Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Reglugerð settum álagningu spilliefna- gjalds GUÐMUNDUR Bjamason um- hverfisráðherra hefur sett reglu- gerð um álagningu spilliefna- gjalds, sem kveður á um að gjald skuli lagt á alla blýsýrurafgeyma til að standa straum af kostnaði við móttöku og förgun þeirra. Rafgeymar em þar með fyrsti vöruflokkurinn sem spilliefnagjald er lagt á skv. lögum sem sam- þykkt vom á Alþingi í fyrra en til stendur að leggja gjald á ýmsa aðra vöruflokka í áföngum á næstu misserum skv. tillögum spilliefnanefndar. Reglugerðin hefur þegar tekið gildi og mun álagning hefjast 15. mars nk. Spilliefnagjald á rafgeyma er 26 kr. fyrir hvert kg geymis með sýru og 36,4 kr. á kg geymis án sýra. Gjaldið skal greiða af inn- fluttum vörum við tollafgreiðslu en innlendum framleiðendum vara sem geta orðið að spilliefnum ber að standa skil á gjaldinu til spilliefnanefndar. Nefndin gefur út gjaldskrá og greiðir samkvæmt henni gegn framvísun eyðingar- og útflutningsvottorða, hverri þeirri móttökustöð sem hefur starfsleyfi til móttöku spilliefna. Til spilliefna teljast hvers kyns úrgangur sem talinn er hafa skað- leg eða óæskileg áhrif á umhverfi og jafnvel heilsu fólks. Margs kyns olíuvörur, málning, lífræn leysiefni, rafhlöður, ljósmynda- vörur og ýmsar aðrar efnavörur geta orðið að spilliefnum. Mark- mið laganna um spilliefnagjald var að skapa hagræn skilyrði fyr- ir söfnun og viðunandi eyðingu eða endurnýtingu þessara efna, segir í frétt frá umhverfisráðu- neytinu. 'Sími 555-1500 Höfum kaupanda að 200-250 fm einbhúsi á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Engin skipti. Sumarbústaður Til sölu góður ca 50 fm sumarbústaður f landi Jarðlangsstaða í Borgarfirði. Eignarland hálfur hektari. Verð: Tilboð. Kópavogur Foldasmári Glæsilegt ca 140 fm nýlegt raðhús á einni hæð. Áhv. ca 5,5 millj. Verð 12,9 millj. Garðabær Stórás Gott ca 200 fm einbhús auk 30 fm bílsk. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv. Skipti möguleg á 3ja herb. íb. Reykjavík Skipholt Góð ósamþ. einstaklíb. ca 48 fm i fjölb. Verð 2,7 millj. Hafnarfjörður Gunnarssund Til sölu er góð 3ja herb. íb. á jarðh. Breiðvangur Mjög góð 5 herb. ca 112 fm íb. á 2. hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj. Álfaskeið Einbýlishús á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið endurn. Ath. skipti á lítilli ib. Reykjavíkurvegur Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Litið áhv. Verð 4,3 millj. Vantar eignir á skrá Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunniaugsson, hdl. ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? Epoxí-flugnr það nýjasta í fluguhnýtingum ÞAÐ nýjasta í fluguhnýtingum er það sem kallað er „epoxí-flugur“, en slíkar flugur eiga vaxandi vin- sældum að fagna beggja vegna Atlantsála, einkum í Bandaríkjun- um, Kanada og á Bretlandseyjum. Þær eru nú að ryðja sér til rúms hér á landi í fluguþvingu Jóns Inga Ágústssonar, sem er meðal fremstu hnýtara landsins. Nafngift flugnanna tengist epoxílökkum sem notuð eru til að gefa flugunum nýjan tón, glampa, styrk og áferð. Notkun þessara lakka gefur einnig stóraukið svig- rúm til notkunar ýmiss konar gerviefna í fluguhnýtingum þannig að menn eru ekki eins bundnir notkun fjaðra og hárs og verið hefur. „Það eru sérstaklega púpur sem koma vel út hnýttar með þess- um hætti, það er nánast hægt að hanna skordýrin á önglinum, en sannast sagna virkar þetta á allt frá púpum til stórra túpu- og straumflugna. Eins og gefur að skilja eru þurrflugur þó eftir sem áður hnýttar á gamla mátann,“ segir Jón Ingi. Epoxí-flugur sökkva betur, en hnýtarar geta ráðið þyngdinni og notkun flugnanna gerir kleift að nota léttari búnað við aðstæður sem útheimta að fluga sökkvi vel í mikið dýpi eða mjög kalt vatn á vori eða hausti. Ending þeirra er einnig betri en reikna má með ef hefðbundnar flugur væru notaðar. „Bandaríkjamenn kalla þessar flugur „bomb proof“, eða sprengjuheldar!" segir Jón Ingi. Námskeið í hnýtingum Jón Ingi er að fara af stað með námskeið í hnýtingum epoxí- flugna í húsakynnum í Bolholti 6. „Ég er búinn að hanna og þróa nýjar tegundir af epoxí-flugum bæði eftir innlendum og erlendum fyrirmyndum og þetta er skemmti- legt efni að vinna með. Gefur mikla möguleika," bætir Jón Ingi við. Hann lét þess getið að það hent- aði sérstaklega vel að hnýta púpur með þessari nýju tækni. Við endum þessar línur með uppskrift Jóns að hvítri Corixu, sem er eftirlíking af smádýri sem heitir bringusvaml- ari. Corixan er afar góð silunga- fluga, sem er enn betri sem epoxí- fluga, ekki síst fýrir það að auð- veldara er að hnýta hana í smærri númerum en áður. Allt að 22. Jón segir fluguna magnaða, sérstaklega í bleikjuveiði, t.d. í Brúará. Menn lendi iðulega í botn- lausum tökum, en verði að búa sig undir að missa talsvert vegna öngulsmæðar og eins vegna þess að notast verður við afar granna tauma þegar svo smáar flugur eru notaðar. En hér kemur epoxí-cor- ixa úr smiðju Jóns Inga: Öngull: 18-22. Þráður: Brúnn 8/0. Fálmarar: Gúmmiteygja. Búkur: Hvítt floss. Bak: Brúnt raffa. Loks er lakkað með epoxí yfir brúna hluta púpunnar. Corixur, stærð nr 22. Rækjan, Hawthorn fly, Candy Eal og útfærsla af skötuormi í epoxí-útfærslum. Reglur um sprenging’ar voru þverbrotnar Bannað er að nota kjama og skylt er að byrgja sprengisvæði í námunda víð mann- virki o g umferð. Hvomgt var gert þegar Völur hf. sprengdi klöpp í Klettagörðum sl. föstudag. VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Völur hf. þverbraut reglur við sprengingu í Klettagörðum síðastliðinn föstu- dag. Fyrirtækið notaðist við kjarna- sprengiefni, sem bannað er að nota þar sem mannvirki eða umferð er innan 300 metra fjarlægðar frá sprengisvæði og þá var heldur ekki farið að reglum um byrgingu. Gijót þeyttist í mörg hundruð metra fjar- lægð frá sprengisvæðinu og olli miklu tjóni á bílum og húsum. Sjóvá-Almennar er tryggingafélag Valar. Guðmundur Jónsson, yfir- maður tjónadeildar, segir að al- mennt gildi það að tryggingatakar beri sjálfir ábyrgð á tjóni sem þeir valda ef rekja megi það til vítaverðs gáleysis. Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík er að hefja rannsókn á málinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er fastlega búist við því að málið verði sent ríkissaksóknara til ákvörðunar að rannsókn lokinni. Á þriðja tug bíla skemmdust í grjót- fluginu og einnig urðu skemmdir á húsum. Grafist fyrir um orsakir Guðmundur Jónsson, yfírmaður tjónadeildar Sjóvár-Almenna, sagði að ekki væri búið að meta að fullu það tjón sem orðið hefði í sprenging- unni sl. föstudag. Hann segir að al- mennt séu verktakafyrirtæki með fijálsa tryggingu og þess vegna spuming hvort tryggingafélagið komi yfir höfuð eitthvað að þessu máli. „í skilmálum allra trygginga er tekið fram að sé vítavert gáleysi orsök tjóns beri tryggingatakar það í flestum tilfellum sjálfir. Þetta gild- ir í öllum almennum tryggingaskil- málum,“ segir Guðmundur. Skoðunarmenn frá tryggingafé- laginu skoðuðu tjónið á föstudag en engar upplýsingar liggja fyrir um tjónamat. Eyjólfur Sæmundsson, forstöðu- maður Vinnueftirlits ríkisins, segir rannsókn málsins enn vera í fullum gangi. „Við erum að grafast fyrir um orsakir slyssins og hvernig stað- ið var að sprengingum þarna. Það verður hreinsað mjög vel frá sprengi- svæðinu og við ætlum að skoða hvernig bergið lítur út en það skipt- ir máli til þess að fyrirbyggja frek- ari slys af þessu tagi,“ sagði Eyjólf- ur. Hann sagði að þarna hefðu verið brotin mjög skýr og óumdeilanleg ákvæði í reglugerð um sprengingar. „Það er alltaf skylt að hafa mottur eða annað viðlíka efni til þess að hindra gijótflug frá sprengistað, hvar svo sem sprengt er. Það er heimild að víkja frá því á víðavangi þegar sprengistjóri dæmir að það sé engin hætta á því að gijótflug geti valdið tjóni," sagði Eyjólfur. Notkun kjarna bönnuð Eyjólfur sagði að töluverður fjöldi af slíkum óhöppum hefði orðið á undanförnum árum. Vinniíeftirlitið hefði talið að menn virtu betur reglur um þessi mál og hefði sprengingin síðastliðinn föstudag komið starfs- mönnum eftirlitsins í opna skjöldu. „Það er nýbúið að senda verktök- um dreifibréf og nýja regiugerð sem dómsmálaráðuneytið samdi um þessi mál. Hún tók gildi í fyrra. Hún kveð- ur á um margvíslega hluti sem ekki var nákvæmlega kveðið á um áður, þ.á m. skyldu til þess að byrgja klöpp sem sprengd er,“ sagði Eyjólfur. Árið 1991 varð svipað óhöpp þeg- ar sprengd var klöpp í námunda við leikskóla í Grafarvogi. Þá rigndi gijóti yfir leiksvæði leikskólans og víðar. Eyjóifur segir málin skyld að nokkru leyti. Þar hafí sprengisvæðið verið byrgt en í báðum tilvikum var notast við kjarna. Samkvæmt tilkynningu frá 1991 er bannað að nota kjarna sem sprengiefni ef atvinnustarfsemi, umferð eða svæði þar sem fólk dvelst eða fer um, er nær sprengisvæði en 300 metrar. í Klettagörðum var notaður kjarni í þremur holum. Ey- jólfur segir að í flestöllum óhöppum sem hafi orðið hafi verið notast við kjarna. „Kjarni er ódýrt sprengiefni sem gert er úr áburði og olíu. Hann get- ur verið ágætur við margar kring- umstæður sem sprengiefni, sérstak- lega ef rétt er staðið að blöndun- inni. Hann hefur hins vegar þann galla að hann springur hægar en dínamít. Sundrunarhraði efna- hvarfsins í kjarna er um 1.100 metr- ar á sekúndu en í dínamíti er sundr- unarhraðinn um 5-6 þúsund metrar á sekúndu. Þegar kjarni er settur í holu í mjög föstu bergi eru meiri líkur á því að bergið standi á móti þrýstingnum þegar sprengiefnið sundrast. Þetta er hægasta sprengi- efnið á markaðnum. Sprengistjóri Valar segir að þarna hafi verið mun harðara berg en þar sem þeir sprengdu áður. Botninn á holunum myndar það þétt aðhald að sprengiefninu að sprengingin beinist öll upp _og þeytir gijóti ská- hallt í loft upp. í slíkum sprengingum þeytast mottur allt að 50 metra upp í loftið. Þarna er því ekki víst að mottur hefðu dugað,“ sagði Eyjólfur. Mikill glannaskapur Eyjólfur segir að það sé alfarið í hendi sýslumanns í viðkomandi sveitarfélagi hvort verktakinn verði sviptur sprengileyfi í kjölfar slíks máls. „En við sendum öll svona mál til viðkomandi sýslumanns og biðjum hann um að taka afstöðu til svipting- ar. Við drögum okkar ályktanir af okkar rannsóknum og tæknilegar niðurstöður hvað varðar brot á regl- um sendum við til lögreglustjóra," sagði Eyjólfur. Hann segir að starfsmenn Valar hafí sýnt mikinn glannaskap með því að standa á klettabrún þar sem sprengt var, eins og sjónarvottar fullyrtu í samtali við Morgunblaðið á föstudag. Gijót fari í keilu upp á við og dreifist þannig um stórt svæði. Sá sem stendur mjög nærri sleppur því líklega við grjótflug en hins veg- ar megi alltaf eiga von á því að stak- ur steinn skjótist á ská aðra leið. „Það hefur verið viðloðandi dálítill glannaskapur í kringum sprengingar. Mönnum þykir eitthvað gaman að standa í þessu en glannaskapur má ekki eiga sér stað undir nokkrum kringumstæðum," sagði Eyjólfur. y I s - s I I l í i i ( í i I í i í i r I I i i 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.