Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ VIÐSKIPTI FRÁ Höfn í Hornafirði. lOOáraaf- mælishátíð á Höfn allt árið Á ÞESSU ári eru liðin 100 ár frá því að byggð hófst á Höfn í Homafirði. Af því tilefni verður margt gert til skemmtunar og fróðleiks og mun dagskráin standa allt árið. Meðal helstu viðburða í sumar skal fyrst nefna yfirlitssýningu á verkum Svavars Guðnasonar listmálara sem er einhver þekktasti listamaður Homafjarðar fyrr og síðar. Sýningin er haldin af Sýslusafni Austur- Skaftafellssýslu í samvinnu við Lista- safn Íslands. íþróttahúsi staðarins verður breytt í sýningarsal enda verð- ur sýningin ein af þeim stærri sem haldin hefur verið hér á landi á verk- um Svavars, og þama má sjá fjöl- mörg verk sem ekki hafa verið til sýnis hérlendis áður. Má þar m.a. nefna listaverkagjöf dönsku Dahlman hjónanna að ógleymdri nýlegri gjöf Astu Eiríksdóttur, ekkju Svavars, en hún gaf Homafjarðarbæ á dögunum flölda teikninga eftir Svavar ásamt Qómm olíumálverkum. Em verkin nú í innrömmun. í dagskrá mars og apríl kennir margra grasa en hæst ber djasstón- leika 6. mars með Djassbandi Homa- Qarðar ásamt Magnúsi Eiríkssyni, Pálma Gunnarssyni og Grétari Orv- arssyni, fmmsýningu Leikfélags Homaíjarðar, Gjugghelgi elskenda á Homafirði, hátíðarfund bæjarstjómar Hornafjarðar, útgáfuhátíð vegna af- mælisdisksins Kæra Höfn, þar sem landskunnir tónlistarmenn og söngv- arar flytja homfírsk lög o.fl. Enn meira stendur til í sumar og verður hápunktur hátíðarhaldanna fyrstu helgina í júlí. Þá verður haldin hin árlega Humarhátíð sem notið hefur mikilla vinsælda undanfarin ár. Forsetahjónin koma í heimsókn, vina- bæjarmót norræns vinabæjar Homa- fjarðar verður haldið, listafólk og skemmtikraftar mæta á staðinn o.s.frv. Þessi dagskrá verður vel kynnt í sérstöku dagskrárblaði sem gefið verður út fyrir sumarið. Þann 1. júní verður Pakkhúsið opn- að með pompi og pragt en þar verður til húsa nýtt Sjóminjasafn Sýslusafns- ins á jarðhæð, en á efri hæð verður notaleg kaffistofa og sýningarsalur. Pakkhús þetta var byggt árið 1930 og hefur verið í endurgerð undanfarin ár. Húsið er í hjarta bæjarins við höfnina og þar em áætlaðar ýmsar uppákomur í framtíðinni. Jafnframt þessu er áætlað að hefja uppgröft á foma bæjarstæðinu í Hólmi sem fannst í sumar í mynni Laxárdals. Áætlað er að grafa upp skálann í júní og kanna til hlítar kumlið sem bærinn fannst út frá. Kona á Kútmaga- kvöld í fyrsta skipti ísafirði - Árlegt kútmagakvöld Li- onsklúbbs ísafjarðar var haldið í fé- lagsheimilinu í Hnífsda! á laugar- dagskvöld. í nær tuttugu ár hefur aðgangur að samkomu þessari ein- ungis verið heimilaður karlmönnum. Breyting varð á hefð þessari á laug- ardag er Þórunn Gestsdóttir, aðstoð- armaður bæjarstjóra ísafjarðarbæj- ar, mætti til skemmtunarinnar og var ekki vísað frá eins og Bryndísi Schram um árið. Auk Þórunnar mættu um áttatíu karlmenn á skemmtunina og nutu þeir hinna ýmsu sjávarrétta þ.á m. hinna hefðbundnu kútmaga. Sama kvöld og kútmagakvöldið fór fram í Hnífsdal bauðst gestum Sjallans á ísafirði að sjá nektardansmeyjar frá Óðali Erotic Club í Reykjavík og komu þær við í Hnífsdal til að sýna karlmönnunum hvað þær ættu í vændum kæmu þeir í veitingahúsið Sjallann. „Þetta var forvitnilegt og skemmtilegt kvöld og eiginlega alveg eins og ég átti von ár. Þar sem þetta var í fyrsta skipti sem ég sæki slíka skemmtun hef ég ekki samanburð og mér fannst karlamir ekki fara fram úr hófi. Þeir voru nú það elsku- legir að standa upp og syngja ,;Fóst- urlandsins Freyja" fyrir mig. Eg ef- ast um að ég eigi eftir að upplifa slíka stemmingu aftur að vera eina konan í hópi hátt í hundrað herra- manna. Mér leið mjög vel,“ sagði Þómnn Gestsdóttir. Stórt snjóflóð úr Fossahlíð ísafirði - Um þijú hundrað metra breitt snjóflóð féll úr svonefndri Fossahlíð í Skötufírði í ísafjarðar- djúpi aðfaranótt þriðjudags og lokaði þjóðveginum á milli Isafjarðar og Reykjavíkur. Snjómoksturstæki hóf að ryðja snjónum úr flóðinu eftir hádegi í gær og var áætlað að vegur- inn yrði orðinn fær að nýju síðdegis. Um leið og tekist hafði að opna veginn var leiðin til Reykjavíkur orð- in fær en þæfmgsfærð var á Stein- grímsfjarðarheiði í gær. Tvö snjóflóð féllu einnig á veginn á Óshlíð sömu nótt og var hann raddur í gærmorg- un. í gær var einnig hafíst handa við að ryðja Hrafnseyrarheiði en að öllu jöfnu er hún ekki mokuð á þess- um árstíma. Heiðin var rudd fyrir Orkubú Vestfjarða en starfsmenn hennar þurftu að koma spenni að Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Hagnaður Visa vex um tæpan fjórðung HAGNAÐUR af reglulegri starf- semi Visa-ísland nam 86,7 milljón- um króna á síðasta ári. Hagnaður- inn óx um 16,4 milljónir króna eða 23,32% frá árinu áður þegar hann nam 70,3 milljónum króna. Eigið fé í árslok nam 874,2 milljónum króna. Á aðalfundi Visa sem haldinn var á föstudaginn var kom fram í máli Jóhanns Ágústssonar, for- manns stjórnarinnar, að árið 1996 hefði reynst fyrirtækinu hagstætt á alla lund og mikil gróska verið í starfsemi þess. Kortavelta Visa nam 93 millj- örðum króna á síðasta ári. Þar af voru viðskipti með kreditkortum 55,5 milljarðar króna og jukust um 12% og viðskipti með debet- kortum 38 milljarðar króna og jukust um 55%. Innanlandsvelta kreditkorta var 47 milljarðar króna og veltan erlendis 8 milljarð- ar króna. Innanlands jukust boð- greiðslur mest eða um 18% og námu alls 6,6 milljörðum króna. Raðgreiðslur námu 3,8 milljörðum og jukust um 12%. Þá jókst úttekt reiðufjár í hraðbönkum hér innan- lands mjög mikið og úttket er- lendra ferðamanna nam 2,1 millj- arði króna og jókst um 25,6% frá fyrra ári. Visakort á 85% heimila í frétt frá Visa kemur fram að Visakort eru nú á 85% allra heim- ila í landinu og 75% landsmanna á aldrinum 18-67 ára eru með slík kort. í árslok voru útgefin árskort 227 þúsund, en þar af voru kredit- kort 107 þúsund og fjölgaði um 6 þúsund milli ára og debetkort 120 þúsund og fjölgaði um 19 þúsund milli ára. Þá hefur sérkortum Visa, þ.e. gull- og farkortum fjölgað um helming á tveimur árum. Stjórn Visa var endurkjörin en hana skipa eftirtaldir: Jóhann Ágústsson, aðstoðarbankastjóri Landsbanka íslands, formaður, Sólon R. Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbanka íslands, varafor- maður, Sigurður Hafstein, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða, ritari, og Björn Björns- son, bankastjóri íslandsbanka hf., meðstjórnandi. Hinir þrír fyrstt- öldu hafa verið í stjórn félagsins frá upphafí árið 1983 og fram- kvæmdastjóri frá sama tíma hefur verið Einar S. Einarsson. Morgunblaðið/Ámi Sæberg FLUGFLUTNINGAR efndu til móttöku í síðustu viku í tilefni af opnun hinnar nýju skrifstofu og vöruaf- greiðslu. Á myndinni eru f.v. þeir Úlfur Sigurmundsson, Þórarinn Kjartansson, Einar Ólafsson, Elías Skúli Skúlason, Pierre Wesner og Lucien Huesmann. FLUGFLUTNINGAR ehf., um- boðsaðili Cargolux á íslandi, opnaði formlega í síðustu viku nýja skrifstofu og vöruaf- greiðslu á Héðinsgötu 1-3 í Reykjavík. Hið nýja húsnæði er á svæði Tollvörugeymslunnar eins og hið eldra, en er mun rýmra og hentugra. Samtals hefur fyrirtækið til umráða um 400 fermetra á þess- um stað. Starfsmenn eru fimm talsins á skrifstofunni, en einnig starfar fólk á vegum félagsins á Keflavíkurflugvelli. Þórarinn Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Flugflutninga ehf. segir fyrirtækið ennfremur hafa verið að huga að byggingu Nýtt hús- næði Cargolux vörugeymslu á Keflavíkuflug- velli. Sótt hafi verið um lóð þar fyrir um tveimur árum, en mál- ið hafi þokast hægt. „Þetta und- irstrikar það að rekstur Cargol- ux á íslandi er kominn á fastan grunn,“ sagði hann. Starfsemi Cargolux hér á landi hófst haustið 1994. Vélar frá félaginu hafa viðkomu hér tvisvar í viku á leiðinni á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Á sunnudögum hefur viðkomu vél á leið í austurátt frá Bandaríkj- unum og fer sjðan áfram til Lúxemborg. Á miðvikudögum kemur hingað vél frá Lúxem- borg en heldur síðan áfram til Houston. Markaðshlutdeild Cargolux í útflutningi sem fór um Kefla- víkurflugvöll var 8,4% á árinu 1996, en í innflutningi var hlut- deildin 20,9%. Talsverð aukning varð á innflutningi á árinu en minni á útflutningi. Fosshótel opna íReykjavík FOSSHÓTEL ehf. munu á morgun opna formlega tvö nýuppgerð hótel í Reykjavík, City Hótel á Ránargötu og Hótel Lind við Rauðarárstíg. Undanfarna mánuði hafa staðið yfír gagngerar endurbætur á báðum hótelunum, bæði á herbergjum og sameiginlegri aðstöðu og eftir breyt- ingamar eru nær öll herbergin á báðum hótelunum með baðherbergi. Fosshótelkeðjan, sem stofnuð var á síðasta ári, er í eigu Safaríferða en að Safaríferðum standa ferðaskrif- stofa Guðmundar Jónassonar, ferða- skrifstofan Úrval Útsýn og Ómar Benediktsson, sem eiga 30% hlut hver auk Halldórs Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra Safaríferða sem á 10% hlut. Innan keðjunnar eru rekin sex hótel og eitt gistiheimili, Hótel Áning á Sauðárkróki og Varmahlíð, Hótel Harpa á Akureyri og Kjarnalundi, Hótel Hallormsstaður, Hótel Lind og City Hótel auk gistiheimilisins Gula Villan á Akureyri. Að sögn Ómars Benediktssonar standa yfir viðræður við fleiri hótel um að ganga til liðs við keðjuna en ætlunin er að Fosshótel verði innan skamms að fínna sem víðast um landið. Sala Robo- tics veldur lækkunun New York. Reutcr. FYRIRHUGUÐ kaup banda- riska tölvunetbúnaðarframleið- andans 3Com Corp. á mótald- framleiðandanum Ú.S. Robotics fyrir 6.6 milljarða dollara hafa leitt til lækkunar á verði hluta- bréfa í 3Com, U.S. Robotics og öðram helztu netfyrirtækjum Bandaríkjanna. Verð hlutabréfa í 3Com í Santa Clara í Kaliforníu lækk- aði um 4 dollara í 35 dollara. Meiri viðskipti vora með hluta- bréf í því fyrirtæki en öðrum fyrirtækjum og skiptu rúmlega 40 milljónir bréfa um eigendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.