni að sambandsþingkosning- unum á næsta ári,“ sagði Peter Hintze, framkvæmdastjóri CDU, á blaðamannafundi í Bonn í gær. „Niðurstöðurnar sýna að almenn- ingur stendur á bak við umbóta- áætlanir Helmuts Kohls,“ sagði Hintze. Harðar deilur hafa staðið um áætlanir ríkisstjórnarinnar um endurbætur á skatta- og lífeyris- kerfi landsins, og í skoðanakönnun- um hefur CDU vegnað illa að und- anförnu. -----♦ ♦ ♦---- Fitubrennslu- gen fundið París. Reuter. HÓPUR franskra og bandarískra vísindamanna hefur uppgötvað gen sem stjórnar fitubruna í líkamanum og eykur það vonir um að hægt verði að meðhöndla þá sem þjást af offitu og hugsanlega sykursýki. Skýrt er frá niðurstöðunum í við- urkenndu tímariti um erfðafræði, Nature Genetics. Genið gengur undir heitinu UCP2 og framleiðir kjarnsýra sem veldur fitubrana. Daniel Ricquier, leiðtogi vísinda- mannanna, sagði að áður en upp- götvunin gæti nýst almenningi yrði að framleiða sameind sem örvað gæti starfsemi UCP2-gensins og myndi líklega taka a.m.k. fimm til sex ár að þróa hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.